Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1966, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1966, Blaðsíða 6
ráðinn sem aukakennari þar og lauk þar prófum sínum með slíkum ágætum, að honum var síðan boðin staða við Normal School of Science í South-Kensington, undir hinum mikla félaga Darwins og baráttumanns fyrir framþróunarkenn- ingu, T. V. Huxley. Upp frá því leit hann ekki til baka í raun og veru. Hann byrjaði að skrifa mjög snemma. Handrit sögu, sem hann skrifaði 12 ára, „The Desert Daisy“, var nýlega gefin út í Bandaríkjunum. Tvær sögur skrif- aði hann 17 ára. En í 4 ár, milli 1886— 1890, skrifaði hann fjölmargar sögur undir allskonar dulnöfnum. 1888 ritaði hann „The Chronic Argonauts", er var aldrei lokið, og síðan sagði Wells, að hann hefði ekki getað haldið henni áfram. En hún virðist hafa ásótt hann því hann ritaði tvær útgáfur af henni 1889 og 1892. Og síðasta árið skrifaði hann hana í fjórða sinn — nú með hinum nýja titli — „Tímavelin“ — sem neðanmálssögu í The New Review, og í maí það ár var hún prentuð í London og New York. Wells var vel ljóst að þessi saga var hans mesta metnaðarverk og hann skrifaði vini sínum: „Þetta er mitt trompspil, og ef það heppnast ekki mjög vel, þá veit ég hver minn staður er, það sem eftir er af mínum ferli“. En hvað sem öðru líður, er enginn vafi á því að Wells hefur fært lítið tóm- stundagaman til milljón lesenda. V. S. Pritchett sagði um hann: „án efa mun „Tímavélin“ taka sér stöðu meðal hinna miklu sagna á voru máli. Eins og öll ágæt verk, hefur það meiningu innan meiningarinnar". ells átti mikið af vinum. Varla var sá forystumaður í ritun, pólitík eða vísindum, sem ekki vann hylli hans og áhuga um eitthvert leyti. Hann rabbaði við Einstein á bjagaðri frönsku, og hann ræddi við Maxim Gorki um kosti þung- unarvarna. En 5. janúar, 1885 hitti hann við St. James leikhúsið, ungan leikritagagnrýn- anda „grannan ungan mann, um 35 ára eða svo, í venjulegum brúnum jakka- fötum, með mjóg hvítt andlit og mjög rautt vangaskegg“. Þetta var G. B. Shaw „Mér gazt svo vel að honum, að það entist mér alla æfi“, skrifaði Wells. Við vorum báðir socialistar og guð- leysingjar, og við vorum báðir að ráðast á það, sem virtist vera ósigrandi, þjóð- félagsmúrinn utan frá. Shaw hafði al- skegg svo samhangandi og harða þjálfun eins og ég hefði fengið, en á hinn bóg- inn hafði hann fengið fullnægju sína í góðri músik, glæsilegum samræðum og góðu atlæti lífsins. Ofsalegt, líkamlegt tilfinningarnæmi, hafði neytt hann til að taka upp harða vegetariska og bindindis sama lífsháttu, og gamlar kringumstæð- ur höfðu hneigt hann til byltingar og þjóðfélagslegrar andstöðu. Ég býst við, að gagnvart honum hafi ég verið þungur og stundum smámunasamur og fastheld- H. G. Wells var faðir tækniskáldsagnanna (science fiction). Skáldsagan um fyrstu mennina á tunglinu kom út 1901 — og hér sendir einn þeirra skeyti til jaðar, en geimverur horfa á. röð af skyndihöppum, hefði hann allt eins getað endað æfina fyrir tímann sem útkeyrð búðarloka. Segir hann að tvenn fótbrot hafi breytt öllu sínu líf.filaupi. Hið fyrra, hans eigið, kom honum upp á lag með að lesa þegar hann var aðeins 8 ára, og hið síðara, föður hans, olli endanlegu gjaldþroti verzlunarinnar, og sendj hann til hins ríkulega bókasafns í Uppark. En maður fær ekki varizt þeirri hugsun að Wells hefði samt haft það af, einhvern veginn, þrátt fyrir allt. Hann hætti í skóla 14 ára, og var fyrst lær- lingur hjá vefnaðarvörukaupmanni (minnst í „Kipps"), og síðan í lyfjabúð (sem lýst er í „Tono Bungay“). En hann var ávallt óþolinmóður. Hann virtist ekki falla neinsstaðar inn. En svo vildi til að það var dautt tungumál, sem Wells hafði þar að auki lítinn tíma til að sinna sem gaf honum hinn mikla möguleika. Það var nauðsynlegt í lyfsalafaginu, að hann skildi latínu, og það var hinn undra verði hraði hans í því að tileinka sér þetta mál, sem fyrst kom honum í kynni við forstjóra Midhurst skólans, þar sem hann fékk prívat kennslu. Hann var Inn. Gagnvart mér var dómgreind hans, byggð upp á tilfinningu og hita, ávallt laus í reipum". Viðbrögð Wells gagnvart amerísk- um kapitalista og sovjetskum kommún- isma, sem hann í raunjnni áleit tegund af ríkiskapitalisma voru ávallt jafn sterk En hann fékk þó ekki mikið út úr Rúss landi persónulega. 1920 fór hann þangað með eldri syni sínum, sem talaði málið. Hann hitti Lenin, og eftir því sem Wellh segir, skildu þeir vinsamlega. En eftir því sem Trotsky segir, var Lenin ekkert hrifinn. „Sá er borgaralegur! hrópaði hann. „Hann er hreinn Filistei! „Drott- inn minn dýri, hvílíkur Filistei". Það er nokkurt sannleikskorn I dómi Lenins. Wells, þrátt fyrir allan sinn sosialisma, var aldrei heils hugar verka lýðsstéttarmaður. Hann var aldrei með- limur. Hann var smáborgari í vissum skilningi, og var það alla æfi. Meira að segja var hann ekki hlyntur því að rit- höfundar fengju styrki, verðlaun eða önnur fríðindi því að hann hélt að það tæki broddinn úr viðleitni þeirra, á- samt ánægjunni af raunverulegrj vel- H. G. Wells I RABB Framhald af bls. 5. I Kynþáttavandamál finnast víða I á vorum dögum og eru mjög marg- i breytileg. Varla er sú þjóð til, að hún þekki ekki til einhvers konar II vandrœði í því sambandi. Kyn- j þættir blökkumanna í Afríku eru , i margklofnir, auk þess sem sambúð Araba og svertingja er ekki ill- indalaus (sbr. lanzibar, Súdan og Máretaníu). Indverskur frœðimað- ur hefur sagt, að í landi hans vœri a.m.k. við 143 mismunandi kyn- þáttavandamál að stríða, en þar við bœttust vandrœði vegna trúar- bragða og stéttaskiptingar. í Suð- ur-Ameríku deila svertingjar og indíánar, eða jafnvel innfluttir Indverjar, svertingjar, indíánar og hvítir menn (í Guiana). í Suðaust- ur-Asíu fyrirlíta Málajar og Kin- verjar hverjir aðra, og jafnvel vel- ferðarríkið saklausa og dyggðum- prýdda, Svíþjóð, á við sitt tatara- eða zígaunavandamál að etja. Ekki þarf að minna á Suður-Afríku. Bezt mun vera fylgzt með gangi kynþáttavandamála í Bandaríkj- unum, enda er ekki legið á frétt- um af þeim. Þar hefur sú ánœgju- lega þróun orðið, þrátt fyrir harð- vítugar deilur og átök, að ríkis- valdið, þ.e. framkvæmdaváldið, löggjafarvaldið og dómsvaldið, fylgir þeirri stefnu af einbeitni að koma í veg fyrir misrétti kyn- stofna og kynþáttaaðgreiningu. Þessi stefna ber árangur, þótt rétt- indabaráttumönnum þyki hún stundum hœgvirk, en marga alda gömlum hugsunarhœtti verður ekki breytt á fáeinum árum. Greinar sœnsku kennslukonunn- ar báru fyrirsögnina „Bandaríski harmleikurinn“. Harmleikir hafa gerzt í Bandaríkjunum vegna kyn- þáttafordóma, eins og alls staðar, þar sem þeir fyrirfinnast. Aftur á móti er það gleðiefni, að öflug- asta lýðræðisríki heimsins skuli hafa gert afnám kynþáttaaðskiln- aðar að stefnuskráratriði. Hörmulegt má hins vegar telja, að valdhafar í fjölmennasta ríki veraldar, „Alþýðulýðveldinu Kína“, skuli lýsa því yfir, að skipting manna eftir kynþáttauppruna og litarhœtti geti verið undirstaða þess, hevrnig mannkyn mun klofna í tvœr andstœðar fylkingar: öðru megin allir „litaðir“ menn undir forystu hinna gulu, en hinum meg- in hvítir menn. Magnús Þórðarson. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. september 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.