Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1966, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1966, Blaðsíða 11
Jóhann Hannesson: ÞANKARÚNIR Á KRISTNIBOÐSSTÖÐ, þar sem við hjónin störfuðum um þriggja ára skeið, hötðu múrar verið hlaðnir nokkuð á aðra mannhæð kringum öll húsin, kirkju, sjúkrahús, starfsmanna- bústaði, garða og bleiti. Hlið var út að götunni og hús áfast við, og var þar jafnan dyravörður, er leiðbeindi gestunum. Hliðinu var lokað á nóttum, en mönnum hleypt inn ef þeir áttu brýnt erindi, t. d. með sjúklinga. Var þetta skipulag almennt í Kína við flestar stofnanir. Óvenjulegt var aftur á móti að þrjú göt voru gegn um múrinn á einum stað, svo lítil að eigi mátti maður kreppa hnefann ef hann vildi stinga hendi gegn um eitt gatið. Götin voru sett í um leið og múrinn var hlaðinn samkvæmt óskum fyrri landeigenda, og mátti ekki troða neinu í þau né loka þeim. — En hváð kom seljandanum til að setja þessi skilyrði? Svar: Ekki mátti hindra frjálsa umferð and- anna, hvorki framliðinna né annarra. Gangbrautir þeirra voru um axlarhæð frá jörðu, og virtist það valda þeim óþægindum að fara með öllu hærra. Nú voru götin þrjú, og þar eð and- arnir virtust vera minni en hnefastórir, getur mikill fjöldi þeirra hafa farið um götin daglega án þess að öngþveiti myndaðist eða biðröð. Óþægindi höfðum vér engin af þess- um öndum og lentum aldrei í árekstrum við þá. Þó kunna þeir að hafa hraða’ð sér út um götin þegar vér héldum morgunibæn eða messu og klukknahljómurinn barst út yfir borgina. Um allar jarðir voru andar á ferli, ekki sízt á götum, bryggjum og gangstigum út um sveitir. Notuðu menn púður- kerlingar til að reka þá frá sér eða vara við, svo að þeir gætu hipjað hig undan og komizt hjá árekstri, einkum ef mikið var um að veia. Oft varð þó ekki hjá árekstrum kom- izt í annríki daglegs lífs, og sögðu menn „pong deh-kwei“ ef þeir lentu * árekstri við djöful — eða við annan mann, sem þeim var illa við. Þa'ð merkir: ,,Ég rakst á djöful“. Dyttu menn og meiddu sig eða misstu eitthvað niður, þá var þar um að ræða árekstur við illan anda, eins ef menn flæktust inn á veitingastaði og fóru þar í fjárhættuspil og töpuðu öllu, eða lentu á slæmu skækjuhúsi, þar sem þeir voru rændir. Alls staðar moraði af hrekkvísum púkum og meinlegum lygaöndam; hér og þar sveif sál eins og annars miðils, er fór sálförum frá taoprestum til annars heims, eða kom þaðan með skilaboð. Voru þær ferðir hættulegar, þar eð sálir miðlanna gátu líka rekizt á djöfla, rangsnúizt og fyllst af lygi, enda iögðu prestar ekki sínar sálir í þvílíka hættu, heldur tóku : miðilsiðnaðinn fátæka drengi á kyn- þroskaskeiði og sen lu sálir þeirra alla leið aftur í gráa forneskju á svipstundu. — Göfug goð, svo sem Amída Búddha, svifu hátt yfir allri þessari þvögu, uppi í hreinu og heil- næmu lofti, þar sem aldrei bar skugga á. Andarnir virtust svífa svo sem 140-200 cm. frá jörðu, vera nokkru stærra en gæsaregg, og geta náð hraða, sem var meiri en hraði skipa undan straumi, því að þeir gátu farið á undan þeim ug tyllt sér á sker, setið fyrir skipunum, brotið þau og tortímt bæði manni og mús. Þess vegna áttu menn jafnan að þegja þegai skipi var ýtt frá landi, en um borð forðast öll þau ctö, sem gátu orðið djöflunum að gagni. Meiri hluti andanna var illa innrættur, hrekkjóttur, lyginn og duttlugarfullur. Menn reyndu að halda friði við þá með daglegum reykelsisfórnum, færðum árla dags fyrir dyrum úti í réttri hæð frá jörðu. En ekki nægði þetta ef eitthvað biés á móti, svo sem veikindi, slys eða andlát ástvina. Þá varð að ná í særingamenn einkum taopresta, því ekki var á annarra færi að semja við þessar ægilegu hersveitir, og jafnvel með aðstoð þessara sérfróðu manna var það dýrt spaug. Daglega bættust illir andar í hóp þeirra, sem fyrii voru, einkum sálir sjálfsmorðingja og glæpamanna. Hugsun eins og sú, sem hér er lýst í örfáum dráttum, nefnist animismi og hefir hvílt eins og farg á alþýðu Asíu og Afríku. Svo var og í hellenska heiminum á jarðlífsdög- um Jesú. Nt. sýnir oss inn í heim þar sem andaherinn er lagður á flótta fyrír persónum, sem fengið hafa yfir sig anda Guðs og Jesú Krists. Eru þá þessir andar til, spyrja menn? Betra væri að spyrja fyrst: Hafa þeir áhrif? Sjálfur held ég að margir þeirra séu hugarfóstur, skáldskaparfígúrur og annað ekki, eða sálræn öfl í þessa heims mönnum. En áhrifin eru ægi- leg. Ég hef séð stúdenta, vel menntaða pilta og heyrt þá segja frá og lesa um athæfi andanna, og svitinn bogaði af þeim sökum þeirrar spennu, er þeir komust í. Til voru einnig Kínverjar, sam álitu að andar framliðinna myndu „gufa upp“ í öðrum Leimi a’ð nokkrum tíma liðnum, bland- ast loftinu, líkt og reykur. En það leysti ekki málið, þvi allt af bættust nýir við. Animisminn er einnig til hjá oss. Takið aðeins eftir tali blaðainar.na um prentvillupúkann! Og meinlegir lygapúkar virðast koma einu og öðru hlálegu inn í blöðin, sem verra er en pientvillur. Þá eru til menn, sem leggja lag sitt við lægstu gerð af öndum, fara sálförum og snúa aftur inn 1 þennan heim með alls konar þvætting, sem fyllir heilar bækur. Sízt er slíkt vænlegt til sálarheilla eða framfara í vísindum og sannn þekkingu á mönnum og málefnum. A erlendum bókamarkaði Sálfræði: E S P. Beyond Time and Dist- ance. T. C. Lethbridge. Routledge and Kegan Paul 1965. „Sjötta skilningarvitið" er vin- sælt viðkvæði, hvað það er hefur aftur á móti löngum þvælst fyrir mönnum. Nú er því haldið fram að hugsanaflutningur eigi sér stað og dýrategundir ýmsar séu gæddar skyni, sem búi ekki með mönnum. Höfundur þessarar bók- ar álítur að hugur eða sál manna sé ódauðleg og hvorki bundin rúmi né tíma. Hann rekur skyggni, hugsanaflutning og ým- islegt annað sem nefnt er yfir- skilvitlegt til þess hugtaks, sem menn nefna sál. Höfundur styð- ur þessar kenningar sínar til- raunum, sem hann álítur að sanni hans mál. Það hefur lengi verið skoðun ýmissa að skynjun- in sé ekki aðeins bundin hinum svonefndu skilningarvitum, og fleira eigi sér stað en heimspek- ina dreymi um. Þetta hefur orð- ið ýmsum tækifæn til hæpinna útlistana og ódýrra skýringa á ýmsum óskilj anlegum fyrirbrigð- um. Mönnum hefur hætt til að bera fram ýmiss konar patent skýringar og látið óskhyggjuna ráða meðvitað eða ómeðvitað. Þetta hefur oft blandast ýmiss konar hjátrú og hefur ýtt undir undarlegar skoðanir ýmissa hjá- trúarhópa. Bók þessi er tilraun til þess að sanna einstaklings- bundna tilveru utan rúms og tíma á 148 blaðsíðum, registur innifalið. Bókmenntir: H. G. Wells. Journalism and Prophecy 1893-1946. An Anthol- ogy Complied and Edited by W. Warren Wagar. The Bodley Head 1966. 42/-. Wells var mikilvirkur skáld- sagnahöfundur. Hann var jafn- framt blaðamaður, og hafði mik- il afskipti af pólitík. Auk skáld- sagna skrifaði hann fjölda blaða- greina og setti saman rit um sagnfræði og þjóðfélagsfræði. — Hann var sósíalisti og leit á sig sem baráttumann fyrir heppi- legra þjóðfélagi, en hann var al- inn upp í. Hann var spámaður, í ýmsum bókum hans, sagði hann fyrir um margvíslegar uppfinn- ingar og tæki, sem síðar hafa komizt í notkun. Honum var ekkert mannlegt óviðkomandi og var alla tíð sískrifandi, áhugi hans var sivökull fyrir fólki og atburðum og áhyggjur hans um velfarnað mannkynsins varpaði skugga á slðustu árin, sem hann lifði. í þessari bók er safnað saman þáttum úr þeim rúmlega hundrað bókum, sem hann ritaði og úr fjölda blaðagreina og minn- ingargreina. Þessi bók gefur hug- mynd um skoðun Wells á samtíð sinni og um það, hvernig hann áleit að framtíðin myndi æxlast. Hér eru þættir af merkum sam- tíðarmönnum hans, svo sem Shaw, Lloyd George, Lenin, Stalin, Churchill, de Gaulle o. fl. Þessir þættir eru með því skemmtilegasta i bókinni. Þetta er mjög skemmtileg bók og útgefanda hefur tekizt að gefa ágæta mynd af manninum Wells og samtíð hans. eins og hann leit hana. The Glass-Blowers. Daphne du Maurier. Penguin Books 1966. 5/-. Höfundur er með vinsælli höf- undum nú á dögum. Bækur hennar seljast um allan heim og eru mikið lesnar. Hún tók að skrifa greinar í blöð og tímarit 1928, eftir að hafa hlotið góða menntun heima í Englandi og síðar í París. Fyrsta bók hennar kom út 1931 „The Loving Spirit". Með bókunum „Jamaica Inn“ og „Rebecca", sem báðar hafa kom- ið út á íslenzku, varð hún met- söluhöfundur. Sú síðast nefnda hefur verið þýdd á tuttugu þjóðtungur. Hún hefur einnig skrifað leikrit og smásögur og ævisögur. Hún er ágæt söngkona, og bækur hennar eru auðlesnar og einnig auðmeltar. Þessi saga gerist í Frakklandi á 18. öld og hápunkti nær sagan I frönsku stjórnarbyltingunni. — Þetta er lipurlega skrifuð saga og hana prýðir allt það, sem prýða á bók, sem allir ættu að geta lesið án mikilla heilabrota. &EAUTy '^AT/V/Av — Hafðu engar áhyggjur af þessu góða mín — láttu samt engan sjá þig! U. september 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.