Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1966, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1966, Blaðsíða 14
eða „brunnklukka", og veit ég ekkl hvernig það síðasta var tilkomið, síra Jón „gamli og prestkall“. Eins og fyrr segir, var síra Jón næm- ur og vel gáfaður, en þótti óhlutvand- ur og lítt siðaður, og mælt sumt af prédikunarstóli, sem var þvættingur og til athlægis, svo sem þegar hann byrj- aði prédikun sína með þessu: „Hallgerður hal kaus, henni gengur svo, svo hvorki vel né illa, mikið brúkar málraus, munna hefur tvo, tvo dugir sitt að þvo, þvo, allra mesti lómur, hæ, hæ og hó, hó“ Síðan hló hann skellihlátur. (Sbr. præ X, 30). Einu sinni kom síra Jón á efri ár- um sínum til Bjarna sýslumanns Hall- dórssonar á Þingeyrum og bað sýslu- maður hann um að messa þar næsta sunnudag og gjörði hann það, en þegar hann stóð fyrir altarinu um sönginn, hitnaði honum svo, að hann varð sveitt- ur, — þar lá klútur á altarinu, en prest- ur tók ekki eftir honum, en þreif til parruks (hárkollu), sem hann var með á höfðinu og skein í beran skallann á honum. Með hárkollunni þurrkaði hann svo svitann, og setti hana síðan aft ur á höfuð sér. — Allur söfnuðurinn brast í hlátur, en Bjarni sýslum. brá klúti fyrir munn sér, til þess að dylja hlátur sinn. — ICona síra Jóns var eins og áður getur, Þórey Bjarnadóttir prests á Þönglabakka. Dóttir þeirra var Mar- grét, sem var 3. kona Steindórs sýslu- manns Helgasonar í Hnappadalssýslu. —Maddama Þórey skyldi við síra Jón þegar hann tók fram hjá henni með Þóru dóttur Gísla bónda Sigurðssonar á Ásbjarnarstöðum á Vatnsnesi, og var þeirra dóttir Guðrún, sem áður getur. •— Hún giftist Jóni, hórgetnum syni síra Björns Þorsteinssonar á Staðar- bakka. — Síra Jón gaf þau saman í hjónaband og kvað þá þessa vísu: Margt er orðið með þeim líkt, móti Guðs vilja og ráðum, sjálfur hef ég þau saman vígt, og svei nú aftan báðum. En síðar snéri hann vísunni þannig: Margt er orðið með þeim líkt, með Guðs vilja og ráðum, sjálfur hef ég þau saman vígt, og sofi þau nú í náðum. Þau Jón Björnsson og Guðrún bjuggu í Vík á Vatnsnesi og þóttu merkis- hjón, þó að bæði væru getin í mein- um. Þeirra dóttir var Margrét fyrri kona Jóns Hólaráðsmanns Árnasonar. Þau bjuggu í Bólsstaðarhlíð. SVIPMYND Framhald af bls. 2 átti eftir að gera sögulegt mörgum ár- um seinna. Eftir stríð stundaði Hess nám við Múnchen-háskóla og þar hitti hann tvo menn sem áttu eftir að leika mikið hlutverk í lifi hans. Annar var Karl Haushofer, prófessor í „Geopolitics" við háskólann og höfundur „Lebensraum" kenningarinnar þýzku, sem seinna myndaði útþenslupólitík nazista. Hinn maðurinn var Adolf Hitler. Ilse, kona Hess, skrifaði einu sinni um kvöldið, þegar Hess kom fyrst í samband við hinn verðandi einvalds- herra Þýzkalands. Hess kom þjótandi inn í húsið og hrópaði: „Þú verður að koma með mér á morgun og hlusta á ræðu í National Sósíalistaflokknum. Ég var þar í dag og maður, sem ég man ekki hvað heitir, talaði. Ef nokkur getur frelsað okkur frá Versaille, þá er það hann.“ Hess gerðist brátt dyggasti fylgjandi Hitlers. Hann gerðist brátt maður í innsta hringnum og persónulegur ritari Hitlers. Þegar Hitler fór til Lands- berg fangelsis, eftir bjórkjallara upp- reisnina, fór Hess með honum og hjálp- aði til að skrifa og gefa út „Mein Kampf.“ Eftir að Hitler hafði fengið einræðis- valdi í Þýzkalandi varð Hess fyrsti full- trúi hans og einn af mestu mönnum þjóð- arinnar. En er stríðið hófst, tók stjarnan Hess að dala. Þótt Hitler útnefndi hann eftirmann sinn, annan í röðinni á eftir Goering, var hann ekki beinlínis ráð- andi í stríðsrekstrinum, þótt hann hefði flokksapparatið í höndum. Hann sá minna og minna af hinum dáða foringja sínum. Martin Borman, Hass eigin að- stoðarmaður, og seinna eftirmaður hans, var þegar tekinn til að vaxa honum yf- ir höfuð. sjónarsviðið, ekki aðeins í Þýzkalandi, heldur og í heiminum öllum. Eftir margra mánaða undirbúning, fór hann um borð í sérstaklega útbúinn Messers- shmitt 110 og flaug til Skotlands þar sem hann stökk út. Hversvegna tók Hess þessa ferð á hendur? Kona hans, Ilse, gefur eftir- farandi skýringu á þessu í bók sinni, England - Berlín - Núrnberg - Spandau, safn af sendibréfum manns hennar: „Maðurinn minn segir ekkert. Hann getur ekki sagt síðasta orðið um framtak sitt. En fyrir mitt leyti, þá get ég sagt að hann vildi færa persónulega fórn án þess að vera skipað það, án allrar vitn- eskju Hitlers og af ráðnum hug og frjáls um vilja. Það sem hann vildi var eina og aleina friður.“ Með Hausenhofer trúði Hess á leyni- leg stjórnarvöld. William Shirer, minn- ist þess í bók sinni, „Ris og hrun Þriðja Ríkisins," að Hess sagði ameriskum sál- greini í Núrnberg, að stjörnuspámaður sinn segði, að hann ætti eftir að koma á friði. Hausenhofer sagði sömuleiðis, að hann væri útvalinn til að koma á friði „milli hinna norrænu þjóða.“ Enginn var meir undrandi á því en Hess sjálfur, þegar Bretar neituðu að taka hið sjálfskipaða hlutverk hans sem friðarorði alvarlega, heldur köstuðu hon- um í fangelsi í staðinn. Fyrst mörgum árum seinna gerði Hess sér fulla grein fyrir hinum gífurlega misreikningi sín- um. Hann skrifaði frá Spandau og við- langt til þess að gera mér grein fyrir að Churchill hafði ekki lengur vald eða getu til að stöðva þá skriðu sem var að falla yfir okkur.“ En samt sem áður hefur Hess aldrei þreytzt á að verja flug sitt til Skot- lands — frá Englandi, Núrnberg og Spandau — „hið mesta afrek lífs míns“, eins og hann komst einu sinni að orði. Tíu árum eftir hina árangurslausu ferð sína, skrifaði hann frá Spandau. „Að vísu kom ég engu fram. Ég gat ekki stöðvað stríðið og ég gat ekki komið í veg fyrir það, sem ég sá að var að koma. Ég gat ekki bjargað fólkinu, en mér er fróun að vita af því að ég reyndi það.“ A ð þekkja fullan tilgang Hess er ekki hið sama og að skilja hinn undar- lega persónuleik þessa manns. Þau öfl, sem ráku hann áfram verða kannski aldrei skilin til fulls. Sem fanga er honum bannað að skrifa minningar sín- ar, og enginn hefur talað við Hess nema fangaverðir hans. Fangaverðir hans vilja ekki ræða Hess við utanaðkomandi. Lögfræðingur hans, Dr. Alfred Seidl, sem varði Hess í Núrnberg, hefur séð hann tvisvar eða þrisvar síðan 1946, en hann verst allra frétta. „Hess hefir ekki rætt neitt við mig nema mál sitt,“ sagði lögfræðingur- inn við viðtalsmann. „Allt sem ég get sagt, er að Hess hefur ekki breytzt mik- ið í 20 ár.“ Frú Ilse Hess, sem rekur lít- ið gistihús í Bæheimi, neitaði að tala við fréttamanninn þegar hann hringdi. Það eru samt þau hundruð bréfa, sem Hess hefur skrifað honu sinni, syni og móður, og samanlagt gefa þau dágóða mynd af manninum. Hess er frámunalega langsækinn mað- ur í bókstaflegasta skilningi orðsins. Hann hefur flutt hugsjónir sínar og and- leg verðmæti langt út yfir öll takmörk. Hann hefur mætt sannleikanum um eig- in sök og mistök með því að blása til- finningu sína fyrir heiðarleik og virð- ingu upp úr öllu valdi. Skömmu eftir að hann kom til Þýzkalands að enduðu stríði ritaði hann konu sinni, að „nú hefur verið ákveðið að fangar hér skuli náðarsamlegast fá að móttaka eina heim sókn frá ættingjum sínum. Það er að segja að þeir mega heyra þá og sjá gegn- um þéttriðið vírnet. Ég hef stranglega neitað að sjá þig eða neinn annan undir þessum kringumstæðum sem ég álít fyr- ir neðan virðingu okkar.“ Hess er þrátt fyrir allt trúaður maður á sinn eigin, snúna hátt. Hann viður- kennir tilveru mátta, sem hann kallar Guð, þó að það sé Guð, sem ekki hefur áhuga á svoleiðis smámunum eins og einstaklingum mannkyns. Eftir að hann var fangelsaður, var hann sannfærður um að það væri djöfullinn en ekki Guð, sem hefði völdin á þessari jörð, þótt hann á hinn bóginn vonaði, að hann mundi koma einn góðan veðurdag og „vinna Lucifer og færa píndu mann- kyni frið.“ í sínum pólitíska hugmyndaheimi gæti Hess gilt sem skrípamynd af frum-naz- istanum. Hann var eldheitur þjóðernis- sinni og fyrirleit allt sem var í ætt við alþjóðleik — einnig kommúnisma og judaisma. Lebensraum — hugtakið, borið fram af Haushofer og öðrum, var fyrir honum heilög fræði. Þýzka er fyrir honum besta og hreinasta tungan. Wagners musik hefur fært honum mestu og fyllstu gleði lífsins. En hinn sanni lykill að öllu lífi Hess og persónuleik, er hin þrælbundna að- dáun hans á Hitler — aðdáun sem hefur haldið sér að því er virðist allt til þessa dags. Jafnvel eftir að Hitler hafði af- neitað þessum staðgengli sínum og lagt svo fyrir að hann skyldi skotinn er hann sneri nokkru sinni aftur til Þýzkalands, ritaði Hess hina mestu lofrollu um hann til konu sinnar. En það er erfitt að skilja Hess djúpu aðdáun á Hitler, rétt eins og það er erfitt að skilja þá dá- 'leiðslu sem Hitler kastaði yfir gjörvalla þýzku þjóðina. A hinum fyrri dögum Hess í fang- elsinu, voru bréf hans til konu sinnar full af ódrepandi bjartsýni. Þau ræddu um endurfundi og áætlanir um framtíð- ina. En það var fyrir mörgum árum. Nú vinnur hann ekki lengur í fang- elsisgarðinum. „Ég hef andstyggð á lilj- um og öllum yndislegum hlutiun, með- an ég er sjálfur á bak við lás og slá“ skrifar hann. „Hve frelsið er undarlegur hlutur. Aldrei framar mun ég loka fugl í búri.“ En 10. maí, 1941 kom Hess aftur á urkenndi, „að ég hafi ekki hugsað nógu Rudolf Hess með Hitler meðan allt lék í lyndi. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. september 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.