Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1966, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1966, Blaðsíða 9
Eftir David Binder Mr að er aðeins einn sögulegur per- sónuleiki“, sagði Macedóniu-kommún- istinn á hinum sögufræga miðstjórnar- fundi 1. júní á Brioni-eyju. „Það er félagi Tito, og hann hefur sannað það með því, sem hann hefur gert á þessum aðalfundi". Um tíma hafði það komið stjórnar- forystunni þannig fyrir, að það væru tveir flokkar í Júgóslavíu — einum stjórnað af Tito forseta og hinum af varaíorsetanum Alexander Rancovic. Báðir flokkar komu fram í nafni komm unismans, en völd Rancovics fólust í hinu víðtæka leynilögregluveldi, sem hann hafði stjórnað sem innanríkis- ráðherra og sem hann ennþá hafði á valdi sinu. Athugasemdir Tito marskálks á aðal- fundinum sýndu fortakslaust að þrátt fyrir alla sundrun í Júgóvslavíu síðast- liðin 15 ár og þrátt fyrir hið litla frelsi sem hin 19 milljón manna þjóð hefur notið, hafa stjórnartaumarnir legið í hendi eins manns flokks og eins manns stjorn .Þótt hann notaði æði mikið hina ritstjórnarlegu fleirtölu „vér“, þá við- urkenndi maðurinn, sem hefur stjórnað flokknum frá 1937, sem aðalritari hans, blátt áfram, að það hefði verið hans ákvörðun, að hætta rannsókn á Ranc- ovic klíkunni 1962, og ennfremur hans ákvörðun að taka hana aftur upp í júní í ár, og enn hans ákvörðun að víkja Rancovic og aðstoðarmönnum hans á þessum aðalfundi. Er hann talaði um ástandið 1962, sagði hann: „Við gerum vitleysu þá 1 því að ganga ekki nógu langt. Vegna vissra tilfinninga til að komast að sam- komulagi, komumst við aðeins hálfa leið“. Hann vísaði til þeirrar staðreynd- ar, að lögreglan hefði notað forystu Rancovic í 20 ár með svofelldum orð- um: „Auðvitað var það okkar sök“. Það eru margar ástæður fyrir falli Rancovics. Hin mikilvægasta var að bann var mjög vinsæll innan flokksins og Tító marskálki var það vafalaust ekki að skapi. Enn er Títd einn á báti Þá byggði Rancovic upp stuðning sinn innan lögreglunnar gegnum órygg- isráðstafanir sínar. En hann hélt áfram að reiða sig á gamla vini innan örygg- islögreglunnar, en sótti ekki ráð til stjórnmálamanna, sem voru með á nót- unum. Þetta olli einangrun hans. Að lokum voru „það hinar miklu fjár- mála- og þjóðfélagsumbætur í Júgóv- slavíu, sem hófust fyrir ári, sem komu við Rancovic og félaga hans sem ögrun við valdaaðstöðu þeirra, þar sem það gerði ráð fyrir meira sjálfræði fyrirtækja og stjórnarstofnana. And- staða þeirra gegn breytingunum kom út sem viss tegund mótstöðu, sem vakti áhyggjur Titos. í lokaræðu sinni á fundinum, sagði Tító forseti: „Mér þykir leitt að ég lét ekki til skarar skríða miklu fyrr, þar sem þess var vænst af mér sem aðal- ritara . . . Eg dæmi alla okkar seka og við eigum allir að standa til reiknings- skapar fyrir hluta af þeirri sök, að hafa ekki gert okkur grein fyrir, hvað var á seiði.,, Tító mar.skálkur, æðsti foringi hers- ins, samkvæmt stjórnarskránni forseti fyrir lifstíð og sennilega flokksleiðtogi meðan hann lifir, fletti þannig ofan af pólitískri ábyrgð sinni. Mr etta er dálítið undarlegt atriði í aðstöðu hins 74 ára gamla leiðtoga. Enda þótt ekki færu á milli mála hin algerlegu völd hans og áhrif, þá gerði hann ráð fyrir því frá upphafi, að deila völdunum með nánustu samverkamönn- um sínum. Jafnvel fyrir stríð, voru þeir Edward Kardelj, Aleksandar Rankovic og Milovan Djilas efstir á blaði. Nú þegar Djilas er í fangelsi, og Rankovic í ónáð, er það aðeins Kardelj, hinn mjúkmáli, fyrrverandi kennari í Slov- eníu, sem er eftir við hlið hans. Engum hér dettur í hug, að Kardelj erfi flokks- og ríkisvöld eftir andlát Títós, þótt hann eflaust haldi háttsettum trúnað- arstöðum. Síðan 1963, þegar ný stjórnarskrá var innleidd, hafa Júgóslavar sífellt raupað af því, að þeir mundu gera þingmenn ábyrga gagnvart umbjóð- endum sínum, embættismönnum ríkis- ins gagnvart þinginu, o.s.frv. Að vísu er leiðin að þessum lofsamlegu mark- miðum hafin — en varla meir. En gagnvart hverjum er þá þessi milljón manna flokkur þá ábyrgur? Fræðilega séð er hann ábyrgur gagn- vart þjóðinni, og Tító forseti viður- kenndi sjálfur, að þessi „trúnaður fólks ins gagnvart flokknum hefði „verið raskað.“ í rauninni er Kommúnista- flokkur Júgóslavíu minnihlutaflokkur, sem komst til valda með vopnum, og í aðalatriðum er hann ábyrgur aðeins gagnvart sjálfum sér. Nánar ákveðið er hann ábyrgur gagnvart félaga Tító. Rancovic og íélagar hans misnotuðu þann trúnað og fyrir það borga þeir nú. Milos Minic, harður serbneskur með- limur miðstjórnarinnar, sagði á aðal- fundinum, að „lýðræði er að ryðja sér braut inn í miðstjórnina." Sennilega er þetta rétt. Ennfremur ganga hinar júgóslavnesku fjárhagslegu og þjóðfé- lagslegu umbætur í þá átt, að frekara frelsi og sjálfræði í athöfnum veitist stofnunum og stjórnum hinna þjóðlegu lýðvelda, sem mynda hið júgóslavneska sambandsríki. Smám saman má vera að hinn nýi andi — gefa og taka — í miðstjórnini muni finnast utan flokkskerfisins í stofnunum eins og fjöldasamtökum, sem kallast Sósíalistabandalag Verkamanna. En engu að síður heldur flokkurinn sem Tító hefur smíðað, áfram völdum, sameinaður um hann sem fyrrum, og svo lengi sem hann lifir mun hann starfa í hans nafni — og í hans nafni aleinan. eins og strá gegnum öldurnar. Á fimmta degi höfðu þeir týnt kompásnum og voru búnir með allt vatnið og mestallan matinn. Sólin steikti þá, en hákarlar hringsóluðu kringum bátinn. Trylltir af þorsta, reyndu þrír fang- anna að ráðast á Belbenoit og snúa við, en hættu við það, þegar hann dró upp byssu. Klukkutíma síðar eygðu þeir land. Það var Trinidad. Eintrjáningurinn var illa farinn, enda i hálfu kafi, þegar peir voru komnir gegnum brimgarðinn. Þeir voru fluttir til hafnarstjórans sem lét þá í umsjá Hjálpræðishersins. Þegar þeir höfðu náð sér eftir volkið, var þeim gefinn gamall björgunarbátur, svo að þeir gætu hald- ið flóttá sínum áfram. Skipbrot 10. júní héldu fimrn fanganna út á Karíbahaft (einn hafði komizt á skip til Þýzkalands). Þeir fengu mjög vont veður og brutu skip sitt á ströndum Kólumbíu eftir 16 daga siglingu. Allar vistir þeirra sukku með bátnum. Þeir misstu jafnvel fötin utan af sér, þegar flokkur villimanna fann þá liggjandi á ströndinni og neyddi þá með því að ota að þeim spjótsoddunuin til að afklæða sig. Það eina, sem þeir innfæddu skildu eítir, var handrit Belbenoit, vafið inn í vatnsheldan pappír. í tvo daga mjökuðust mennirnir gegnum hitabeltisskóga Kólumbíu, stungu fiska í ánum og veiddu eðlur og froska. Þriðja daginn rákust þeir á einmanalegan strákofa. en í honum fundu þeir kvenföt. Til að verjast sól- inni og skordýrunum klæddust þeir þessum fötum. Tíu mílum lengra rákust þeir á þorp nokkurt. En það reyndist einum of mikið íyrir lögregluþjón staðarins að sjá skeggjaða menn i kvenklæðnaði. Hann tók þá fasta og marseraði með þá í handjárnum t.il Santa Marta, þar sem þeim var varpað í fangelsi. Dyr skildar eftir opnar Nú var það svo, að margir Kólumbíu búar höfðu ímugust á hinum ruddalegu refsiákvæðum Frakka. Sama daginn og þeir voru handteknir birtist löng grein í dagblaði staðarins um grimmdarverk- in í Frönsku Guiana. Daginn eftir kom ritstjórinn í heimsókn til Belbenoit í klefann og bað henr. að skrifa greina- flokk um fanganýlenduna. Árangurinn vavð sá, að nótt eina upp- götvaði hann, að klefahurðin hans var opin. Hann var fljótur að hverfa út í náttmyrkrið. Það var ekki fyrr en eftir mörg ár, að hann frétti, að félagar hans hefðu verið fluttir með s.s. De La Salle til Martinque — og þaðan aftur til Djöflaeyjunnar. Belbenoit var nú orðinn einn eftir. Hann ákvað að halda i att til Panama og fara þaðan til Bandaríkjanna. Út- litið var ekki glæsilegt, því að fyrst yrði hann að ganga mcir en 400 mílur Framhald á bls. 12 11. september 1066 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.