Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1966, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1966, Blaðsíða 4
Oscar Clausen Presfasögur: Síra Jdn með mðrgu viðurnefnin Hér verður sagt frá einkennileg- um guðsmanni sem þjónaði 6 brauðum, lengri og skemmri tíma, en þó lengst 15 ár, á Tjörn á Vatnsnesi, og var prestur í hálfa öld og 9 árum betur, og dó sennilega niræður, missti hempuna tvis var og fékk uppreisn í bæði skiptin. Hann hét Jón Jónsson, og var auð- kenndur frá öðrum nöfnum sínum með sjö viðurnefnum, sem voru notuð eftir þeim kringumstæðum sem við átti í hvert skipti, en aldrei var hann kenndur við „brauð“ sín. Hann var harla kátleg persóna, eins og lýst verður hér á eftir. Síra Jón var sonur Jóns á Urðum í Svarfaðardal, sem var skólagenginn lögréttarmaður, lögsagnari í Vaðlaþingi (Eyjafjarðarsýslu) og Hólaskólaráðsmað ur Illugasonar einnig Hólaráðsm. (d. 1637), Jónssonar Illugasonar. Móðir Jóns á Urðum og amma séra Jóns var Hall- dóra dóttir Skúla Einarssonar á Eiríks- stöðum og Steinunnar laundóttur Guð- brands biskups. Halldóra var því systir Þorláks biskups Skúlasonar, — svo að telja má hann vel ættaðan. Hann lærði í Hólaskóla, og fékk þaðan þann vitnis- burð, að hann væri skarpur mjög og snargáfaður til bóknáms, en ósvífinn í orðum, og því kvað þáverandi skóla- meistari hans, Þorsteinn Geirsson, um hann þessa stöku: Lystugur kallinn litli Jón, latínuna gleypir, skynsamur og skarpur þjón, skólabörnin sneypir. Eftir að Jón útskrifaðist, var hann smásveinn Gísla biskups Þorlákssonar á Hólum nokkur ár. U m þær mundir var séra Björn Jónsson prestur á Hvanneyri í Siglu- firði, sem kallaður var síra „Björn gamli“, en kona hans var Þórey dóttir síra Bjarna Jónssonar á Þönglabakka. Hún var þá ung kona, miklu yngri en maður hennar glysgjörn og gefin fyrir skart og áfenga drykki, en vel fjáreig- andi, og þóttist vangift af síra Birni gamla. Eitt af börnum séra Björns og maddömmu Þóreyjar var Magnús, sem síðar varð sýslumaður í Snæfellsnes- sýslu. Hann var fæddur skinnlaus, og kom ekki húð á ''’tama hans í heilt ár, en læknir á hollenzku hvalveiðiskipi, sem kom á Siglufjörð læknaði hann með áburði, og kvað hann húðleysið stafa af áíenginu sem móðir hans hafði neytt um meðgöngutímann. Það vildi svo nú til, að Jón Jónsson stúdent frá Hólum og smásveinn Gísla biskups kom að Hvanneyri en þegar maddama Þórey sá hann, sveiaði hún honum vegna þess að hann væri svo svartur. Þetta heyrði síra Björn gamli og sagði, að þessi smásveinn yrði nú samt seinni maður hennar, en þá myndi hún líka minnast síra Björns gamla. Þetta var sannspá „þess gamla“ því eftir dauða hans 1682, fékk síra Jón bæði Hvanneyrarstað og ekkjuna mad- dömu Þórey til eiginkonu, en það hjóna band gekk bögulega, eins og sagt verður frá hér á eftir. Það er sagt, að síra Jón hafi verið fyrsti prestur sem Jón biskup Vigfús- son (Banka-Jón) vígði eftir að hann kom til Hóla. Síra Jón var ekki nema örfá ár prestur á Hvanneyri og fékk síðan undirfell í Vatnsdal, þegar hann flutti frá Hvanneyri 1686 að Undirfelli fékk hann hollenzkan skipstjóra til þess að flytja á skútu sinni búslóð hans frá Siglufirði á Þingeyrarsand, en svo illa tókst til að þeir komust ekki lengra en að Kálfshamarsvík á Skaga. En útúr þeim viðskiptum urðu málaferli milli síra Jóns og þess hollenzka, og var það mál tekið fyrir í héraðsrétti að Asi í Vatnsdal 6. júní 1686 og síðan á Alþingi sama sumarið, en þar var það látið falla niðln• vegna þess, að þar sýndi síra Jón sig ekki. A Undirfelli hékk síra Jón svo aðeins í 4 ár, en þá hafði hann brauðaskifti við séra Erlend Illugason og fékk þá Tjörn á Vatnsnesi, en síra Erlendur tók þá Undirfell og dó þar á sama árL ■Á. Tjörn var svo síra Jón prestur í 15 ár og þar gekk á ýmsu hjá honum Hann lenti þar í deilum við prófast Húnvetninga útaf ýmsum brösum, sem þeir áttu í þ.á.m. hversu hann niður- nýddi prestssetrið á Tjörn og svo var hann sekur um hórdóm og var að lok- hann bréflega og prófastur bæði bréf- lega og munnlega. Dómur Synodunnar í þessu máli var einkennilega vægur, því að þar var ákveðið að síra Jón skyldi ennþá fá tvær áminningar, en gegni hann þeim ekki skuli hann setjast frá embætti sínu þangað til biskup og amtmaður geri einhverja aðra ráðstöf- vrn. En síra Jón bætti þó ekki ráð sitt. Síra Jón kemur oft við sögu í gjörða- bókum prestastefnu Hólastiftist á þeim árum, sem hann er pretur á Tjörn á Vatnsnesi (1690—1705) t.d. árið 1700, 23. sept. á Synodus, sem haldin var á Flugumýri. Þar var tekinn fyrir van- hirða síra Jóns á prestssetrinu Tjörn, og þar leggur Björn Þorleifsson Hóla- biskup fyrir prófast Húnvetninga „að hann alvarlega tilhaldi síra Jóni á Tjörn að höndla vel með sitt Benifici- um, (þ.e. að hann sitji stað sinn betur), þar sem prófastur og aðrir beri það, um settur af embætti. Þessi deilumál síra Jóns og Páls prófasts Jónssonar á Höskuldsstöðum komu fyrir presta- stefnu Hólastiftis á Flugumýri 10. júní 1696. Þar var gjörð sátt í málum og lýsti prófasturinn þar yfir að hann hefði sætzt fullum sáttum við síra Jón á Tjörn. En á þessari sömu prestastefnu á Flugumýri var lika annað mál síra Jóns tekið fyrir sem varð honum erfiðara um sættir og örlagaríkara. Guðsmaðurinn síra Jón á Tjörn var nú vanriktaður af kvenmanni, Þóru nokkurri Gísladóttur sem var á heimili hans, eða m.ö.o. að hann fékk óorð af henni, og það ekki að ástæðulausu. Yfirvöld kirkjunnar, bæði sjálfur Hólabiskup og prófastur Húnvetninga höfðu lagt fyrir prestinn að Þóra þessi væri látin víkja burtu af heimili hans en síra Jón gegndi þeim fyrirmælum að engu og hélt „ástmey“ sinni áfram á heimili sínu, þrátt fyrir það að herra biskupinn hafði áminnt að ekki sé svo með plássið (jörðina) höndlað sem vera ber, og bæti síra Jón ekki ráð sitt og bæti úr þessu eftir þrjár áminningar, hljóti hann að mega vænta þess, að mæta straffi". Það er víst að síra Jón var enn prest- ur á Tjörn árið 1705, þegar Arni Magnús son prófessor kom til hans og hafði út úr honum hið merka skinnhandrit af Jónsbók, sem enn er til í Á. M. safninu í Kaupmannahöfn. En það mun svo hafa verið snemma á árinu 1706, sem síra Jón varð sekur um hórdóm og var þess vegna dæmdur frá embætti. Þá átti hann barn með fyrrnefndri „ástmey“ sinni Þóru Gísladóttur. Hann skírði barnið sjálfur sem var telpa og hét Guðrún, en að þeirri athófn lokinni lagði hann frá sér hempuna með þessum orðum: „Farðu vel Surtla" (Sbr. Præ S. Gr B.X, 25), en Guðrúnar verður getið seinna. Síra Jón var nú embættislaus næstu 4 árin og fékk þá viðurnefnið „prestlausi“. Mr að er öldungis víst að öll óreiða síra Jóns í Kvennamálum hafði orðið til þess, að kona hans, maddama Þórey hafði „sett honum fjarvistir“ en þ.e. að hún hafi slitið samvistum við hann og farið í burtu af heimili þeirra. Einkenni legt er það að árið 1708, eða þegar síra Jón hafði verið prestslaus í 2 ár, fóru yfirvöld kirkjunnar að ráðskast í skiln- aðarmáli þeirra síra Jóns og maddömu Þóreyjar. Það ár er síra Jón, sem þá er titlaður Monsjeur Jón Jónsson fyrrum prestur, stefnt fyrir synodus Hólastiftis á Flugumýri „til þess að svara fyrir þann aðskilnað, sem kona hans, Þórey Björns dóttir hafði gjört og hver orsök væri til þess, að þau yfir 5 ár hefðu ei saman ver ið þó að héraðsprófastur hafi þau þar um áminnt“. Monsjeur Jón svaraði þvi til að maddama Þórey hafi með sínu samþykki farið orlofsferð vestur á Snæ- fellsnes til ættingja sinna, en þegar hún svo áiri seinna vildi ekki koma aftur, hafi hann vitjað hennar og þá haft fjóra menn með sér, en „forgefius". Og ári síðar segist hann hafa sent tvo menn eftir henni, en þeir komu einnig án hennar. Þá tekur Monsjeur Jón það einnig fram, að þó að hann hafi orðið opinber að hórdómi þá væri það ekki ástæða til burtveru hennar, því að sá glæpur sinn hefði ekki orðið uppvís fyrr en löngu seinna. H ans herradómur Hólabiskup vildl ekki taka gilda þessa umsögn Monsjeur Jóns, sem ekki var sönnuð með vitna- framburði og skipaði honum að sanna allt þetta á næstu prestastefnu og láta vitja konu sinnar enn einu sinni og taka votta að svari hennar, um hvort hún vilji framvegis „ektaskap“ við hann halda. Það vildi nú svo vel til að sama haustið, eða 18. okt 1708 var haldin Synodus á Giljá í Húnavatnssýslu og þar mætti Monsjeur Jón og bar fram vitnisburð þriggja manna um, að þeir hafi verið viðstaddir á Arnarstapa undir Jökli árið 1703 og heyrt eftirgangsmanni Jóns við Þóreyju Björnsdóttur, sem þangað hafði farið til sona sinna í orlofs ferð og skyldi hún með sér fara norður en hún bar fyrir „krankleik“ sinn og gaf engan kost á að ráðskast í málum vitnisburð á prestastefnunni voru guðs- mennirnir „svona nokkurn veginn á- nægðir“, eins og í samtíma annál getur enda mjög vafasamt hvort þeir höfðu nokkurn rétt til að ráðskast í málum Jóns, eða höfðu nokkurt dómsvald í einkamálum hans, sem nú var aðeins réttur og sléttur monsjeur og enginn síra þá stundina. Reyndar náði yfirgang- ur kirkjuvaldsins til allra borgaranna á þeim árum. Þegar Monsjeur Jón hafði staðið í útistöðum í 5 ár vegna yfirsjóna sinna, bæði vegna lauslætis og slóðahátt í bú- skap, fékk „uppreisn sinna geistleg- heita“ hjá umboðsmanni konungsvalas- ins á Bessastöðum í apríl 1710. En þó að hann væri nú búinn að endurheimta réttindi til þess að vera sáluhirðir ein- hvers safnaðar á fslandi, þá var það samt ekki fyrr en 1713, að brauð losnaði handa honum, en þá dó séra Magnús Benediktsson á Nesi í Aðalreykjadal, og fékk þá síra Jón Nes eftir hann. Ekki var hann þar samt prestur nema 5 ár og lenti hann þá í sama pittinum og missti aftur hempuna fyrir hórdóms- brot árið 1718. Hann fékk svo aftur „upp reisn sinna geistlegheita" 2 árum síðar, eða árið 1720 hjá Fuhrmann amtmanni Framh. á bls. 13 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 11. september 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.