Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1966, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1966, Blaðsíða 5
II ann fæddist áriS eftir að ameríska borgarastyrjöldin endaSi, og dó árið eftir að kjarnorkusprengingunni var varpað á Hiroshima. Á þessum 80 árum ritaði hann yfir 150 bækur. Hann hafði það að fá 50.000 pund á ári fyrir bækur sínar. Hann fæddist yfir postu- línsverzlun föður síns í Kent, en hann lifði að heimsækja bæði Stalín og Roose velt sama árið. Hann sagði fyrir um veraldarstríð 1940 og sá fyrir atom- sprengjuna. Hann er einn af stofnendum hinnar vísindalegu skáidsögu, og var einu sinni kaliaður frægasti maður í heimi. A þessum 100 ára afmælisdegi hans er mjög erfitt að meta og mæla H. G. Wells. Bækur hans beinlínis varða ekki viðfangsefnj okkar svo mjög. f Bretlandi eru ekki nema rúmar 30 bækur hans af 153 í prentun ennþá. Sjónvarpsstöðvar hafa meiriháttar dagskrár til að halda upp á afmælið, og nafn hans hefur orðið máltæki hinna lærðu. Brezki gagnrýnandinn, Cyril Connelly orðar þetta svo: „Lif hans allt hefur sögulega merkingu, því að hann var að sumu leyti ábyrgur fyrir að skapa „intelligentsiuna“, sem dró í vafa og kollvarpaði fræðikenningum 19. aldar — pólitískum, félagslegum bókmennta- legum og vísindalegum — svo að við verðum að segja í framtíðinni „Shaw, Wells“, eins og við segjum „Marx, Len- in“, eða „Darwin, Huxley“, hvort sem við lesum eða ekki sögur þeirra og leik- rit“. Henry Goerge Wells var að öllum líkum talinn tæringarveikur í æsku, og var ekki búist við að hann lifði út 19. öldina, en svo fór þó, að hann lifði helming þeirrar 20. Samt sem áður hafðj hann sennilega skrifað beztu bæk ur sínar um árið 1900. Hefði hann verið drepinn í fyrra stríði mundum við minnast hans sem rithöfundar á heims- mælikvarða. Og í öllu falli er óhætt að fullyrða, að aldrei komst hann hærra í ímyndunarauðlegð en í „Tímavélinni“, 1885. Víst voru bækur, sem út komu um það leyti, sem Wells gaf út fyrstu bæk- ur sínar, sem höfðu tvímælalaust á- hrif á hann — og þá Stephensen og H. G. Wells 10 ára Poe fyrst og fremst. Nú eru þessar bæk- ur að mestu gleymdar, en enn lesum við Wells, og má það vjssulega virðast merki um yfirburði hans á bókmennta- sviðinu. En það var þó mesti áhrifavaldurinn þar sem Jules Verne var. Þessi mikli franski rithöfundur var 38 árum eldri en Wells og hafði gefið út bækur sínar Á hátindi frægðar sinnar — H. G. We Ils (t.h.) með Einstein (t.v.) og Dr. Becker, menntamálaráðherra Þýzkala nds, í Berlín 1929. löngu áður en Wells byrjaði. „Förin inn að miðju jarðar" t.d. kom út árið 1864, og „Umhverfis jörðina á áttatíu dögum“ 1873. 1902 hafði Wells orð á því að hinn mikli, ameríski lesendahópur hefði ann aðhvort ekki heyrt hann nefndan eða þá að þeir kölluðu sig hinn enska Jules Verne. í formála að safni vísindaskáld- sagna sinna 1933, segir hann: „það er engin bókmenntalíking milli forsagna- upppfinninga hins mikla Frakka og þess ara hugmynda. Hann fékkst nær alltaf við raunverulega möguleika á uppgötv- unum og hann gerði nokkra merkilega spádóma ......... flestar uppfinningar hans rætazt. En þessar sögur mínar látast ekki fást við hugsanlega hluti. Þær eru æfingar ímyndunaraflsins á allt öðru sviði“. Nógar staðreyndir eru fyrir hendi um bernsku og æskuár Wells. f æfisögu sinni „Experiments in Autobiography“, útgefin 1933—4, skrifar Wells fjörlegar og skemmtilega um æskuár sín og fyrstu vandamál. Hann fæddist 21. sept. 1866 Faðir hans var smákaupmaður og crick- etleikari, og er hans getið í annálum íþróttarinnar sem meistara. Móðir hans var dóttir veitingamanns í Sussex og hafði verið í vist hjá hefðarfrú. Þegar verzlunin leystist upp árið 1880, varð móðir hans að fara sem ráðskona til Uppark í Hampshire, heimilis hinna aristokratisku Featherstonehaugh fjöl- skyldu, Þetta mótlæti var blessun fyrir hinn 14 ára Wells, því að hann bjó á háaloftinu og rótaði þar í bókasafninu. Þar fann hann endurprentanir af vati- kansmyndum Raphaels, „Réttindi manns ins“ eftir Tom Paine, Birting, eftir Voltaire og „Lýðveldi" Platós. Um hina síðustu skrifaði hann síðar: „Hér birtist hin furðulega og upplyftandi uppástunga að öllu kerfi laga, venju og dýrkunar, sem virtust svo ósigrandi, mætti kasta í deigluna að nýju og steypa upp á nýtt. ells telur ekki færri en sex byrjunarstig í lífi sínu. Han heldur því fram að saga sín sé saga venjulegs heilabús, og hefði það ekki verið fyrir Fyrir nokkru birtust hér í Les- bók Morgunblaðsins greinar eftir sœnska kennslukonu, Ingu Jons- son, sem dvalizt hefur um tíma í Bandaríkjunum. Meðal annars kenndi hún þar við samskóla hvítra barna og svartra, og er fróðlegt að lesa um reynslu hennar af slíku skólahaldi. Frá örófi alda hefur jafnan ver- ið stirð sam- búð milli ó- líkra kyn- þátta og fólks með mismun- andi litaraft. Oftast hafa fleiri þættir blandast inn í þetta, svo sem trúar- brögð, siðvenj ur og efna- hagslegur mismunur. Afleiðingar þeirrar ósjálfráðu andúðar, sem mikill hluti mannkynsins hefur alltaf á þeim, sem eru eitthvað „öðruvísi“, hafa verið mis-alvar- legar. Stundum hafa þær komið fram í hreinu kynþáttahatri, sem gert hefur verið að yfirlýstri stjórn arstefnu valdhafa þjóðfélagsins með samþykki meirihluta þegn- anna (og oft vegna hvatningar al- menningsálitsins), og hefur þá verið stefnt að útrýmingu hins hataða kynstofns. Ekki eru þó mörg dœmi þess i veraldarsögunni, að slíkar útrýmingarherferðir hafi borið fullkominn árangur. Nýj- asta dæmi algerrar útrýmingar er talið vera frá árunum 1945-1946, þegar stjórn Sovétríkjanna upp- rætti með öllu tvo þjóðfloklca í Kákasusfjöllum. Svokallað sjálfs- stjórnarlýðveldi þeirra var leyst upp, og þeir, sem ekki voru teknir af lífi „fyrir samvinnu við Þjóð- verja“, voru fluttir í burtu. Þjóða- leifunum var svo tvístrað um alla Síberíu, þannig að innan fárra ára verða tvœr þjóðtungur með öllu horfnar sem talað mál. Fyrir ári beittu Frjáls menning (Congress for Cultural Freedom) og American Academy of Arts and Sciences sér fyrir ráðstefnu í Kaup- mannahöfn um kynþætti og litar- aft. Þar komu saman hinir færustu menn á þessu sviði, hvaðanæva að úr veröldinni. Margt merkilegt kom þar fram og sumt harla einkenni- legt. Þarna var til dœmis staðfest, að flestir kynþættir sœkjast eftir Ijósum hörundslit. Víðast hvar í veröldinni þykir œskilegt að vera sem Ijósastur á hörund. Mjög marg ir svertingjaþjóðflokkar lýsa húð sína; engir gera hana delckri. t Indlandi þykir sá göfugastur, sem Ijósastur er yfirlitum. Japanir vilja hafa húðina sem Ijósasta, en líta niður á dökka menn. 1 hinum nýfrjálsu ríkjum í Vestur-Indíum hafa múlattar orðið að yfirstétt en hreinir svertingjar mynda lág- stéttir. Svona mœtti lengi telja. Með síauknum kynnum fólks af öllum þjóðernum mœtti œtla, að kynþáttaandúð hyrfi úr sögunni. Ekki er það þó víst, því að rann- sóknir sýna, að þessi andúð er mjög djúpgróin í sálarlífi fólks. Miklar breytingar þurfa að verða á hugarfari manna, áður en þessi andúð hverfur, en vera má, að með skynsamlegu uppeldi og frœðslu og auknu nábýli og kynnum megi draga svo úr henni, að hún komi lítt eða ekki að sök í þjóðfélög- um í fjarlægri framtíð. Framhald á bIs. 6 11. september 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.