Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1966, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1966, Blaðsíða 15
Og enn síðar ritaði hann konu sinni, að hann væri lokaður í skel þunglynd- isins. Ennþá er þó möguleiki á að Hess verði látinn laus úr Spandan áður en hann deyr. Vesturveldin af hinni fjögra velda nefnd mundu fegin vilja loka þessu fangelsi, sem þau líta á eins og kostnað- arsama tímaskekkju og fjarri öilu lagi. Bandamenn hafa enga löngun til að gera Hess að píslarvotti meðal fólks í Vestur-Þýzkalandi en sennilega væru þau fús til að sleppa síðasta fanganum úr Spandau. Rússar eru hinsvegar harðir á að halda Hess í Berlínar fangelsinu. Þeir hafa sérstaka ástæðu til að halda í fjögra velda nefndina, þá einu sem enn er til utan Berlínar, loftleiðastöðina. Áfram haldandi fangi í Spandau gerir Rússum mögulegt að senda herlið inn í vestur Berlín fjórða hvern mánuð. Sjálfum er Hess sennilega nokkuð á sama, hvort hann er eða fer. Hann selti mark sitt í heiminn fyrir löngu og nú er ekki annað eftir en nokkur ár af rénandi heilsu. Áður en hann lékk dóminn í Niirnberg gerði Hess þessa yfirlýsingu sem nazistaleiðtogi. „Jafnvel þótt ég gæti, mundi ég ekki kæra mig um að þurka þennan tima út úr lifi mínu. Ég er feginn að ég hef gert skyltíu mína gagnvart þjóð minni, sem Þjóðverji sem National Sosialisti og trúr íylg'i- nautur Foringjans. Ég iðrast engis.“ að Þýzkaland, sem Hess þjónaði og byggði upp, hleypti af stað hinni, ægilegustu styrjöld veraldarsögunnar, það framdi morð, sem eiga ekki sína líka í fyrirferð og f jölbreytni. Hinn elsk- aði foringi leiddi þjóð sína undir smán og eyðileggingu. Flug hans til Skot- lands — „hið mesta afrek lífs míns“ — reyndist vera flónskuflan. £n Rudolf Hess iðrast einskis. MÖNNUÐ Framhald af bls. 1. Braun segir, engu dýrara en núverandi Apollo áætlun um lendingu á tunglinu. Og þvílíkur vísindaárangur mundi ekki fást. Tólf menn, margir þeirra háþjálf- aðir vísindamenn sem rannsaka og prófa í hálft annað ár, geta fengið feikna vitneskju um Mars. Þessi vitneskja mundi sýna leiðina til hinnar fjárhags- legu nýtingu þessarar nálægu planetu sem mun hefjast snemma á næstu öld. Önnur tilmæii, gerð af geimdeild Vísindaakademíunnar, er að mannlaus könnun á Mars ættu að vera fyrsta við- fangsefni þess áratugar sem fer á eftir mannaðri lendingu á tungli. Þetta mundi bæði verða eðlisfræði- legar og líffræðilegar rannsóknir, með áherslu á leit að lífi utan jarðar, til þess að fá nánari skilning á uppruna lífsins á jörðu. ]\efndin er þeirrar skoðunar, að þótt könnun á Mars ætti að byrja með ómönnuðum farartækjum, þá ættu amerískir geimvísindamenn að leggja stund á að leysa hin erfiðu líflæknis- fræðilegu vandamál, sem eru bundin mönnuðum geimferðum til plánetanna, til undirbúnings plánetu rannsóknum af geimförum 1985. „Endanlegur skilningur á aðstæðum og umhverfi Mars,“ segir nefndin, „gerir kröfur til þess að mað- urinn sé viðstaddur sem rannsakandi þegar það er tekniskt mögulegt fyrir hann“. Og er hún leggur til að tekin sé upp rannsókn á Mars, sem sérstakt mark- mið geimáætlunarinnar, þá er það skoð un hennar að tilgangur geimrannsókna sé fyrst og fremst öflun vitneskju um sólkerfið í heild. Ein hinna stóru eldflauga sem nú eru byggðar í Bandaríkjunum, er Ti- tan 3-C, sem nýlega kom átta fylgi- hnöttum á umferðabraut í einu. Sjö þeirra, sérhver um 50 kg, var sleppt hvorum á eftir öðrum, svo að þeir mynduðu hring kringum miðjarðar- línu. Áttundi var könnunartæki til að rannsaka gildi aðdráttarafls jarðar, til stjórnar á geimfari. 11. september 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.