Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1966, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1966, Blaðsíða 10
Þetta var ilila gert. Þeim verður þungt fyrir brjósti, sem gerður er afturreka við Gullna hliðið. En ég ætla ekki að láta litla seðilinn fara í ruslið fyrir 17. júní. Ég tek hann að mér sem kæran vin og geymi hann xneðal ættargripa. Það er nefnilega svo- leiðis, að ég á tylft af börnum, verulega góðum börnum, sem áreiðanlega fara öll til Guðs á sínum tíma. Og þó þau verði ekki doktorar, né verði frímúrarar og betri borgarar, þá gerir það ekkert til. Blessað íhaldið mitt kallar þau Hannesarhyski og mig Hannes á löpp- inni, þegar það er reitt við mig. Og þegar það stóra ár kemur, árið 1974, þegar íslenzka þjóðin verður 1100 ára og krónan 100 ára, þegar eytt verður hundruðum milljóna í hátíðlegheit, þá skrifar sonarsonur minn ævintýri, sem byrjar svo: „Einu sinni var króna“. — Hannes Jónsson. að Háskólinn gerði hann að doktor eins og séra Jakob, sem sannaði vísindalega, að Jesús Kristur hefði verið mesti ær- ingi og einstakur háðfugi. gamlir og útslitnir, og fengi grafskrift með góðu mannorði. En þeir í bankan- um neituðu að þekkja seðilinn, þeir voru ekki betri en Vottar Jehóva. Og þó er stórgjaldkerinn stórfrændi minn, kominn af prestum langt fram í ættir. EÐILLIIMN Einu sinni var hundrað króna BeðiU, sem bar yfirskriftina: Lands- banki íslands — Seðalbankinn. Hann þótti því vera stór, enda var þetta skrautlegur seðill. Að framanverðu var mynd af Tryggva Gunnarssyni, sem framsóknarmenn segja að hafi verið samvinnumaður, og hafa skrifað um vísindalega ritgerð í tveim bindum, en íhaldið eignar sér með öMum rétti. Og iþar sást líka „heim að Hólum“, þeim merka stað, þar sem Jón biskup Ara- son bjó, sem barðist bæði við Dani og djöfulinn, þegar fáir þorðu að mæta þeim voldugu herrum. Og á bakhlið- inni var mynd af lagðprúðum sauðum, sem nú eru orðnir að nautheimskum beljum og smjörfjaMi. Já, peningaseðillinn mátti vera stolt- ur, hundrað krónur var stór upphæð hér áður fyrr. Fyrir hana var hægt að kaupa tíu sauði gamla, eða 25 diilka, eða 100 kíló af smjöri. Þá hefði smjör- fjallið ekki kostað hundruð milljóna. Enda var peningaseðillinn montinn. „Þetta var andskoti stór og mikill mað- ur, svona rétt álíka og ég“, sagði Skag- firðingurinn. Seðillinn fór suður á Spán og til Hundaeyja á vegum ferða- skrifstofu framsóknarmanna, í selskap Jónasar míns, sem ekki má nefna, og annarra samvinnumanna. Seðillinn var finn dansherra, eins og Eysteinn, var gerður að barón í sauðagerði baendanna, og tíður gestur i grillinu. Og það lá við I I TLI En það eru ekki lengi að koma veðrabrigði og vorhret. Seðillinn hafði verið úti að skemmta sér. Hann var ekki ölvaður, því hann bragðaði aldrei bjór, þó hann Pétur og Björn á Löngu- mýri séu vitlausir i þann drykk, þó þetta séu mestu sómamenn. En seðillinn var svolítið „undir áhrifum'1, eins og það heitir hjá fólki, sem er svolítið la la. Og þá skeði sú mæða og leiðimleg- heit, að seðillinn lenti í þvottavélinni með öðrum fínum pappírum, aMs ekki af verstu sort. Það var ekki sjón að sjá hundrað króna seðiliinn þegar hann kom til mín. Hann var ekki nema tveir þumlungar á lengd og einn á breidd, allur hrukk- óttur, götóttur og skorpinn. Nöfn banka- stjóranna voru horfin, enda voru þau, eins og aHir bankastjórar, mynduð af jarðarleir, sem er forgengfflegur. En númerið og tvisvar hundrað krónur sást vel. Tryggvi gamli var orðinn hrör- legur, og það sást ekki „heim að Hól- um“, nema í þoku. Þó var bakhliðin enn meira mólesteruð, aliir lagðprúðir sauðir á bak og burt, rétt eins og land- búnaðurinn eftir meðhöndlun Fram- sóknarflokksins, en einhverjir ólukkans fiiistear og þeirra hrognamál komið í staðinn. Ég sárvorkenndi litla seðlmum, sem einu sinni var stór, ég er svo ósköp góður í mér, og fór niður í Seðlabanka, til þess að seðillinn kæmist í heilag- an eld, eins og aðrir félagar hans, HAGALAGÐAR Sr. Þorkell og fransmaðurinn. Sr. Þorkell Eyjólfsson var prestur í Ásum 1844-59. Vor eitt braut frakkn eska duggu fyrir Meðallandi sem oftar. Var skipstjóri illskiptinn og kallaður „vondi kapteinninn" síðan um þau héruð. Dag einn á strandupp boðinu gekk hann með sleddu mikla og bitra í hendi og ógnaði mönnum Stóð mönnum geigur af og hrukku heldur fyrir. Sr. Þorkell var á upp- boðinu og hafði í hendi svipu mjög látúnsrekna og þungur á stjalar- knaþpurinn. Kom skipstjóri þar að, sem hann stóð, vildi hrekja hann og miðaði sleddunni á hann miðjan. Hóf prestur þá svipuskaptið til höggs af afli og hugðist að slá. Leizt hinum þá ekki að bíða höggsins og lagði niður breddurna þann daginn. (Æviágrip Þ. Ey.) Sem þeir mundu fjár .... Ef kirkja var færð, skyldi land- eigandi láta færa öll lík og bein úr kirkjugarðinum í hinn nýja garð eða í annan kirkjugarð ef hún var lögð niður og mátti hvort heldur láta þau í eina gröf eða fleiri. Skyldu menn leita beina svo vel sem þeir mundu fjár ef þess væri von. Dæmi um slík- an gröft eru kunn frá 12. og 13. öld af sögunni, en leiða má að því rök, að hann hafði ekki tíðkast í íslenzkri frumkristni. (Jón Jóh. íslendinga Saga) Höfuðbotnleysa Þar eftir það sama sumar komu hingað fjórum sinnum skipanir, að skrifa upp tölu á mannfólki og skepn um, hvað margt af hverju væri dautt eða lifandi, sem þó gat aldrei orðið skiljanlegt eða samstemmandi, þar fólk var að flytja sig til og frá og sumir að deyja. Það, nú lifði þessa viku, var dautt og burtfarið hina. Af þessu rugli varð síðan höfuð- botnleysa til engrar nytsemdar. En svo hreinn og ómótmælanlegur sann leiki kunni að sjást af þeim, sem girnast læt ég hér með fylgja eina manntalstöflu, sem sýnir, hversu mörg býli og mannfólk hér var fyr- ir jarðeldsins uppkomu í þessu Kleifa og Kirkj ubæj arþinglagi. í skýrslu sr. Jóns eru alls taldir 56 bæir, — í Fljótshverfi, 24 á Síðu, 21 í Landbroti, margbýlt á sumum svo að alls eru heimili 79. A þessum heimilum voru fyrir Eld 601 maður en 225 dóu í Móðuharðindunum. Nið ursetningar voru 19 og af þeim lifðu aðeins 2. (Eldrit J. Stgrs.) Heilræði. Þó að bjáti eitthvað á ei skal gráta af trega. Lifðu kátur líka þá en lifðu mátulega. Jörundur á Hellu. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. september 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.