Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1974, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1974, Blaðsíða 2
Eftir Þuríði J. Amadóttur Hvað ætlar þú að gera þegar þú verður stór? Þessa spurningu þykir sjálfsagt að leggja fyrir börn og unglinga. Fyrst í stað er hvort tveggja, spurning og svar, einskonar hefð- bundið gamanmál milli eldri og yngri kynslóðar. En flestu gamni fylgir nokkur alvara. Með þessari spurningu er athygli barnsins snemma vakin á nauðsyn þess að velja sér tffsstarf og búa sig undir það. I nútfma þjóðfélagi er fátt mikilvægara en það, að hver ein- staklingur slfpist og þjálfist til að falla vel f gangverkið á þann stað, þar sem hans er þörf. Þetta er gagnkvæmt, bæði fyrir eintakl- inginn og heiklina. Svo ekki er ráð nema í tfma sé tekið. Ekki er langt síðan þessum mál- um var ólíkt farið í okkar fámenn og dreifða samfélagi. Allur al- menningur byggði þá afkomu sína fyrst og fremst á land- búnaði og fiskveiðum við frum- stæðustu skilyrði. Hvert heimili var samfélagsheild, sjálfstæð og lítt háð öðrum, byggð upp að ein- staklingum á mismunandi aldri og samstarfi þeirra mann fram af manni. Þetta fyrirkomulag leysti þann vanda flestra og þurfa að velja sér lífsstarf. Kynslóðabil var þá erin óþekkt orð í málinu og einnig sem fyrirbæri. Þeir fáu, sem ekki sættu sig við þessa fram- tíðarmöguleika, urðu að taka um það sjálfstæða ákvörðun og oft ganga í gegnum margskonar þrengingar og baráttu til að ná settu marki. Átti þetta við um hverskonar sérmenntun. Hinir, sem heima sátu, sættu sig við fá- brotna lífshætti og menntun. Þeirra hlutskipti varð að halda við hinni siðar margrómuðu íslensku heimilismenningu, þar sem börn lærðu málið, ljóð og sögur ásamt ýmsum öðrum, nú gleymdum fróðleik, af ömmum og öfum, feðrum og mæðrum. Uppeldismenning hér á landi hefur á allra síðustu áratugum tekið svo stórum ■ og örum umskiptum að kalla mætti stökk- breytingu. Mikið skipulagsstarf hefur þegar verið unnið til að mæta þéim þjóðfélagslegu þörf- um, sem þessi þróun hefur skap- að. Reynsla nágrannaþjóðanna hefur komið þar að góðu gagni. En vegna fæðar og smæðar okkar hefur fullkomin lausn þessara mála tekið lengri tima heldur en hjá stærri þjóðum. Sá árangur, sem náðst hefur, má þó teljast mjög athyglisverður. Allt frá tveggja ár aldri er ein- staklingnum nú gefinn kostur á félagslegum undirbúningi til að ná fótfestu í kerfisbundnu menn- ingarsamfélagi. Ösýnileg hönd kerfisins stýrir honum með furðanlegri nákvæmni stig af stigi frá einu menntaþrepi til annars. Fyrsta þrep er barna- heimili eða leikskóli, síðan for- skóli, þá barnaskóli og gagnfræða- skyldunám. Þá er komið að vega- mótum: Einstaklingurinn verður að velja sér námsbraut. sem leiðir til sérnáms. I þessu sérnámi felst venjulega val hans á lífsstarfi. Að þessu námi loknu liggur næst fyrir að finna sjálfum sér og þessari sérhæfingu stað í hring- rás atvinnulífsins. Á þvi byggist afkoma og lífskilyrði, sem svo hart er um keppt nú á dögum. Hraði nútímans hrifur hvern ein- stakling með sér um leið og kerfið hefur skilað honum af sér sem fullgildum þátttakanda út í at- hafnalífið. Starfsdagurinn er framundan. Ef ekkert afbrigði- legt tekur í taumana er hver nú- tíma einstaklingur svo önnum kafinn myrkrarina á milli allan sinn starfsdag, að hann fær aldrei ráðrúm til að njóta líðandi stund- ar óg sinna áhugamálum. Jafnvel í strjálum leyfisferðum til Spánar og Mallorka er hugurin bundinn við annir í einhverri mynd. En áður en nokkurn varir er starfsævin liðin og margur uggir ekki að sér. Einn góðan veðurdag tekur kerfið aftur í taumana og stjakar honum út af hringekj- unni, skilur hann eftir á gang- stéttinni, ofurlitið ráðvilltan að vísu en oftast með nákvæmlega sömu starfsorku og daginn áður. Hvað er nú til ráða? Fara heim og hvíla sig vel og lengi, því ekki þarf að hafa áhyggjur af að mæta í vinnuna á réttum tíma daginn eftir. Þær dyr eru endanlega lokaðar og annar kominn í sætið á vinnustað. Að vísu er nú tími til að lesa allar þær góðu bækur, sem ekki vannst tími til á undanförn- um árum. Einnig mætti fara í ferðalag, innanlands eða utan. En þetta er ekkert tímaburidið sumar- eða yetrarfrí, heldur varanlegt frí frá störfum. í rauninni er þetta lang- þráð tækifæri til að slaka á og gera alls ekkert, eða þá allt, sem hugurinn hefur girnst undan- farna áratugi. En hver er nægi- lega viðbúinn sliku frjálsræði? Það er einmitt mergur þessa máls og tími kominn til að velta fyrir sér spurningunni: Hvað ætlar þú að gera þegar þú verður gamall? I allt að því sjálfvirkri rás námsáranna og asa starfsdagsins hefurðu gleymt að búa þig undir það timabil ævinnar, sem mörg- um reynist örðugt að sætta sig við. Hvað tekur við þegar þér er ætlað að setjast í helgan stein eins og áður var komist að orði um þennan áfanga á lífsleiðinni. Eins víst er, að þú eigir þá eftir ólifaða tvo til þrjá áratugi, eða jafnlang- an tíma eða lengri en það tók þig að búa þig undir starfsárin. Ef þú ert svo heppinn að vera afi eða amma og eiga afkomendur á þeim aldri, getur þú auðvitað farið með barnabörnin niður að Tjörn að gefa öndunum. En það dugir skammt. Áður en þú veist af eru þau orðin svo önnum kafin að þau hafa hvorki tíma né áhuga á slíkri dægradvöl. Vel getur verið, að hvarfli að þér að svpast urit eftir nýju starfi, ekki fullu starfi, held- ur einhverju, sem dreift gæti tímanum og drýgt tekjur, sem hugsanlega eru í minna lagi. En þú átt vafalítið eftir að reka þig á þá óþægilegu staðreynd, að fáir vilja taka aldrað fólk í vinnu, þó svo vinnan væri vel við þess hæfi. Og þar kemur, að þú gefst upp og reynir eftir mætti að láta tilgangs- leysið ekki ná tökum á þér. Merkur maður varpaði eitt sinn fram þessari spurningu: Hvað er þjóðfélag? Ekki reyndist auðvelt að skilgreina hvað í þvi felst. En þegar talað er um velferðarþjóð- félag, sýnist mér merkingin aug- ljósari. Þar skilst mér vera átt við samágyrga félagsheild, þar sem einn er fyrir alla og allir fyrlr einn; þannig að ef einhver liður skort ber hinum, þ.e. heildinni, að taka i taumana og bæta úr ástand- inu. Um margskonar skort getur verið að ræða í einu þjóðfélagi, svo sem skort á lifsviðurværi, at- vinnu, sjúkrahjálp, jafnvel rétt- læti. Ekki væri rétt að halda því fram, að í okkar velferðarríki sé ekki leitast við að uppfylla hinar ýmsu óskir og kröfur þegnanna. En skortur á verkefnum fyrir aldrað fólk er óleyst vandamál, sem ástæða er til að gefa meiri gaum en gert er. I kerfisbundnu þjóðfélagi hefur gleymst að sjá því fólki fyrir nægilegum við- fangsefnum, svo nýta megi starfs- orku þess og gefa lífi þess gildi. Tilgangslaust lif skapar lífleiða. A því virðist nokkuð bera meðal aldraðra. En ekki eru allar syndir kerfinu einu um að kenna. Fólk á öllum aldri tekur þátt í að móta viðhorf samtiðar sinnar til hinna ýmsu málefna. Sú hefð hefur skapast í afstöðu til eldra fólks, að því beri að draga sig hæversklega í hlé, einkum eftir að starfsævi lýkur og gera siðan sem minnst ónæði og veður út af tilveru sinni. Þetta er afleiðing þeirrar bylting- ar, sem orðið hefur í lifnaðar- og þjóðfélagsháttum. Sú tíð er liðin, þegar litið var með mestri virð- ingu til aldurhniginna meðlima fjölskyldunnar, og ráð og speki voru sótt í lífsreynslu þeirra. Hlutverk þeirra er nú ekki jafn- mikilvægt í uppfræðslu yngstu kynslóða, sem áður sóttu dæra- dvöl og hverskonar fróðleik til afa og ömmu. ÞeSs i stað er aldrað fóik nú orðið einskonar stétt eða öllu heldur stéttleysingjar, sem engu eða litluhlutverki gegna í þjóðlifinu. Þetta er líklegt til að valda hlé- drægni aldraðs fólks og hafa lam- andi áhrif á sjálfstraust þess og lífsþrá. Sjálft gerir það ekki háværar kröfur og hættir að taka svo virkan þátt í lífinu semæski legt væri. Þess vegna kjósa fleiri og fleiri að dvelja á vistheimilum en ekki í.sambúð við ættingja. Og með þvi breikkar bilið milli kyn- slóðanna. Reyndin verður sú, að aldraðir lifa í æ meira af- mörkuðum heimi, þar sem þeir, sem heyra öðrum aldursflokkum til koma aðeins sem gestir. Dæmi sýna, að félagshópar, sem virtust hafa litla starfsmöguleika, hafa stofnað með sér samtök til að skapa tilveru sinni dýpri grund- völl. Arangurinn er undraverður þó að örðugt sýndi'st i upphafi. Hugsanlegt er, að aldrað fólk gæti stofnað samtök með aðstoð sam- félagsins til að koma á félagslegri þátttöku þeirra, sem vilja og geta; einnig til vinnumiðlunar fyrir þá, sem enn eru vinnufærir. Margt fólk 'á þessum aldri hefur mjög góða starfsþekkingu og reynslu á ýmsum sviðum, sem gæti komið að góðu gagni ef hagrætt væri vinnutírria og tilhögun eftir ástæðum. Listfengi býr með mörgum, sem aldrei hafa gefið sér tíma né tækifæri til að leggja rækt við slikt, en gætu nú notið þess sem viðfangsefnis. Þannig

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.