Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1974, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1974, Blaðsíða 11
Vi lf rf (Xir Kðva Id sd ót t í r oj> .1 ón Svanbjörnsson.Ljósm. Mbl.: ÓI.K. >L BLOÐIÐ SPYTTIST UT UR HÁLSINUM OG HÁLS- BÓLGAN YAR BÚIN ✓ Þorleifur Olafsson ræðir við Jón Svanbjörnsson, pípulagningameistara, um yfirnáttúrulega lækningu unnið mikið að útbreiðslu kenninga dr. Helga með skrifum sínum og útgáfu rita. Hann kynntist fyrst Nýals- kenningunni í bragga suður á Keflavíkurflugvelli 1947, tvítug- ur að aldri. ,,Ég átti að starfa þar sem póstmaður og tók með mér þessa bók til að lesa f,“ segir hann. ,,Mér fannst undir eins ákaflega mikið til um ritháttinn, framsetninguna og málefnið, en sennilega hefur það tekið mig um tvö ár að ráða við mig hvort ég væri fyllilega öruggur um að þetta væri rétt. Því að það var satt aö segja allt annað en árennilegt á þeim árum að segja hverjum sem var, að maður tryði því sem hann Helgi Pjeturss hefði sagt. Þess vegna vildi ég vera viss um, að ég stæði á réttu. Og sömu söguna hafa mjög margir af þeim sem aðhyllast Nýal að segja. AÐDRAGANDINN Líkt og aðrir Nýalssinnar gerir Þorsteinn verulegan greinarmun á kenningum dr. Helga og hvers kyns dulfræði, þar eð hann telur undirstöður Nýals vera reistar á náttúruvísindalegum grunni. í þessu sambandi leggja Nýals- sinnar mikla áherzlu á, að fram komi stórvirki dr. Helga á sviði íslenzkra náttúrufræðirannsókna, sem hann hafði helgað krafta sína þar til heimspekin gagntók huga hans. Dr. Helgi Pjeturss fæddist áríð 1872, sonur Péturs Péturssonar bæjargjaldkera og Önnu Vigfús- dóttur Thorarensen og standa að honum margar kunnar ættir. Það var fljótlega að ráði, að Helgi gengi menntaveginn og bar hann mjög af sem námsmaður, hæðí í gamla Latínuskólanum og við Kaupmannahafnarháskóla. ,,Svo ágætur námsmaður sem hann var,“ segir Þorsteinn, ,,er þó hitt meira um vert hversu hann var frumlegur og brautryðjandi sem vísindamaður. Hann var naumast kominn til starfa hér sem jarð- fræðingur er hann fór að gera uppgötvanir, sem brutu mjög í bága við það sem haldið hafði verið áður og i álmennri jarð- fræði er hann í brautryðjenda hópi hvað varðar ísaldarfræði. Ég vil einkum nefna tvennt: Hann uppgötvar, að islenzka móbergið er ísaldarmyndun og í öðru lagi — hann uppgötvar að hér hafa verið margar isaldir en ekki aðeins ein og óslitin, og að ákaf- lega mikill hluti íslands er myndaður á þessu ísaldartíma- bili.“ Þorsteinn segir ennfremur, að snemma hafi dr. Helgi tekið til við ritstörf jafnhliða jarðfræði- rannsóknunum. ,,Er hiklaust hægt að segja, að á tímabilinu 1900—1912, sem var mikið upp- gangstimabil i íslenzkum bók- menntum hafi hann verið í hópi þeirra sem mest ber á sem rit- gerðarhöfundur, um sagnfræði- leg, náttúrufræðileg og heim- spekileg efni. Það bar hins vegar ekki eins mikið á því, að einmitt á þessum árum las hann mikið af heimspekiritum, bæði fórngrísk- um og rómverskum, svo og síðari tima kenningar. Þetta varð síðan undirstaða þess sem hann fór siðar að rita, og það má bæta því við, að til viðbótar háskólanáminu stundaði hann læknisfræði eitt ár við Læknaskólann gamla. t kringum 1911 verða eins og straumhvörf í ævi dr. Helga. „Hann komst þá inn á þá braut," segir Þorsteinn, ,,að fara að k.vnna sér það, sem kallað er dul- ræn fyrirbrigði og þótti vera mjög andstætt áhugamálum náttúru- Framhald á bls. 12. ÞEIR eru margii; sem þekkja til hins dulræna lækningamáttar Einars Einarssonar frá Einars- stöðum i Aðaldal, og margir hverjir fullyrða, að ef hjálp frá Einari hefði ekki fengizt, þá væru þeir ekki á meðal okkar. Aðrir hafa verið með langvarandi ill- læknandi sjúkdóma, sem þeir hafa verið búnir aö ganga með til læknis í fjölda ára, án þess að fá bót. Bótin hefur fyrst fengist þeg- ar leitað hefur verið til Einars. Einkennandi er fyrir flesta, aö þeir hafa ekki trúað á þessa lækn- ingu fyrr en eftir á. Einn þeirra, sem ekki trúði á liinn dulræna lækningamátt Einars, er Jón Svanbjörnsson pípulagningar- meistari frá Neskaupsstað. En margt breytist hjá fólki, þvf fyrir nokkrum árum í'ékk Jón hjálp frá Einari á hálsbólgukvilla, sém hann hafði gengið með i 10 ár og læknum hafði ekki tekizt að ráða bót á, þrátt fyrir sffelldar meðala- gjafir og skoðanir. ,,Ég var búinn að vera með háls- bólgu í 10 ár,“ sagði Jón þegar við ræddum við hann og bætti við, „á þessum tfma var ég búinn að 'fara til fjölda lækna, og hafði fengiö allt að 16 pensilfnsprautur f ein- um meðalakúr. Þá hafði ég veriö látinn gleypa gífurlegt magn af belgjum alls konar, en ekkert af þessu réð við hálsbólguna. Meðul- in héldu henni aðeins niðri á með- an meðalagjöf stóð." „Hvenær byrjaði þessi háls- bólga?" „Það var þegar ég var 16 ára, og læknirinn, sem skoðaði mig þá. sagði að ekkert væri að gera ann- að en taka kirtlana úr mér, sem var svo gert á Akureyri. Ekki var liðin nema vika frá kirtlatökunni, þegar ég var kominn með háls- bólgu á ný. Og þannig var ég í tíu ár, stundum með 41—42 stiga hita." „En hvenær fékkst þú svo bata á þessu meini." „Það var á laugardagskvöldi, haustið 1969, sem við Vilfríður Eðvaldsdóttir konan mín fórum og heimsóttum móður mina, syst- ur og mág. Yfir kaffibol lunum um kvöldið komu yfirnáttúruleg- ar lækningar til umræðu, meðal annars hvernig fólk hefði læknast á þennan hátt af mörgum kvill- um, sumum ólæknandi að mati lækna. Svo var það þarna yfir kaffinu. að mamma segir: „Jón. hefur þú ekki orðið var við neitt?" Að sjálfsögðu kvað ég nei við, en þá upplýsir hún að sam- band hafi verið haft við Einar á Einarsstöðum. Nú svoeyðist þetta tal og ég hugsa ekki meira um þetta þarna um kvöldið og við förum heim á tólfta tfmanum." ,,0g hvaðgerðist sfðan?" „Við hjónin vöknuðum um kl. 10 á sunnudagsmorguninn, fórum þá bæði fram i eldhús, fengum okkur kaffi og ætluðum sfðtm að klæða okkur. En af einhverjum ástæðum, sem við skiljum ekki, þá vorum við bæði svo syfjuð að við lögðum okkur aftur. Um tólf- leytið vakna ég, við illan draum, því ég var útataður í blöði, ég rfs upp og held að þaðsé að blæða úr konunni minni, en tek þó fljót- lega eftir að blóðið kemur úr sjálfum mér. Vilfríður vaknar á þessari sömu stundu og segir að blóð spýtist út f gegnum hálsinn á mér, eins og þar sé kominn stór skurður." „Þetta var ljótt að sjá." segir Vilfríður, „það fvrsta, sem hvarfl- aði að mér var að ná í handklæði og vefja um hálsinn á Jóni. Það gerði ég og um leið og ég vafði handklæöinu um hálsinn á hon- um hætti blóðrennslið. Ekki man ég nákvæmlega hvað ég hugsaði á meðan á þessu stóð, en eftir að blóðrennslið hætti þá furðuðum við okkur á þvf að við hugsuðum ekkert um að hringja á lækni eða sjúkrabfl." „Sængurfötin voru öll útötuð i blóði, og ég gæti trúað að um þaö bil hálfur lftri af blóði hafi legiö við höfðalagið mitt, t.d. var hvítur koddinn minn allur orðinn rauö- ur. Koddann gevmdum við til að geta sýnt öðrum. Og öðru tókum við eftir þegar viö vorum búin að jafna okkur á þessu. Bók. sem ég hafði verið að lesa. vekjaraklukka og náttlampi, sem stóðu á nátt- borðinu við höfðalagiö hjá mér. voru komin á gólfið. Það var eins og einhver ósýnileg vera hefði tekiö þessa hlutiaf borðinuog sett á gólfiö á meðan við sváfum. Þetta var okkur hreint öskiljan- legt. Þegar við tókum svo hand- klæðið frá hálsinum á mér.gátum við hvergi séð merki þess að þar væri skurður. hálsinn gat ekki litið betur út. Iin lrá þessari stundu hef ég ekki fengið vott af hálsbólgu." sagði Jón. „Hvernig leið þér á eftir. þegar þú fórst að jafna þig?" „Mér fannst ég vera dálítið und- arlegur á köflum og konan mín minntist líka nokkrum sinnum á það. Annars leið mér ekkert illa. Við heimsóttum mötninu fljötlega eftir þetta. og þá sagði hún okkur að kunningjakona sfn. sem kann- aðist vió Einar hefði haft sam- band við hann fyrir sig, og hann sagt að hann skyldi gera sitt bezta tilað losa mig \iö hálsbölguna." „Eftir þessa reynslu,” sagði Jón. „tel ég ttlla þá menn. sem ekki trúa lækninguin sem þessari ábyrgðarlausa gagnvart trú. Eg var það kannski áður en ég varð fyrir þessari reynslu. en eftir það getég ekki sagt að ég sr; trúlaus." Þ.O.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.