Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1974, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1974, Blaðsíða 7
□ULRren EFm □G TRÚRR REVnSLfl 2. HLUTI Guðmundur Jörundsson. ÞU FERÐ EKKI FETI LENGRA” Guðmundur Jörundsson, út- gerðarmaður, segir frá draumamanni sínum. Eftir Björn Jóhannsson FLESTIR þekkja drauma af eigin raun og frá örófi alda hafa menn reynt að ráða drauma sína og ann- arra; í draumum hafa menn séð fyrirboða um óorðna hluti. góða eða illa, í draumi hafa menn talið sig sjá inn i framtiðina. Sagan segir frá ýmsum, sem hafa átt sér draumamann, sem hefur vitjað þeirra reglulega, mælt f.vrir um hegðan og varaó við hættum. Með- al núlifandi íslendinga, sem eiga sér draumamann, e.r Guðmundur Jörundsson útgerðarmaður. Hann hefur fylgt honum frá unglingsár- I um, fyrst aðeins í draumi, en síð- ar tók hann að birtast Guðmundi, þótt hann væri vakandi og með fullri skynjan. Guðmundur Jör- undsson hefur fallizt á að skýra lesendum Morgunblaðsins frá þessari reynslu sinni. — Já, það er rétt, að ég hef átt draumamann og á reyndar ennþá, þótt hann birtist mér nú miklu sjaldnar en áður. Ég kalla hann ennþá draumamann. þótt ég hafi fundið mjög greinilegar breyting- ar á sambandi okkar frá því sem var í upphafi. Fyrst í stað varð ég aðeins var við þessa veru í draumi, en síðar hefur hún komið til mín, þegar ég hef verið með fullri skynjan. — Hvernig lýsti þetta sér i upp- hafi, Guðmundur? — Eg var innan við tvítugsald- ur, líklega 18 ára, þegar ég varð var við, að sami maðurinn kom til min i draumi og sagði mér fyrir um óorðna hluti, t.d. aflabrögð, og varaði mig vtð hættum. Þetta b.vrjaði, þegar ég varð''formaður á litlum vélbát föður míns. sem gerður var út frá Hrísey. Þegar ég hóf skipstjórn 24 ára gamall á eigin skipi, sem var linuveiðarinn Sæborg, þá breytir draumamaður- inn minn um og fer aó birtast mér skýrar en áður og kemur til min. þegar ég hef fulla skvnjan. Þann- ig vár sámband okkar á meöan ég hafði skipstjórn á hendi. um langt árabil en eftir það varð enn brevt- ing á sambandi okkar. — Hvernig iýsir þú tirauma- manninum? — Hann er þrekvaxinn, nokkru hærri en meðalmaður. pey.su- klæddur og með enska derhúfu. Eg gerði itrekaðar tilraunir til að sp.vrja hann um nafn. en hann svaraði þvi jafnan til, að það skipti mig engu fnáli og.vildi engu um það svara. Ég spurði hann. hvort hann væri dáinn. ,.Já, dá- inn, dáinn ekki." sagði hann. ,,Eg er enn bet'ur lifandi en þegar ég var á jörðinni." Þegar ég spurði hann, hvers vegna hann hefði þessi afskipti af mér svaraði hann: ,,Mér var falið þetta verk." — Með hvaða hætti var sam- band ykkar? — Mér fannst það ekki vera með beinum orðum. heldur gekk hugsun okkar ótrufluð á milli. Þótt ég væri með fullri skynjan virtist mér ekki, að vélarskröltið í bátnum eða tal manna hefði nein truflandi áhrif á meðan ..samtal" okkar fór fram. Honum virtist sérstaklega annt um að koma til mín stuttum. skýrum skilaboðum. sem oftast voru aðvaranir gegn hvers konar hættum og stöku sinnum um aflabrögð. Fyrstu árin fundust mér skiia- boðin oft ótrúleg og það kom fyr- ir. að ég trevsti mér ekki til að fara eftir þeim, en ég rak mig jafnan á, að hann haföi rétt fyrir sér og ég beið af því tjón að fara ekki að ráóum hans. Eg vandi mig því fljótt af því, enda leiö þá oftast lengstur tími þar til hann birtist mér aftur. Hlaut ég að skilja það sem beina hegningu fyrir óhlýðnina. Aldrei varð ég samt hræddur við draumamann- inn. þvi að frá honum stöfuðu mjög þægileg áhrif. enda fann ég það betur og betur með hverju ári. að þarna var unt einhvers konar hjálparanda að ræða. — Hvernig birtist hann þér? — Eftir að hann fór að koma til mín í fullri skynjan var það venjulega um leið og ég lagðist aftur á bak til hvildar og sá ég hann þá jafnan með augun aftur. Eg gat aldrei hre.vft mig á'meðan á þvi stóð. Skynjan mín var full- komlega vakandi. þvi að ég heyrði gang véia og tal manna um borð, eins og ég hef minnzt á. — Getur þú kallað þennan vin þinn til þín sjálfur? — Nei. það er mér óviðráðan- legt. Það virðist alveg vera tilvilj- unum háð, hvenær hann vitjar mín. Allt okkar samband virtist auðveldara úti á sjó og sömuleið- is, þeg’ar ég hef verið staddur i fögru umhverfi við kraftmikil vatnsföll. Sterkur. béljandi straumur virðist skapa góð skii- yrði til að komast i samband við þennan ferðaféiaga minn. einkum þegar ég leggst niður á guðs- græna jörðina. — Hvað finnst þér sérstæðast i sambandi vkkar? — Það er fyrst og fremt ná- kvæmnin hjá þessum manni. sem m.a. kom fr'am hjá honum í um- sögn um væntanlegan afla og hversu jákvæður hann virtist mér. vandaður, en þó kröfuharð- ur við mig. Eg er þess minnugur. að væri ég of harðskeyttur í kapp- hlaupinu um síldartorfúrnar á sjónum þá refsaði hann mér með því að láta ekki sjá sig i langan tíma á eftir. Til marks um nákvæmnina má nefna. að það stóðst alltaf. er hann sagði mér fyrir um væntanlegan afla. sem hann oft greindi frá að næturlagi á undar. næsta dags veiði. Eg sagði körlum mínum það oft áður en veiði hófst. hvað við mvndum fá mikið þann daginn. D: aumamaðurinn sagði mér stundum fyrir um heildar- afla hjá mér þá og þá vertíðina og einnig eitt sinn frá því. hversu margar salt síldartunnur íslendingar myndu flvtja út eitt árið. Það gerðist i marz-mánuði áður en sumarsíld- veiði hófst. Eg átti þá sæti í síldar- útvegsnefnd og skýrði meðnefnd- armönnum mínum frá þessu og vár það vottfest og skrásett. Tal- an. sem hann nefndi. var 174 þús- und tunnur og samkvæmt útflutn- ingsskýrslum fyrir það ár reynd- ist sú tala rétt. Hann sagði mér einnig frá því. hversu mörg síld- arleysisárin yrðu frá því síldin hvarf árið 1944 og þar til kraft- blakkarveiði Tiófst. Það er einnig vottfest af kunningjum mínum. sem ég skýrði frá þessu á sínum tíma. Stöku sinnum sagði hann mér fyrir um. hvert ég ætti að sigla og afla væri von. Eitt sinn gaf hann mér upp staðarákvörðun strand- aðs skips. Samkvæmt þeirri tilvís- un tókst mér aö bjarga áhöfn skipsins og síðan skipinu sjálfu. Það var færevskt skip að nafni „Albert Viktor". sem strandaó hafði á Melrakkasléttu árið 1948. Þegar hann var f raunitini draumamaður ntinn. þ.e. fyrstu árin, kom það oft fyrir. að hann vakti mig þegar legið var yfir línu og benti mér á aö fara að draga linuna. þótt þaö væri fvrr en ég hafði ætlaö mér. Það brást ekki. að þá var óveður i nánd og hefði ég naumast náð inn veiðarfærun- utn ef ég hefði ekki farið að ráð- um hans. Eitt sinn dreymdi mig, þegar ég var staddur á sildveiðum austur á Þistilfirði. að hgnn stæði frammi á skipinu og mér fannst hann koma þessum skilaboðum til mín: „Varaðu þig á honum Steinþóri!" Þóttist ég strax skynja. hvað hann ætti við. þvi að flotinn var að veiðum. þar sem mikið hraun er á hafsbotni og þar hélt sildin sig einmitt. Þetta varð til þess. að ég var mjög varkár. lóöaði vandlega kring um hyerja torfu áður en ég kastaði nótinm. Eg slapp við að rífa veiðarfænn. Þetta var mjög sérstætt tilfelli að því leyti. að ég varð að ráða i. hvað hann meinti. ráða gátuna. þvi að venjulega voru skilaboðin skýr og ákveðin. — Birtist hann þér nokkru sinni erlendis? — Það gerðist mjiig oft. t.d. í siglingum á striðsárunum • eða þegar ég var erlendis á feröalög- um. Samband okkar þá var mjög skýrt og þægilegt og hann virtist fyj'gja mér. hvert sem ég f'ó.r. Eg minnist eins atviks í Eng- landi árið 1948. Eg var i járn- brautarlest á leið frá Lmvestoft til London og þá birtist hann mér i klefadyrunum. en svo einkennilega vildi til. að hann var í einkennisfötum lestarstjóra. Hann sagði við mig: ,Þú ferð ekki feti lengra.' Mér varð litið út um gluggann og úti vár svarta þoka. Lestinni tókst með erfiðleikum að komast á leið- arenda. Eg gisti á hóteli í London og var ráðgert að fara snemma næsta morguns til Xewcastle-on-Tyne. Um nóttina varð mér órótt og leit ég oft út um gluggann, til að sjá. hvort ekki rofaði til í þokunni. en svo var ekki. Það togaðist á innra með mér. hvort ég ætti að fara eða fara ekki með lestinni. Þegar komið var undir morgun tók ég þá ákvörðun að fara ekki svo karl- mannlegt sem það nú var. og lagð- íst til svefns. Ráðgert hafði verið. að véla- verkfræðingur nokkur yrði -mér samferða til Newcastle vegna tog- vindu, sem verið var að smíða í togara minn. Jörund. Þegar nokk- uö var áliðið morguns hringdi verkfræðingurinn til mín á hótel- ið og spurði. hvers vegna ég hefði ekki mætt á Kings Cross járn- brautarstöðinni. Eg gat lítið annað sagt. en að ég hefði sofið yfir mig. Hann tók því vel og ákváðum við ferð okkar næsta dag. Síðdegis sama dag hringdi hann til mfn aftur og liafði nú þau tiöindi að segja íiiér. að járnbraut- arslys hefði orðið. Það var lestin. sem við áttum að fara með. Sau- tján manns fórust og fjöldi slasað- ist. Verkfræöingurinn bætti við: „Eg verð víst að þakka þér lífgjöf- ína." Eg kvað það ekki rétt vera. annað lægi til grundvallar. En ég sagði honum alla söguna næsta dag. — Verður þú ennþá var við þennan vin þinn? — Já. ekki get ég neitað því. en þá heyri ég aðeins til hans. en sé hann ekki. — Hvaðan kemur þessi maöur og hvað ræður þessu? — Því er erfitt að svara og fullyrða nokkuð um það. En mitt álit er. að hér sé um að ræða framliðinn mann. sem lúti mabti hinnar jákvæðu tilveru. Öll Itans verk bera þess vitm. — Bjó. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.