Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1974, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1974, Blaðsíða 6
Þroskinn er meiri en minnið er 'slakara en áður. Hór er Leifur vi8 matargerðina og auðséð á Regínu, að hún er ánægð með árangurinn. f.vrir smábörn aö lenda á flækingi • og fá stöðugt nýja og nýja fóstru, eins og dæmi eru til. Cíóðar upp- eldisstofnanir geta aldrei komið i stað foreldra, Þær eru hjálpar- tæki og oft nauðsynlegar börnum eftir að þau stækka og öðlast aukna athafna- og félagsþörf, en ég held, að fólk ofnoti þær gjarnan og vilji varpa allri ábyrgð vfir á þær. Hins vegar held ég, að mæður, sem eru heima allan daginn, séu alls ekkert betri en þær, sem stunda vinnu eða nám að einhverju le.vti, þ.e.a.s. þegar börnin eru að mestu komin af höndum. Margar þeirra eru haldnar ófullnægðri athafnaþrá, sem kemur fram í óánægju, þrifn- aðaræði eða þá að þær gera börnin alltof háð sér. Slíkt telja margar konur mikil meðmæli, en það getur hins vegar haft neikvæð áhrif á börnin og hindrað eðlilegan félagsþroska. Og börn verða stór og vaxa fra móðurinni, og hvað á hún þá eftir? Þessu var ég að velta fyrir mér, áður en ég fór út í náinið. Ég gerði mér allt i einu Ijtist, að áður en ég næði þrítugsaldri yrðu börnin mín allt að því sjálfbjarga einstaklingar, og ég gæti þá ekkert gert nema farið i fisk- vinnu eða stundaö verzlunarstörf, og hvorugt var mér að skapi. Litlg barnið breytir að vísu dæminu dálítið eins og við sögðum áðan, og ég er ákveðin í því að annast það sjálf fvrstu árin og byrja ekki að vinna fyrr en það er orðið tveggja til þriggja ára. Ér eitthvað um það, að konur á þínum aldri eða eldri fari i fóstru- skólann? — Eg er elzt í skólanum núna, en allmargar hafa komið þangað eftir að hafa verið úti í atvinnu- lífinn um skeið. Ég Iteld, að við njótum námsins ekki siður en þær yngri. Maður hefur fengið talsverðan þroska, sem kemur sér vel í þessu námi, ekki sizt, þar sem maður hefur sjálfur fengizt við barnauppeldi. Hins vegar er minniö kannski ekki alveg eins gott og áður, og maður vérður að tileinka sér alveg ný vinnubrögð við námið. Mér fannst dálítið asnalegt, þegar ég var að grafa eftir gömlu skólatöskunni minni niðri í kjallara og opnaði náms- bækurnar í fyrsta sinn, en eftir skamman tíma var ég orðin áhugasöm skólastelpa. Þetta var lika alit auðveldara, þar sém maðurinn minn hefur stundað BÆKUR OG HÖFUNDAR Eftir Charity Beth Coman Ernest Hemingway 1898-1961 EIMN er of snemmt aö fella bók- menntalegan dóm um Hemingway. Á meðan hann lifði var gildi hans sem rithöfundar mjög umdeilt og hefur ekki siður verið það frá þvi hann lést fyrir eigin hendi. Að hann var góður verður ekki vefengt, en ég © held að flestir gagnrýnendur yrðu sammála um, að framlag hans til bókmenntanna hafi fremur verið tæknilegt en efnislegt. Sagt hefur verið, að Hemingway hafi brúað bilið á milli bókmennta og blaðamennsku og enginn vafi leikur á því, að knappur, mergjaður stíll hans hefur haft geysileg áhrif á bandaríska rit- höfunda. Það er stíll, sem auðvelt er að taka til fyrirmyndar en erfitt að jafnast við. Efnið i verkum Hemingways er að miklu leyti sótt i hans eiaið lif — lif, sem var barmafullt af athafna- semi, iþróttaiðkunum, vindrykkju og kvennafari, líf, sem þrungið var og ráðið af hans eigin karlmennskuhug- mynd. Hemingway var i raun að heita mátti holdtekja machisma eða karlmennskudultrúarinnar. I skáld- sögum sinum sem og öðrum ritum, allt frá Adventures of a Young Man og A Movable Feast til The Sun Also Rises, A Farewell to Arms og For Whom the Bell Tolls voru likamlegar athafnir Hemingway hugstæðari en þroski sálarlifsins, hið holdlega frem- ur en hið andlega. Af verkum Hemingways eru hin styttri sennilega best. The Snows of Kilimanjaro er unaðsleg bók og saga hans The Old man and the Sea er að likindum mikilsverðasta framlag hans. Söguefni Hemingways, von- brigði, framagirni, skyldurækni og lifsbjörg, sem varla er haldið uppi eða gerð full skil í skáldsögum hans, njóta sin mun betur i hinum styttri verkum. Hver sem lokaúrskurðurinn verður, verði hann einhver, hafa áhrif Hemingways á bandarískar bókmenntir verið mikil — hann er lesinn, hann er kannaður hann er stældur. Og á öld bókmenntalegrar linku hefur hann að minnsta kosti séð okkur fyrir efni, sem er gagnrýni vert. Gamli maðurinn og hafiö Þetta er besta hliðin á Hemingway og ég tel, að hún ætti að falla íslend- ingum vel I geð. Það er saga um þolgæði, sögð með oröknöppum setningum, skörpum og skýrum, sem einkenna stíl Hemingways. Það var í Gamla manninum og hafinu, sem að lokum átti sér stað samruni stlls og efnis, þar hafði listamaðurinn fundið sögu, sem verð var listar hans. Vegna einfaldleika sins og inntaks er Gamli maðurinn og hafið vel fallin til líkingatúlkunar. Hemingway dæmdi hana fyrirfram mikilvægasta allra verka sinna og frá þvf hún kom út, hefur hún verið grandskoðuð i leit að táknmáli. Ekki þarf mikla skoðun til að finna líkingamynstur — gamli sjómaðurinn, Kristur, reyn- ir að veiða fiskinn, mannkynið, og missir hann i gin hákarlsins, Kölska. Myndin af þungri göngu gamla nám með vinnunni og í haust lýkur hann prófi i pípulögnuni. Við sitjum gjarnan á kvöldin, læruin saman og.aðstoðum hvort annað eftirmegni. — Én hvernig taka börnin þessu ? — Þau bafa tekið því vel. Kristín er komin í skóla, og þegar ég spyr hana, hvort hún sé búin að læra, spyr hún mig á möti. Hrafn er núna á dagheimi linu, þar sem ég vann í fyrra. Hann á kannski lieldur erfiðara með að skilja, að ég hef minni tíma f.vrir hann en þegar ég var lieima allan daginn, en það hefur aldrei valdið vandræðum. Ég er yfirleitt búin í skólanum um tvöleytið á daginn, og þá sæki ég hann á barna- heimilið og Kristínu til svilkonu minnar, en þangað fer hún, þegar hún er búin f skólanum. Við revnum að nýta samverustund- irnar sem bezt, og krakkarnir njóta góðs af þvf, sem ég er að læra, m.a. í föndri, — Nú virðist alltaf vera skortur á lærðum fóstrum. Hvernig vfkur því við. — Ekki vantar aðsóknina að skólanum, því að árlega verður að vísa mörgum frá vegna þrengsla. Kannski stafar skorturinn af því, að konur hætta oft störfum, þegar þær eignast heimili og börn og eiga erfitt með að drifa sig út aftur. Þannig er það i miirgum a t v i nn u g rei n um. Se n n i lega myndi það gera mörgiun auð- veldara fyrir, ef efnt væri til eins konar en d u r h æ f i n g a r n á m s k e i ða fvrir fóstrur, sem hafa hætt og trevsta sér ekki til að byrja aftur eftir margra ára hlé. Fóstru- starfið er ákaflega lífrænt og skemmtilegt starf og gerist stöðugt mikilvægara eftir því sem fölk þarf í ríkara mæli að hagnýta sér dagvistunarstofnanir vegna brev11ra þjóðfé 1 agshá11a. — Og hvetur þú ekki fólk al- mennt til að setjast á skólabekk. ef það hefur áhuga, þótt það sé komið fram yfir þennan venju- lega skólaaldur? — ,Jú eindregið. Þjöðféiagið krefst aukinnar menntunar, og ég held. að öllum sé nauðsynlegt að bæta einhverju við sig til hag- nýtis eða ánægju, því að annars er liætt við að fölk staðni og fái ekki nögu mikið lit úr lifinu. Hins vegar hefur mér fundizt of mikið gert út mikilvægi menntasköla- og háskólanáms. Það er eins og ekkert annað sé menntun, og það er leiðinlegur misskilningur. mannsins heim á leið, upp brekkuna, með kross sinn, mastrið, um öxl, og lýsingin á dauða hans með útrétta arma og opna lófa, ernógu augljós. Sé bókin líking stenst hún prófið vel, þvf yfirborðið er jafnþétt eða þéttara i sér en það, sem undir á að búa. Hemingway fór útfyrir stn eigin mið með þessari bók, þvi hún er saga um þrautseigju til að komast lifs af, ekki sem fþrótt. Og ópersónulegur. gagnorður frásagnarmáti Heming- ways skilar vel kvöl og harmleik einmitt með einfaldleik sínum. Ég mæli ekki meö þessari bók við ístendinga eingöngu vegna þess, að þeir vita hvað það er að veiða fisk sér til Iffsviðurværis, heldur vegna þess, að söguefnið um manninn gagnvart umhverfi hans hlýtur að höfða til þeirra. islendingar þurfa ekki að imynda sér, þeir þekkja Iffs baráttuna við óhjálpfúst, stundum að þvi er virðist fjandsamlegt um- hverfi. Kraftur bókarinnar um Gamla manninn og hafið er fólginn i raun- sæi hennar og ég held að flestir íslendingar gætu metið hana betur en flestir Bandarikjamenn, þvi enda þótt við getum skilið hana, hafa þeir lifað hana.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.