Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1974, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1974, Blaðsíða 4
HFÖTOG r TIZKU krækiber Á ÖLLUM öldum hefur fólk veriS þrælar tízkunn- ar, auðvitaS mismundandi undirgefnir þrælar, sam- kvæmt skaplyndi hvers og eins. Oft og tiðum hefur það, sem talið var hlægi- legt og afkáralegt, verið orðin hæsta tizka innan fárra ára. Skemmst er að minnast buxnatízkunnar bæði hjá körlum og konum fyrir um 10—15 árum. Þá áttu buxur að vera svo þröngar, að íþrótt var að troða sér í þær — og um- fram allt þröngar neðst. Þá var hlegið að þeim, sem gengu í buxum með víðum skálmum, og þeim oft líkt við rússneska diplómata. En sjáið svo buxurnar nú, nú er hlegið að þeim, sem ganga i buxum með þröng- um skálmum. Fólk á mín- um aldri man meira að segja þrjú stig í buxna- skálmatízku, því að okkur rámar í einhvers konar náttfatabuxnatizku kvenna (líklega einungis sport- eða sumarklæðnað), sem líktist mjög þeim samfest- ingum úr þunnum efnum, sem konur nota nú sem heimaklæðnað sumar hverjar. Ákafiega er misjafnt, hvað konur eru háðar fata- eign. Sumar geta helzt ekki farið á ball nema einu sinni í sama kjólnum og líður ekki vel nema þær eignist þó nokkur buxna- sett, kjóla, jakka og kápur á hverju ári. En þá koma vantfræðin, hvernig er hægt að koma þessum föt- um í lóg? Þar gegna hinir vinsælu flóamarkaðir veigamiklu hlutverki. Á hinn bóginn hef ég heyrt talað um, að konur séu svo ófrjálsar (einkum þær, sem ekki vinna úti), að þær þurfi að knékrjúpa fyrir eiginmönnunum til að fá peninga fyrir fötum, i sum- um tilvikum viti þær ekki einu sinni, hvað maðurinn hefur í kaup og jafnvel var gefið í skyn, að sumir þeirra eyddu meira á laun í eigin skemmtanir en þeim dytti í hug að láta konuna hafa fyrir fötum. Svona sögur held ég, að þýði lítið að bera á borð fyrir íslenzk- ar konur, hvað sem segja má um hegðun fólks i öðr- um löndum og ósjálfrátt verður mér hugsað tii allra þeirra hérlendra eigin- manna, sem ekki fá sér spariföt nema á tíu ára fresti. Ætli eiginkonurnar séu ekki búnar að fá spari- kjól a.m.k. 4—5 sinnum á þeim tíma? „Fötin skapa manninn", segir gamalt máltæki, en aldrei hsf ég getað fellt mig við, að fólk væri dæmt sem manneskjur eftir klæðaburði eða hvar það kaupir föt sín. Þó hef ég rekið mig á það oftar en einu sinni, að þetta ergert, sbr. barnið, sem dæmdi kennarann sinn óalandi og óferjandi, af því að hann gengi í „innvíðum" bux- um. Margir halda því fram, að tízkan f dag sé ekki lengur sá einræðisherrra og hún hefur oftast verið, nú sé allt i tízku. Eitt er víst, fáir verða lengur undrandi, þó að þeir sjái pilta á förnum vegi í göml- um pelsi af ömmu sinni eða stúlkur í náttserk af afa sínum. Samt eru afar margir háðir tízku sfns hóps og verður mér í því sambandi hugsað til sjón- varpsþáttar um danskar rauðsokkur f „Kvinnernes Hus" í Kaupmannahöfn. Þarna sátu þær í sínum buxum og peysum og töl- uðu með mildu, umburðar- lyndu brosi um, að klæða- burður sinn, einfaldur og þægilegur, félli ekki inn í „kerfið". En þau eru mörg „kerfin" og hrædd er ég um, að ef einhver úr þeirra flokki hefði birzt f snotrum „eftirmiðdagskjól" hefði hún alls ekki fallið inn í þeirra stranga kerfi hnjápokabuxna og grodda- legra peysa. Anna María Þórisdóttir. sinni á meðan kraftar entust. Hvortveggja var, að þörf var fyrir afköst þess og einnig hitt, að í þá tíð var talið iífsnauðsyn fyrir aldrað fólk að halda á einhverju verki, sjálfu sér til afþreyingar og öðrum tfl gagns. Á þessu hefur orðið nokkur breyting, að nokkru jákvæð, að öðru neikvæð. 1 nútíma heimilshaldi er ekki gert ráð fyrir þátttöku aldraðra að neinu verulegu leyti. Hvorki þar né annarstaðar í þjóðfélaginu er þörf fyrir afköst þess. Með tímanum getur þessi staðreynd valdið hugarfarsbreytingu hjá hinum öldruðu. Má vera, að reyndin verði sú, að í stað starfs- þrár og vinnugleði, sem einkennt hefur þennan aldursflokk fólks öðrum fremur, komi smám saman slævður athafnavilji, sem hugsan- lega endar með svipuðu viðhorfi og sagt er að ríkjandi sé í Frakk- landi, þar sem fólk biður með óþreyju eftir lífeyri elliáranna og Hvað œtlar þú að gera þegar þú verður gamall? © um leið þeirri kyrrstöðu, sem þeim fylgir. Hitt er svo annað mál, hvort okkar fámenna þjóðfélag og harð- býla land hafa efni á að ýta hlut- fallslega stórum hópi vinnufærra þegna út úr önn dagsins á hverju ári. Ekki er óhugsandi að í ákafri viðleitni til aö bæta hag hinna öldruöu hafi verið skotið yfir markið. I stað þess að visa heil- brigðum, vinnufærum einstakl ingum úr vinnu að fullu og öllu, þegar þeir hafa náð tilskyldum aldri, væri athugandi sá mögu- leiki að takmarka vinnutímann við ha’lft starf, annaðhvort á sama vinnustað eða gefa þeim kost á nýju starfi, betur við hæfi heilsu- fars og aldurs. Verðugt verkefni þeirra, sem að málefnum aldraðra vinna, væri að kanna möguleika á því hvort starfrækja mætti vinnu- miðlun fyrir aldraða, ekki aðeins til afþreyingar fyrir þá sjálfa, heldur þar sem störf þeirra og reynsla geta orðið til gagns fyrir samfélagið. Með þessu móti fengi hver einstaklingur að ráða nokkru um á hvern hátt hann kysi að eyða tíma sínum og sýndist það ekki ósanngjarnt. Það mundi um leið fyrirbyggja, að aldrað fólk leiddist til að taka að sér störf, sem ekki eru við þess hæfi, ef harðnar í ári eða þjóðarskútuna ber einhverntima á sker, eins og lengi hefur sýnst óuinflýjanlegt. Ef til þess kemur minnka líkurn- ar fyrir því, að þjóðfélagið hafi fjárhagslega möguleika á að halda i horfinu því fyrirkomulagi og félagsþáttum í málefnum aldraðra, sem virðast að ýmsu leyti stefna til þess, að aldrað fólk verði raunverulega börn í annað sinn fyrir aldur fram. Fyrir nokkru vakti athygli mina hugmynd, sem komið var á fram- færi i blaðagrein, þess efnis, að byggja mætti dagvistunarheimili fyrir börn og í næsta nágrenni annað dagvistunarheimili fyrir aldrað fólk, sem þá gæti haft ánægju af því að horfa út um gluggana á yngstu kynslóðina að leik. Hugmyndin er vafalaust vel- viljuð. En er ekki mögulegt að enn séu afinn og amman í þjóð- félaginu fær um að taka þátt í gæslu og uppeldi sinna ungu af- kemenda. Meira samneyti þeirra mundi einnig styr'kja tenslin við þjóðlegan menningararf með hverri nýrri kynslóð. Margt mætti til taka, sem fallið gæti undir verkefna- og starfsvið aldraðs fólks. Enn sem áður geta starfs- kraftar þess orðið notadrjúgir fyrir heildina. Með framansögðu er ekki dreg- in í efa þörfin fyrir það félags- starf, sem nú er hafið í víðtækara formi en áður hefur verið með þjónustu við aldraða að mark- miði. Verkefnin eru næg fyrir þá, sem vilja leggja málefnum þeirra lið. Alltaf er nokkur hluti þeirra, Framhald á bls. 15. Þegar menn eru seztir f helgan stein. geta dagarnir breytingarlitlir. Margt eldra fólk er mjög einmana og lifir alltof einangruðu lifi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.