Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1974, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1974, Blaðsíða 10
k :• :."v V ,C: •'->•■ • • -i >-Urn kenningaf cli>^6|gib Rjefurss. og starf- : ';seml Nýalsinna.. ÖÍin.Björn Vigni Sigurpálsson. * .- / ' ' . * * • ;V -;•/* * »* • ■ • •' .. ; • * vv * -Fyrri hluti . Dr. Helgi Pjeturss. FROÐIK menn í utlandinu þvkjast merkja. að nú eigi sér stað eins konar innhvérf vakning i menningarlöndum víða um heim. Merkilegar og sögufrægar visindagreinar eru skvndilega teknar að gefa furðum sálarlífs- ins meiri gaum en áður og sumir visindamenn telja. að næstu land- vinningar mannkynsíns verði á þeim sviðum. en ekki við könnun efnisins. Fvrstu skref vísindanna í þessa átt eru varfærnisleg og fátt um niðurstöður enn.sem komið er. Sama verður ekki sagt um leikmennina. Vaxandi hópur fólks sökkvir sér nú niöur í dulfræði, launspeki ýmiss konar og iðju af áþekku tagi, og lætur sannfærast á augabragði, aö hér búi eitthvað á bak við. Þessi til- hneiging á ekki síður við um Is- land en önnur menningarlönd. Og ósjálfrátt vaknar hjá manni sú spurning hvað valdi þessum skyndilega áhuga. nú á síðara skeiði 20. aldar. öld hinna miklu tækniafreka og háþróaðra raun- vísinda, öld almennrar upp- lýsingar og umfangsmeiri þekk- ingar en áður eru dæmi til. Þeirri spurningu verður varla svarað í stuttu máli, en dálitla skýringu ætla ég að megi finna í merkum erindaflokki, sem þrófessor Sigurður Nordal flutti í útvarp fyrír um 30 árum og nefndi Líf og dauða. Sigurður talar þar sem leikmaður, fulltrúi heilbrigðrar skynsemi. Hann bendir á, að lífsgildi trúar- bragðanna og trúarþörf mannsins sé engu minni nú en áður. Hann leiðir að því sterk rök, að kristnin fullnægi ekki þessari þörf lengur og telur sökina liggja hjá kirkju og klerkum. Neisti heilagrar ritningar sé að kafna í ösku út- brunninna kenninga og siða. en enginn andlegur leiðtogi hafi haft djörfung til að moka öskunni burt. Þegar Sigurður Nordal ritaði Líf og dauða er ný lífsskoðun — efnishyggjan að ryöja sér braut. Þrátt fyrir harða ádrepu á kirkju og klerka er erindaflokkur Sigurðar fvrst og fremst varnar- ræða trúarinnar gagnvart þessari nýju lífsskoðun og hann horfir á það með nokkrum áhyggjusvip, að efnishyggjunni er veitt viðtaka ,,í hálfgerðum svefnrofum, þó að hún svali heldur ekki þeim þorsta sem mönnum býr í brjósti." Þessi staðhæfing hefur reynzt rétt. Efnishyggjan er á hröðu undan- haldi þessa stundina og hefur því orðið skammlífari en flestir hugðu. Og það er óneitanlega nokkur kaldhæðni, að hún — sem styðst við hinar miklu uppgötvan- ir síðustu alda í eðlisfræði, efna- fræði, líffræði og náttúruvísind- um — skuli láta undan síga fyrir dulhyggju sem styðst ekki við annað en furðuíeg fyrirbæri, sem hin miklu vísindi viðurkenna ekki. Eða eins og prófessor Sigurður orðaði það; Efnis- hyggjumenn sækja til náttúru- vísindanna þá skoðun, að andi, sál og hugsun séu sprottin af efninu, ein tegund af starfsemi þess eða ástandi, nokkurs konar aukageta eða duttlungur í rás þess. Öll vitund hljóti að líða undir lok, þegar vélin, sem hún er bundin við og framleidd af, hættir að starfa. Frámhaldslíf einstaklings- ins, manna jafnt sem dýra og jurta, andar, englar og guðir — allt þetta sé heilaspuni og hillingar. Sigurður leiðir hugann að þess- um andstæóum mannlegrar hugsunar um uppruna lífs, fram- vindu og markmið. Hann segir á einum stað, að staða mannsins í tilverunni sé með þeim ósköpum, að hann sjái allt niður fyrir sig en ekkert upp fyrir sig. ,,Hann getur þekkt efnið, aðrar dýrategundir, sem standa honum að baki um vit og þroska. En hann hefur enga þekkingu, sem er svo Ijós, að allir neyðist til að viðurkenna hana, um neina veru eða verur, sem séu honum æðri, fullkomnari og mátt- ugri. Hann stendur við ntúrvegg, sem byrgir skynsemi hans sýn á aðra hönd." Einmitt við þennan múr skiptast leiðir með mannlegri hugsun, segir prófessor Sigurður. Efnishyggjumennirnir beini hugsun sinni niður á við, í þá átt, sem sjónin leyfir þeim að þekkja og kanna; en svo eru aðrir, sem gefa sérstakan gaum að öllu því, sem þeim finnst skilja manninn frá öðrum dýrum. ,,Þeir líta svo á, að úr þvi að hugsun þeirra ósjálf- rátt beinist út yfir múrinn, upp yfir múrinn, þá hljóti þetta að vera eins konar mannleg eðlis- hvöt, sem þeir eigi að leggja sem mesta rækt við. . . " í þessu sam- bandi vitnar Sigurður til eftir- tektarverðra skrifa Jónasar Hallgrímssonar í skólablað náms- sveina á Bessastööum — um „dýranna meðhöndlun", þar sem stendur: „Varla getum vér deyft hjá oss þá hugsjón, að fyrri en keðjan þrýtur við hásæti hins eilífa, hljóti enn þá að fínnast þúsund lifandi verur, að baki hverra maðurinn stendur eins langt og rjúpan að baki veiði- mannsins. Vei oss, ef þessir mátt- kari vildu fylgja því dæmi, er vér gefum þeim!” Þarna hugsar Jónas sem trúmaður og náttúru- spekingur í senn, segir svo Sigurður. Hann framlengir keðju þróunarinnar, ályktar um æðri stigin af því, sem hann þekkir, getur ekki gert sér í hugarlund, að hið óskaplega bil milli manns og almáttugs guðs sé ekki brúað með verum á alls konar þroska- stigum. Þett.a er nú orðinn býsna langur inngangur að Nýalskenningu dr. Helga Pjeturss. Það má kannski líta á tilvitnanirnar í Líf og dauða sem eins konar varnagla af hálfu greinarhöfundar en hins vegar er megintilgangur inngangsins að sýna fram á hversu einstæð þessi islenzka heimspekikenning er, sem gengur í senn í berhögg við viðurkenndar trúár- og dulfræði- skoðanir annars vegar og efnis- hyggjuna hins vegar: Dr. Helgi Pjeturss taldi, að meö heimspeki- kenningu sinni tæki hann að nýju upp merki grísku heim- spekinganna á 6. og 5. öld fyrir Krist, kveikjan er þó „mundús spiritualis“-kenning Sweden- borgs með nánast Darwinsku ivafi. „Þegar Helgi Pjeturss talar og ritar um ódauðleika sálarinnar og framhaldsþróun hennar, þá byggir hann á þektum grundvelli, hinni miklu sköpunarsögu al- heimsins. Ef alt efni og afl al- heimsins er af einni rót, eins og skáldið sagði, þá þykir Helga Pjeturss furðulegt, ef hin andlega orka er undanþegin lögmáli náttúruvisindanna um að alt sem eitt sinn var skapað tilheyri með nokkrum hætti eilífðinni," segir Jónas Jónsson frá Hriflu í for- mála að Viðnýal. Dr. Helga fer þannig líkt og fyrirrennara hans, Jónasi Hallgrímssyni — hann framlengir keðju þróunarinnar. Samt sem áður er hann svo mótað- ur af efnishyggjunni, að hann verður að gefa sér þá forsendu, að allt líf sé efnistengt. Þess vegna verður það skiljanlegt, að þegar dr. Helgi leitar „yfir múrinn”, finnur hann framlífið á stjörnun- um, en ekki í andaheimi, eins og Swedenborg. Útkoman er því kenning, sem ekki á sína líka innan heimspeki síðari tíma — viðauki og endur- bót á kenningum Pyþagorasar og fleiri forngrískra heimspekinga, sem veltu fyrir sér innsta eðli lífsins. Einnig má sjá merkilegt samræmi milli Nýals og trúar- kenninga — t.d. ef horft er út frá skilgreiningu bandarfska heint- spekingsins Williams James, er hélt því fram, að átrúnaður væri sú trú, að til væri háleitur veru- leiki og æðsta heill vor væri í því fólgin að komast í sem fyllsta samhljóðan við hann. Slíkt tak- ntark má vissulega finna í Nýal. ----- 00000 ----- Dr. Helgi Pjeturss hefur verið um hálfri öld á undan samtíð sinni, þegar hann setti fram skoð- un sína um líf á öðrum hnöttum og tengsl þess við jarðarlífið. Nú eru hins vegar ýmis teikn á lofti, er benda til þess að meiri hljóm- grunnur sé fyrir slikum fræðum en var á öðrum og þriðja áratugnum og lengi fram eftir. I Bandaríkjunum þvrp- ast til að mynda þúsund- ir manna dag hvern tii að sjá kvikmyndina — Voru guðirnir geimfarar, sem gerð var eftir sam- nefndri metsölubók og hér hefur komið út. Á sama tíma vekur ungur Gyðingur, Uri Geller, furðu sjónvarpsáhorfenda bæði vestan hafs og austan með því að geta beygt og hreyft hluti heima í stofu áhorfenda í gegnum sjón- varpsskjáinn, og hann staðhæfir að hann fái kraft sinn frá stjörnunum. Það viróist því eiga við um dr. Helga Pjeturss, að enginn verði spámaður í sínu föðurlandi. Nýall hefur aldrei náð verúlegri ú.t- breiðslu hér á landi, hversu rammíslenzkur sem hann nú er í framsetningu og hugsun. Ein- hverja fylgismenn hefur hann þó jafnan átt og vera má að fleiri blóti hann á laun. Arið 1950 var að frumkvæði Þorsteins Jóns- sonar bónda á Ulfsstöðum stofnað Félag Nýalssinna, sem haldiö hefur uppi reglulegri starfsemi allt fram á þennan dag og virðist vera að sækja i sig veðrið um þessar ntundir. Höfundur þessarar greinar átti þess kost fyrir skömmu að sitja fund með stjórn félagsins, og var það óneitanlega nokkur lífsreynsla að ræða við menn, er tala um sam- band við fjarlægustu stjörnur sem jafn sjálfsagðan hlut og við tölum um símasamband milli heimsálfa. Þessir menn eru svo sannfærðir um sannleiksgildi Nýals, að efasemdir annarra gagnvart slíku hafa engin áhrif á þá. Iðka þeir sjálfir ýmsar sjálf- stæðar rannsóknir og athuganir, fylgjast vel með öllum straumum innan stjörnufræði og sálfræði- vísinda erlendis", en þar þykir þeim æ fleira hleypa styrkum stoðum undir kenningar dr. Helga. Einn þessara manna er viðmælandi minn — Þorsteinn Guðjónsson, er starfað hefur i Félagi Nýalssinna frá upphafi og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.