Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1974, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1974, Blaðsíða 9
um aðferðum. Margir vísinda- menn, sem leitað var til, sögðust ekki reiðubúnir að segja neitt um málið að svo stöddu. Rannsóknir á Geller Brezka ritið ,,Nature“ og „New Scientist" hafa á undanförnum tveimur árum fengizt talsvert við að rannsaka Geller, en engar opinberar niðurstöður hafa verið birtar um þær athuganir. Stanford-rannsóknastofnunin í Bandaríkjunum hefur einnig lát- ið gera ákveðnar tilraunir. Lftið hefur verið sagt um árangur. Skýrt hefði verið frá því, að lagð- ar yrðu fram skýrslur á alþjóð- legri vísindaráðstefnu, sem hald- in var í New York í vetur, en þar var aðeins lauslega frá málinu sagt og að ekki væri tímabært að gefa skýrslu um meira að sinni. Fleira hefur ekki þaðan heyrzt. Engin skýring Hópurinn við Stanford, sem gaf út nefnda bráðabirgðayfirlýsingu á ráðstefnunni í New York, sagði meóal annars, að dr. Harold Puthoff og Russel Targ hefóu kannað ákveðna þætti f sambandi við Geller og þeir gætu ekki gefið vísindalega skýringu á því öllu. Þeir yrðu að láta nægja að segja, að þessar frumathuganir rétt- lættu fullkomlega, að nánari rannsóknir yrðu gerðar. Það var Edgar Mitchell fyrr- verandi geimfari, sem átti frumkvæði að þessum rannsókn- um. Fóru þær fram á skilmálum, sem stofnunin setti sjálf, og í sumum tilvikum vissu þeir rann- sóknarmenn, sem spuróu, ekki um svörin. í einni tilrauninni gaf Geller i átta af tíu skiptum rétt svör, en tvívegis sagðist hann gefast upp. 1 annað skipti fólst tilraunin i því, aó hann átti að benda á tiltekna muni, sem komið hafði verið fyrir i málm- kistum og maður sá, sem var viðstaddur, þegar Geller var látinn þreifa á kistunum, vissi ekki, hvað i þær hafði verió iátið. Geller svaraði rétt í tólf skipti af fimmtán. 1 annarri tilraun til við- bótar virtist Geller koma mæli- tækjum rannsóknastofnunarinn- ar til að skekkjast. í hvert skipti, sem þessi tilraun var endurtekin, virtust áhrif Gellers á mælitækin aukast. Til dæmis sýnir kvik- mynd, sem tekin var, að hann hafði áhrif á segulmæli án þess að koma við hann. Rannsóknirnar gáfu heldur engin óyggjandi svör við því, hvernig Geller gat komið því til lelðar, að ýmsir málmhlutir eða skeiðar brotnuöu eða bognuóu, án þess að sýnilegt væri, að hann notaði likamlegan kraft. Gagnrýni I marz 1973 birti vikuritið ,,Time“ mjög gagnrýna grein um athuganir Stanford-hópsins á Geller. Sagt var, að þessi stofnun, sem hefði yfir að ráða 2.600 sér- fræðingum, sem gætu ieyst svo til öll vandamál, hefði staðið mjög slælega og óvísindalega að þess- um tilraunum. Auk þess gagn- rýndí blaðið, að slik stofnun legði sig niður við rannsóknir á Geller og sagði: „Við þær rannsóknir bætir stofnunin nú könnun á vafasömum næturklúbbagaldra- manni með svokallaða sálræna hæfileika.“ Time vitnar í Mitchell, sem ekki er geimfari lengur, en hefur sina eigin „rannsóknastofnun vitundarinn- ar“ og segir, að Stanfordhópur- inn hafi hrifizt mjög af óskiljan- legum hæfileikum Gellers. En yf- ir maóur Stanfordstofnunarinn- ar, Charles Anderson, lét þá frá sér heyra og sagði þessi ummæli viilandi og auk þess væri það ekki i verkahring Mitchells að gefa upplýsingar eða yfirlýsingar fyrir hönd stofnunarinnar. Áhugi bandaríska varnarmála- ráðuneytisins var vakinn, að sögn Time, og sálfræðingurinn Ray Hyman frá Oregonháskóla og George Lawrence frá ráðuneytinu komu til skjalanna. Þeir urðu engan veginn snortnir af frammi- stöðu Gellers. Hyman stóð Geller til dæmis að því að „kikja", þegar hann lézt halda fyrir augun, og þar með gat hann túlkað handahreyfingar fólks, sem var að skrifa eða teikna. Slík leikni er hverjum þeim, sem fæst við töfrabrögð, mjög nauðsynleg. Annar maður frá ráðuneytinu varð þess var, að Geller gat látið gólfið i rann- sóknastofnuninni titra, svo að sveiflanir komu fram á mælitækj- unum. Lawrence tókst að leika þetta fyrirhafnarlftið eftir. Hyman mun í bréfi hafa skrifað, að Standford-rannsóknin á Geller hafi verið „eftirlitslaus og klúðursleg". Svör Gellers Eftir að þessi grein um Stanford-rannsóknina birtist ætlaði Geller að fá uppreisn æru og sýna ritstjórum Time hæfni sína. Lyktir urðu þær, að atvinnu- töframaðurinn James Randi Iék allar listirnar eftir honum. Bandaríska tímaritið „Psychic" birti svo í júní viðtal við Geller um samskipti hans og Time. Er viðtalið byggt á segulbandsupp- töku. Hann segist hafa beðið þess í New York, að birtar yrðu niður- stöður Stanford-rannsóknarinnar. Þegar honum var farin að leiðast biðin ákvað hann að leita á náðir fjölmiðla. „Ég taldi það áhrifa- mestu aðferðina til að ná til fólks- ins,“ er haft eftir honum i viðtal- inu. Þar segir hann ennfremur, að hann hafi verið illa fyrirkallað- ur þann dag, sem hann átti að Framhald á bls. 14. Uri Geller kengbeygir og jafnvel brýtur hnlfa og gaffla með því einu aS snerta eSa jafnvel meS þvi einu aS horfa á hlutina. Þetta sýndi.hann m.a. á ritstjórnarskrifstofum Daily News, þar sem myndin var tekin. Danskur maSur, sem var aS horfa á Geller f sjónvarpi, varS fyrir þvf, aS skeiS sem hann hélt á, kengbognaSi. Frá Bretlandi: Seth Joel lagSi „teikniþraut" fyrir Geller. Hann teiknaSi stólinn aS ofan og setti sfSan teikninguna I innsiglaS umslag. Geller var slSan beSinn aS teikna nákvæmlega þaS sama og f umslaginu væri. Myndin aS neSan sýnir alténd, aS hann vissi, aS Joel hafSi teiknaS stól . . .

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.