Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1974, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1974, Blaðsíða 16
Hingað geislar lífi ... NÝALSSTEFNAN Á OKKARDÖGUM Þorsteinn telur sig sjá greinileg merki þess, að félag Nýalssinna sé nú að eflast. Flestir hinna eldri félaga gengu í þessa hreyfingu eftir að hafa lesið Nýal, en Þor- steinn segir að nú orðið sé það allt éins algengt, að fólk sem kynnist eitthvað starfsemi félagsins fer að lesa verk dr. Helga Pjeturss. „Það kann að vera að einhverjum þyki skrítið að heilt félag skuli snúast um einn einstakan mann, en þetta er ekki óeðlilegt," segir Þor- steinn. „Maðurinn hefur gert þýðingarmikla uppgötvun sem ekki hefur verið meðtekin nógu vel af þjóðfélaginu í heild. og meðan svo stendur er ekki undar- legt þó að það snúist að verulegu leyti um.verk hans og persónu. Síðar verður þetta allra eign og breiðist út." Þorsteinn segir, að starfsemin hafi sérstaklega tekið að vaxa eftir að byggt var hús eða efri hæð i húsi aó Alfhólsvegi 121 með samskotum. bæða meðal V-ls- lendinga og um allt land hér heima. „Og nú verður maður einkum var við þá breytingu, að ungt fólk er farið að koma í félagið. Við vorum lengi búin að vera saman nokkur hópur fólks — svona 100—200 manns lengi vel, en nú er greinileg aukning." Starfsemi félagsins beindist í f.vrstu aðallega áð endurútgáfu Nýalanna, en ennfremur hefur jafnan verið dálítil timaritaútgáfa á vegum félagsins, sem ekki hefur þó breiðst mikið út fyrr en á síðustu árum. Nýalsinnar hafa einnig reynt að kynna kenninguna erlendis og þannig gefið út sl. 8 ár tímaritið Interstellar Communication. „Fer ekki hjá því, að þó það hafi ekki fengið peningalega úbreiðslu hefur það gengið þar manna á milli. Þannig hefur ýmsum erlendum vísindamönnum orðið kunnara um þessa íslenzku kenningu um samband við stjörnurnar en áður, og það er ómögulegt að loka augunum fyrir þvi, að þessi fræði eru að þokast upp í áliti erlehdis, þau eru að færast æ meir f áttina til þess sem Nýall kenndi án þess að Nýall sé þar beinlinis nefndur. Mesta at- hygli hefur þó þetta framtak okkar vakið f Póllandi og í Kali- forníu — sem sagt bæði i austri og vestri — og höfum við eignast góöa vini og kunningja á báðum þessum stöðum," segir Þorsteinn. Að taldri útgáfu og útbreiðslu- starfseminni er annar töluvert veigamikill þáttur i starfsemi Félags Nýalssinna svonefndir sambandsfundir, sem eru svipaðs eðlis og venjulegir miðilsfundir. „Það vildi svo til, að I sambandi viö félagsstarf okkar fórum við að verða varir við það hjá a.m.k. tveimur eða þremur félagsmönn- um, að þeir hefðu þaö sem kaila má miðilshæfileika. Síðar bættust fleiri við. Við höfum reynt að iðka þetta sem bezt á undanförnum árum, og ég tel fyrir mitt leyti. að þarna sé um raunverulegf sam- band aö ræða, þó að misjafnlega fullkomið sé. Hins vegar fer það jtllt eftir stilliáhrifum og ýmsu Colgate MFP* fluor tannkrem verndar tennurnar gegn skemmdum. Það er sannað með vísindalegum tilraunum. Reynsluprófað á þúsundum barna í síðustu 8 ár. Vísindamenn í mörgum löndum hafa á síðustu 8 árum gert tilraunir á þúsundum barna, og óháðir hver öðrum sannað, að Colgate MFP fluor tannkrem herðir glerung tannanna og styrkir þær. Þess vegna kaupa mæður um allan heim frekar Colgate MFP tannkrem en annað tannkrem, - og fleiri og fleiri börn hafa tennur með stöðugt minni tannskemmdum. Vörumerki fyrir Colgate special fluor tannkrem meö sérstakri efnasamsetningu, þar á meðal 0.76% natriummonofluoride- phosphats. - og börnin sækja í hið ferska Colgate bragð. tilfallandi hvort þessir fundir verða sannfærandi hverju sinni eða ekki. Eg þekki menn, sem mér dytti aldrei í hug að fara með á svona fundi, en svo eru aðrir, sem geta verið ótrúlega góðir still- ar og haft verulega örvandi áhrif á gáfu miðlanna. 1 augum spíritista er yfirleitt sagt, að andinn komi í miðilinn, en í okkar augum skapast sambands- fundurinn í heild bæði af miðli og sitjurum og sambandi útfyrir." Markmið Nýalssinna á vorum dögum er þannig, að skapa hér samstillingu og greiða þannig fyrir samböndum frá betri lffs- stöðum í alheimí. Þorsteinn segir það hafa verið skoðun dr. Helga Pjeturss, að á undan heims- styrjöldunum tveimur á þessari öld hefði verið hér vaxandi að- streymi kraftar til jarðarinnar, en vegna þess að ekki vár þekking fyrir hendi að taka á réttan hátt við þessari magnan, snerist þetta upp í ófarnað og skelfingar. „Það er fullúr vilji á lengra komn- um verum í alheimi til hjálpar mannkyninu og það er ekk- ert eins áríðandi og gera þeim kleift að hjálpa þessu mannkyni, sem allir hljóta að sjá að annars er ofurselt tortfmingunni. Og ég held ég skyggi ekki á nokkra aðra þjóð, þó að staðhæft sé, að hér á íslandi verði mest viðtaka slíkra krafta og þeim síðan veitt héðan til alls mannkyns. Og það yrði lausn á mörgum vandamálum okkar, ef viö yrðum samtaka þjóð um að leyfa þessum krafti að streyma hér í gegn. íslenzk þjóðernisstefna er ekkert annað en þetta að verða öðrum þjóðum andlegur leiðtogi og leið- beinandi," sagði Þorsteinn Guðjónsson að lokum. 1 siðari hluta, sem birtist í næsta blaði er sagt frá sambands- fundi á Álfhólsvegi 121. »/Wam/T7a _mamma...Þaðþurftiekkerta s óla«

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.