Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1974, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1974, Blaðsíða 13
Háttvirtir kjósendur, sem eiga að kjósa yfir sig landsfeður til næstu fjögurra ára þann 30. júní n.k., hafa bersýnilega úr a11 miklu listaúr- vali að velja í kjörklefanum og hlýtur að verða forvitnilegt, hvernig hin ýmsu flokksbrot og flokksflokkabrot koma út úr kosningum. Ætlun mín er þó ekki að upphefja áróður fyrir einn lista öðrum fremur, heldur vekja athygli á því, sem ég hef rekið augun í, þegar yfir þessa mörgu og húðvænu lista erfarið. Það þótti mér sem sagt sérkennilegt, að í öllu því mikla mannvali, sem flokkarnir státa sig af að ráða yfir, skuli mörg andlitin skjóta upp kollinum á alþingislistunum, rétt eftir að þau hafa trónað á bæjar- og sveitarstjórnarlistum. Sum þeirra eru að vísu aðeins í uppfyllingarsætum, en allmarg- ir sömu frambjóðendur virðast vera i annað- hvort öruggum sætum, eða a.m.k. hafa þeir von um að fá að skjótast inn á þing eina stund einhvern tima á kjörtimabilinu og fá að halda þar jómfrúrræðu með pomp og prakt. Nú skal það náttúrlega ekki dregið i efa að margt af þessu fólki er hið frambærilegasta og þekkilegasta i alla staði, en hins vegar þykja mér flokkarnir vægast sagt einsýnir og fáum gefin tækifæri til að láta Ijós sitt skina með þessum vinnubrögðum. Aukin heldur að kjós- endur háttvirtir hafa margir takmarkaðan áhuga á því að verða nú að hlýða á þingfram- boðsræðurnar hjá þeim sömu mönnum og ný- lega létu Ijós sitt skina í borgar- og sveitar- stjórnarræðum sínum. Mér finnst varhugavert hjá flokkunum að hafa ekki fjölmennara lið á takteinum en svo, að áberandi margir menn skuli i senn vera i framboði til bæjar- og sveitarstjórna og siðan mánuði seinna til þing- kosninga. Annað atriði er það, sem ég leyfi mér að taka undir með m.a. Rauðsokkum, og það eru tak- mörkuð framboð kvenna til þingkosninganna. Sennilega eru enn færri konur á listunum nú en var til hinna kosninganna. Nú dettur mér ekki i hug að halda því fram, að kona eigi að stökkva inn á nokkurn lista aðeins vegna síns kynferðis. Langt i frá. Ég get tekið undir þá skoðun borgarstjórans í Reykjavik í viðtali í Mbl. fyrir borgarstjórnarkosningarnar, að það þjónar harla litlum tilgangi að hafa konur á listunum aðeins til skrauts eða uppfyllingar. Ég efa heldur ekki, að það sé rétt, sem borgarstjóri sagði í sama viðtali, og á sjálfsagt bæði við um borgar- og landsmál, að margar konur eru tregar til að fara í sjálfan slaginn og ganga fram fyrir skjöldu. En erfitt er að sann- færa mig um, að ekki séu til fleiri hæfar konur [ örugg sæti, hvort sem er í Reykjavik eða úti á landsbyggðinni en raun ber vitni um sam- kvæmt listunum, að visu aðeins eftir lauslega könnun. En ég á örðugt með að trúa því, að konur séu svo tregar til að gefa kost á sér til þátttöku og listarnir gefa vísbendingu um. Það mætti segja mér, að karlmennirnir teldu sjálfsagt og eðli- legt, að hlutur þeirra væri sem fyrr stærri og myndarlegri. Við konurnar einar er svo auð- vitað að sakast ef þær láta slíkt viðgangast endalaust. Jóhanna Kristjónsdóttir. og alls kyns „dulrænum" fyrir- bærum. Samkvæmt kenningu Nýals er jörðin aðeins ein af fjölmörgum frumlífsjörðum í alheimi. Þor- steinn ber þessa skoðun saman við guðspekina. „Guðspekingar halda því fram, að börnin sem fæðast hér á jörð séu menn, er hafi lifað hér áður, sumir trúa því jafnvel aö þeir hafi verið dýr í f.vrraiíti. Þetta er gömul dulfræði- kenning, en við segjum, að hún samrýmist ekki vísindalegri þekk- ingu. Iíins vegar segjum við lika, að hún eigi sér mjög merkilegar rætur. Einstaka sinnum kemur það fyrir, aö menn fara að finna með sér undarlegar endurminn- ingar, sem eiga ekki heima í þeirra eigin re.vnslu og hafa menn þá stundum ályktað sem svo, að þetta væri þeirra'fyrri ævi, sem segði þannig til sín. Hins vegar er engin þörf á þessari skýringu, þegar við vitum að um framlíf er að ræða á öðrum stjörnum. Þá verður það að teljast ofur eðlilegt. að framliönir geti geislaö áhrifum sínum til jarðarbúa og stöku jarð- arbúi verður þannig var við minn- ingar annarra manna en ekki eig- in. Þá sjáum við um leið dálítið yfirlit í heimsfræði: Einhvers staðar veröur allt fyrst og til eru vissir hnettir, þar sem menn eru að fæðast i fyrsta sinn. Þegar ævi hans er öll á þessari frumlífs- stjörnu, þá fer það aflsvæði, sem nú er sannað að fylgir lffi manns- ins, að byggjast upp á öðrum hnetti og þar sem betri skilyröi eru. Þar skapast nýr likami, ekki fæddur af m.ódur heldur hrað- myndaður." Þorsteinn segir hins vegar, að ekki sé það án undantekninga að menn fari ylir á hnött, þar sem meiri fullkomnun og þroski ríkir. „Það fer eftir ævi mannsins hér á jörðu, viðleitni hans og breytni, hvernig félagsskap hann lendir í þegar yfir kemur. Það stafa af hans gerðum, hugsunum og breytni ákveðin áhrif alla ævina, og þessi áhrif leita þangað sem þeim er skyldast. Þannig geta menn séð, hvaö þeir muni ávinna sér með breytni sinni í jarölífi." 1 Nýal ræðir dr. Helgi einnig um Helstefnu og Lífstefnu og kemur það heim við trúarhug- myndir um sælustaði og kvala- staði, greinarmun góðs og ills. Hann telur í ritum sínum, að mannkynið eigi um þessa tvo kosti að velja og úti i geimnum séu fullkomnari mannfélög er hafi fullan vilja á að hjálpa jarð- lífinu inn á rétta braut. En til þess að svo megi verða þarf sam- stillt frumkvæði jarðarbúa að koma til. „Þaö er rétt að minna á,“ segir Þorsteinn i þessu sam- bandi, „að dr. Helgi var ekki að- eins jarðfræðingur heldur einnig Ifffræðingur og þar með þróunar- fræðingur, en sú fræðigrein var mjög á döfinni í hans tið. Hann var hins vegar ósammála þróunar- fræðingunum, sem sögðu, að sig- ur hins lífhæfasta væri alltaf sig- ur hins bezta. Hann sagði, að stefna lífsins hér á jörð væri ber- sýnilega röng og það væri stefna hinnar vaxandi þjáningar. Og hér sjáum við einmitt hina djúpu til- finningu hans fyrir neyö mann- kynsins, að hann áttar sig á því, að velja má rnilli tveggja stefna í lifinu, annarrar sem leiði til dauða og tortímingar og hinnar er leiði til æ batnandi og fegurra mannlífs." Stefna Nýalssinna er þannig sumpart siðfræðileg. „En umfram allt er það sannfæring okkar," segir Þorsteinn," að skilningur og þekking á þessum efnum og þess- um fyrirbærum, sem þarna koma til greina, sé frumskilyrði þess, að nokkur siðfræði eða lif- ernisfræði geti komið að gagni. Við vitum það vel. að á vegum ýmissa trúarbragða eru ágætir menn. sem vilja starfa vel. en ennþá hefur þeitn ekki tekizt að breyta stefn- unni svo að dugi. Það er sífellt vaxandi ölga hér á jörðinni og stendur raunar svo tæpt, að mað- ur getur átt von á því að illa fari hvenær sem er. Þess vegna er það undirstöðusannfæring okkar, að þekkingin á þessum efnuni sé það sem koma á og koma þarf. Hvað snertir lífernisfræði, þá yrði það mjög fljótlegt, að konta sér niður á frumatriði hennar, þegar menn væru á annaö borð farnir að gera sér grein fyrir veruleikanum í þessum efnum." Einkunnarorð Nýals á sinum tíma voru „Ultra religionem non contra" sem útleggst eitthvað á þá leið, að Nýall sé ekki fram settur gégn trúarbrögðunum heldur sé hann lengra kominn, Nýalssinnar liafa haft þessi einkunnarorð í heiðri, og hjá þeim verður maður var við umburðarlyndi gagnvart trú og hvers konar afsprengi hennar. Þannig telja þeir til dæm- is, að Jesús hafi verið maður með óvenjulegan sambandshæfileika, en hann hafi eölilega dregið tak- markaðar ályktanir af þessu sam- bandi með hliðsjón af þeirri þekk- ingu, er heimurinn réð þá yfir. Eins og áður er getið staðhæfa Nýalssinnar að lífið hljóti ætíð að vera efnistengt. Þar skilur siðan með þeint og dulrænumönnum, sem oft hefur verið ruglað saman. Þorsteinn segir, að Nýalssinnar vilji sízt af öllu gera guðspeking- um eða spiritistum rangt til, en skilningur þeirra á eðli lífsins sé allt annar. Um félög dulrænu- manna segir Þorsteinn annars: „Við berum mikla virðingu fyrir starfi slíkra félaga og rengjum ekki það er þeim þykir dýrmæt- ast, — hjá spíritistum eru það gjarnan fyrirbærin skoðuð „utan frá", ef svo mætti segja, en hjá guðspekingum fremur ýmis óvenjuleg reynsla manna. Við teljum okkur þvert á móti skilja þetta. Þar er líka munurinn á okkur og t.d. gagnrýnendum eða andstæðingum slíkra hreyfinga. Við teljum okkur að visu bvggja á vísindalegum grundvelli engu sið- ur en gagnrýnendurnir. en teljum að þessi fyrirbæri megi skýra og þess vegna þurfi ekki áð hafna þeim. Það gildir það sama um íslenzka alþýöutrú." í þvi sambandi bendir Þor- steinn á, að hér áður fyrr hafi menn stundum þótzt sjá huldu- fólk eða framliðna, eitthvað sem þeir trúðu að væri til og þess vegna var hægt að taka frá þeim kraft til að byggja „imyndunina" upp — láta hana líkamnast. „En á sama hátt og menn trúðu áður á vofur eða framliðna menn, setn þeir sáu, þá er nú miklu almenn- ara, að menn trúi á tilvist fljúg- andi diska og þess vegna er hægt að taka frá þessum mönnum kraft til að byggja upp fljúgandi disk — láta hann likamnast. Og ég vil minna á i sambandi við fljúgandi diska, að þar koma stilliáhrif mjög til greina og ég vil aðeins nefna sem dæmi, að þegar slíkt fyrirbrigði sást yfir Austfjörðum hinn 24. maí 1973, sem alls engin viðhlítandi skýring hefur komið á önnur en sú sem við gefum. þann sama dag var verið að halda blaðamannafund í Reykjavík. Þar voru hin kunnu dagblöð borgar- innar að ræða við fyrrverandi þjóðhöfðingja um fljúgandi diska. A svo til söniu stundu og hann er að segja þessum fulltrúum al- menningsáiitsins á Islandi af þessum fljúgandt fyrirbærum. birtist eitt slikt yfir Austfjörðum. Svipaðar skýringar má finna á þvi, þegar fólk telur sig sjá huldu- fólk í steinum eða klettum. Til dæmis segir hún Margrét frá Öxnafelli: Eg sé steininn alveg eins og þið, en ég sé eitthvað í steininum. Þetta skýri ég þannig, að hún hafi samband við einhvern sem sér „álfinn" á öðrum hnetti. en þar sem hún horfir á steininn á því andartaki. rennur sú sýn sam- an við hina jarðnesku sýn. Þaö væri mikil framför, ef skvggna fólkið gerði sér grein fyrir þessu. Þetta er staðbundið á vissan hátt; menn telja sig vita afálfttm iþess- um og þessum klettinum. — í raun og veru er þarna bara venju- legt grjót, en sýnin er engu að síður raunveruleg." TÍMAMÓTASKEIÐ Þorsteinn segir ennfremur. að hann telji nú ýmis teikn á lofti er bendi til þess að Nýalsstefnan Framhald á bls. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.