Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1974, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1974, Blaðsíða 14
TRUfiR REVnSLR ; Að ofan: Uri Ueller er í útliti rétt eins og þúsundir jafnaldra hans. Til hægri: Lykill, sem Geller beygði með augnaráðinu. Framhald af bls. 9 svna Time-mönnunum getu sína. En stúlka frá vikuritinu hafi þó hrinst til hans síóar og sagt hon- um. aö einn af þeim göfflum, sem hann bevgói. hafi haldiö áfram að bogna eftir aö hann var farinn. ,Eg var mjög gramur vfir því. aó Time minntist ekki oröi á þetta í greininni." segir Geller. Hann veróur jafnan mjög leióur. þegar hann getur ekki framkvæmt það. sem hann ætlar sér. Hann segist ekki hafa staóió sig nógu vel hjá Time. en aftur á móti hafi honum tekizt prýóilega upp hjá smáblaói í Denver. I „Psychic" kemur fram. aó Geller lítur á sig sem mióil fvrir krafta utan úr geimnum. Asamt lækninum Anciria Puharich frá New York hefur hann orðiö f.vrir furðulegri revnslu. svo ótrúlegri, aö hann hefur aldrei skýrt frá henni sjálfur. En læknirinn hefur nýlega sagt frá henm. Ariö 1971 voru þeir Geller staddir í Sinai- evöimörkinni og gerðist þá eftir- farandi: Þeir sáú rétt hjá sér fljúgandi disk. sem hafði veriö aö lenda og uppi á lokinu var blátt Ijós. sem blikkaöi í sífellu. Geller sagöi: ,,t>ú mátt ekki fara nálægt diskinum, en ég verð aö fara um borö." Vertu sæll, Uri. Viö sjáumst víst ekki framar," svaraði Puharich. Og svo myndaöi hann i óóaönn. En Geller sté aftur nióur úr disknum eftir nokkra stund. Aftur á móti hvarf sönnunin fyrir því. aó þetta hefói gerzt. Þvi aö mvndavélin var galtöm, þegar að var gáö. Anægöur meö konur Geller segir, að hann geti.farió úr sínum jaróneska líkama og staöhæfir, aö hann hafi meóal annars fariö þannig til Brasiliu. Hann segist hafa einsett sér aö ná geimfaram.vndavél frá tunglinu. En ekki er vitaö til, aö sú vél hafi enn skilað sér til jaróar. Þegar Geller treóur upp eru venjulega konur í meirihluta á fundunum. Hann segir þaó mjög hagstætt. ,,Yfirleitt eru þær já- kvæðari og frá þeim leggur hag- stæöari strauma." Uppruni Gellers Uri Geller er fæddur í Tel Aviv þann 20. desember 1946. Móóir hans var fædd i Berlin og var fjarskyldur ættingi Sigmundar Freud. Faðir hans er fyrrverandi liöþjálfi. Uri er einkabarn. Ellefu ára gamall fluttist hann með móð- ur sinni til Kýpur og gekk þar í kaþólskan skóla. Atján ára gamall hélt hann frá Kýpur til Israels og gekk í fallhlífarsveit þar. Hann særðist í sex daga stríöinu 1967. Að því loknu hóf hann störf viö útflutningsfyrirtæki og drýgói tekjur sínar meö þvi aö gerast 1 j ósmy ndafy ri rsæt a. Hann sagöi í viötaiinu viö „Pyschic", aö hann hefói orðið var vió hina sérstæöu hæfileika sína á barnsaldri. En áriö 1969 kom hann fyrst fram opinberlega. Ilvert er krafturinn sóttur? Uri Geller hefur haldió því fram, eins og áöur er drepiö á, aö hann hafi ekki sjálfur hæfileika til aó lækna fólk og leika ýmsar þær Iistir, sem mestar hafa þótt. Hann segir, aö oft komi kraftur- inn frá öörum. Aftur á móti hefur þaó oft komið fyrir, aö atriöi Gellers hafa gersamlega mistekizt og segir hann þá jafnan, að nú hafi einhver verió viðstaddur, sem hafi haft truflandi áhrif á einbeitingarhæfileika sína. Eftirfarandi spil er frá bridgekeppni og þar vinnur sagnhafi I o spilto á skemmtiiegan hátt. Q NORÐUR: S. D-8-7-2 H: 5-4-3 tó T: 7-2 L: D-1 0-8-3 PQ VESTUR: S: K-6-5 AUSTUR: S: G-10-4-3 H: 7-6-2 H: Á-K-D-10-9-8 T: 10-8-5-4-3 T: 6 L: 9-4 SUÐUR: S: Á-9 H: G T: Á-K-D-G-9 L: Á-K-G-7-5 L: 6-2 Sagnir gengu þannig: VESTUR NORÐUR: AUSTUR: SUÐUR: 1 P. P, 3 H. 4 H. I P. 4 S. P. 1 Vestur lét ut hjarta, austur drap, lét aftur hjarta og sagnhafi 1 trompaSi með gosanum. Næst lét sagnhafi út laufa 5, drap i 1 borSi með drottningu, lét út hjarta. trompaði heima með laufa 1 ási og tók siðan laufa kóng. Nú tök hann spaða ás, lát síðan út laufa 7, drap í borði með laufa 8 og þá var staðan þannig: NORÐUR. S: D-8-7 H: — T: 7-2 L: 10 VESTUR. AUSTUR: S. K S: G-10-4 H: — H. D-10 T: 10-8-5-4-3 T: 6 L: —- SUÐUR S: 9 H’ —. L: — T: Á-K-D-G-9 L: — ■■ ■ ■.■.■ ■' - ■ Nú lét sagnhafi út laufa 10. lét spaða 9 heima og vestur var 1 þvingaður. Hann getur ekki bæði haldið spaða kóngi og valdað 1 tigulinn og sagnhafi vann spilið. Hann hefur verió í Danmörku og Svíþjóð undanfariö. Fyrri ferð hans um Danmörku var sannköll- uó sigurför. Miður gekk honum i Svíþjóö og þegar hann var síóan aftur á ferö f Danmörku virtist „kraftur" hans ekki eins magnað- ur og fyrr og enn fleiri urðu til aó lýsa því yfir hátt og í hljóði, aö hann væri svikahrappur. En á honum má vissulega græða fé og er nú komin út um hann bók. Sú bók hefur aó vísu fengið afleita dóma, en runnið út eins og heitar lummur. Geller getur — en blekkir líka, segir ísraelskur prófessor Nú fyrir skömmu hefur Aramon Rubenstein deildarforseti við lög- fræðideild háskólans i Tel Aviv leyst frá skjóðunni um Geller. Hann hefur fylgzt náið með Gell- er og ber mörgum saman um, að hann þekki manna bezt hæfni hans. Rubenstein hefur ekki fyrr tek- ið þátt I deilunum um Uri Geller, þar sem hann segir, að ekki yröu , ýkja rnargir til að láta sannfærast af niðurstöðum sínum. I marzmánuði skrifaði Rubenstein greinaflokk um Geller í israelska blaöið Ha-aretz og þar segir hann meðal annars: „Hefði ég ekki safnað miklum gögnum um Uri Geller og fylgzt gaumgæfilega með honum væri ég án efa í röðum efasemdar- mannanna. Eg lit á mig sem leit- andi rannsóknarmann. Eg hef sjálfur aldrei orðió fyrir „yfir- náttúrulegri" reynslu, en ég álit ekki,,að við getur fordæmt slíkt athugunarlaust. Einmitt þess vegna vöktu fyrstu tilraunir mín- ar óskipta undrun mína." Rubenstein kynntist Geller fyr- ir fjórum árum. Þá hafði Geller tekizt ágæta vel upp í Israel. Hann kom fram á einkaheimilum, í skólum og víöar. En síðar tók að halla undan fæti og efi gerði æ meira vart við sig. Geller tók aö segja hvers kyns lygasögur, m.a. að honum hefði borizt heimboð frá Sophiu Loren og var leikkon- an ekki sein á sér að bera það allt til baka. Siðar var margt af yfir- náttúrulegum afrekum hans af- hjúpað sem svindl. Viðbrögð landa hans voru harkaleg og mál var höfðað á hendur honum. ísraelska sjónvarpið bauð Gell- er að mæta andstæðingum og fylgendum sínum í sérstakri dag- skrá og Rubenstein prófessor vann við undirbúning þáttarins. Geller mistókst gersamlega. Hann sagði eins og fyrri daginn, að það stafaöi allt af fjandsamlegri af- stöðu viöstaddra. Andstæöingar hans héldu því blákalt fram, aö ástæöan væri ofur einföld: þetta væri í fyrsta skipti, sem nákvæmt eftirlit væri haft meó því, aö hann gæti alls ekki haft rangt viö. Eftir þennan sjónvarpsþátt féllst Geller á aö láta Rubenstein rannsaka sig, en hætti í miðjum klíöum og þótti þá mörgum sýnt, hver ástæöan væri. Hann sneri sér meira aö skemmtiiönaóinum og íoks fór hann aifarinn fra ísrael. Kannanir Rubensteins prófess- ors fóru fram á skrifstofu hans í háskólanum. Viöstaddir þessar at- huganir voru vinir Rubfensteins og enginn þeirra þekkti Geller. Tilraunirnar voru tiltölulega ein- faldar. Einn gesta var sendur fram. Geller skrifaði tölu eöa nafn á töflu, sem hann sýndi öðr- um gesti. Kallað var á hinn og Geller bað hann segja þá tölu eöa nafn, sem honum dytti fyrst I hug. Þetta var endurtekið 200 sinnum. Allar tilraunirnar heppnuðust og segir Rubenstein, að ókleift hafi veriö að hafa brögð i frammi. Enginn gestanna var trúaður á yfirnáttúrulega hæfileika Gellers. „En þessar kannanir sannfæröu mig um, aö Geller er ekki bara bragðarefur, heldur fannst mér þetta staðfesta, að þaö væri full- komlega þess virði, að frekari at- huganir yrðu geröar." Rubenstein vann traust Gellers og sagði sá sfðarnefndi honum frá ýmsum leyndarmálum sínum. 1 sumum tilvikum er um hreint svindl að ræða. Hafði Geller þá til dæmis óþekkta aðstoðarmenn sér til hjálpar, sem aðstoöuöu hann við aö geta upp á simanúmerum, bílnúmerum, litum og ýmsu fleira. En annað var óútskýran- legt. Hann virðist til dæmis hafa miklu víðara sjónsvið en annaö fólk og sjónminni hans er með ólíkindum. Rubenstein segist hafa áunnið sér traust Gellers með því að lofa aö segja ekki frá brögðum hans, fyrr en hann hafi verið leystur frá þvi heiti og hafi Geller nú gert það. Rubenstein segir, að því meiri sem gagnrýnin hafi orðið i Israel, því meira hafi dregið úr „náttúru- gáfum" Gellers. Hann segir Gell- er óumdeilanlega ráða yfir hæfi- leikum, sem séu óskiljanlegir um margt, en hann hafi ekki alltaf vald yfir þessum kröftum. Því fari stundum sem raun hefur bor- ið vitni. Tilraunir í Englandi Geller hefur einnig komið fram í Englandi. Þar hefur hann sýnt ýmislegt, sem menn hafa átt erfitt með að skilja, en þar hefur hon- um einnig mistekizt. Hann staö- hæfóí meöal annars, aö hann gæti ekið bifreið með bundiö fyrir aug- un og notað augu sessunauts sins til aö aka. Var því brezkur blaóa- maöur fenginn til aö sitja viö hlið Gellers og síðan átti aö aka um mióborg Lundúna á me'sta um- ferðartímanum. Tilraunin íriis- tókst og viöbárur Gellers voru hinar sömu og f.vrr. Hvaö er hann? Hvað sem tillu líður um Geller, er hann umtalaóur i mörgum löndum. Þeir eru til, sem segja, aö hann hafi læknað sig á yfir- náttúrulegan hátt eftir áratuga veikindi og margt fleira, sem hér hefur áður verið að vikiö. Aðrir afneita honum. En hvað er sann- gjarnast aö kalla hann, ungan mann með yfirnáttúrulega hæfi- leika eða snjallan töframann? Kannski sitt lítiö af hvoru. (h.k. tók saman).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.