Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1974, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1974, Blaðsíða 3
Viðfangsefni aldraðra eru mjog á dagskrá, en sá vandi á við þéttbýlið. I sveitum hefur elzta kvnslóðin iafnan haft nóg að sýsla við, eftir þvf sem geta og heilsa leyfir. Sumir hafa átt þvt láni að fagna að geta sinnt stnum störfum fram t háa elli eins og Jóhann Kolbeinsson, bóndi á Hamarsheiði I Gnupverjahreppi, sem hér sést á myndinni. Hann var fjallkóngur á afrétti Gnúpverja fram yfir áttrætt. gæti tjáningarþörf og sköpunar- gleði fengið útrás, sem ef til vill er eitt af því, sem alltaf hefur beðið betri tíma, saman ber bjart- sýnismanninn, sem notaði sin fyrstu ellilaun til að kaupa léreft og liti og var síðan símálandi eftir það. En verk hans voru sýnd bæði utanlands og innan og vöktu verð- skuldaða athygli. Til framfara í málefnum aldraðra hafa margir lagt drjúgan skerf, einstaklingar sem hópsam- tök. Með því hafa möguleikar þessa fólks orðið fleiri og fjöl- breyttari. Elli- og hjúkrunar- heimilið Gund hér í borg er sú stofnun, sem lengst hefur starfað að þjónustu við aldrað fólk. Þá hafa þeir aðilar, sem stofnuðu og studdu byggingu og rekstur Dvalarheimilis aldraðra sjó- manna, lyft Grettistaki i vistmál-. um aldraðra. Úti á landsbyggð- inni hafa einnig risið vistheimili fyrir aldrað fólk. A vegum Reykjavikurborgar er eitt af há- hýsum í borginni mestmegnis ætlað fóli í þessum aldursflokki, sem fært er um að sjá um sínar daglegu þarfir. Ekki er ósennilegt, að framtíðin eigi eftir að leiða í ljós nýtt og ennþá æskilegra fyrirkomulag í sambúð kynslóða á mismunandi aldursstigi. Ef til vill verður þá smærri einingum húsrýmis fyrir aldraða dreift viðar en nú er og þá í tengslum við aðra ibúa í sömu íbúðarhverfum. En fleira en vist- málin er til athugunar í fram- tíðarmálefnum hinna öldruðu á hverjum tíma. Hagsmunamál þeirra hljóta alltaf að verða margvísleg eins og annarra þegna þjóðfélagsins. Þeim, sem enn eru störfum hlaðn- ir, er ekki kunnugt hvar skórinn kreppir helst að. Á Islandi eru ekki færri en 16. 759 manns, sem náð hafa þeim aldri að eiga rétt á ellilaunum. Þó mun miðað við, að þeir, sem starfsgetu hafa, vinni allt til 70 ára aldurs. Eftir það munu lang- flestir verða að sætta sig við breytta lífshætti. Hinir, sem ekki hafa enn náð þessum áfanga, gætu orðið nokkurs visari ef þeir mættu skyggnast inn í tilveru þessa fólks við þær ýmsu aðstæð- ur, sem það býr. Upphaflega var ætlunin, að þessu greinarkorni lyki hér, en siðar birtust í Lesbókinni nokkrar mannlífsmyndir úr heimi hinna öldruðu, hér í borginni og annar- staðar á landinu. Síðan framanskráðar hugleið- ingar voru festar á blað, en það var nokkru áður en prentun dag- blaða féll niður af ástæðum, sem flestum eru kunnar, hefur Félags- heimili aldraðra tekið til starfa i Reykjavík. Með þvi má gera ráð fyrir að bætt verði úr brýnni þörf i ýmsum þeim atriðum, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni og talin voru biða úrlausnar. Telja má, að stór draumur hafi ræst fyrr en gert var ráð fyrir. Líklegt er, að fleirum en höfundi þessara orða hafi ekki verið kunnugt um hvílík stórátök hafa verið i undir- búningi i þeim tilgangi að létta öldruðu fólki langan dag í ellinni. Þetta er þó ekki nema upphafið að nýjum og betri tímum, sem bíða hinna öldruðu. Næsti áfangi er starfstöð í fyrirhugaðri stór- byggingu, sem borgin hyggst reisa með íbúðum fyrir sitt aldraða fólk, ef marka má þær upplýsingar, sem borist hafa. Þessi tíðindi eru gleðiefni, ekki aðeins fyrir þá, sem þegar eru í hópi aldraðra, heldur einnig fyrir þá, sem gera má ráð fyrir, að nái þeim aldri á næstu áratugum. Ekki ber að vanmeta þetta mikla mannúðarstarf sem unnið er að á þessum vettvangi. Þó er ekki öruggt, að með þeirri stefnu, sem mörkuð er i málefnum aldraðra, verði allur vandi leystur. Sé byggt á þeim upplýsingum, sem gefnar hafa verið um starf- semi hins nýja félagsheimilis, viröist greinilegt, að ekkert hefur verið til sparað að starfsemi þess gæti orðið sem fjölbreyttust. Verkefnaþættir felast m.a. i fræðslunámskeiðum, frimerkja- söfnun, teikningu, tungumála- kennslu, föndri ýmiskonar með smfðasal, búnum öllum nauðsyn- legum tækjum fyrir áhugamenn um trésmiði. Ennfremur fer fram smeltvinna, leirmunagerð og leðurvinna o.fl. Þá eru möguleik- ar til heilsuræktar og snyrtingar og síðast en ekki sist er gert ráð fyrir margbreytilegri skemmti- dagskrá. 1 þessari starfrækslu taka þátt sjálfboðaliðar frá ýms- um kvenfélagasamtökum og skátafélögum, auk launaðra starfskrafta. Allt þetta ber ljósan vott þeirrar hugarfarsbreytingar, sem orðið hefur i afstöðu almennt til hinna öldruðu samborgara. Ekki eru liðnir ýkja margir ára- tugir siðan hver maður i þessu landi hlaut að hugsa til þess með nokkurri fyrirhyggju hvað biði hans í ellinni. Þeir, sem ekki áttu þess kost að vera i skjóli afkom- enda, afhentu jafnvel eignir sín- ar, ef einhverjar voru, gegn þvi að njóta athvarfs og aðhlynningar á sama stað til æviloka. En hvert sem athvarfið var á elliárunum, þótti sjálfsagt, að aldrað fólk tæki þátt i heimilishaldi með vinnu ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.