Tíminn - 02.02.1967, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.02.1967, Blaðsíða 2
TÍMINN FIMMTUDAGUR 2. febrúar 1967 Þrír lögtaks úrskuröir í vatnsskatts málunum FB-Reykjavik, miðvikudag. Bæjarfógetinn á Seyðis- firði hefur nú kveðið upp þrjá lögtaksúrskurði varð- andi vatnsskatt, sem bæjar- félagið lagði á Síldarverk- smiðju ríkisins, söltunarstöð ina Sunnuver og síldarverk- smiðjuna Hafsfld h.f. Fyrir- tækjunum hafði öllum verið gert skylt að greiða 40% af álögðum vatnsskatti fyrir síðustu áramót, en ekkert fyrirtækjanna hafði gert það. Fyrsti úrskurðurinn var kveðinn upp í máli Síldar- verksmiðju ríkisins. Henni hafði verið gert skylt að greiða 48 milljónir króna í vatnsskatt, og þar af 40% fyrir áramótin. Átti SR eft- ir að greiða 499 þúsund kr. af þeirri upphæð, og neit- aði að greiða meira. Hljóð- aði úrskurður bæjarfóget- ans upp á lögtak. Næst var- tekið fyrir mál HafsQdar, sem hafði verið Framhald á bls. 15. LEITARÞJÓNUSTA RK HEF- UR BORIB úÓÐAN ÁRANGUR KJ-Reykjavík, miðvikudag. Eitt af verkefnum Rauða kross ins er starfræksla svonefndrar Leitarþjónustu, og eins og mikið af starfsemi Rauða krossins, er hér um alþjóðlegt samstarf að ræða, og miðast leitarþjónusta þessi við að tengja saman fjöl- skyldur sem t.d. hafa skilist að vegna styrjalda. Ólafur Stephensen framkvæmda stjóri Rauða kross íslands tjáði fréttamönnum blaða og útvarps í dag að svo virtist sem fólk væri núna að uppgötva að Rauði krossinn hér hefði slíka starfsemi með höndum, og hefði töluvert verið um það á s.l. ári að leitað væri til Rauða krossins hér um aðstoð við að hafa uppi á ættingj- um erlendis. Það gleðilegasta við þessa starfsemi, sagði Ólafur, væri sú staðreynd, að í þó nokkrum tilfellum hefði tekizt að hafa upp á ættingjunum með milligöngu Alþjóða Rauða krossins. Hann sagði að það væri með þetta við- fangsefni samtakanna eins og svo mörg önnur, að hér væri um að ræða persónuleg mál, sem fara yrði með sem algjör trúnaðarmál, og því ekki hægt að skýra frá ein- Flugbjörgunarsveitarmenn fara til æfinga í Noregi KJ-Reykjavík, miðvikudag. Á blaðamannafundi hjá Rauða krosinum í dag kom m.a. fram að tveir meðlimir Flugbjörgunarsveit arinnar í Reykjavík fara núna á föstudaginn til Noregs til þjálf- unar hjá norska Rauða krossinum og taka þeir þátt í æfingum er fram fara í Finse fjöllunum, hæsta staðnum í Bergensbrautinni — leiðinni á milli Osló og Bergen. Sigurður M. Þorsteinsson for- Kommúnistar rann- saka þýðinguna á Rússlands-þættinum DGÞ-iReykjavík, miðvikudag. Þýðendur þeir, sem starfa fyrir sjónvarpið mega fara að vanda sig, ef þeir þurfa að búast við rannsókn hvenær sem komm- únistar móðgast út af einstök- um dagskrárliðum. Fyrsta rann- sóknin, sem þeir töldu sig þurfa að gera, var á sjónvarpsþættin- um um Rússland eftir Malcolm Muggeridge. Þýðingu textans gerði Guðni. Guðmundsson, .menntaskólakennari, en Her- Isteinn Pálsson var þulur. Þáttur þessi var fluttur á föstu- dagskvöldið í síðastliðinni viku, en á þriðjudaginn 31. jan. skrifar Austri (Magnús Kjartansson) um þáttinn í Þjóðviljann. Segir þar um höfund textans, Malcolm Mugg eridge, að hann hafi um langt skeið verið „starfsmaður brezku leyniþjónustunnar, eins konar Framhald «. bls. 15. ARNESINGAMOTIÐ ER Á LAUGARDAG Árnesingafélagið í Reykja- vík heldur hið árlega Árnes- ingamót að Hótel-Borg laugar- daginn 11. febrúar n.k. Eyr bekkingafélagið verður þátttak andi í mótinu að þessu sinni. Það hefur verið föst venja að bjóða til mótsins sérstökum heiðursgestum úr heimabyggð- inni. í þetta sinn hefur félagið valið Guðmund Guðmundsson bónda á Efri-Brú og konu han/s Arnheiði Böðvarsdóttur. Meðal boðsgesta verður Ragn- ar Jónsson, forstjóri Helgafells sem flytur aðalræðu kvöldsins. Félagsstarfsemin hefur ver- ið með allmiklum blóma und- anfarið. Frá síðasta '•mdi, sem haldinn var í hau-; iafa im 60 manns gengið » igið og eru félagsmenn nú yfir 400. Auk almennra félagsfunda hér í borginni, sem hafa verið mjög vel sóttir, hefur Árnes- ingafélagið á undanförnum ár- um haldið svokölluð Jónsmessu mót til skiptis í Félagsheimil- um í Árnessýslu. Hefur þatt- taka verið svo mikil í mótum þessum, að hin nýju félagsheim ili hafa vart rúmað mótsgesti. Síðast var Jónsmessumótið haldið í hinu glæsilega félags- heimili að Borg í Grímsnesi. Á hverju ári hefur félagið gróð ursett trjáplöntur í landi fé lagsins að Áshildarmýri og í reit félagsins Vellankötlu í þjóðgarðinum. Formaður Árnesingafélags- ins er Ingólfur Þorsteinsson, yfirvarðstjóri. | maður Flugbjörgunarsveitarinnar ! tjáði Tímanum í kvöld að til þess- arar farar hefðu valizt þeir Ingvar Valdimarsson og Gústaf Óskars- son, en áður hefðu fimm meðlim- ir sveitarinnar farið til þjálfunar hjá norska Rauða krossinum á for ingjanámskeið og svo námskeið eins og þetta í Finse fjöllunum. Sigurður sagði að þeir í Flug- björgunarsveitinni væru mjög þakklátir Rauða krossinum fyrir að fá tækifæri til að senda menn í þessa þjálfun. Eru þetta æfing- ar er standa j vikutima, og reyna mjög alhliða á menn. Liggja þeir m.a. þarna úti, fá tilsögn í með- ferð sjúkra og slasaðra, og þá má ekki gleyma því að eitt mikið „slys“ er sett á svið, með við- eigandi sprengingum og „særð- um“ mönnum. Þá er lögð áherzla á leit að mönnum undir snjó og fleira og fleira sem kemur að góð- um notum hjá leitarflokkum. Sig- urður sagði, að Flugbjörgunarsveit armenn væru mjög ánægðir með að fá að taka þátt í þessum æf- ingum og hefði árangurinn ekki látið á sér standa, því þeir sem farið hefðu ufan, hefðu öðlazt mikla og dýrmæta reynslu á þess- um sviðum. AKUREYRI - UTAN- RÍKIS- og VARNARMÁL Félag ungra Framsóknar- manna á Akuf- eyri heldur fund á Hótel KEA næstkom- andi laugardag, 4. febr. kl. 2,30 e. h. Umræðu- efni: Utanríkis- Tómas og vamarmál. Frummælandi: Tómas Karlsson, ritstjórnarfulltrúi- Allt Framsókn arfólk velkomið á fundinn. Stjórnin- stökum tilfellum í þessu sam- bandi. Fyrirlestrar um sam göngum.hagfræði Viðskiptadeild Háskóla íslands hefur fengið heimsókn Aage de la Cour, skrifstofustjóra í dönsku hagstofunni og lektor við hagfræði deild 'Kaupmannahafnarháskóla. Aage de la Cuor mun halda fyrir- lestra í samgöngumálahagfræði þriðjudaga kl. 13,30 — 15.15 og miðvikudaga og föstudaga kl. 10,15 — 12 næstu tvær vikur og svo síðar á misserinu í aðrar þrjár vikur. Fyrsti fyrirlesturinn verð- ur n. k. föstudag í II. kennslustofu Háskólans. Til heimboðs þessa nýtur viðskiptadeild gjafar frá Landsbanka fslands í tilefni 75 ára afmælis bankans. MARTA Seðlaveskjum stolið Fáar sýningar eftir KJ-Reykjavík, miðvikudag. í gær var stolið þrem seðlaveskj um úr fötum á tveim vinnustöðum hér í borginni, og náði rannsókn arlögreglan þjófunum sem þarna voru að verki í dag. Laugardaginn 4. febrúar verður óperan Marta sýnd í 14. sinn í Þjóðleikhúsinu. Nú eru aðeins eft ir 3 sýningar á Mörtu. Myndin er af Svölu Nielsen í titilhlutverkinu. KVENFELAGID OSK / / A ISAFIRDI 60 ARA bORRABLÓT Þorrablót Framsóknarfélaganna í Kópavogi verður haldið í félags heimilinu í Kópavogi, laugardag inn 4. febr. n. k. og hefst með borðhaldi kl. 19,30. Skemmtiatriði: Gunnar Eyjólfsson og Bessi Bjama son skemmta, einsöngur Guðmund ur Guðjónsson, dans. Uppselt. Skemmtinefndin. Tildrögin að stofnun Kvenfélags ins Óskar á ísafirði voru þau, að nokkrar konur komu saman að tilhlutan frú Camillu Torfason, þá verandi bæjarfógetafrúar til þess að ræða möguleika á að koma upp jólatrésskemmtun fyrir fátæk börn í bænum, en slíkar skemmt- anir voru þá óþekkt fyrirba;ri. Var skemmtunin haldin öllum til gleði og ánægju og ákváðu kon- urnar að halda áfram slíku starfi og var þetta fyrsti vísirinu að stofnun Óskar. Stofnfundurinn var haldinn í janúar 1907, cn um hann er ekkert vitað. Fyrsti félagfundurinn var síðan haldinn í húsi Skúla Einarssonar, kaupmanns, þar sem Húsmæðra skólinn Ósk var síðar til húsa í nokkur ár, þann 6. febrúar 1907, og telst sá dagur hinn raunveru- legi stofndagur Óskar. Frú Camilla var fyrsti formað- ur félagsins, en auk hennar voru í fyrstu stjórninni: Þórunn Sch. Thorsteinsson, ritari, Kristjana Jónsdóttir frá Gautlöndum. gjald- keri og Helga Jónsdóttir ikona Ólafs Magnússonar) og Steinunn Thordarson, sem nú er ein á lífi, úr fyrstu stjórninni, en hún varð 100 ára 20. júlí sl. í 2. lagagrein Kvenfélagsins Ósk ar segir svo: „Tilgangur félagsins er að efla samúð og samvinnu meðal félaganna, styðja að öilu þvi, er til ánægju og þrifa lítur fyrir bæjarbúa, glæða félagslíf þeirra og hafa örfandi og menrir- andi áhrif á æskulýðinn, eink’.im stúlkurnar. Má með sanni segja að þessari lagagrein hati verið dyggilega framfylgt, þvi að Hús- mæðraskólinn Ósk er stofnaður 1. október 1912 og starfræktur, þar til hann var gerður að ríkisskóla árið 1941. Þó lá starfsemin niðri 1917—1924 vegna kolaskorts og fleiri erfiðleika, sem fylgdu fyrri stríðsárunum. Meðan Ósk rak skói ann, naut hann smá styrks frá ríki og bæ, en því miður mætti félagið ekki skilningi landsfeðr- anna í þeim efnum, sem skyldi, enda átti skólinn oft erfitt upp- dráttar. Með rekstri húsmæðra- skólans um 22 ára bil má með sanni segja, að félagið haíi '.agt fram drjúgan skerf til húsmæðra fræðslu í landinu, enda hefur skól inn jafnan notið mikils aiits út á við og borið gæfu til þess að hafa úrvals forstöðukonu og kenn urum á að skipa. í skólastjórn og formaður henn ar átti lengst sæti frú Kristín Sig- urðardóttir og i nokkur ár frú Anna Björnsdóttir, kaupkona, og eru þær báðar látnar. En er skól- inn var gerður að ríkisskóla, varð karlmaður formaður skólanefn-d ar, skipaður af menntamálaráð- herra. Sú núlifandi kona, sem lengst hefur átt sæti í skólanefnd fyrir kvenfélagið, er frú Sigríður Jóns dóttir, kaupkona, en hún hefur átt sæti í nefndinni frá þvi árið 1924 og allt fram á þennan dag eða í 43 ár. Þá átti frú Sigríður Guðmundsdóttir frá Lundum sæti í skólanefndinni í 25 ár, en hún lézt á sl. ári. Enn tilnefnir Ósk 2 konur í skólanefnd, og er nú- verandi formaður önnur auk frú Sigríðar Jónsdóttur. Af þeim nú- lifandi konum, sem lengst hafa átt sæti í stjórn kvenfélagsins má nefna frú Bergþóru Árnadottur, sem gekk í félagið árið 1915 og var ritari í tæp 30 ár. Þá má og' nefna frú Maríu Jónsdóttur frá Kirkjubæ, en hún sat í stjórn Óskar í 31 ár, þar af 16 ár sem Framhald á bis. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.