Tíminn - 02.02.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.02.1967, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 3. febrúar 1967 9 TfMINN • ■:■■ .................... MÚRARAFÉLAG REYKJA VÍKUR 50 ÁRA IDAG Fyrir hálfri öld síðan, nánar til- tekið 2. febrúar 1917 ákváðu múrarar í Reykjavik að stofna fé- lag til að auka og vernda rétt- indi sín. Stofnfundur var haldinn i Bárubúð — og Múrarafélag, Reykjavíkur var stofnað. Helztu hvatamenn að _ stofnun félagsins voru þeir Óli Ásmunds- son, Kornelíus Sigmundsson og Ólafur Jónsson — Stofnendur munu hafa verið 56, þar af voru 37 ur Múr- og steinsmiðafélagi Reykjavíkur, sem var stofnað 23. f'ebrúar 1901, en það félag starf- aði aðeins í rúm 7 ár, þótt þvi væri ekki löglega slitið fyrr en 8. ágúst 1912. Af stofnendum Múr- arafélags Reykjavíkur eru 11 á lífi í dag, og eru 3 þeirra enn meðlimir félagsins. Fyrsta stjórn félagsins var þann ig sldpulögð: Einar Finnsson, for- maður, en hann gegndi því starfi í heilan áratug, Ólafur Jónsson ritari, og Guðni Egilson, gjald- keri, en hann var mjög áhuga- i samur um öll félagsmál og virkur i þátttakandi í 32 ár. Stefán Egilsson, fyrsti formað- ur Múr- og steimsmiðafélagsins, , var kjörinn fyrsti heiðursféiagi j Múrarafélags Reykjavjkur árið [ 1926 og síðar Guðni Egilsson, . Jón E. Gíslason, Kjartan Ólafsson, . Sigurður E. Hjörleifsson, er var endurskoðandi félagsins um ára- tugi, Eggert G. Þorsteinsson og Guðjón Benediktsson, er báðir hafa gegnt formannsstörfum fyrir félagið og eru þeir tveir þeir einu, sem á lífi eru. Hinn 3. marz 1924 var stofn- aður styrktarsjóður múrara inn- an félagsins og má segja, að það hafi verið upphaf þess sjúkra -og ellistyrktarsjóðs, sem til er í dag. Úr styrktarsjóðum félagsins hafa árlega verið veittir margir styrk- ir til félagsmanna og aðstandenda þeirra, vegna veikinda, elli- og andláts. í 16 ár var Múrarafélagið sam- eiginlegt fyrir sveina og meist- ara, en með stofnun Múrarameist- arafélags Reykjavíkur 16. marz 1933 verður það sveinafélag. — Sigurður Pétursson, fyrrv. bygg- ingafulltrúi, tók þá við formanns- störfum og kom það í hans hlut að greiða á farsælan hátt úr öll- um ágreiningi vegna skiptingu stéttarinnar. Fýrsti samningur við Meistarafélagið var undirritaður 22. apríl 1933. Árið 1934 var nafninu á félag- inu breytt í Múrarasveinafélag Reykjavíkur, tveim árum síðar var því aftur breytt í Sveinafélag múrara i Reykjavík og hélzt það nafii í fimm ár, unz elzta nafnið var aftur lögleitt. Ákvæðisvinna hefur frá fyrstu tíð átt rík ítök hjá stéttinni og samdi félagið fljótt verðskrá efur sambærilegum verðskrám á Norð urlöndum og hinni gömlu verð- krá Múr- og steinsmiðafélagsins, frá 4. marz 1920, sem er ein hm allra elzta hér á landi. Árið 1942 var síðan samþykkt að vinna ein- göngu eftir ákvæðisvinnutaxta og var ólafur Pálsson kosinn mæl- ingafulltrúi og hefur hann gegnt því starfi síðan. Það var lengi takmark Múrara- félagsins að eignast sitt eigið hús- eði. eða síðan samþykkt var á •lagsfundi, 1934, að leigja hús- næði fyrir stjórnar- og nefndar- fundi, sem einnig gæti orðið sama | staður félagsmanna í tómstundum jþeirra. Árið 1956 kom fram til- laga á félagsfundi, um að festa kaup á húsi því, sem félagið á í dag ásamt Félagi ísl. rafvirkja, að Freyjugötu 27. — Þetta var stórt og mikið átak og ber að þalcka öllum þeim, sem með mikilli fórn fýsi gerðu þetta að veruleika. 1. maí 1985 gekk í gildi reglu- gerð fyrir lífeyrissjóð múrara, þetta var mikill og merkur áfaugi í sögu félagsins og mun framtíð- in leiða betur í ljós árangur hans. Múrarafélagið gekk í Alþýðu- samband íslands 1943 og hefur ver ið styrktarmeðlimur Krabbamtins félagsins siðan 19*50. Árið 1951 gaf félagið út Múrara sögu Reykjavíkur, eftir dr. Björní Sigfúss. og nú í tilefni af 50 ára afmælinu gefur félagið út Múr- aratal, þar sem skráð er stutt ævi- ágrip um alla múrara og stem- smiði hér á landi frá upphafi, sem vitað er um. í Múraratali segir m. a. Allt frá á síðari hluta 19. ald- ar var íslenzka þjóðin fátæk af varanlegum mannvirkjum og húsa kostur landsmanna næsta frum- jstæður. Torfið var lengst af aðal I byggingarefnið, síðan kom timbr- jið, en steinhús þekktust ekki hér ‘á landi fyrr en Skúli Magnússon lét reisa Viðeyjarstofu 1752—54 og fékk til þess þýzkan steinsmið. Að ví-su hafði Auðunn rauði Þor- bergsson, er hann kom frá bisk- upsvígslu 1313, tekið út með sér norskan steinsmið til þess að vinna rautt berg í Raftahlíð og flytja heima að Hólum til kirkju- byggingar. Þeirri kirkjusmíði varð þó ekki lokið fyrr en eftir 1757, er Gísli Magnússon sat á biskups- stóli. Segir fátt af fleiri steinbygg- ingum hér á landi, þar til 1760, að fangahúsið, nú Stjórnarráðshús var byggt á Arnarhólstúni og nokkrum árum síðar stofurnar á Bessastöðum og Nesi við Seltjörn. Við þær vann Þorgrímur Þorláks- Stjórn Múrarafélags Reykjavíkur. Fremri röð frá vlnstrl. Einar Jónsson, Hilmar Guðlaugsson, formaður, Brynjólfur Ámundason. Efri röð: Helgi S. Karlsson og Kristján Haraldsson. son múrari, fæddur 1732, talinn búsettur að Hólmi og Elliðavatni, en síðustu árin í Reykjavík og andaðist þar 11. júní 1805. í sýslulýsingu þeirri af Gull- bringu- og Kjósarsýslu, er Skúli Magnússon lauk við 1785, getur meðal iðnaðarmanna um einn steinsmið og múrara, sem rnun hafa verið nefndur Þorgrímuv og er hann víst fyrsti múrarinn, iem skráður er i iðn sinni á islenzkt manntal. Margt bendir til þess, að hér á landi hafi verið steinsmiðir íyiir miðja 18. öld, og ef draga ma á- lyktanir af gömlu-m legsteinam er ekki ólíklegt, að einhverjir þeiira hafi lært nokkuð í steinsmíði er- lendis. Sumir hafa líka verið mikl- ir hagleiksmenn eins og Guðmund ur Guðmundsson, sem gerði sk.írn arfont úr tálgusteini fyrir Hóla- kirkju. Einnig mætti nefna þótt síðar séu, þá Jakob Snorrason á Húsafelli, sem hlóð bæjarþil úr tvílitum tilhöggnum hellum iögð- um í bláan deigulmó og Þorstein son hans, sem smíðaði legsteina og kvarnir úr hraungrjóti. Urn 1860 kemur Sverrir Run- ólfsson heim og hafði þá lokið lofsverðu sveinsprófi í steinsmíði hjá byggingarmeistara í Kaup- mannahöfn. Var Sverrir áhugasam ur í iðn sinni og vildi kenna fönd- um sínum að vinna stein. Meðal nemenda hans var Sigurður Hans son frá Syðra-Seli á Stokkseyri, sem byggði fyrsta steypuhús að Görðum á Akranesi, nú minja- safnshús, byggt um árið 1880: fyrsta sementssteypuhúsið byggði Sigurður í Sveinatungu í Norður- árdal 1895. Af verkum Sverris Runólfsson- ar má nefna bogabrú úr grásteini yfir' Reykjavíkurlæk árið 1866, meiri háttar mannvirki á þeim tíma og lengi aðalsamgönguleiðin milli bæjarhlutanna, Þingeyrar- kirkju 1887, Skólavörðuna 1868, er þá þótti hið mesta furðuverk enda fyrsti og einasti útsýnisturn Reyk- víkinga. Þá hlóð Sverrir úr hraun grjóti hús að Minni-Vogum á Vatnsleysuströnd árið 1871, var það með bogahlöðnum gluggaop- um og allt múrhúðað með kalk- blöndu. j Björn Guðmundsson frá Brunna stöðu-m á Vatnsleysuströnd, var Nokkrir iðnaðarmenn, sem unnu við byggingu Landsbankahússins 1898. fyrsti fslendingurinn sem uik sveinspróf í múrsmíði. Hann íiutt ist ungur til Reykjaví-kur o? oist upp í Stöðlakoti. Lærði trésm.'ði, en fór síðan til Danmerkur og tók sveinspróf í Kaupmaiin:‘i“;f'i árið 1876. Var hann lengst af kallaður „Björn múrari" jafnvel löngu eftir að hann var hættn r í iðninni og var orðinn timbur- og kolakaupmaður. Nokkrir ungir menn fengu tilsögn i múr'nvði hjá Birni og meðal þeirra voru Brennubræður, Jónas og Mas>-«is,. en faðir þeirra Guðbrandur Guðna son vann lengi við steinsmíði í Reykjavík. Guðjón Gamalíelsson frá Hæk- ingsdal í Kjós er annar ísiending- urinn, sem tók sveinspróf í múr- smíði. Vann hann fyrst við stein smíði hjá Júlíusi Schou. dön k- um steinsmið í Reykjavik n lærði síðan múrsmíði hjá Axel Broe múrarameistara í Kaup- mannahöfn og tók lofsven sveins- próf árið 1900. Guðjón starfaði lengi i iðninni, mest við opinber- ar byggingar og kenndi mörsum múrsmíði. Nokkru e-ftir aldamótin Ijúka þrír íslendingar sveinsprófi í Dan mörku, þeir: Páll Ólafsson, og bræðurnir Gunnlaugur og Krist- inn, synir Sigurðar Friðriksson- ar steinsmiðs í Reykjavík. Gunn- laugur dó ungur, en Kristinn gerðist athafnasamur múrara- meistari og útskrifaði marga oem- endur. Meðal þeirra var Kornelí- us Sigmundsson, sem tók fyrstur sveinspróf í múrsmíði hér á landi 1909. Árið 1866 hófst bygging bók- hlöðu latinuskólans, eins og hann var þá nefndur, og 6 ánim síðar hegningarhússins við Skóla- vörðustig. Bæði húsin voru byggð af dönskum steinsmiðum. Þó munu einhverjir íslendingar hafa unnið þar við steinsmíði, og víst cr um það, að Lúðvik Alexíus-son, Árnasonar lögregluþjdins, vann við hegningarhúsið. Þótti hann í mörgu bera af öðrum í iðn sinni og kenndi Færeyingum steinsmíði við byggingu amtmanns bústaðar- ins í Þórshöfn. Eini lærði steinsmiðurinn, Sverr ir Runólfsson, vann við hvoruga bygginguna, en var steinsmiður við Þingeyrarkirkju 1867. Með byggingu Alþingishússins árið 1880 var stigið merkilegt spor í byggingarmálum íslend- inga, og má segja, að þar hafi verið fyrsti skóli múr- og stein smiða. Steinþór Björnsson frá Bjarnar stöðum í Mývatnssveit vann við Alþingishúsið, en hafði áður á þriðja ár unnið -við steinsmíði í Danmörku, og er sagt, að það hafi verið hans verk að ganga frá burstinni með fangamarki, konungs. Nokkrum árum siðar 1888—1889 byggði Steinþór ibúð- arhús úr höggnum steini á Stóru- völluin í Bárðardal og mun pað hafa verið næst fýrsta íbúðarhús- ið í sveit norðanlands, sem Oyggt var úr steini. Áður, eða árið 1880, byggði Benedikt Sveinsson, sýslu- maður, íbúðarhus úr steini, að Héðin-shöfða á Tjörnesi, en ókunn ugt er, hverjir að þvi unnu. Grásteinshúsin heyra nú orðið fortíðinni til, og steinsmjði síð- ustu ára hefur oftast verið skraut- smíði utan húss og innan. Stál- fleygar, sleggjur, klöppur og sett- hamrar hafa orðið að víkja fyrir stórvirkum vélum, sem saga og slétta steininn, en sú vélamenn- ing ætti öðru fremur að mmna okkur á gömlu steinsmiðina, scm með fábreyttum handverkfærum unnu þau verk, sem enn prýða íslenzka byggð. Fyrsta járnbenta steypulottið hér á landi var gerf árið 1907 í klæðaverksmiðjunni Iðunni þar sem nú er málningarverksmiðjan Harpa Hvíldi það á járnbenram súlum, en veggir hússins vnru Framhald á b!s. t2.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.