Tíminn - 02.02.1967, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.02.1967, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 2. febrúar 1967 ÍÞRÓTTIR TÍMINN BIMf.WMB 13 ííiý 'i'iji! Loksins! Loksins, loksins! Sigurganga Ármanns í sundknattleik, sem staðið hefur yfir sleitulaust í yfir 20 ár, hefur verið stöðvuð. KR-ingum tókst að sigra Ár- menninga í úrslitaleik Reykja- víkurmótsins í fyrrakvöld með eins marks mun, 7:6, og hlutu með þvi Reykjavíkurmeistara- tign. Leikurinn var hinn fjör- ugasti og barizt hart á báða bóga. Undir lokin var staðan jöfn, 6:6, en Gunnar Guðmunds syni í KR-liðinu tókst að skora úrslitamarkið. Á síðustu árum hafa KR ing ingar reynt mikið til þess r.ð stöðva Ármenninga, en þrátt fyrir mikið mótlæti og stöðuga ósigra, gáfust þeir ekki upp. Og nú standa þeir með pálm- ann í höndumun. Rvíkurlið gegn Khafnar- úrvali hefur verið valið Alf—Reykjavik. — Á fundi meðj blaðamönnum í gær tilkynnti j stjórn Handknatfleiksráðs Reykja víkur, hvernig Reykjavíkur-liðið gegn Kaupmannahafnarúrvali verð ur skipað, en liðið völdu þeir Hilm ar Ólafsson, Pétur Bjarnason og Þórarinn Eyþórsson. I Liðið verður þannig : Þorsteinn Björnson, Fram. Eioar Hákonarson, Víkingi Gunnlaugur Hjálmarsson, Fram Sigurður Einarsson, Fram Guðjón Jónsson, Fram Einar Magnússon, Víkingi, Jón H. Magnússon, Víkingi Knattspyrna í kvöld Alf-Reykjavfk. — Innanhússmót Vals í knattspymu hefst í Laug- ardalshöllinni í kvöld klukkan 20. 15. 16 lið frá Reykjavíkurfélögun- um, Akranesi, Keflavik, Kópavogi og Hafnarfirði, taka þátt í mót- inu og fara 8 leikir fram [ kvöld. Liðin, sem sigra í kvöld, nalda áfram í keppninni, en hin falla úr. Leiktími er 2x7 mínútur og eru 7 menn í hverju liði, en 4 leika í einu. Þreyttir kennarar VÍ eftir sætan sigur gegn nemendum. Frá íþróttahátíð Verzlunarskóla íslands: Með klækjum tókst kennur- um að yfirbuga nemendur! íþróttahátíð Verzlunarskola-i ari hálfleik að koma fyrir skilti í| Þegar venjulegum leiktíma var nema, hin fyrsta í röðinni, vat I marki sínu með áletruninni: LOK fokið, stóðu leikar jafnir, 11:11, haldin að Hálogalandi i fyrra- AÐ! I Framhald < bls. 15. kvöld. Það rfkti glaumur og gleði Karl Jóhannsson, KR Hermann Gunnarsson, Val Stefán Sandholt, Val Ágúst Ögmundsson, Val. Ekki er ástæða til að gagnrýna þetta val svo mjög því að liðið er byggt upp á raunhæfan hátt að mörgu leyti. Þó fer ekki hjá því, að maður gruni þá félaga Hilmar, Pétur og Þórarin um að hafa ákveðið fyrirfram „kvóta", því að allir liðsmenn, utan eins, eru úr þeirra félögum. Úf af fyr ir sig er líHð við það að athuga, þar sem Fram, Valur og Víkingur eru sterkustu Rvíkurfélögin, en jafnvægið í valinu leynir sér ekki. Fjórir frá Fram, þrír frá Val og þrír frá Víkingi. Hvers eiga Vaismarkverðimir, Jón og Finn- bogi að gjalda vegna þessara jafn- vægiskúnsta? Já, og jafnvel Ing ólfur Óskarsson, Fram, þótt hann hafi ekki átt góða leiki að undan- förnu? Eins og áður hefur komið fram fer borgakeppnin fram n.k. laug- ardag og hefst kl. 17 í Laugardals- höll. Forsala aðgön'gumiða hefst Gunnar Jíirgens, HG, einn af silfur- í dag í Bókabúðum Lárusar Blön mönnum Dana í HM. Hann kemur dal. hingað. Armann sigraði í stigakeppni Talsvert bar á yngri kýnslóð- inni á sundmeistaramóti Rvíkur, sem háð var í Sundhöllinni í fyrra kvöld. Eins og sagt var frá í blað- inu í gær, vann Guðmundur Þ. Harðarson bezta afrekið með því að sctja nýtt íslandsmet í 200 m skriðsundi, 2:08,0 mínútur. í stiga keppninni bar Ármann sigur úr býtum, hlaut 70,5 stig. Ægir hiaut næstflest stig, 51,5 stig, ÍR hlaut 19 og KR rak Iestina, hlaut 6 stig. Stóra „bomhan“ í þriðju um- ferð ensku bikarkeppninnar féll í fyrradag, þegar 3. deildar liðið Swindon Town sló stjórnuliðið West Ham, sem státar af þrem ur heimsmeisturum: Moore, Hurst og Peters, úr keppninni 3—1. West Ham, Evrópumeistarar bikarhafa fyrir fáum árum, átti í vök að verjast í Swindon og síðustu sex mínútur leiksins urðu örlagarik- ar. Staðar var 1—1 en á loka- mínútunum skoraði Swindon tví- vegis og leikur í 4. urnferð á heimavelli gegn Bury. Swindon er meðal neðstu liða 3. deildar — en sýndi mjög góða leiki gegn West Ham í bikarnum, og í leikn- um sl. laugardag á leikvelli West Ham í Lundúnum, jafnaði Hurst örfáum mínútum fyrir leikslok í hörkuspennandi leik 3—3. Þrír aðrir leikir voru háðir á þriðjudagskvöld. Everton, bikar- meistarar í fyrra, sigraði Burnley með 2—1. Skozki landsliðsmaður- inn Young skoraði bæði mörk Ev- erton, en hann lék ekki með í jafnteflisleiknum á laugardaginn í Burnley. Þá féll eina liðið utan deildanna úr keppninni. Rother- Framhald á bls. 15. í áhorfendapöllunum, sem' voru þéttskipaðir, enda skeði inargt Ekemmtilegt. Og auðvitað biðu nemendur mest spenntir eftir að sjá kennara sína á salargólfinu iðka hina göfugu handknattleiks- íþrótt. Nemendur höfðu skorað kenn- ara á hólm. Nógu oft höfðu kenn- arar rekið nemendur á gat innan veggja skólans. Nú skyldu kenn- arar teknir í karphúsið! En allar hernaðaraðgerðir nemenda hrundu eins og spilaborgir, þvi að með ýmsum klækjum tókst kenn- urum að bera sigurorð af nem- endum. Virtust kennarar hafa mút að dómaranum, Hermanni Gunn- arssyni, sem var mjög hliðhollur þeim allan tímann og leyfði þeim að leika fleiri inni á vellinum, en lög gera ráð fyrir. Og það var ekki það einasta, því að hann leyfði kennurum átölulaust í s:ð- Frönsk knattspyrna íellur Þórólfí betur en sú skozka í fréttinni um Þórólf Beck á síðunni í gær, féllu niður tvær línur, sem skýrðu nánar, hvernig kosning „France Foot ball“ á 11 beztu leikmönnum Frakklands er hagað. Kýs blað ið eftir hverja umferð í frönsku keppninni bezta mann í hverja stöðu, eða öllu held- ur gefur þeim einkunnir. Þann ig lilaut Þórólfur hæstu eink- unn allra miðherja í Frakk- landi s.l. sunnudag og hlaut því miðherjastöðuna í liði 11 beztu. Eftir næstu helgi verða e. t. v. einhverjir aðrir 11 valdir, en í Frakklandi þykir knattspyrnumönnum það mik- ill heiður að vera valdir í lið „France Football,“ jafnvel þótt það komi ekki fyrir nema einu sinni á kcppnistímabil- inu. Eftir keppnistímabilið er svo tekið meðaltal og er þá að lokum valið lið 11 beztu yfir allt tímahilið. Það, að Þórólfur skyidi liljóta miðherjastöðuna um sið ustu helgi, verður að teljast góð frammistaða, þar sem þetta var einungis 2. leikur hans á franskri grund. Er mjög senni legt, að frönsk knattspyrna eigi mun betur við Þórólf, þar sem harkan er ekki eins mik- il í hcnni og í skozku knatt- spyrmmni. Og raunar liefur Þórólfur sagt það sjálfur i við- tali við íþróttasíðu Tímans. alf. Fimmtugur Gunnar Sigurðsson, varaslökkvi liðsstjóri og formaður ÍR á finim- tugsafmæli í dag. Á þessnm tíma- mótum sendir íþróttasíða Tímans honum hamingjuóskir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.