Tíminn - 02.02.1967, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.02.1967, Blaðsíða 14
14 BLÓÐBÍLL Framhals af bls. 1. SlökkvLstöð Reykjavíkur og ekið af slökkviliðsmönnum. Eins og áður rak Rauði kross- inn barnaheimili á sl. ári. Haldin voru námskeið í Hjálp í viðlögum og blástursaðferðinni, en RKÍ vinnur nú að því að sam- ræma kennsluaðferðir í sambandi við þessi máS. Ritstjóraskipti hafa orðið við Heilbrigt líf. Sigvaldi Hjálmars- son ritstjóri hefur tekið við rit- stjórninni af læknunum Arinbirni Kolbeinssyni og Bjarna Konráðs- syni. Er áætlað að gefa eftirleiðis út fjögur hefti af ritinu á ári. Úr Hjálparsjóðnum voru veittar tæpl. 312 þús. til Tyrklandssöfn- unar og fyrir tilmæli Austfirð- ingafélagsins safnaði Rauði kross inn peningum til fólksins að Hauksstöðum á Jökuldal, er það missti aleiguna í bruna. Alls söfn- uðust 92 þús. kr. Fjárskortur háir starfsemi Rauða krossins nokkuð, en góð- ar vonir eru á að hægt verði að endurnýja sjúkragögn, sem lán- uð eru í heimahús, á þessu ári. Dr. Jón Sigurðsson drap fyrst á Hjálparsjóðinn og nauðsyn þess að efla hann, þá minntist hann á hina nýstofnuðu Kvenna- deild í Reykjavík, sem hann sagði að mikils væri vænzt af. Þá ræddi dr. Jón um Blóöbíl RKÍ, sem hann sagði að væri 'keyptur fyrir fé er bankarnir og 'Sparisjóður Reykjavíkur hefðu gefið í des. ‘63, og hefði ekki verið erfitt að ákveða hvað gera skyldi við féð, þar sem hér á landi væri banki er byggi jafnan við bág kjör og litlar innistæður, en þó ætti margur jionum líf að launa — Blóðbanki íslands. í stað blóðs getur ekkert komið ’ nema blóð, sagði dr. Jón og því vildi Rauði krossinn beita sér fyrir auknum blóðgjöfum og kaupa blóð söfnunarbíll og byggja upp blóð- söfnunarstarf innan deilda Rauða kross íslands. Valtýr Bjarnason yfirlæknir Blóðbankans ræddi þessu næst við fréttamenn um Blóðbankann og þá möguleika sem sköpuðust með tilkomu Blóðbíls RKÍ. Sagði hann að starfræksla bank ans hefði mafizt seint á árinu 1953 og hlutverkið væri að sjá sjúkrahúsum og læknum í Reykja vík fyrir því blóði, sem þeir þyrftu, og auk þess læknum og sjúkrahúsum um land allt. Með tilkomu Blóðbílsins sagði hann að sköpuðust möguleikar til að hafa Skrifstofustúlkur Óskum að ráða nú þegar stúlkur til skrif- stofustarfa. — Umsækjendur þurfa að hafa Verzlunarskólamenntun og góða vél- ritunarkunnáttu. Væntanlegir umsækjendur þurfa að hafa strax samband við Skrifstofuumsjón, og liggja umsóknareyðublöð þar frammi. ÁRMÚLI 3 IHlal SIMI 38500 Síldveiðisjómenn Framhaldsstofnfundur félags síldveiðisjómanna verður haldinn í Slysavarnafélagshúsinu, Granda- garði sunnudaginn 5. febrúar kl. 14. DAGSKRÁ: Lög félagsins. — Önnur mál. Undirbúningsnefndin. |j Faðir minn, Markús Þórðarson, Grímsfjósum, Stokkseyri, andaðist í Sjúkrahúsinu á Selfossi 31. janúar. Andrés Markússon. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, Ingibjargar Pétursdóttur IEinnig þökkum við starfsfólki á Sjúkrahúsinu Sólvangi, fyrir hjúkrun og umönnun á liðnum árum. Börn, tengdabörn og barnabörn. Í____________ _____________________ Elginkona mín, Hildur Magnúsdóttir andaðist að heimili sínu 31. janúar 1967. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Guðbjartur Guðbjartsson, Láganúpl. TÍMIWW meira magn blóðs fyrirliggjandi, auk vinnslu blóðvatns úr blóðinu sem hægt er að geyma um árabil og hafa tilbúið vegna fjöldaslysa af einhverjum orsökum, en eins og er erum við ekki reiðubúin að mæta slíku, sagði yfirlæknir- inn. Hann sagðj iað allir sem eru hraustir á aldrinum 18—59 ára, bæði karlar og konur gætu gefið blóð, og væru tekin 400 gr. við hverja blóðgjöf sem nálgast að vera 1/12 af blóðmagni hvers ein- staklings. Með þessum litla skerf hvers og eins væri kannski oft hægt að bjarga lífi sjúks eða slas- aðs einstaklings, og það gæti e.t.v. verið þér sjálfur, barn yðar eða einhver yður nákominn. Að lok- um þakkaði hann framtak Rauða krossins. Borgarráðsmenn, borgarstjóri, borgarlögmaður og fleiri sýndu gott fordæmi í dag og gáfu blóð — fyrsta blóðið sem flutt er í Blóðbílnum. Fóru blóðgjafirnar fram í húsakynnum borgarráðs við Pósthússtræti, og var ekki að sjá að neinum yrði meint af blóð- gjöfinni — heldur þvert, á móti stóðu þeir upp hressir og endur- nærðir af blóðgjafarbekkjunum. Síðan voru blóðglösin sett í Blóðbílinn, en hann er sérstak- lega útbúinn með kæli og hita- tækjum og útbúnaði til að taka blóð og flytja það langar leiðir, án þess að það skemmist hið minnsta. Blóðbíllinn er innréttaður að öllu leyti hérlendis. Bílasmiðjan sá um innréttingar en Sveinn Jónsson um smíði og útbúnað á kæli og hitakerfinu í bílnum. Með tilkomu bílsins verður nægt að fara um land allt til blóðsöfn- unar, og mun sérmenntað starfs- fólk Blóðbankans vera með bíin- um en RKÍ að öðru leyti sjá um rekstur hans. Að lokum í dag voru frétta- menn boðnir að skoða starfsemina í Blóðbankanum við Barónsstíg, og þá sérstaklega nýtt tæki þar, skilvindu, er gerir það að verk- um að hægt er að skilja og lcæla nýtt blóð strax, en áður befur þurft að bíða eftir að blóðvatnið settist til í flöskunum. Er nú mögulegt að skilja nýtt blóð strax og geyma síðan blóðvatnið frosið í frystikistu um árabil. Það fer ekki mikið fyrir blóð- birgðunum í Blóðbankanum, þær eru geymdar í sérstökum sklp, svo hitastig blóðsins haldist alltaf jafnt eða fjögurra gráðu heitt. Þessi skápur var um það bil hálf- ur í dag, en það ætti að vera metnaðarmál allra heilbrigðra og hraustra íslendinga að skápurinn sé ávallt fullur og sömuleiðis séu jafnan til nægjanlegar birgðir blóðvatns, því hver veit nema það komi að því í dag eða á morgun að lífi þínu, lesandi góður, verði bjargað með einni lítilli blóð- flösku. SOVÉZKIR BORGARAR Framhals af bls. 1 námi í Lundúnum og París til að taka þátt í menningarbyltingunni heima fyrir. f þeim hópi munu j vera níu stúdentar, sem lentu íj átökum við sovézka lögreglumenn! á Rauða torginu í Moskvu á mið-l vikudag. Stöðugt koma hópar kín- verskra stúdenta frá ýmsum !önd- um til Moskvu á leið sinni til Peking. Aðalmálgagn sovézkra kommún istaflokksins, Pravda, segir í dag, að hópur Rauðra varðliða hafi kyrrsett lokkra sovézka sendifull- trúa á hóteli í Peking með beirri röksemd, að sendifulltrúarnir hefðu ekki lagalegan rétt til dval- ar þar. „SKÖMM . . . . " Framhald af bls. 16 og koma við ' Blóðbankan- um. — Og hvað ertu svo búinn að gefa mikið blóð? — Ja, ég held, að það séu FTMMTUDAGUR 2. febrúar 1967 eitthvað í kringnm 15 lítrarJARÐEIGNASJÓÐUR sem ég hef geflð, og alltaf eins og nýr maður effir blóð gjafirnar. Björgvin Magnússon, skóla stjóri, hefur gefið í kringum 14 lítra og fréttamaður blaðs ins spyr hann; — Hvað kom til, að þú fórst að gefa blóð? — Það var þannig, að vin ur minn, sem lá á spjtala, þarfnaðist blóðs, og ég fór þá í Blóðbankann og gaf minn skammt af blóði. Síð an hef ég haft fyrir reglu að gefa blóð öðru hvoru og er nú búinn að gefa eitthvað í kringum 30 sinnum. Eg er í 0+ blóðflokknum, sem mun vera algengastur hér. Fultrúi kvenþjóðarinnar í hópi þess fólks, er oftast hefur gefið blóð, er Birna Oddsdóttir, er starfar á rannsóknarstofu Atv.deildar Háskólans. Hún eins og þeir Jón og Björgvin gaf blóð í dag, og að blóðgjöfinni lokinni spurði fréttamaður: — Þetta hefur ekki verið neitt öðruvísi en venjulega? — Nei, nei, nema ég hef nú aldrei gefið blóð i fund arherb. borgarráðs fyrr og mér líður ágætlega eins og alltaf eftir blóðgjaf\r? — Ertu oft búin að gefa blóð? — Já, ég er oft búin að gefa blóð. Eg vinn í næsta húsi við Blóðbankann og það er kannski þess vegna, að ég hef svona off komið þar við og gefið, en ég hef nú bara ekki tölu á því, hve oft .ég.hef gefið. ENN EIN MISTÖK Framhals af bls. i. Pierre Mendes-France, fyrr- verandi forsætisráðherra Frakklands lagði til í dag, að Frakkar tækju að sér forystu í tilraunum cil lausnar deil- unni í Vietnam. Sagði hann, að aðstaða Frakka væri miklu betri en Breta, sem væru of háðir Bandaríkjamönnum. að þvi er virtist, og einnig stæðu þeir betur að vigi en Sovét- ríkin til þess að gegna þessu hlutverki, vegna deilunnar við Kína. Mendes lagði til, að öll Suð-austur-Asía yrði lýst hlut- laus og sagði hann möguleik- á friðarlausn byggðri á þessum grundvelli, stöðugt fara batnandi. Lét hann þess getið, að í Hanoi væru þess aukin merki, að stjórnin þar vildi ekki láta ósvarað heiðar legum og sanngjörnum friðar- tillögum. DEILA UM VIÐTÖL Framhals af bls. 1. kommúnista um, að viðtal- ið hefði aldrei átt sér stað. Eins og áður hefur verið skýrt frá í fréttum birti brezka blaðið The New Statesman viðtal blaðakon- unnar við „utanríkisrað- herra“ vietnömsku þjóð- frelsishreyfingarinnar, þar sem hann m.a. gaf áður- nefnda yfirlýsingu, sem vakið hefur heimsathygli. Þar kom fram, að þjóðfrels ishreyfingin vildi þessar um ræður án þátttöku stjórn- ar Norður-Vietnam. Blaða- konan segir, að „utanríkis- ráðherrann" hefði einnig skýrt frá ýmsum ágreinings efnum þjóðfrelsishreyfingar innar og stjórnarinnar Hanoi, en Hanoi-stjórnin hefur neitað, að slíkur ágreiningur sé fyrir hendi Blaðakonan endurtók, að viðtalið hefði átt sér stað 1. desember s.l. jg staðið í 4 klukkustimdir. Framhald af bls. 16 að kaupa jarðir í þeim tilgangi að fella þær úr ábúð, enda leiði ath. í ljós, að það sé hagkvæmt og tekur heimildin til jarða sem svo er ástatt um, er hér greinir: 1. Jörð, sem ekki selst með eðlilegum hætti, en eigandi hennar verður að hætta búskap vegna aldurs eða vanheilsu. 2. Jörð, sem hefur óhag stæð búskaparskilyrði. 3. Jörð, sem ekki nýtur framlags og lóna. sem veitt eru til umbóta á lögbýl um og 4. Jörð, sem er afskekkt og liggur illa við samgöngum. í dag lagði ríkisstjórnin einnig fram frumvarp um breytingu og viðauka við lög um varnir gegn sauðfjársjúkdómum, sem samið er af sauðfjársjúkdómanefnd. Gísli Guðmundsson og Ágúst Þorvaldsson lögðu fram frumvarp til laga um verkfræðiráðunauta ríkisins á Norður- Austur- 'og Vest urlandi. Frumvaxp þetta er samlð af Staðsetningarnefnd ríkisstofn- ana, sem skipuð var fyrir nokkr um árum. Þessa máls verður getið nánar síðar. Ólæti - Framhald af bls. 16 uðust mjög. Þegar tekizt hafði að ryðja bíóið söfnuðust unglingarn- ir saman og héldu í hóp niður Laugaveg. Var ferðinni heitið nið ur að lögreglustöð. Þegar þangað var komið byrjuðu mikil háreysti og læti og skökkuðu lögregluþjón ar þá leikinn. Þeir unglingar, sem ekki vildu hlýðnast beiðni lög- reglunnar um að hverfa heim til sín, voru teknir úr umferð. Skýrði lögreglan Tímanum frá því, að tveir lögreglubílar hefðu farið með „fullfermi“ í Siðumúla. Voru foreldrar þessara unglinga síðar látnir vita um þá. Samkvæmt frásögn lögreglunn- ar voru unglingarnir ekki undir áhrifum áfengis og því auðveld- ara að ráða við þá en ella. ÖKUMENN! Látið stilla í tíma áður en skoðun hefst. HJÓLASTILLINGAR MÓTORSTILLINGAR LJÓSASTILLINGAR Fljót og örugg þjónusta. BÍLASKOÐUN & STILLING SKÚLAGÖTU 32, SÍMI 13-100. Trúlofunarhringar afgreiddir samdægurs. Sendum um allt land. HALLDÓR, SkólavörSustjg 2.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.