Tíminn - 02.02.1967, Blaðsíða 12

Tíminn - 02.02.1967, Blaðsíða 12
12 TÉMINN FIMMTUDAGUR 2. febrúar 1967 RAFCEYMAR r CORTINU FÍAT 1100 RENAULT R8 FYRIRLIGGJANDI PÓLAR H.F. EINHOLT 6 LAUSAR STÚDUR Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður við Frí- höfnina á Keflavíkurflugvelli: 1. Staða skrifstofustjóra. Góð bókhaldsþekking og málakunnátta nauðsynleg. 2. Staða yfirvarðstjóra og birgðavarðar. Góð mála- kunnátta nauðsynleg. Reynsla við innflutning og verðútreikninga mjög æskileg. Umsóknum skal skilað til Fríhafnarstjórans á Keflavíkurflugvelli fyrir 16. þ.m. Nokkrir múrarar við steypuvinnu að Hólum í Hjaltadal 1910. Múrarafélagið 50 ára Framhald af bls. 9. hlaðnir. Áður hafði þó verið steypt lítið jámbent loft yfir hitaklefa í húsinu Gimli við Lækjargötu, þar var einnig steypt þakið yfir turninn. í því húsi, sem hlað'ið var úr steyptum steini, var lagt Terrassó á útitröppur og undir eldavél, slípað með sandsteini. Þetta var áður óþekkt í íslenzkri húsagerð og boðaði þá þróun, sem síðar varð. Bygging Vífilstaðahælis árið 1910 var merkur áfangi,. þvf það er fyrsta stórhýsið, sem lands- menn unnu einir við og eftir upp- dráttum gerðum af fyrsta íslenzka húsameistaranum, Rögnvaldi Ólafs- syni. Sama má segja um húsið Hverfisgötu 29, nú eign danska sendiráðsins, byggt 1913. Þar voru öll loft, stigar og þak úr járn- bentri steinsteypu. Og enn má nefna hið fjórlyfta hús Nathans og Ólsen, nú Reykjavíkurapótek, byggt 1916—16, sem í rauninni var fyrsta stórhýsið á fslandi. Lengi var steypan hrærð með skóflum á palli og færð í mótin í fötum. Það er ekki fyrr en árið 1914 við húsið Bankastræti 11, að notuð var vélknúin Krærivél. Al- mennt voru þær þó ekki notaðar fyrr en eftir 1930, en eru nú að verða úreltar og steypan ekki lengur blönduð á vinnustað, heid- ur í steypustöðvum og hrærð og flutt á byggingarstaðinn í sér- stökum bílum, og jafnvel nú síð- ustu árin dælt í mótin með ioft- þrýstum slöngum. Meðlimir félagsins eru nú 279. Núverandi stjóm skipa þeir: Hiirnar Guðlaugsson formaður, Einar Jónsson varaformaður, Brynjólfur Ámundason ritari, Kristján Haraldsson, gjaldkeri félagssjóðs og Heigi Steinar Karls son gjaldkeri styrktarsjóðs. Félagið minnist afmælisins með hófi í Súlnasal Hótel Sögu á af- mælisdaginn 2. febrúar. Keflavíkurflugvelli 1. febrúar 1967, Fríhafnarstjórinn á Keflavíkurflugvelli. ATHUGIÐ: Erum að flytja starfsemi okkar frá Laugavegi 178 að Síðumúla 13. Nánar auglýst síðar, hvenær við opnum þar. Bifreiðastillinsin BRAGI STEFÁNSSON HÚSBYGGJENDUR Smíðum svefnherbergis- og eldhúsinnréttingar S í M I 32 2 52 HÖGNI JÓNSSON Lögfræði- og fasteignastofa Skólavörðustíg 16, sími 13036 heima 17739. HEIÐRUÐUM VIÐSKIPTA- VINUM er hér með tilkynnt, að þær deildir, er áður höfðu síma 20500 munu hér eftir svara í síma 17080. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA SJÖTUGUR Framh. af bls. 3 þeirn sem í landi voru að bjarga skipsihöfninni. Þarna drukknuðu tveir menn, Magnús Sigurðsson bóndi í Borgarhöfn og Stefán Gíalason frá Kálfafellssfað. Magnús rak fljótt upp en Stefán aldrei. Þriðji maðurinn, Ingólfur Guðmundsson, lærbrotnaði, en aðrir sluppu ómeiddir. Hitt skip- ið fékk sæmilega lendingu, enda var það léttara undir árum og gangbetra, en það sem fyrr lenti. Læknir var sóttur til að binda um brot Ingólfs. Einhverjar mis- fellur urðu víst á því, og brotið vildi ekki gróa. Þegar séð var hvað verða vildi með brotið, fór Ingólfur til Reykjavíkur, lenti á Landakotsspítalann undir hendi Matthíasar Einarssonar, sem hóf aðgerð á brotinu. Brotið hófst enn illa við og af spítalanum fór Ing- ólfur lítið betri en hann kom, heim að Káifafellsstað. Á áliðnu sumri varð sú tilvilj- un að Steingrímur Matthíasson læknir á Akureyri var á ferð og kom að Kálfafellsstað. Ingólfur sýndi honum brotna lærið, og tjáði honum hvað að hefði verið igert. Lækni sýndist að enn mætti við þetta gera, og ráðlagði Ing- ólfi að fara aftur á fund Matthías ar, en ef hann vildi ekkert við hann gera, skyldi hann koma til sín. Ingólfur brá við, fór til Reykja víkur, hitti Matthías. Hafði hann sig undan að hefja oftar aðgerð á Ingólfi, því óvíst væri að hann gæti nokkuð bætt honum. Tók Ingólfur sér þá far til AkureyTar á fund Steingríms Matthíassonar læknis. Tók Steingrímur honum vinsamlega, hóf aðgerg á honum með þeim afleiðingum, að með voxámi gat Ingólfur unmið öll verk, jafnvel farið í fjallgöngur, Þegar stundir liðu sagði hann að Steingxímur hefði verig sér eins og bezti faðir gat verið. Hefur Ingólfur mjög rómag hann, ekki aðeins fyrir það að hann gat gefið honum fótinn nokkurnveg- inn jafn góðan, heldur lika fyrir drengskap hans og mannkosti. ■ Þegar Ingólfui- var orðinn vel vinnufær hélt hann enn áfram vinnumennsku, og sótti sjó ýmist á Hornafirði, var þá lengst af háseti hins ágæta formanns Sig- urðar Ólafssonar, og vann sér traust 'hjá honum fyrir dugnað og hagvirkni. Árið 1939 giftist Ingólfur Lús- íu Jónsdóttur frá Borgarhöfn; dugnaðarkonu. Eignuðust þau eina dóttur barna. Bjuggu þau um tíma í Suðursveit, ýmist í félagi við aðra eða sjálfstætt. 1948 fluttust þau að Höfn, keyptu þar íbúðarhús, og hafa efnast þar vel. Jæja Ingólfur minn. Eg mátti til í tilefni sjötíu ára afmælis þíns, að hripa fáar línur, og þá gat ég ekki gengið fram hjá sjó ferðinni örlagaríku. Eg vona að Ingólfur geti teklð lífinu með ró, það sem eftir er ævinnar, enda á hann það skilið, hann er svo mikið búinn að vinna bæði fyrir sjálfan sig og aðra, alltaf með sömu trúmennskunni. Þessi grein hefur lagst til hlið- ar hjá mér í önn dagsins. Þó liðið sé nokkuð frá afmælinu, sem hún fjallar um, læt ég hana fara, og bið Ingólf vel að virða. 10. janúar 1967. Steinþór Þórðarson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.