Tíminn - 02.02.1967, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.02.1967, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 2. febrúar 1967 5 Útgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvœmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: pórarlnn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson FuIItrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aag- 'lýsingastj.: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur > Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastrætl J Af. greiðslusími 12323 Auglýsingaslmi 19523 Aðrar skrifstofur, sím) 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán innanlands — I lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Aldarafmæli Iðnaðarmannafélagsins Um þessar mundir minnist Iðnaðarmannafélag Reykja víkur aldarafmælis síns með ýmsum markverðum hætti, og þjóðin hefur ástæðu til þess að senda þessu afmælis- barni hugheilar kveðjur og gerir það. Blöðin hafa birt ágrip af sögu félagsins og minnt á þátt þess og stórvirki iðnaðarmanna í þjóðlífinu, og útvarpið minnist afmælis- ins með myndarlegri dagskrá í kvöld, þó að afmælisdag- urinn sé ekki fyrr en á morgun. Iðnaðarmenn sjálfir hafa sett upp veglega sögusýn- ingu til þess að fólk geti þar rakið hina merku sögu, og ýtarleg bók hefur verið skráð og gefin út. í Iðnaðarmannafélagi Reykjavíkur dafnaði vaxtar- sproti iðnmenningarinnar í landinu. Það tók við svo að segja ónumdu landi. Iðnaðarmennirnir settu svip sinn á uppbyggingu höfuðborgarinnar, og frá iðnstöðv- um, félögum og meisturum breiddist iðnmenning um landið og festi rætur. Það getur verið ofsagt, að Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur eigi þarna allan heið- ur, en -hann er mikill, sem því ber. i K fj |* ' Það er ekki ýkja langt síðan, að iðnaður jafnt hand- verk sem vélaiðnaður var ekki metinn til jafns við aðrar meginatvinnugreinar landsmanna eða svipað til jafns við þær. Öllum er nú hins vegar orðið ljóst, að iðnaðurinn er nú einn af hornsteinum atvinnulífsins og jafnmikilviægur fiskveiðum og landbúnaði til dæmis og á því að njóta algers jafnræðis við þær atvinnugreinar, af hendi löggjafa og stjómarvalda. Á það skortir þó því miður lítillega enn. Þótt hlutverk iðnaðarmanna hafi verið mikið á frum- byggingarskeiðinu síðustu öldina hér á landi, er það vafalítið enn meira á komandi árum, á sama hátt og iðnaðurinn mun enn vaxa að gildi og nauðsyn. Hraðbrautagerð Morgunblaðið bh’tir í gær forustugrein um hraðbraut- argerð. Má furðulegt heita, að Morgunblaðið skuli dirf- ast að minnast á þetta eftir það. sem á undan er gengið. Allir vita, að varanleg vegagerð er eitthvert brýnasta verkefni íslendinga nú, og þeir eiga tækin til þess. En ríkisstjórnin hefur gefizt upp við að halda áfram. í sumar boðaði Morgunblaðið það fagnað- arerindi, að a.m.k. þriggja ára stöðvun hlyti að verða á varanlegri vegagerð hér á landi. í gær kemur nýtt fagn- aðarerindi. Blaðið segir, að augljóst sé, að gerð hrað- brauta krefjist meira fjármagns en íslendingar hafi get- að lagt til vegamála af eigin rammleik til þessa. Þetta segir blaðið. þótt eftirfarandi staðreyndir blasi við: Fram að 1959 lagði ríkissjóður meira til vega en nam tekjum hans af 'bílum og.umferð Með tilkomu þessarar ríkisstjórnar snerist dæmið við Síðan hefur ríkisstjórn- in tekið í skatta af umferðinni yfir tvö þúsund milljón- um meira en farið hefur til vega Ef vegirnir hefðu feng- ið að njóta umferðarteknanna, hefði verið hægt að leggja varanlegan veg milli Reykjavíkur og Akureyrar og austur að Þjórsá, sé miðað við sama kostnað og við Reykjanesbraut fyrir þetta fé. TÍMINN________________________________ r....... ............. * '■■ ■■■" ■ Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Meiri dreifing valdsins er aðkallandi í Bandaríkjunum Samt mun hlutverk samríkisins halda áfram að vaxa — í grein Lippmanns er rætt um eitt af þeim mörgu. vandamálum inn anlnads, er hann þarf nú- að fást við. ÞEGAE. þingið setzt á rök- stóla að nýju, eru margir sam mála um, að staldra beri við og endurskoða hina miklu inn köllun og útdeilingu fjár til velferðarmála, en sú starfsemi hófst á valdatíð Roosevelts og hefur aukizt mjög á stjórnar- árum þeirra Kennedys og John sons. Rrýnasta ástæðan til að staldra ivið stafar ekki af því, að þjóðin hafi ekki, vegna sí- hæfckandi útgjalda til styrjald- arrefcstursins í Vietnam, efni á að halda góðverkunum áfram. Meginástæðan á ekkert skylt við Vietnam, heldur hitt, að óánægju gætir um margt í sambandi við velferðarmálin, ekki aðeins meðal afturhalds- samra hægrisinna, heldur og meðal þjóðarinnar allrar. Hléið er nauðsynlegt vegna þess, að framkvæmd velferð- armálanna er orðin óviðráðan- leg. Ford fulltrúadeildarþing- maður sagði fyrir nokkrum dög um: „Fjárveitingar á vegum samríkisins eru nú 400 til 170 sérstakra áætlana, sem lúta stjórn 21 stjórnardeildar eða stofnana, 150 skrifstofa í Washington og 400 skrifstofa úti í fylkjunum. Hver aðili um sig hefur sínar eigin aðferðir við útdeilingu hins sameigin- lega skattpenings". Erfitt er að gera sér í hug- arlund að grisja megi þennan stjórnaskóg kvist fyrir kvist. Af þessum sökum verða æ hávær- ari kröfurnar um einhverja gagngerða breytingu, einkum þó umbætur, sem dragi úr hlut- verki ráðamanna í Washington við stjórn félagsmála þjóðar- innar allrar. EKKI getur samt sem áður heitið, að neinn vilji afnema þá þjónustu, sem hinni miklu sam hjálp er ætlað að láta í té. Þess vegna er hafin leit að leið um til að dreifa skyldunum meðal fylkjanna og byggðarlag anna. Enginn vill rísa upp og lýsa yfir, að hann sé á móti skólum, sjúkrahúsum, fátækra- hjálp og öðru því um líku. En verulegrar andstöðu gætir gegn sífelldri aukningu hins þung- Iamalega hlutverks samríkis- stjórnarinnar við framkvæmd þessara mála. Undangengin tvö ár hafa fjárveitingar til sérstakra fram kvæmdaáætlana í fylkjum og byggðarlögum aukizt um 3*5%. Þær nema 15 milljörðum dóll- ara á þessu fjárhagsári. Sam- kvæmt þeirri löggjöf, sem þegar er á prjónunum, munu greiðslur almannafjár til fylkja og byggðarlaga verða komnar upp í 30 milljarða dollara árið 1975, og er þá ekki reifcnað með neinum nýjum áformum. Eigi að láta ýmsar stjórnar- skrifstofur hætta að stjórna velferðarmálunum er ekki um aðra leið að ræða en flytja stjórn þeirrar starfsemi út í fylkin og byggðarlögin. En þar er eigi að síður við erfiðleika að etja. Þeir eru í því fólgnir, að yfirvöld fylkjanna og byggð arlaganna verða að mestu að treysta á eigna- og söluskatta og eiga því erfiðara um vik að safna fé en samríkisstjórnin, sem hefur ráð á tekjusköttum félaga og einstaklinga. En á þessum erfiðleikum þarf samt sem áður ekki að stranda. UNNT ER að ráða niðurlög- um þeirra vandkvæða, sem stafa af mismunandi aðstöðu til fjáröflunar og tvær aðferðir að minnsta kosti eru þegar í at- hugun. Walter Heller hefur stungið upp á leið. Samkvæmt henni ætti samríkisstjórnin að skipta milli fylkjanna og láta af hendi skilyrðislaust ákveð- inn hundraðshluta tekjuskatts- ins, til dæmis 1—2. Með þessu móti fengju fylkin í sinn hlut þrjá til fimm milljarða dollara á ári, en það er alldrjúgt fram lag, sem efldi mjög fjárhags- legt sjálfstæði þeii’ra. Önnur leið er að samríkið rýmki heimildir fylkjanna til skattlagningar tekna. Sá kost- ur fylgir þessari aðferð við lausn vandans, að stjórnir fylkja og byggðarlaga, sem eyða hinum auknu tekjum, bæru þá sjálfar ábyrgðina á innheimtu þeirra. Með því móti væri þeim forðað frá freistni, sem þær kynnu að eiga við að etja, ef þær gætu eytt fé, sem samrikisstjórnin yrði að innheimta. Sennilegt virðist, að sam- þykkt verði einhver aðferð til að veita fylkjunum aðild að tekjum samríkisins, ef ekki á þessu þingi þá síðar. Þetta hlyti að orka miklu til að bæta úr ágallanum, sem leiðir af fjár- hagsvaldi samríkisstjórnárinnar í samanburði við veika aðstöðu fylkjastjórnanna í þessu efni. HVAÐ SEM öllu öðru líður, hlýtur samríkisstjórnin að gegna mjög stóru og raunar stækkandi hlutverki í þjóðlíf- inu, hvor flokkurinn, sem fer með stjórn og hvaða deild hans sem forustuna hefur á hendi, Ekki er unnt að framkvæma í eitt skipti fyrir öll endurskoð- un þeirra samríkislaga, sem að þessu lúta. Þetta verk hlýtur að taka langan tíma og verður að byggjast á dýpri og ná- kvæmari könnun en einstakir stjórnmálamenn eða kjósendur eru færir um að annast. Daniel P. Moynihan prófess- or, kunnur sérfræðingur í mál- efnum þéttbýlisins, hefur stung ið upp á aðferð til að greiða fyrir fullnægingu þessarar þarf ar: „Þingið gaeti sett á stofn skrifstofu til að endurmeta lög Húri ætti að hafa það hlutverk, að meta kerfisbundið árangur félagslegra og fjárhagslegra áætlana, sem þingið hefði sam- þykkt og kostaðar væru af op- inberu fé. Þessi skrifstofa gæti verið sérstök stofnun, eða haft inni í bókasafni þingsins eða hinni almennu fjármálaskrifstofu þess. Óhjákvæmilegt skilyrði væri þó, að starfsmenn hennar væru vísindamenn, sérfræðing- ar í félagsmálum, sem mætu kerfisbundið árangur af áætlun um ríkisstjórnarinnar á sama hátt og hin almenna fjármála- skrifstofa endurskoðar áætlan- irnar tölulega“. Slík stofnun yrði mjög til að auðvelda undirbúning þeirrar endurskoðunar, sem svo brýn þörf er á. Bl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.