Tíminn - 02.02.1967, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.02.1967, Blaðsíða 3
FIMMTtJDAGUR 2. febrúar 1967 3 TÍMINN Greinargerö frá raforkumáfastjúrn í tilefni af samþykkt fulltrúa- fundar sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi 24. þ.m., þar sem skorað er á raforkumála- ráðherra að bæta tveim fulltrúum frá Austurlandi í nefnd þá, sem hann hafi skipað til að rannsaka raforkumál Austurlands oig Lax- ársvæðisins, skal eftirfarandi tek ið fram. í samþykktum fulltrúafundar- ins og í blaðafréttum um þennan fund gætir nokkurs rrV'S'kilnings urn tilhögun rafvæðingarrann- sóknanna og tilefni skipunar um- ræddrar nefndar. Rannsóknir á raforkumálum Austurlands hafa staðið yfir um nokkurra ára skeið og verið framkvæmdar af raforku málastjórninni. Fyrst í stað beind ust þessar rannsóknir að því að afla nauðsynlegra grundvallar- upplýsinga á virkjunarstað með mælingum á vatnsrennsli, land- mælingum og rannsóknum á jarð fræði, þar á meðal töluverðum jarðborunuim við Lagarfoss til þess að kanna jarðvegs- og berg- grunnsaðstæður sem rækilegast. Síðustu tvö árin hefur svo verið unnið að endanlegum áætlunar- gerðum um ýmsar hugsanlegar t'l haganir bæði á virkjunum og veitum. Áætlanir hafa verið gerðar um ýmsar mismunandi virkjunar- stærðir í Lagarfossi, allt frá 4000 kw. upp í 20000 kw„ og eru í því sambandi jafnframt eldri áætlanir endurskoðaðar í Ijósi nýrra upp- lýsinga- Fullvirkjun Lagarfoss er í kringum 20.000 kw. að stærð, en það er miklu stærri virkjun en Austurland getur borið uppi nú og um allanga framtíð. Hins veg- ar eru minni virkjanir í Lagar- fossi tiltölulega dýrari en full- virkjun. Áætlanir eru gerðar um mismunandi virkjunarstærðir til þess að kanna hvaða stærð yrði hagkvæmust, ef fossinn væri virkjaður nú fyrir Austurland ein göngu. Jafnframt hefur svo verið gerð áætlun um línu frá Laxárvirkjun í Þingeyjarsýslu með þann hugsan lega möguleika fyrir augum, að orka verði í fyrstu fengin frá Lax árvirkjuninni handa Austurlandi, meðan Laxárvirkjunin getur ann- að báðum orkuveitusvæðunum. En áður en svo er komið, að Laxár- virkjun er ekki lengur aflögufær fyrir Austurland verði lokið virkj un í Lagarfossi, sem þá má gera miklu stærri en nú væri hægt fyr ir Áusturland eitt. Hún er þá gerð til að anna viðbótarorkuþörfum bæði Austurlands og Norðurlands og fullvirkjun Lagarfoss kemur | þá fyllilega til greina. Meðan sú virkjun svo endist báðum, er hægt að fresta virkjun á Laxársvæðinu um skeið, en gera hana stærri og tiltölulega ódýrari en ella, þegar að henni kemur. Af því, sem að framan er I greint, er sýnt að um allmarga j kosti getur verið að velja í raf- 1 orkumálum Austurlands. En ofan á þetta bætist, að óvissan í áætlun um raforkuþörf i framtíðinni er töluvert meiri í þessum landsfjórð ungi en annars staðar í landinu. Raforkunotkunin hefur þar eystra meir en fimmfaldast á 10 árum en víðast hvar annars staðar varla tvöfaldast á sama tfma. Þessi mikla aukning byggist fyrst og fremst á síldveiðinni, og meira en helmingur raforkunnar er fram leiddur hennar vegna, beint og óbeint. Nú er síldveiðin í eðli sinu, eins og íslendingum er vel kunnugt, all ótryggur atvinnuveg- ur og skapar þetta æði mikla ó- vissu um það, hve mikilli raforku- sölu eða raforkunotkun megi reikna með á Austurlandi næstu 10—12 árin. Hefur því þótt óhjá- kvæmilegt, að abhuga fleiri en einn möguleika í þessum efnum, bæði áframhaldandi öra aukningu í raforkuþörf, ef síldveiði heldur enn lengi áfram að aukast, og svo til muna hægari vöxt, ef veiði eykst lítið úr þessu og jafnvel dregst saman að nokkrum tíma liðnum. Austurlandsathugunin hefur af þessum sökum reynzt umfangs- mikil og orðið nauðsynlegt að rannsaka áhrif mjög margra at- riða á niðurstöðurnar og þar með á kostnað raforkunnar. Til þess að gera slíkt mögulegt hefur raf- orkumálastjórnin þróag sérstakar i rannsóknaraðferðir og tekið í | notkun nýja reiknitækni, sem 1 beitt er i fyrsta skipti hér á landi við svona verkefni. Að þessu hef- ur unnið sérstakur vinnuhópur starfsmanna hjá raforkumála- stjóirninni, er skipaður var til að ganga frá endanlegri álitsgerð um hagkvæmustu leið til öflunar raf- onku fyrir Austurland. Hefur hóp- urinn notað við þetta rafreikni Háskóla íslands. Leyfa þessar að- ferðir mun nákvæmari og ítar- legri athuganir og fyllri hag- kvæmnisútreikninga en unnt hef ur verið að viðhafa áður en þess- ar nýju hraðvirku aðferðir verða tiltækar. Á fyrstu fjórum mánuðum árs- ins 1966 átti raforkumálastjóri og samstarfsmenn hans, er að þessum rannsóknum unnu marga fundi með þingmönnum Austurlands- kjördæmis. í ágústmánuði s.l. sat raforkumálastjóri fund á Egils- stöðum með þingmönnum kjör- dæmisins og framámönnum sýslu og sveitarfélaga austanlands. Hvort tveggja að heimamenn og fulltrú ar þeirra gætu fylgzt með þessari rannsókn. Að því sem að framan er sagt má og sjá, að raforkumál Austur- lands 'hafa verið rannsökuð mjög ítarlega og rækilega og má full- yrða að eigi hafi raforkumál ann arra landshluta hlotið ítarlegri at hugun en Austurlands nú hafa hlotið. Hinn 18. apríl 1966 sneri stjórn Laxáryirkjunar sér til ríkisstjórn arinnar með beiðni um fyrir- greiðslu um lánsútvegun til nýrr- ar virkjunar í Laxá. En með því að Austurlandsathugunin hafði þegar sýnt að tenging Austur- lands og Laxársvæðisins og sam- eiginleg virkjun gat verið báðum til hagsbóta og V°t var, að teng- ing Austurlands við Laxá, ef af yrði, hlaut að hafa nokkur áhrif á tUhögun nývirkjunar i Laxá, þótti ekki fært að afgreiða mála- leitun Laxárvirkjunar án þess að taka þennan möguleika með í reikninginn. Var því skipuð sér- stök nefnd af þessu tdefni til að taka málaleitan Laxárvirkjunar- stjórnar til athugunar í ljósi þess ara nýju viðhorfa; rannsaka tækni legar og fjárhagslegar áæflanir um nývirkjun í Laxá, og þá sér- staklega hvaða áhrif það hefði á slíka virkjun ef henni væri ætlað að sjá Norðurlandi vestra og Aust urlandi fyrir raforku, auk Laxár- tvæðííins. Samtímis tók Seðia- bankinn að sér að athuga sérstak- lega, hverjir fjáröflunarmögu- leikar væru fyrir hendi til virkj- unarframkvæmda af því tagi, sem Laxárvirkjunin er. í nefnd þessa voru skipaðir raforkumálastjóri, rafmagnsveitustjóri ríkisins, tveir sérfræðingar frá Efnahagsstofn- uninni og Seðlabankanum, og tveir fulltrúar Laxárvirkjunarinn- ar (þess fyrirtækis) er hafði lagt fram þá málaleitan er varð tilefni nefndarskipunarinnar. Þar eð vstarfssvið netfndarinnar varðaði fynst og fremst tæknUega og fjár hagslega athugun á ætlunum um viðbótarvirkjun í Laxá og áhrif af stækkun orkuveitusvæðisins á virkjunina var sjálfsagt mál að fulltrúar frá Laxárvirkjun ættu sæti í nefndinni, en á hinn bóg- inn ekki tilefni til að fulltrúar héraða eða 1a>-\-hluta ættu þar sæti. Þetta er ástæðan ti] að hvorki fulltrúar Austfirðinga né fulltrúar frá Norðurlandj vestra, sem svipað er ástatt um og Aust- urland í þessu sambandi voru skipaðir í nefndina. Hér hefur engin mismunun milli landshluta átt sér stað. Sem fyrr segir hafa rannsóknirn ar á raforkumálum Austurlands verið í höndum raforkumála- stjórnarinnar, en fulltrúar Aust- firðinga, bæði á Alþingi og heima fyrir verið gefinn kostur á að fylgjast með þeim, svo sem að framan er rakið. Þegar jafnframt er athugað, hversu rækilegar og nákvæmar þessar rannsóknir eru, er fjarstæða • að halda því fram, að hagsmunir Austurlands hafi í þessum efnum verið fyrir borð bornir. Sjötugur: Ingólfur Guðmundsson Höfn í Hornafirði Ingólfur er fædur á Skálafelli í Suðursveit 15. október 1896. Foreldrar hans voru Sigríður Ara dóttir og Guðmundur Sigurðsson, bæði komin af góðum og traustum ættum. Fimm vikna gamall var Ingólfur tekinn í fóstur að Hólmi á Mýrurn af þeim hjónunum Gisla Jónssyni og Vilborgu Ein- arsdóttur frá Skaftafelli i Öræf- um. í Hólmi var mesta myndar- og regluheimili. Fékk Ingólfur því gott uppeldi sem hann minnist enn í dag. Þar var hann að heyskap, gegningum, fór í ferðalög, sótti sjó að Skinneyjarhöfn útróðrar- stað Mýramanna. Stundaði veiði- skap { ám og vötnum, og var smali um sinn. Allt var þetta þroskandi fyrir ungan mann. Um tvítugsaldur fór Ingólfur frá Hólmi, var fóstra hans þá dáin. en fóstri hans að láta búið í hendur tengdasonar síns. Fyrsta sumarið eftir að Ingólfur fór frá Hóimi réðist hann sjómaður á Berufjarðarströnd. Um haustið kom hann í gömlu fæðingarsveit sína, og gerðist þar vinnumaður á ýmsum bæum. Ingólfur var hvívetna eftirsótt-1 ur til verks. Hann hafði góða lund. var sérstaklega vel verki farinn, eins og hann átti ætt til, ósérhlífinn i öllu verki, og ham-' hleypa duglegur. Það var gaman að vinna með Ingólfi, verkið lék í höndum hans og ósérhlífnin vari sérstök. Lengi eftir að Ingólfur var far- inn af því heimili sem hann vann á, mátti sjá glöggt merki um hag- leik hans á ýmsum hlutum sem hann hafði gert eða dútlað að. Slíkir menn sem Ingólfur eru ekki á hverju strái sem hæfni snertir. Árið 1922 réðist Ingólfur vist- maður til prestshjónanna á Kálfa fellsstað, séra Péturs Jónssonar og frú Helgu Skúladót.tur. Auk hans voru visfráðnir á því heimili þetta ár, þeir bræðurnir Stefán og Ólaf- ur Gíslasynir. Á þessum árum var enn sóttur sjór j Suðursveit, eins og gert hafði verið um alda- raðir, þó brim hinnar hafnlausu strandar hafi ógnað. 4. maí þetta vor voru þrjú skip róðrabúin í Bjarnahraunslandi. Sjór var sæmilegur, en loft þótti ekki tryggilegt. Eitt af þessum skipum reri fljótlega, en af þvi hin vantaði eitthvað af mönnum sínum dróst róður þeirra. Áðuri langt leið hafði þó annað heimt | sina menn, og ýtti frá landi, mun.| sjór þá heldur hafa verið farinn1 að kvika. Þegar hér var komið sýndist þeim sem voru á fyrra skipinu að sjór sé að stækka. Var því afráðið að halda til lands. Á innleiðinni mætti það skipinu sem seinna réri. og spurði hvern- ig sjór hefði verið í landi. Var þeim svarað af sMpverjum á því skipi sem á útleið var. að enn væri hann sæmilegur, og hélt það skip áfram út á mið. Nú var ráða gerð á því skipinu sem við sneri, hvort ætti að halda áfram til lands eða halda aftur á mið. Sitt sýndist hverjum, og var það úr : að haldið var aftur á mið, og set- ið um stund í lötum fiskidrætti. Var þá sýnt að sjór var ört að stækka, og þá haldið með kappi til lands, og hitt skipið í humátt á eftir. Af þriðja skipinu er það að segja, að eftir að hafa fengið alla sjómennina var sjór orðinn það stór, að ekki var hægt að fá lag úr landi sem notandi þótti. Var því skipið sett upp í naust, en beðið eftir að hin skipin kæmu til lands, því sýnilegt þótti að þau mundu á hjálp þurfa að halda við lendinguna, sem og varð. Þeg ar skipin komu að landi með stuttu millibiji, töldu þeir sem í landi voru að sjór væri lítt lendandi. En um annað var ekki að ræða en leita lands upp á líf og dauða. og þá hleypa upp á lí'klegustu lægingunni. Það skip, sem fyrr hélt af miðum fil lands. varð fyrr á leguna. Stutt þurfti að bíða eftir lægingu þar til lagið var kallað, eftir betra var ekki að bíða en sjáanlega var það stutt. Fyrsti sjórinn í ólaginu greip skipið þegar það átti að renna í fjöruna, hann bar það í faldi sínum með miklum hraða upp í fjöruna þar sem því hvolfdi. — Gert var það sem hægt var af Á VÍÐAVANGI Efling bolfiskveiða Útvegsbændafélag Vestmanna eyja hefur sent frá sér merka og ýtarlega ályktun, einkuru um eflingu bolfiskveiiía og ófremd stjórnarvaldanna í út- gerSarmálum. Er tekið á þess um málum af miklu raunsæi í ályktun þessari og fullkoniin ástæða til að vekja athygij á gagnrýnj hönnar og ábending um. í fyrri hluta ályktunarinnar segir: „Útvegsbændafélag Vest- mannaeyja lýsir megnri ó- ánægju á þeim drætti, er varð um nýgerða verðákvörðun á bolfiski, og telur að ef reglur hefðu verið haldnar, átti verð ákvörðunin að liggja fyrir 10. dcsember síðastliðinn. Lítur félagið svo á, að ef verðákvörð unin hefði legið fyrir á þeim tíma, væri naumast nokkur bát ur hreyfður til fiskveiða, út á það fiskverð, er nú liggur fyrir. En með hliðsjón af því að fjöldi báta var byrjaður róðra og flestir útvegsmenn búnir að leggja í margvíslega fjárfest- ingu, vegna vertíðarinnar, þegar fiskverðið kom, þá telur félagið ekki stætt á öðru en samþykkja þetta allt of lága fiskverð. í þessu sambandi vill félagið minna á að það telur ekki leng ur hægt að una þeim aðferðum er notaðar eru við verðákvarð anir á fiski, og harmar að Fiski félag fslands skuli notað til þess að minnka möguleika út- vegsmanna og sjómanna á því að fá sanngjarnt fiskverð.“ „Rangindi við útgerð- ina" Þá er það harðlega gagnrýnt, að hömlur skuli nú settar á innflutning veiðarfæra, meðan flest annað miklu óþarfara er flutt inn hömlulaust og segir: ,,Þá mótmælir félagið inn- flutningshöftum á veiðarfærum, og telur slíkt bein rangindi við útgerðina, meðan hvers konar varningur, þarfur og óþarfur, er meira og minna frjáls til innflutnings. Félagið skorar á stjórnarvöld landsins að vinda bráðan bug að því að skapa viðhlítandi rekstrargrundvöll til handa út- gerðinni og þá um leið rétta hlut þeirra sjómanna cr stunda bolfiskveiðar. Vill félagið í þessu sambandi benda á að með viðhlítandi rekstrargrundvelli, myndi aflamagn á land komið. að óbreyttri fiskigengd, auka«' að miklum mun því sannan- lega lamar hinn erfiði fjárhaes grundvöllur allan rcksturinn, svo sem frjm kemur i minni aflabrögðum. Heitir félagið á öll samtök i landinu, er lúta að sjávarútvegi að hefja harða baráttu fyrir bættum hag, þess þáttar útgerð arinnar, er snýr að bolfiskveið um. Að öðrum kosti er fyrir sjáanlegt, að þessi þýðingar- mikla atvinnugrein íslenzku þjóðarinnar mun að verulegu leyti leggjast niður.“ Þörf ádrepa Ályktun Útvegsbændafélags i Vestmannaeyja er hin þarfasta i hugvekja, sem kemur úr rétt j um stað, þar sem gr mesta bol- | fiskverstöð lant’sins. Félags- | menn skilja og vita öðrum bet Framhaid á bls. 15 Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.