Tíminn - 02.02.1967, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.02.1967, Blaðsíða 8
8 TÍMiNN FIMMTUDAGUR 2. febrúar 19ti7 Tvær merkar systur nýlátn- ar í Árborg í Nýja-íslandi Guðrún Anna Erlendsson og Andrea Johnson Oft er rniér í minni j úníkvöld sumarið 1960. Eftir hádegið þá Wm daginn hafði ég tekið mér far með „mjólkurbílnum“ _ sem fen-gur milli Winnipeg og Árborg ar í Manitoba í því skyni að heimsækja frænku mína, aldraða konu, frú Guðrúnu Önnu Erlend son, sem ég hafði aldrei séð. Ég hafði verið á ferð í Bandaríkj- unum og lagði leið mína norður j þessu skyni. Ferðin með áætl- unarbílnum var fróðleg, víða kom ið við í þorpum og á sveitabæjum. bílstjórinn skilaði bögglum og brúsum, og margt keimlíkt því, sem gerðist í slíkri ferð i ís- lenakri sveit. Degar til Árborgar kom, tók á móti mér hávaxin, fríð, og gerðarleg kona, ljós yfirlitum. Það var Rúna. Þessu kvöldi eyddi ég á heimili hennar í Árborg. Þar annaðist hún lamaðan eigin mann sinn, er legið hafði afl- vana og ósjálfbjarga í átta ár, með svo einstakri ástúð og am hyggju, að frábært var talið. Þarna var einnig stödd til þess að hitta mig systir hennar, Andrea Johnson, sem bjó skammt utan við bæinn. Það var margt, sem á góma bar þetta kvöld, rakin var gengin slóð,, allt frá því að fjórar systur og einn bróðir frá Fagranesi í Suður-Þingeyjarsýsiu héldu í hópi íslenzkra Ameríku- fara vestur um haf seint á öldinni sem leið. Af þessum systkinum er nú að sjálfsögðu mikill ættbogi vestra, sem af mörgum öðrurn ís lendingum, er þangað fluttu, og þær Guðrún Anna og Andrea eru dætur einnar systurinnar frá Fagranesi, Hólmfríður Andrés- dóttur og manns hennar, Tryggva Ingjaldssonar. Hin systkinin frá Fagranesi, börn Sesselju Jóns dóttur og Andrésar Ólafssonar, er vestur fluttu, voru Andrés, síðar Reykdal, Ólöf og Kristjana. Hólmfríður giftist Tryggva' Winnipegvatn. Var að honum Ingjaldssyni hér á Islandi, en þau fluttust fljótlega vestur, eða árið 1886. Tryggvi var sonur Ingjaldar Jónssonar og Margrétar Jóns- dóttur, en var að nokkru leyti alinn upp hjá Sigurjóni Jóhanns syni á Laxamýri og Snjólaugu konu hans. Þau Tryggvi og Hólm fríður námu land við Akra í Norður-Dakota, en fluttust síðar norður í Árdalsbyggð í Manitoba og bjuggu þar síðan. Þau áttu mörg börn, er upp komust og voru þessi: Sesselja gift GS.. Guðmundssyni bónda j Framnes- byggð, Ingimar, sem síðar var þingmaður Nýja-íslands á Mani- tobaþingi, og kom hann hingað á Alþingishátíðina 1930 sem fulltrúi fylkisstjórnar Manitoba. Hann var kvæntur Violet Kristjönu Poulsen frá Mikley, en hún er nú all kunnur rithöfundur. Ingimar var hinn mesti atgervismaður, en árið 1934 drukknaði hann í á við MINNING • i-'tíjri , ■ • ...... .• Sigríður Hallgrímsdóttir á Ketilstöðum í fyrradag var til moldar borin í heimagrafreit Sigríður Hallgríms dóttir, húsfreyja á Ketilsstöðum á Völlum. Hún lézt á sjúkrahúsi i Reykjavík hinn 20. þ. m. Sigríður var fædd hinn 14. sept- ember 1907 í Beinárgerði í Valla- hreppi. Foreldrar hennar, Þórdís Guttormsdóttir frá Eyjólfsstöðum og Hallgrímur Þórarinsson frá Ket ilsstöðum byrjuðu búskap í Beinár gerði 1903 og bjuggu þar til árs- ins 1908, að þau fluttust i Ketils staði, ættarjörð Hallgríms. Bjuggu þau næsu árin á hálfri þeirrí. jörð á móti Gunnari Pálssyni, hrepp- stjóra og Sigríði Árnabjömsdóttur, móður Hallgríms. Fram til 1907 átti Sigurður Hiall grímsson, föðurbróðir Hallgrlms, hálfa Ketilsstaði óg bjó, þar ó- kvæntur og barnlaus. Hann drukkn aði í Grímsá þetta ár. Hallgrfmur og systir hans Þorbjörg Þprarins- dóttir erfðu þá eignarhluta , Sigurð ar í Ketilsstöðum og því flutti Hall i grímur þangað búferlum 1908. t Eg korrj til foreldra Sigríðar heit j inrnr vorið 1905 og átti heimili hjá | þeim til 1911. Síðar dvaldi ég á| hinu búinu á Ketilsstöðum á árun um 1916—1918. Mér er í minni, hví líkur sólargeisli barst inn á heim ili Þórdísar og Hallgríms, er Sig- ríður, einkabarn þeirra, fæddist. Hún var einstaklega geðþekkt barn og þegar hún óx upp varð hún uppáhald og eftirlæti allra á heim ilinu og kom hvarvetna fram til góðs. Laust eftir fermingu fór Sig- ríður í ungmennaskóla í Mjóanesi og var þar við nám í tvo vetur. Þetta var einkaskóli hinna nafn kunnu Blöndalshjóna, Benedikts og SigTÚnar. Kennsla var þar baUi í bóklegum og verklegum greinum, en þessi skóli var undanfari hús mæðraskólans á Hallormsstað. Haústið 1927 sigldi Sigríður til Danmerkur og var þar við nám vetrarlangt. Hún hlaut því góða menntun til undirbúnings starfi því, sem beið hennar. Sama sumarið og Sigríður kom heim frá námsdvöl sinni í Dan- mörku, giftist hún hinn 27. júlí 1928 Bergi Jónssyni frá Egilsstöð um. Þórdís móðir Sigríðar hafði dáið hinn 28. janúar 1927. Bú Hallgríms var húsmóðuriaust og settust þau Sigríður og Bergur í bú með honum. Bjuggu þeir félags búi, þangað til Hallgrímur lézt 1947. Þegar Gunnar Pálsson lét af bú skap á Ketilsstöðum 1931, tóku þeir Haligrímur og Bergur við jörðinni allri. Eftir það dvaldist Gunnar á heimili þeirra til dauða dags. Ketilsstaðir hafia frá fornu fari verið stórbýli. Jörðin er í aifara- leið og fylgdi henni jafnan mik- ill gestagangur. Þó að Sigríður heitin þyrfti ung að veita for- sjá mannmörgu heimili, hélt hún vel uppi fornri venju Ketilsstaða- heimilisins um gestrisni. Mátti segja, að skáli hennar stæði um þjóðbraut þvera og þar væri öll- um heimill matur og drykkur. Vel var við öllum tekið, hvort sem þeir áttu stór erindi eða smá. Veit ég, að á þessum degi munu margir minnast góðra stunda, e} þeir áttu á heimili Sigríðar og Bergs. Þau hjónin eignuðust 3 börn, sem öll lifa. Elzt barna þeirra er Þórdís gift Tómasi Emilssyni. Búa þau í Fjarðarseli í Seyðisfirði og eiga 6 börn. Næst elztur er Jón, kvæntur Elsu Guðbjörgu Þorsteinsdóttur frá Enni við Blönduós. Eiga þau 3 böm. Jón og Elsa hafa búið á | hálfum Ketilsstöðum síðan 1957. ! Yngstur barna Sigríðar og Bergs ; er Hallgrímur nú til heimilis í Eg j ilsstaðakauptúni. Hann á tvö börn i með unnustu sinni Ljósbrá Bjöms . dóttur frá Ketilsstöðum í Hjalta- staðaþinghá. Sigríður heitin kenndi lasleika á síðastliðnu hausti. í þesum mán- uði gekk hún undir læknis'aðgerð, sem talin var hafa tekizt vel og virtust batahorfur góðar. Andlát hennar bar brátt að og kom að ætt ingjum hennar og vinum óvörum. Eiginmanni Sigríðar, Bergi Jónssyni, minum gamla skóla- bróður, sendi ég innilegar sam úðarkveðju á þessari sorgarstund hans. Bið ég honum, börnum Sig- ríðar heitinnar, tengdabörnum og barnabörnum allrar guðsblessunar og huggunar i harmi. Sigurbjörn Snjólfsson. GuSrún Anna Erlendson hinn mesti mannskaði. Þriðja barn Hólmfríðar og Tryggva var Snjólaug, gift Guðjóni Björnssyni bónda í Framnesbyggð, Andrea, sem áður getur, gift E.L. John- son bónda i grennd við Árborg, Sigríður, gift Th. Johnson í Grand Rapids, Kristjana gift W.Cro.v í Winnipeg og Rannveig gift Evan Daves í Dowmers Grove. Tryggvi Ingjaldsson var mikill forystumaður í heimabyggð sinni, lengi safnaðarráðsmaður og íor vígismaður margs konar frarnfara og framkvæmda, annáiaður að dugnaði og hjálpsemi. Guðrún Anna var fædd í Akra 1896, en þegar hún var ársgömul tóku þau Andrés móðurbróðir hennar Reykdal og Guðrún kona hans hana í fóstur, og ólst hún iupp á heimili þeirra í Winnipeg og síðar í Árborg. Þar átti hún góða æsku á velmegunarheimili hjá góðum fósturforeldrum og fóstursystur, Mabel að nafni, en hún er nú gift PjH. Clemens Winnipeg. Hún var einnig í nánum tengslum við foreldra sína og systkinin. Hún gekk fyrst í skóla í Winnipeg og síðan í Árborg og loks lagði hún stund á verzlunarnám í St. Marys Aca demy í Winnipeg. Rúna var dug mikil og greind, listvirk og traust glæsileg kona og glaðlynd. Hún stundaði bankastörf og fleira áður en hún giftist Halldóri S. Erlends syni, er síðar var lengi kaupmað ur j Árborg og verzlaði með land búnaðarvélar. Þau giftust 1919 og reistu sér myndarheimili í Árborg og áttu þar heima til æviloka. Rúna lagði mikla rækt við heimili sitt en tók einnig mikinn þátt félagsmálum, t.d. í safnaðarstarfi — var um tíma kirkjuorganisti og kennari við sunnudagaskóla safn- aðarins og gegndi einnig for mennsku í kvenfélagi byggðarinn ar og Bandalagi lúterskra kvenna. Á stríðsárunum starfaði hún og mjög í Rauða krossinum. Þau eignuðust þrjá syni, Andrés, er jlézt uppkominn, þórhall, sem er einhleypur og var lengst af heima, og Theódór búsettan í Temple City í Kaliforníu. Auk þess ólu þau upp fósturson, Bryan, sem oú-, settur er í Chilliwack. Árið 1952 fékk Halldór maður Rúnu slag og lá eftir það rúm- fastur og ósjálfbjarga heima í níu ár. Mér er í minni þessi stóri og myndarlegi maður, þar sem hann lá I rúmi sínu aflvana, með heiðan svip æðruleysis og karl- mennsku, og hin ljúfa og þolin- móða hjúkrun konu hans, sem þó varð að vinna sem hún mátti til þess að framfleyta heimilinu. Hún vann þá mjög að listmunagerð heima, einkum leðuriðju. Halldór lézt 1961, og eftir bað fór Rúna að vinna úti, gerðist bókhaldari á læknisstofu í bænum. Hún var orðin slitin af löngu erfiði en þó hress vel og hafði yndi af þvi að geta sinnt mikilvægum störf- um í samfélaginu. Þess vegna mun hún ef til vill ekki hafa ætlað aldri sínum af. Síðdegis á gamlársdag um ára- mótin 1965—66 ók yinnufélagi henni heim að húsdyrum. Frænd- kona hennar, sem hún hafði náin Andrea Johnson kynni við, hringdi til hennar snemma á nýársdag, en fékk cksi svar. Var þá farið heim til hennar, og fannst hún örend á stofugóifi innan við dyrnar í yfirhöfn, hafði ek'ki einu sinni haft ráðrúm til þess að fara úr henni, er hún kom heim kvöldið áður og dauð- inn kallaði svo snögglega að. Guðrún Anna kom til íslands sumarið 1964 og dvaldist hér hjá ættfólki sínu um tíma. Hafði hún ánægju af þeirri för, og það ekki síður af dvöl hennar hér. Hún var víðsýn kona og vel menntuð, höfðingi f lund og gerð. Andrea systir hennar Johnson var fædd í Akra 1891 og ólst upp í foreldrahúsum og komu snemma fram hjá henni svipaður dugnað- ur og forystuhæfileikar sem hjá föður hennar. Hún giftist Edward L. Johnson og bjuggu þau alla ævi í grennd við Arborg. Hann lézt 1964. Þau áttu ekki börn en ólu upp þrjú fósturböm. Andrea var greind kona og atorkusöm mjög. Hún var ritfær aljvel og skrifaði stundum greinar um hér- aðsmál, og hún hafði ýndi af þjóð- legum fróðleik og ættfræði og skráði sitthvað um það á síðari árum. Hún var kunn kona fyrir félagsstörf í búnaðarmálum í Mani tobafylki og í margs konar líknar starfi og kvenfélagsmálum. Húu var lengi framarlega í stjórn Bændasambands Manitoba, sem einnig var samvinnufélag um ýmsa verzlun og afurðasölu, og formað- ur kvennasamtaka þessa sambands um alllangt skeið. Hún átti sæti á heimsþingi samtaka bænda- kvenna í Washington 1936 og nun gegndi gjaldkerastarfi í stjórn bændafélagsins í heimabyggð sinni um 30 ára skeið. Þá lét hún heilbrigðismál mjög ti) sín taka og var meðal helztu hvata- manna að stofnun sjúkrahúss i Árborg. og formaður sjúkrahús- stjórnar á annan áratug. Fyrir nokkrum árum missti hún andlega heilsu og dvaldist síðustu árin á hæli, þar sem hún 'ézt 5. febrúar 1966. Síðan ég kynntist þessum tveim ur mikilhæfu frænkum mínum á skemmtilegri kvöldstund i heima byggð þeirra fyrir sex árum, hafa þær verið mér hugstæðar, og ég varð þá og síðar margs af þeim vísari um kjör og örlög íslenzks fólks, er ég vissi deili á, þar vestra. Og fyrir þessi stuttu_ kynni er ég innilega þakklátur. Ég veit, líka, að þeir sem kynntust Rúnu Er- lendson í ferð hennar hér heima, minnast hennar einnig með hlýj- um hug. Andrés Kristjánsson. Hríseyingar Fýrirhugað er að halda Hrísey- ingamót 25. febrúar 1967, ef næg þátttaka fæst. Góðfúslega tilkynið þáttöku i síma 12504 eða 40656 fyrir 30. janúax n. k. SKEMMTINEFND.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.