Tíminn - 02.02.1967, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.02.1967, Blaðsíða 1
Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. Útbreiðsluvika Rauða krossins hafin: BLÓÐBÍLLINN NÚ TBKINN í NOTKUN Borgarráðsmenn gáfu blóð í gær Borgarstjórinn í Reykjavík, Geir Hallgrimsson (t. h.) gefur blóS og (t. v.) gefur Kristján Benediktsson borgarráSs- maður blóS, en yfir þeim hangir stór og mikil loftmynd af Reykjavík. (Tímamyndir K.J. Framboðslisti Framsóknarflokks- ins í Norðurlandskjördæmi vestra IQÞ-Reykjavík, miðvikudag. Ákveðinn helur verið framboðs listi Framsóknarr..anna í Norður- landskjördæmi vestra við næstu Alþingiskosningar. Ákvörðun um listann var tekin á framhaldsaðal- fundi kjördæmisþings, sem hald- inn var í Húnaveri sunnudaginn 29. janúar. Samþykkt var sam- hljóða að framboðslisti flokksins skyldi vera skipaður sömu mönn- um og við síðustu kosningar tili Alþingis. Listinn er þanuig skip-| aður: 1. Skúli Guðmundsson, alþingis- maður. 2. Ólafur Jóhannesson, alþingis- maður. 3. Björn Pálsson, alþingismaður 4. Jón Kjartansson, forstjóri í Reykjavík 5- Magnús H. Gíslason, bóndi, Frostastöðum 6. Guðmundur Jónasson, bóndi, Ási 7. Jóhann Salberg Guðmunds- son, sýslumaður, Sauðárkróki 8. Sigurður J. Líndal, bóndi Lækjarmóti 9. Gunnar Oddsson, bóndi Flata tungu 10. Bjarni M. Þorsteinsson, verk stjóri, Siglufirði. KJ-Reykjavík, miðvikudag. Útbreiðsluvika Rauða kross ís- lands hófst í dag, og af því til- efni ræddu þeir dr. Jón Sigurðs- son borgarlæknir formaður RKÍ og Ólafur Stephensen, fram- kvæmdastjóri samtakanna við fréttamenn. Blóðbíll RKÍ var tek- inn í notkun í dag, með því að ihorgarstjóri og borgarráðsmenn ,gáfu blóð, sem bíllinn flutti í Blóð bankann, en með blóðbílnum er miklu takmarki náð í starfsemi RKÍ. Áherzla verður nú lögð á að efla Hjálparsjóð RKÍ og verð- ur leitað til einstaklinga og fyrir- tækja í því sambandi. Ólafur Stephensen ræddi nokk- uð um útbreiðsluvikuna og starf- ið á árinu 1966. Lögð verður áherzla á að kynna starf RKÍ í útbreiðsluvikunni og einkunnar- orðin eru: Bjargið lífi — gefið blóð. Útbreiðsluvikunni lýkur á Öskudaginn, sem er árlegur fjár- söfnunardagur Rauða krossins, og verða þá merki seld um land allt, og Öskudagsfagnaður verður á Hótel Sögu. Ólafur sagði, að í des. sl. hefði Forseti íslands undirritað viðbót við Genfarsáttmálann um bann við notkun eitur og sýklaefna í hernaði, en Rauði kross fslands hafði mælt með því við utanrík- isráðuneytið að samningurinn yrði undirritaður fyrir íslands hönd. Þá samþykkti Forseti íslands hinn 10. des. á stofndegi Rauða kross íslands, tillögu nefndar heið j ursmerkis Rauða kross íslands um ] að sæma þá Gísla Jónasson fyrrv. skólastjóra, sr. Jón Auðuns dóm- prófast og Óla J. Ólason stórkaup mann heiðursmerki RKÍ, annars stigs fyrir störf í þágu Rauða kross mála. Alls bera nú 21 heið- ursmerki RKÍ. Sjúkrabifreiðir Reykjavíkur- deildar RKÍ fóru í 8.243 sjúkra- flutninga á árinu 1966, en deild- in hefur nú rekið sjúkrabifreiðir i 40 ár í Reykjavík. Sjúkrabif- reiðarnar eru starfræktar frá Framhald r bls. 14 Sovézkir borgarar fluttir í stórhópum frá Peking NTB-Peking, miðvikudag. Fjölskyldur sovézkra sendifull- trúa og fréttamanna í Peking verða fluttar brott, segir i áreið- anlegum heimildum í Peking í dag. Hefjast brottflutningarnir á laugardagskvöld, er fjölskyldur blaðamannanna flytjast lieim úl Moskvu. Sovézki skólinn, sem hefur að- setur í sendiráðsbyggingunni í Peking verður lagður niður seinni hluta þessarar viku, en börn frá öðrum Austur-Evrópurikjum ganga í þennan skóla. Brottílútn- ingurinn nær til mörg hundruð kvenna og barna. Ástæðan til þessara aðgerða eru mótmælaað- gerðir þær, sem Rauðir varðlið- ar hafa staðið fyrir undanfarið við sovézku sendiráðsbygginguna. í dag fengu Frakkar að finna fyrir útlendingahatri Rauðu varð- Enn ein mistök USA í Vietnam: Gerðu loftárás á eigin hermenn NTB-Saigon, miðvikudag. i dagrenningu í morgun vörp uðu bandarískar herþotur tveim sprcngjuin á bandaríska sjóliða, af misgáningi. Voru þoturnar í árásarferð í Suður- Vietnam. Tveir hermenn fór- ' ust og 11 særðusí. Málsvari Bandaríkjamanna í Saigon sagði j dag, að árásin hefði beinzt að stöðvum Vietcong í bænum Quang Ngai, en sam- tímis hefðu sjóliðarnir gert árás á bæinn. Vietcong hefur lýst yfir vopnahléi í fjóra daga frá og með 8. febrúar í tilefni ný- 'árshátjðarinnar í landinu og jafnframt látið þess getið, að vopnahléið verði framlengt um þrjá daga, ef andstæðingarnir fallist á það. Þær fréttir bárust frá suður- vietnömskum hersveitum í dag að 51 skæruliði hefði verið felldur í ofsalegum bardögum í Mekong-óshólmunum. Hafi stjórnarherinn fundið mikið magn af hergögnum á þessum slóðum. Vegna þéttrar þoku voru ekki farnar neinar ferðir til loftárása á Norður-Vietnam í dag, en sjóorrusta var háð fyrir utan strönd Norður-Viet- nam. Frambaid a bls. 14- liðanna. Veitzt var að frönskum sendifulltrúa og konu hans, sem lentu í bifreiðaárekstri í Peking. Sendifulltrúinn var dreginn út úr bifreið sinni og hindraður í að ganga til sendiráðsins. Lögregla 'bannaði Rauðu varðliðunum að meiða sendifulltrúann, en samt tók það hann sjö klukkustundir að komast til sendiráðsins. Kona hans sat eftir í bílnum, sem Rauð ir varðliðar börðu að utan og útötuðu í áróðursmiðum. Enn eru viðsjár í Sinkian. Hong kongblaðið Star segir í dag, að leiðtogi Mao-andstæðinga í Sinki- and, Wang En-mao hafi hótað að tsk-a á sitt vald kjarnorkuvopna- búr Kínverja, sem er í Singkiang, ef Mao-menn réðust inn í héruðið. Kínverskar hersveitir hafa nú ráðist inn í borgina Shihotzu í Sinkiang og hrakið Mao-andstæð- inga upp til fjalla. Segir á vegg- spjöldum í Peking, að Mao-and- stæðingar hafi ekið brott úr borg inni á 46 bílum hlöðnum þjóf- stolnu góssi. Segir og, að fjórar bifreiðanna hafi verið hlaðnar lík- um Rauðra varðliða. • Seint j kvöld héldu um 80 kín- verskir stúdentar frá Moskvu til Peking, en þeir hafa horfið frá Framhald a bls. 14- Valtýr Bjarnason yfirlæknir BlóS- bankans við skápinn sem geymir all- ar birgðir bankans — skápinn sem ávallt á að vera fullur af blóðflösk um, en ekki hálfur eins og í gær. DEILT VIÐTAL VIÐ NLF- NTB-Lundúnum, miðvikud. Brezka blaðakonan Gloria Stewart staðfesti í dag að gefnu tilefni þau ummæli, sem hún hafði eftir háttsett um embættismanni þjóð- frelsislireyfingarinnar í Vietnam, að frelsishreyfing in væri fús til samninga við Bandarfkjamenn um frið . Vietnam, án bess aö sér- stökum skilyrðum yæri full- nægt. Hrakti nún fullyrðingar Framhald a bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.