Tíminn - 02.02.1967, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.02.1967, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 2. febrúar 1967 TÍMINN MINNING Georg K. Brönsted, lektor Húin 27. des. síðastliðinn andað i'St fyrrverandi menntaskólalektor og kennari við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn, George Brön- sted. George Köes Bröndsted var Lxóð ir dr. phil. Johs. Brönsted, for- stjóra ÞjóSminjasafnsins danskta og dr. phil. Holger Bröndsted, fyrrv. lýðháskólastjóra. Þessir bræður voru af gamalli danskri prestaætt og rótfastir mjög í gamalli tþjóðlegri menningu eins og hún gerist bezt meðal danskra háskólaborgara. George Bröndsted iágu málefni Suður-Jótlands mjög á hjarta og var hann um ánahil menntaskóla- kennari í Aabenraa. Aðalgreinar hans við cand. mag. próf voru dianska, enska og þýzka, munu fá- ir Danir bafa haft annað eins vald á danskri tungu og hann og enskumtaður var hann afburðagóð ur. Að loknu átta ára kennslustarfi í Aabenraa flutti lektor Brönd sted til Kongens Lyngby og gerð- ist kennari við menntaskólann þar, en þar var íslendingurinn Sigurður Sigtryggsson rektor í nokkur ár. Þegar Bröndsted komst á eft- irlaunaaldur 1952 var bann oft forfallakennari í Suður-Jótlandi og áhuginn á því að kynna öðr- um danska tungu og menningu varð tiLþess, að hann lagði leið SÍSia til íslands veturinn 1959. í liðlega tvo mánuði leiðbeindi Bröndsted í dönsku í öUum ísl. menntaskólunum, Kvennaskólan- um í Reykjavík, Hlíðardalsskólan- um, Samvinnuskólanum auk margra giagnfræðaskóla. Á þessum 'tíma kynntist hann fjöida manna og var, að því er ég bezt veit hvers manns hugljúfi. Allt fram á síðasta sumar þegar ég hitti hann síðast, spurði hann eftir íslenzkum vinum sínum, var mér oft undrunarefni hversu vel þessi aldraði maður mundi nöfn manpa, sem bann hafði aðeins ver- ið samvistum við í nokkra daga. Áhugi hans á öðru fólki og djúp- stæður miannkærleikur leiddu huga hans mest til þeirra, sem á einhvern hátt voru hjálparþui 'i. Þegar hann hafði fengið nýjustu fréttir af þeim, sem í vanda voru staddir, gat hann tímunum saman rifjað upp giamlar minn- ingar með íslenzkum vinum. IJann fór í huganum viða um landið. Vetrarkvöld í Krýsuvík á leið til Hlíðardalsskóla leið hon- um að ég held aldrei úr minni Og eins minntist hann með þakk látum huga samverustunda með nemendum og skólastjóra. Heim- sókn í íslenzka torfkirkju í fylgd ■með Þórarni Björnssyni skóla- meistara var meðal hans hugljúf- ustu minninga. Ferð til Þingvallia, Guðrún Andrésdóttir frá Hemlu í dag er til moldar borin Guð- rún Andrésdóttir frá Hemlu, Rang árvöllum. Guðrún var fædd 13. apríl 1880, og ólst upp hjá for- eldrum sfnum á því merkisheimili, þar til hún giftist Jóni Ólafssyni frá Uxahrygg, og stofnuðu þau þar bú. Börn þeirra eru: Ólafur bygginga meistari Rvk., Lilja húsfreyja Rvk., Marel bifreiðastjóri, Selfossi, Andrés byggingaverkam., Rvk., og Guðbjartur forstj. Selfossi. Eftir 21 árs hjónaband missti Guðrún mann sinn og var þá ein uppistand andi með sinn stóra barnahóp. Eldra fóll;, sem man tíðarandann og erfiðleikana á þeim tímum, mun betur skilja hversu mikið afrek það var hjá Guðrúnu að bjarga sér og sínum áfram. Komu þá fram hjá henni þeir beztu eigin leikar, sem íslenzku alþýðufólki eru gefnir, vinnusemi, ráðdeild og óbilandi trú á góðan Guð. Um ára- bil var Guðrún hjá bróður sínum, Sighvati Andréssyni, bæði að Ár- tungum og Ragnheiðarstöðum, og það eru hlýjar minningar og þakk laeti sem fylgja henni frá öllu frændfólkinu frá Ragnheiðarstöð- um. Guðrún bar gæfu til þess, að sjá barnahóp sinn komast upp og naut í ellinni kærleiks þeirra og bama barnanna. Hér í Reykjavík bjó hún hjá syni sínum Ólafi Jónssyni bygg- þar sem Kristján Eldjárn var leið- beinandi, var samanofin minning- unni um tnikla menningarsögu. Viðtökur á íslenzkum heimilunum voru honum kært umræðuefni og eiins brennandi áhugi nokkurra kennara, sem hann kynntist. Sér- staklegia minntist hann dvalar sinnar á heimili frú Guðrúnar Helgadóttur, skólastjóra, sem hann mat mjög mikils. Háskóla fslands gaf Bröndsted góðar gjafir, en til vísindaiðkana hneigðist hugur bans mjög. Síð- asta verk hans, Havfruens Saga, kom út eigi alllöngu fyrir dauða hans, en að því verki hafði hann unnið vel og lengi í tómstundum sínum. George Bröndsted var sannur fulltrúi hinnar humianistisku menningar, sem var aðalsmerki menntamanna á öndverðri þessari öld en gerist nú æ fágætari. Hin víðfeðma klassiska menntun, sem hann hafði aflað sér er nú mjög sjialdgæf síðan áhugi og( viðfangs- efni háskólamanna urðu fleiri og með öðrum hætti. Ég held, að allir sem kynntust þessum ágæta manni og hlutu vin- áttu hans hafi vaxið af þeim kynn |um og orðið betri menn eftir en ! áður. i Betri orðstír getur kennarj naumast hlotið. Ólafur Gunnarsson. George K. Bröndsted, sem minnst er hér að framan var hag- mæltur vel en flíkaði lítt kveð- skap sínum. Hér birtist eitt kvæða hans í þýðingu Ólafs Gunnarsson- ar. Tvær verndardísir vegi mínum lýsa, þær veita líf og skjól, þeim ann ég trúr. Bölsýni og trega á bug þær ör- uggt vísa og birfa sólar fylgir hverri skúr. Vildi ég grípa gleði heimsins alla, hún gekk á braut og nvarf í skuggaveldi. í skaut mér varla vínber göfug falla, en vinarhönd þau öll mér þrosk uð seldi Eitt kvöld var kvalahúm j mín- um ranni, um kviku hugans læddust svart- ■ar myndir. Andhverfa lífsins illskubálin kyndir. Eldskriftin ristir rúnir ræðar fá- um. Þá sá ég stjömu blika á himni háum og hún var gleðiboði þreyttum manni. ingam., og hélt jafnframt heimili fyrir son sinn, Andrés. Löngu lífi merkiskonu er lokið, megi ísland eignast fleiri slíkar. Karl Jóliann Karlsson. LEÐUR — NÆLON OG RIFFLAÐ GÚMMÍ. Allar sólningar og aðrar viðgerðir afgreiddar með stuttum fyrirvara. Skóvinnustofan Skipholti 70 (inngangur frá bakhlið.) Sinféníutónleika Flutning nýrra verka, sem ekki hafa verið flutt hér áður, má telja til merkisviðburða. Það er ekki daglega að við heyrum hér, stórverk á borð við t.d. 9. sinfóníu Beethovens sem Sinfóníuhljómsveitin, á- samt söngfólki kom á framfæri á s.l. starfsári. — Þó miðar þessu öllu jafnt og þétt áfram og bráðlega má vænta Missa Solemnis. — Á síðustu tónleik- um hljómsveitarinnar var fl.utt, hér í fyrsta sinn, Stabat Mater, eftir pólska tónskáldið Koral Szymanowski (1882—1937). Hann mun þó öllu kunnari sem höfundur píanó-tónsmíða enda sjálfur ágætur píanóleikari. — Stabat Mater er Polyfón-kór- inn og Sinfóníuhljómsveitin, fluttu nú, er ekki kirkjuverk í þess orðs merkingu, þótt notaðui sé latneskur texti. Verkið á mikið fremur heima í konsertsal, og nær þar fylii- lega rétti sínum. Hinir sex þætt ir verksins, búa yfir einföldu tjáningarformi, sem mjög að- gengilegt má kalla við fyrstu heyrn. Það er hins vegar öllu erfiðara, að koma söngröddun- | um, með sínum vandsungnu stökkum vel til skila. Á Guð- rúnu Tómasdóttur hvíldi sópr- an-hlutverkið, og gerði hún því j í heild ágæt skil. Röddin er jöfn og býr yfir þeirri rósemi, sem fellur vel að slíkum söng. Hlutverkið krefst góðrar heyrn ar-hæfni, og veittist Guðrúnu það létt og eðlilegt. — Alt- röddina fór Sigurveig Hjalte- sted með, og er sú rödd einnig kröfúhörð sönglega séð. Sigur- veig gerði sínuhi hluta ágæt skil og tókst henni vel að þræða hin ólíkustu tónbil far- sællega. — Þá fór Guðmundur Jónsson með bariton-röddina, og var mikill styrkur í rödd hans, þótt annar þáttur verks- ins yrði risminni en t.d. sá fimmti, þar sem rödd hans naut sín betur. — Polyfón- kórinn hefir undir stjórn Ing- ólfs Guðbrandssonar, æft þetta verk, og þar sem starfssvið kórsins, hefir til þessa að mestu verið innan veggja Kristskirkju, hefir það eðli- lega vakið áhyggjur, hvernig kórnum myndi reiða af, á hinu nakta og stóra svioi Háskóla- bíós. Hvað mundi hljómburður segja o.s.fr. Niðurstaðan varð sú, að söngur kórsins hljómaði vel í húsinu, og hinn fíngerði söngur hans, var einnig til á- taka, þegar þess þurfti með. Sameining raddana er sem fyrr jöfnuð og samræmd því eðli, sem sú músík byggir á er kor- inn flytur, eða hinu polyfon- iska. Það var ferskur blær yfir söng kórsins, og ánægjulegt að kynnast Stabat Mater í túlkun hans, með góðri aðstoð hljóm- sveitarinnar, og undir hinni myndugu stjórn samlanda Szy- manowskis — Bohdan Wodic- zko. — Það þarf elju og dugn- að til að flytja verk á borð við Missa Solemnis en til að kynna lítt kunn verk, sem Stabat Mater þarf bæði kjark, elju og dugnað, og hann ber, að þakka öllum, þeim aðilum er komið hafa þvj á framfæri. Önnur hljómsveitarverk þess ara tónleika voru, concerto- grosso No. 10 eftir Handel og fimmta Sinfónía Beethovens. Það má segja að með tveim fyrstu töktum sinfóníunnar séu örlög fyrsta þáttarins ráðin Að þessu sinni urðu þeir ör- legaríkir, því með þeim náðist ekki sá rammgeri svipur, sem einkennir þann þátt. Þótt í öðrum þætti kæmu víða fram fallegar línur og sérlega undir lokin, varð heildartúlkun verks ins ekki eins mögnuð og við hefði mátt búast, þar sem verk- ið hefir verið lengi í deiglunni og var eitt með því fyrsta sem hljómsveitin flutti á sínum tíma. í stjórn Bohdan Wodic- zko skorti hvorki vilja né stór- hug, en bæði er of fáliðað í mörgum hljóðfærum og fyrir kemur að bregðast krosstré sem önnur. Efnisskráin var vel og smekklega samræmd, og hin uppbyggilegasta. Unnur Arnórsdóttir. ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR úr harSpIasti: Format innréttingar bjóða upp á annað hundrað tcgundir skópa og litaúr- val. Allir skópar meS baki.og borðplata sér- smiðuS. EldhúsiS fæst mcð hljóðeinangruS- um stálvaski og raftækjum of vönduðustu gcrð. - ScndiS eSa komið meS mál af eldhús- inu og viS skipuleggjum cldhúsiS samstundis og gerum ySur fast vcrStilboS. ótrúlega hag- stætt vcrS. MuniS aS söluskattur er innifalinn í tilboSum frá Hús & Skip hf. NjótiS hag- stæSra greiðsluskilmála og _ _ _ lækkiS byggingakostnaSinn. HÚS & SKIP hf. LAUGAVEGt II ■ tlMI Glilt BÆNDUR K. N. Z. SALTSTEINNINN fæst í kaupfélögum um land allt. íslenzkur heimilisiSnaður, Laufásveg 2. Höfum mikið úrval af fal- legum ullarvörum, silfur- og leirmunum. tréskurði. batik munsturbókum og fleira. íslenzkur heimilisiðnaður, Laufásveg 2.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.