Alþýðublaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 1. maí 1985 -^RITSTJORNARÖREIN Fram til sóknar Barátta íslenskrar verkalýðshreyfingar fyrir bættum kjörum launamanna er óneitanlega samtvinnuö stöðu og þróun íslenskra stjórn- mála. Ekki síst um þessar mundir, þegar í iand- inu situr ríkisstjórn, sem hefur ítrekað sýnt sig af því að metahagsmuni launafólks lítils i sam- anburði við óendanlegar lúxusþarfir stóreigna- manna og kaupahéðna. Stundum hefur því verið halið fram að unnt sé að heyja verkalýðsbaráttuna á þröngum fag- legum grunni eins og það hefur verið nefnt. Þetta hefur þýtt að verkalýðshreyfingin, eigi ekki að blanda sér inn í almenn stjórmál, eigi sem mest að vera óháð pólitískum straumum Islensks flokkakerfis. Þessi viðhorf eru skiijan- leg, því stundum hefur því miður borið á því að leiðtogar í verkalýðshreyfingunni taki hags- muni flokka sinna fram yfir baráttu verkalýös- hreyfingarinnar. En vitanlega verður raunveru- leikanum ekki tviskipt á þennan hátt. Hvort sem mönnum líkarþað betureðaverr, þátengj- ast verkalýðsmálin og kjaramálin öðrum mikil- vægum þjóðmálum, sem tekist er á um á vett- vangi stjórnmálanna,áAlþingi og víðar, þannig að verkalýðshreyfingunni er gjörsamlega ókleift að standa utangátta á þeim sviðum. Það er köld og nöpur staðreynd að íslensk verkalýðshreyfing hefur átt í vök að verjast á síðustu árum. Síaukin afskipti ríkisstjórna af málefnum vinnumarkaðarins, afskipti sem eru einkanlega I formi bráðabirgðalagasetningar um kjaraskerðingar, hefur leitt til sífellt minnk- andi kaupmáttar almennings og kjararýrnunar hjá launafólki. Samtökum launafólks hefur ekki tekist að spyrna við fótum, þótt á lífskjörin hafi ítrekað verió gengið. Það hefur sigið á ógæfuhliðina og launafólk þúsundum saman, hefur margt hvert bókstaflega fundið jörðina gliðna undan fótum sér. Misskiptingin á þjóðarverðmætum hefur aukist hröðum skrefum, þannig að þjóð- inni hefur verið skipt upp I tvo hluta; þá sem hafa sitt á þurru og raka saman fé og aftur hins stóra meirihluta, almenna launamenn, sem eiga I ómældum erfiðleikum með aó sjá sér og sínum farborða. Núverandi ríkisstjórn og sam- tök atvinnurekenda hafa spilað fjórhent þetta meginstef sérhyggju og gróðahyggju. Þrátt fyrir margyfirlýsta stefnu og loforð stjórnvalda, aðþau hyggistekki hafaafskipti af samningum aðila vinnumarkaðarins, þá hafa þau fyrirheit verið svikin jafnharðan og kjara- bætur sem verkalýðshreyfingin hefur samið um I kjarasamningum hafa verið hrifsaðar til baka jafnharðan beint og óbeint af ríkisvald- inu. Nú er svo komið málum, að ríkisstjórnin segist umbúðalaust ætla að standa að gerð komandi kjarasamninga með aðilum vinnu- markaðarins. Það er með öðrum orðum full- Ijóst að bein aðild núverandi ríkisstjórnar að gerð komandi kjarasamninga mun ekki gera verkalýðshreyfingunni auöveldara fyrir, því nægilega hefur Vinnuveitendasambandið eitt sér verið þversum og snúið þegar sanngjarnar kröfur verkalýösins eru fram bornar. En nú er það hinn tvíhöfða þurs ríkisvaldsins og VSÍ, sem íslenskur verkalýður þarf að kljást við. Einhverra hluta vegna hefur verkalýðshreyf- ingunni ekki tekist að stilla saman strengi ís- lenskra launamanna til framsóknar I sann- gjarnri kröfu um mannsæmandi laun fyrireðli- legt vinnuframlag. Það hefur vantað neista. Skiljanleg og mögnuð óánægja fólks með kaup sitt og kjör hefur frekast sveigst út á brautir biturðar og vonleysis fremur en að verkalýðshreyfingunni hafi tekist að virkja hið ósigrandi afl fjöldanstil kraftmikillastarfa, sig- urgöngu og umbóta. Staðreyndin er því miður, að það hefur sigið á ógæfuhliðina. Kjörin hafa versnað. Það er hinn kaldi sannieikur. Það er mikilvægt að snúa við blaði og blása til sóknar. Jafnaðar- menn munu nú eftir sem áður standa fast að baki verkalýðshreyfingunni í réttlætisbaráttu hennar fyrir stórbættum kjörum verkafólks. Alþýðublaðið sendir verkafólki hugheilar baráttukveðjur I tilefni dagsins. —GÁS. sýnir verkalýðshreyfingin samtakamátt sinn og sigurviija með því að fyikja einhuga liði í kröfugöngum og á fundum verkaiýðsféiaganna. Höfnum sundrungu, treystum raðirnar og búumst til baráttu fyrir mannsæmandi lífskjörum. Berum kröfur samtaka okkar fram til sigurs.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.