Alþýðublaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 12
12 Miðvikudagur 1. maí 1985 L maí-ávarp Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB og INSI Berjumst fyrir frelsi og jafnrétti Á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins fylkjum við Iiði, lítum yfir farinn veg, hugum að verkefn- um næstu framtíðar, minnum á hugsjónina um frelsi, jafnrétti og bræðralag og búum okkur til átaka um aukin réttindi og betri lífskjör. íslenskt launafólk hefur á und- anförnum tveimur árum mátt sæta harkalegri árásum á kjör sín og mannréttindi af hálfu ríkisvaldsins en þekkst hefur um árabil. Samningsrétturinn var afnuminn á vordögum 1983 og lögfest bann við visitölubindingu launa. Þó okkur hafi tekist að knýja stjórnvöld til þess að afnema bann við gerð kjarasamninga er enn bann við hverskonar vísitölubindingu launa. Allt bendir þó til þess að þau lög verði ekki framlengd. Þá fyrst höfum við endurheimt að fullu samningsrétt okkar. Þýðingarmesta viðfangsefni okkar nú er því að móta markvissa áætlun um endurheimt og tryggingu þess kaupmáttar, sem var fyrir afnám samninga 1983. Til þess að hrinda þeirri áætlun í framkvæmd þarf einhuga og samhenta verkalýðs- hreyfingu, þar sem allir félagsmenn eru virkir þátttakendur. Markmið okkar eru .því skýr og ótvíræð. — Við stefnum að endurheimt kaupmáttarins. — Við stefnum að tryggingu kaupmáttar. — Við stefnum að sérstakri hækkun lægstu launa. Verkalýðsfélögin líta einnig fram á veginn og aldrei má gleymast sú skylda sem á þeim hvílir, að gæta hagsmuna þeirra sem minnst mega sín, að berjast fyrir auknu frelsi og meiri jöfnuði, að berjast fyrir þjóð- félagsbreytingum sem leiða til þess að af vinnandi fólki verði aflétt vinnuþrældómi annarsvegar og öryggisleysi óstöðugrar atvinnu hinsvegar. — Þvi viljum við mannsæmandi eftirlaun fyrir launafólk. — Við viljum atvinnuöryggi fyr- ir fiskverkunarfólk. — Við viljum mannsæmandi starfsumhverfi og vinnuað- stæður fyrir allt vinnandi fólk. — Við viljum dagvistarrými fyr- ir börn þeirra foreldra sem þess óska. Við okkur blasir misskipting auðsins, sóun og rangar fjárfesting- ar. Við krefjumst nýrrar atvinnu- stefnu sem tryggi skynsamlega ráð- stöfun fjármuna í atvinnulífinu, at- vinnuöryggi og rétt vinnandi fólks til að hafa áhrif á fjárfestingar og vinnuumhverfi. Við vitum að launafólk er að slig- ast undir nær óbærilegum húsnæð- iskostnaði. Hundruð fjölskyldna um land allt standa nú frammi fyrir því að geta ekki staðið í skilum með afborganir af lánum. Við blasir eignaupptaka og húsnæðismissir, verði ekki að gert. Ungt fólk getur ekki eignast íbúðir, leiguhúsnæði er dýrt og af skornum skammti. Þess vegna krefjumst við tekju- jafnandi skattakerfis og mótmæl- um hugmyndum um virðisauka- skatt. — Við krefjumst öryggis til handa leigjendum og bygg- jngu leiguíbúða á félagslegum grundvelli. — Við krefjumst aukins fjár til verkamannabústaða. — Við krefjumst varanlegra / lausna í húsnæðismálum, / meðal annars með lækkun vaxta og lengingu lána. Við ítrekum enn að þá því að- eins getum við sætt okkur við verðtryggingu fjárskulda- bindinga að kaupmáttur / launanna sé einnig tryggður. Nú sem fyrr búa milljónir manna víða um heim við ófrelsi, ófrið, húngur og vanþekkingu. Bilið milli ríkra þjóða og snauðra hefur breikkað, mannréttindi eru fótum troðin og heilum þjóðum haldið í helgreipum hervalds. I Suður- Afríku ér fjölskyldum tvístrað, fólk 4 aðskilið eftir litarhætti, hinir hvítu og ríku drottna yfir hinum fjöl- menna svarta og fátæka meirihluta, í skjóli ógnar og ofbeldis. Vopna- búrin stækka, helsprengjum fjölg- ar, hverskonar stríðsrekstur og hernaðarbrölt er stóraukið. Árlega verja herveldin meiri fjármunum en þarf til að brauðfæða hina hungr- uðu og margfalt hærri upphæðum en nauðsynlegar eru til að útrýma sjúkdómum, ólæsi og örbirgð. — Þess vegna lýsum við for- dæmingu okkar á framleiðslu gereyðingarvopna. — Við lýsum samstöðu okkar með þeim sem berjast fyrir friði og afvopnun. — Við viljum að Alþingi lýsi því yfir að kjarnorkuvopn verði aldrei leyfð á íslandi. — Við viljum að Norðurlönd og hafsvæði norðursins verði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði. — Við mótmælum áformum um uppsetningu ratsjárstöðva og önnur aukin hernaðarumsvif á landi okkar. — Við lýsum yfir þeim vilja okkar að Island verði her- stöðvarlaust land, ptan allra hernaðarbandalaga. Á ári æskunnar blasir við okkur sú staðreynd að kynslóðir framtíð- arinnar munu alast upp í skugga gereyðingarvopna, sem geta eytt allri heimsbyggðinni margfaldlega. Hvenær sem er getur tortímingin orðið jafnvel fyrir slysni eina sam- an. Á ári æskunnar er það hlutskipti milljóna vel menntaðra ungmenna i iðnríkjum vesturlanda að fá enga vinnu. Sköpunargleði og at- hafnaþrá fá ekki útrás, með þeim afleiðingum meðal annars, að margvísleg vímuefni eyðileggja líf og framtíð þeirra sem verst verða úti, en á sama tíma eiga milljónir ungmenna engan kost á menntun. Aldrei fyrr hefur mannkynið átt jafn mikinn auð, aldrei áður hefur tækniþekkingin staðið á hærra stigi, aldrei fyrr hafa menntunar- möguleikar verið jafn miklir. Aldrei áður hefur mannkynið átt betri möguleika á að búa æskufólki sínu bjarta framtíð. Með hugsjónina um frelsi, jafn- rétti og bræðralag mun verkalýðs- hreyfingin berjast fyrir þjóðfélagi framtíðarinnar, þjóðfélagi þar sem auður og þekking sem verkafólk skapar með vinnu sinni er tekið í þjónustu þess, þjóðfélagi þar sem jöfnuður ríkir. KJARABÆTUR án KOLLSTEYPU LAUNASEÐILL LAUNASfimLER sWMDflÐ I ■ I u I.10.B4 lE IKNI1-4 G VeSTM. að með 11106 141 að a 6000 8000 NR. kjarasamningum á NA:TUR VI nna þattt.i hlifóaí UTREIKNAO GRLÚff GR L I F'QLDI , £ Manstu EIN.VERÐ sl. há'usti hækkaðPRa tölöt 127.93 40 «Cu | 1.68. Veiztu RT eftir áf þeirri kau eftir þýða beina kau upið um424% í krónu- 9 ó 67 2 99 hér UTSVAk SKATTAR SAMTALS KRONUR, UT9.LAUN Þetta að hefðbundnar aðferðir OKKMR VANTAR PÓLTÍ$ AFNE KT AFL S MA ÞETTA Hverni me£> SMAMMIÍMASAMNINGUM strajt til að afstýra kaupmáttarhrnni synir duga EKKI lengur. EM HEFUR VIT OG V RANGLÆ g LAUN FRÁDRÁTTUR phækkun. pmáttarske J.307 671> 299 rðingu. SóO l .124 2.43 1 LJA TIL AÐ I sumarsins. • afnámi tekjuskatts á almenn laun og lækkun útsvars strax 1985. • 3,5 milljarða framlagi til HÚSNÆÐISMÁLA á ári næstu 10 ár. • Sameiginlegum lífeyrissjóði fyrir alla landsmenn. • hækkun ellilauna og tekjutryggingar strax. Þetta eru KJARABÆTUR ÁN KOLLSTEYPU

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.