Alþýðublaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 1. maí 1985 Þungtímönnum á samningafundi. Frá vinstri: Ólafur Jónsson frá VSÍ, Torfi Hjartarson ríkissáttasemjari, Björn Jónsson, Benedikt Davíðsson, Snorri Jónsson, Böðvar Bjarnason, Guðmundur Þ. Guðmundsson, Magnús L. Sveinsson. Þeir unnu marga sigra á langri leið í verkalýðsmálunum og pólitíkinni: Hannibal Valdimarsson og Björn Jónsson. Björn Jónsson og verkalýðsbaráttan Björn Jónsson fyrrverandi ráð- herra og forseti Alþýðusambands íslands lést síðastliðinn föstudag. Með Birni er fallinn í valinn merkur oddviti íslenskrar verkalýðsbaráttu. Ekki aðeins innan hinnar faglegu verkalýðshreyfingar haslaði Björn sér völl, heldur og á pólitíska svið- inu; var þingmaður um áraraðir og síðar félags- og samgönguráðherra. Á 1. maí, hátíðis- og baráttudegi verkalýðshreyfingarinnar þykir Al- þýðublaðinu við hæfi að minnast Björns Jónssonar í máli og mynd- um. Björn fæddist á Úlfsstöðum í Blönduhlíð í Skagafirði 3. septem- ber 1916 og var því 68 ára gamall, þegar hann lést. Björn stundaði al- menna verkamannavinnu á Akur- eyri frá árinu 1932, en stúdent varð hann frá Menntaskólanum á Akur- eyri 1936. Frá 1946 til 1955 var hann hlélítið starfsmaður verkalýðsfélag- anna á Akureyri. Ungur hóf Björn Jónsson af- skipti af pólitík og verkalýðsbarátt- unni og var fljótlega kjörinn til trúnaðarstarfa á þeim vettvangi. Hann var kjörinn í stjórn Verka- Málin rœdd á ASl-þingi. Björn, Jón Karlsson frá Sauðárkróki og Stefán Ögmundsson. mannafélags Akureyrar árið 1944 og formaður þess félags árið 1947. Björn var kjörinn í miðstjórn Al- þýðusambands íslands árið 1954. Arið 1972 var Björn Jónsson kjör- inn forseti Alþýðusambands ís- lands og þeim starfa gegndi hann til ársins 1978. Hann var varaþingmaður Alþýðu- flokksins 1974—1978, en lands- kjörinn þingmaður fyrir Alþýðu- flokkinn í kosningunum 1978, V- |§| m 60 ára afmœli Alþýðusambands íslands og þing sambandsins 1976. Björn Jónsson, forseti ASI, ímiðið, honum til hœgri handar Eðvarð Sigurðsson, sem var um langt skeið formaður Dagsbrúnar og Snorrí Jónsson, þáverandi varaforseti ASI. Björn var kjörinn á þing fyrir Sósíalistaflokkinn árið 1957. Fyrstu tvö árin sem landskjörinn þingmaður, en frá 1959—1974 sem þingmaður Norðurlandakjördæm- is eystra. Björn sagði sig úr Alþýðu- bandalaginu (áður Sósíalistaflokk- urinn) árið 1968 og var kjörinn á þing fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna árið 1971. Hann gekk síðan í Alþýðuflokkinn árið 1974 og var í framboði fyrir flokkinn í Reykjavík í kosningum það ár. Björn tók hins vegar ekki sæti á þingi eftir þær kosningar, vegna heilsubrests. Á langri starfsævi á sviði stjórn- mála og verkalýðsmála gegndi Björn Jónsson fjölda annarra trún- aðarstarfa. Það er sjónarsviptir þegar Björn Jónsson hverfur af vettvangi ís- lenskra þjóðmála. Hans þáttur í ís- lenskri stjórnmála- og verkalýðs- málasögu er mikill. ◄ Sólstöðusamningarnir svokölluðu innsiglaðir í júní 1977; Torfi Hjartar- son, þáverandi ríkissáttasemjarí, og Björn Jónsson takast í hendur. Þar tókst verkalýðshreyfingunni að koma fram fjölmörgum umbótum og telja margir þá samninga hina bestu sem verkalýðshreyfingin hefur gert í seinni tíð. Það tókst hins vegar ekki fyrr en eftir langa og stranga kjaradeilu, þar sem verkalýðshreyfingin varð að beita hörðu, skœruverkföllum, yfirvinnu- banni, starfsgreinaverkföllum og fleirí aðgerðum. Þótti forysta ASI undir stjórn Björns Jónssonar hafa haldið einkar vel á spilum íþeirri samninga- gerð og ekki síður hvað varðar baráttuaðferðir. Þessir samningar voru síð- an eyðilagðir ífebrúar 1978 af hœgri stjórn, Framsóknar og íhaldsins, með svívirðilegum kaupránslögum. Verkalýðshreyfingin undir forystu Björns stóð hins vegar fast í báða fœtur og heimtaði samningana ígildi. Afleiðing- arnar urðu þœr, að í þingkosningunum í júní það ár fékk ríkisstjórnin hrikalega útreið, en verkalýðsflokkarnir, Alþýðuflokkur og Alþýðubanda- lag, unnu glœsta sigra. Þáttur Björn Jónssonar í afdrifaríkri þróun verka- lýðs- og stjórnmála á þessum tíma verður seint ofmetinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.