Alþýðublaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 1. maí 1985 7 tmimmim mim býlishúsum, sem F.B. byggði, og skipulagði stóran hluta af bygg- ingasvæði F.B. í Breiðholti, en það er í um 7 km. fjarlægð austur af miðbæ Reykjavíkur og eins og ég hefi áður nefnt, var F.B. fyrsti aðil- inn, sem hóf framkvæmdir í þess- um borgarhluta. I sambandi við vélvæðingu var þetta gert. Keyptir voru stórir kran- ar, sem gengu eftir spori. Einnig voru keypt stálmót. Þetta voru þá nýjungar, sem hafa reynst mjög vel síðan og að ráði Hallbergs var farið að nota forsteyptar einingar. Hvað þessi atriði varðar má segja, að F.B. hafi haft forgöngu hér á landi í vél- væðingu byggingariðnaðarins. Verkefni nefndarinnar var það stórt að mjög erfitt reyndist að fá aðal- verktaka til að taka það að sér. Ymsir sýndu verkefninu áhuga og var farin sú leið, að fá þá til að mynda verktakafélag, Breiðholt hf. Að því stóðu verktakafélög, verk- fræðingar og byggingameistarar. Gerður var samningur við aðal- verktakann um einingarverð, en F.B. lagði til krana og stálmót. Einnig samdi F.B. við ýmsa undir- verktaka og efnissala, eftir að út- boð höfðu farið fram fyrir milli- göngu Innkaupastofnunar ríkisins, sem veitti mikla og góða aðstoð við að koma fyrsta byggingaráfanga af stað. Eftir það sá F.B. sjálf um öll útboð. Samtals urðu byggingar- áfangar sjö talsins og voru þeir allir boðnir út. Samið var við Breiðholt hf. um 6 þeirra, en þann sjöunda parhúsin var samið við Ármanns- fell hf. Á árinu 1969 fór fram endurskipu- lagning á starfsemi F.B. eins og fyrr segir og var þá starfsliði fækkað í fimm manns, enda hafði þá allri hönnun og undirbúningi fyrir bygg- ingu 1250 íbúða verið lokið að mestu leyti. Þá var einnig sýnilegt, að mun lengri tíma þyrfti til að ljúka verkefninu, en upphaflega var ráðgert og ný framkvæmda- áætlun samin, sem gerði ráð fyrir að F.B. lyki verkefni sínu á árunum 1974 og 1975, og stóðst það, nema hvað byggingu parhúsanna seink- aði eins og áður var getið. Öll hús, sem Framkvæmdanefnd bygging- aráætlunar byggði voru full frá- gengin að utan og innan. Lóðum var einnig skilað frágengnum í hendur kaupenda. Tilgangi náð Ég tel að upphaflegur tilgangur með verkefni Framkvæmdanefnd- ar byggingaráætlunar hafi náðst í aðalatriðum. Eingöngu var byggt á Breiðholtssvæðinu og í húsum þeim, sem F.B. byggði þar búa nú um 6—7 þúsund manns. Húsnæð- iskostnaður í þessum húsum er miklum mun minni en almennt gerist, og þannig hefir þessi stóri hópur höfuðborgarbúa hlotið veru- lega kjarabót. Dómar manna um Breiðholts- hverfið sem slíkt voru lengi mis- jafnir. En eftir að aðstaða á sviði verslunar og viðskipta, menntunar, heilsugæslu og annarrar opinberrar þjónustu hefir batnað heyrast gagn- rýnisraddir sjaldnar en áður, og ekki verður betur séð, en að flestir íbúanna uni vel hag sínum í Breið- holtinu. Um það leyti, sem F.B. var að Ijúka verkefni sínu átti nefndin varasjóð sem ákveðið var með leyfi ráðherra, að verja til þess að reisa menningarmiðstöð í Breiðholti. Stefnt var að því, að þar yrði fjöl- breytileg aðstaða til hverskonar fé- lagsmálastarfsemi fyrir íbúa í Breiðholti, og í samstarfi við borg- aryfirvöld var menningarmiðstöðin reist við Gerðuberg 3—5 og var hún tekin í notkun í marsmánuði 1983. Þar er m.a. bókasafn, tónlistarskóli og samkomusalur fyrir um 100 manns, auk aðstöðu til ýmisskonar félagsstarfsemi, tómstundaiðkana og samkomuhalds, sem reynslan sýnir, að íbúar Breiðholts kunna vel að meta. Þær raddir heyrðust utan af landsbyggðinni, að íbúðarhúsa- byggingar F.B. hér í höfuðborginni hefðu átt þátt í byggðaröskun í landinu og vil ég ekki leggja dóm á réttmæti þeirrar kenningar. En ég hygg, að óvíða annarsstaðar en hér í Reykjavík hafi á þeim tíma verið unnt að koma við þeirri tækni og skipulagningu sem var á störfum Framkvæmdanefndarinnar. Þess er einnig að geta, að á stríðsárunum hafði fjöldi manns komið til borg- arinnar í atvinnuleit, og margir sest að í bröggum og heilsuspillandi húsnæði. Þessvegna var m.a. sér- stök þörf til úrbóta hér í höfuð- borginni í húsnæðismálum þessa fólks. Víða um landið voru til Bygg- ingafélög verkamanna, en víða höfðu engin slík félög verið stofn- uð, þrátt fyrir að ákvæði um þau höfðu verið til um langt árabil. Stjórn. verkamannabú- staða: Fyrstu lög um verkamannabú- staði eru frá 18. maí 1929. Á árun- um 1933—1971 voru á grundvelli þeirra byggðar 1748 íbúðir í 41 sveitarfélagi. Þar af byggði Bygg- ingafélag Alþýðu hér í Reykjavík 148 íbúðir og Byggingafélag verka- manna, sem tók við af Byggingafé- lagi Alþýðu árið 1939, 526 íbúðir, eða samtals 674 íbúðir, sem eru 38.5°/o af heildartölunni. Talið er, að á grundvelli þessara laga hafi 7000—8000 manns af tékjulægsta fólki í landinu komist í eigið hús- næði. í lok sjöunda áratugarins var svo komið, að lögin voru að verulegu leyti óvirk, m.a. vegna ónógs fjár í Byggingasjóði verkamanna og af fleiri ástæðum. Var þá brugðið á það ráð að fella lagaákvæði um verkamannabústaði inn í heildar- löggjöf um húsnæðismál, sem sett var með lögum nr. 30 þann 12. maí 1970, um Húsnæðismálastofnun ríkisins. Lagaákvæðin um verka- mannabústaði voru sett í IV. kafla þess lagabálks undir heitinu: Bygg- ingarsjóður verkamanna og verka- mannabústaðir. í V. kafla kom síð- an ákvæði um útrýmingu heilsu- spillandi húsnæðis. Með þessum lögum voru gerðar verulegar breyt- ingar á stjórn og skipulagi bygginga verkamannabústaða frá þeim laga- ákvæðum, sem áður höfðu gilt. Með setningu laganna var að því stefnt, að auka á ný fyrirgreiðslu við byggingu verkamannabústaða til hagsbóta fyrir tekjulægstu þegna þjóðfélagsins. í lögin voru sett ákvæði, sem tryggðu betur en áður fjármagn til bygginga verkamannabústaða, og til þess að það fjármagn nýttist sem best, var ákveðið, að stjórnir verka- mannabústaða í hverju sveitarfélagi skyldu, að undangenginni könnun á húsnæðisþörf, semja byggingar- áætlanir til fjögurra ára í senn, og leggja þær tillögur sínar fyrir hlut- aðeigandi sveitarstjórn til sam- þykktar. Að öðru leyti kveður sá kafli laganna um Húsnæðismála- stofnun ríkisins, sem fjallar um Byggingarsjóð verkamanna og verkamannabústaði, nánar á um gerð íbúða, skilyrði, sem uppfylla þarf til kaupa á íbúð í verkamanna- bústað, lánskjör o.fl. Með lagabreytingunni 1970 var eins og áður segir, stefnt að því að endurvekja byggingakerfi verka- mannabústaða. Einnig var þá haft í huga að hagnýta þá reynslu, sem fengist hafði af starfsemi Fram- kvæmdanefndar byggingaráætlun- ar, og að því stefnt, að kaupendur verkamannabústaða yrðu aðnjót- andi svipaðra lánskjara og þeirra, sem gilda á því húsnæði, sem Fram- kvæmdanefndin hafði látið byggja. Hlutdeild sveitarstjórna og Hús- næðismálastofnunar ríkisins f.h. ríkisins að stjórnun verkamanna- bústaða var aukin til muna, en sveitarstjórnir og ríki útvega megin- hluta þess fjár, sem stjórnir verka- mannabústaða í byggingu fá til ráð- stöfunar. Ennfremur eiga verka- lýðsfélög í viðkomandi sveitarfélagi aðild að stjórn verkamannabú- staða. Framlag sveitarsjóða, sem skyldi greiðast þegar byggingarfram- kvæmdir hafa verið ákveðnar, var ákveðið minnst 200.00 kr. á ibúa í sveitarfélaginu, og eigi hærra en 400.00 kr. og átti það að greiðast næstu 4 ár frá því að ákvörðun var tekin um framkvæmdir, en jöfnun- arsjóður sveitarfélaga skyldi annast greiðslur fyrir sveitarfélög þau, sem hlut eiga að máli. Á þær tölur, sem sveitarstjórn ákvað þannig að greiða, skyldu koma breytingar samkvæmt vísitölu byggingar- kostnaðar. Ríkissjóður skyldi greiða árlega framlag til Byggingar- sjóðs verkamanna jafnhátt og sam- anlögð framlög sveitarfélaganna. Lögin gerðu ráð fyrir því, að vænt- anlegir íbúðareigendur legðu fram 20% byggingarkostnaðar. Enn- fremur, að Byggingarsjóður ríkis- ins veitti hámarkslán með almenn- um lánskjörum þess sjóðs. Síðan skyldi Byggingasjóður verkamanna veita lán, sem, næmi heildarbyggingarkostnaði hverrar íbúðar, að frádregnu eigin framlagi og húsnæðismálastjórnarláni sam- kvæmt framansögðu. Þau lán skyldu vera til 42 ára með 2% árs- vöxtum og greiðast með jöfnum ársgreiðslum vaxta og afborgana. Kostnaður veðdeildarinnar var ákveðinn 1/8% á ári. Lán þessi mátti ekki vísitölubinda, þau skyldu tryggð með 2. veðrétti í íbúð lántakanda. Húsnæðismálastjórn annaðist lánveitingar úr Byggingar- sjóði verkamanna. Rétt til þess að kaupa verka- mannabústað skyldu þeir einir hafa, sem fullnægðu eftirfarandi skilyrðum: 1. Eiga lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi. 2. Búa við ófullnægjandi húsnæð- isaðstöðu. 3. Sýna fram á að tekjur þeirra fari ekki yfir ákveðin mörk miðað við meðaltal síðustu þriggja ára, og þegar þau mörk eru ákveðin skal bæta við þau tiltekinni upphæð vegna hvers barns innan 16 ára á framfæri. Þessi viðmiðun breytist árlega. S.l. ár mátti þriggja ára meðaltalið vera kr. 380.000.00 og viðbót fyrir hvert barn innan 16 ára var kr. 29.000.00. Ákvæðum um framlög sveitar- sjóða og lánskjörum til íbúðakaup- anda hefir verið breytt frá því sem að framan segir. Sveitarsjóðir greiða nú 10% af kostnaðarverði íbúðanna til Byggingarsj. verka- manna og sjóöurinn lánar kaup- andanum alit að 90% af söluverði til 42ja ára með 0.5% vöxtum og fullri verðtryggingu. Kaupandinn greiðir 10% af fullu kostnaðarverði í tvennu lagi. Byggingarsjóðurinn fær tekjur frá ríkissjóði af sem svarar einu prósentustigi af launa- Framh. á bls. 19. GUNNAR GUÐMUNDSSON HF 50292 VORUMARKAÐUR MIÐVANGI41-53159 Garðaflöt Garðabæ Sími42424 Strandpötu 28 Hafnarfirði Sími50159

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.