Alþýðublaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 1. maí 1985 3 Aðalfundur Einingar Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Einingar var haldinn í Húsi aldr- aðra á Akureyri sunnudaginn 21. apríl. Á fundinum flutti formaður skýrslu stjórnar um starfið á liðnu ári, og kom þar fram, að það hefur að mestu verið með hefðbundnum hætti. Mjög mikil vinna fór í gerð nýrra kjarasamninga, útgáfu þeirra og daglegt eftirlit. Auk aðalkjara- samnings, sem að mestu hefur verið gerður í samfloti með öðrum félög- um innan Verkamannasambands Samtök um verndun Mývatns Föstudaginn 19.04.1985 voru í Mývatnssveit formlega stofnuð „SAMTÖK UM VERNDUN MÝ- VATNS”. Að stofnunni stóð hópur áhugafólks um náttúruvernd. Sam- tökin samþykktu eftirfarandi yfir- lýsing um tilgang og markmið: 1) Samtökunum er skylt að standa vörð um lögin um verndun Laxár og Mývatns frá 1974, og gæta þess að þau séu haldin í hvívetna. 2) Ef rannsóknir á lífríki Mývatns eða aðrar augljósar staðreyndir benda til þess að námagröftur úr botni þess, starfræksla efnaverk- smiðju á bökkum þess, röng stjórn- un á framrennsli Mývatns við Mý- vatnsósa, eða hver önnur starfsemi á svæðinu stofni lífríki Mývatns eða umhverfi þess í hættu, ber þeg- ar í stað að stöðva slíka starfsemi, nema óyggjandi sannanir liggi fyrir um að breytingar á þeim rekstri komi í veg fyrir alla áhættu. Sam- tökin eru þess fullviss, að lífríki Mývatns sé svo einstakt og dýr- mætt, að óafsakanlegt sé að setja það í hugsanlega hættu af manna- völdum. 3) Markmiðum sínum hyggjast samtökin ná meðal annars með að leita aðstoðar áhugamanna, stofn- ana og samtaka um náttúru- og um- hverfisvernd, innlendra sem er- lendra, svo og með kynningu á mál- stað okkar í ræðu og riti, enda telj- um við okkur skylt að veita liðsinni hverjum þeim aðilum, sem hafa náttúruvernd hvers konar að mark- miði. Samtökin eru öllum opin. Hver sá sem undirritar yfirlýsingu sam- tgkanna er orðinn félagi í þeim. Kjörin var fimm manna fram- kv.æmdastjórn samtakanna. Hana skipa: Einar ísfeldsson, Kálfa- strönd, Árni Halldórsson, Garði, Ásmundur Geirsson, Álftagerði, Egill Freysteinsson, Vagnbrekku, og Stefanía Þorgrímsdóttir, Garði. Þeir sem vilja kynna sér samtökin eða gerast félagar geta snúið sér til einstakra stjórnarmanna, sem veita allar nánari upplýsingar. Atvinnu- miðlun Fimmtudaginn 2. maí tekur At- vinnumiðlun námsmanna til starfa. Atvinnumiðlun er orðin viður- kennd stofnun á atvinnumarkað- inum og gegnir mikilvægu hlut- verki eins og reynsla undanfarinna ára sýnir. Mikill fjöldi námsmanna og atvinnurekenda hefur leitað á náðir AN og flestir fengið farsæla úrlausn sinna mála. í fyrra skráðu rúmlega 500 námsmenn sig þar og má búast við verulegri aukningu í ár. Tveir starfsmenn munu starfa við AN í sumar og eru atvinnurekendur hvattir til að notfæra sér þessa þjónustu. AN er til húsa í félags- stofnun stúdenta við Hringbraut og verður opin alla virka daga frá kl. 09—l'7. Síminner: 27860 og 621081. Islands og ASI hin síðustu árin, hefur félagið fjölda sérsamninga við einstök fyrirtæki og stofnanir og vegna einstakra starfshópa. Auk þess er mikið starf bundið af- greiðslu atvinnuleysisbóta og ann- arri félagslegri þjónustu. Atvinnu- leysi var því miður talsvert á árinu og námu greiddar bætur til Eining- arfélaga hátt í 20 milljónum króna. Dagpeningar og styrkir frá sjúkra- sjóði félagsins voru 3.1 milljón. Auk hins hefðbundna og daglega starfs hefur síðustu tvö árin mikil vinna verið bundin framkvæmdum við byggingu hins nýja verkalýðs- húss við Skipagötu 14 á Akureyri, þar sem öll verkalýðsfélög bæjarins koma til með að hafa starfsemi sína undir einu þaki. Um síðustu áramót hafði Eining alls lagt til byggingar hússins fimmtán og hálfa milljón króna. Framkvæmdum er nú það langt komið, að nokkur félög hafa þegar flutt í nýja húsið og Eining mun að líkindum geta flutt þar inn um næstu mánaðamót. Aðalfélagar í Verkalýðsfélaginu Einingu eru nú 3200 og hefur fækk- að um liðlega 100 frá aðalfundi í fyrra. Þá eru aukafélagar 646 og Jón Helgason, endurkosinn formaður Einingar. hefur þeim fækkað um meira en 200. Almennir félagsfundir voru 3 á árinu, stjórnarfundir 13 og trúnað- arráðsfundir 7, auk þess fjölmargir; fundir með einstökum starfshóp- um. 5 félagar sóttu á árinu nám- skeið í Félagsmálaskóla ASÍ, 21 sóttu námskeið fyrir trúnaðarmenn á vinnustöðum og 11 sóttu sérstakt félagsmálanámskeið, sem félagið gekkst fyrir að Illugastöðum. Mjög góð nýting var á orlofshúsum fé- lagsins og tvær ferðir voru farnar á vegum ferðanefndar, önnur um há- lendið en hin vestur á Snæfellsnes. Þá var að venju farin eins dags ferð með aldraða félagsmenn. Ýmsar starfsnefndir og stjórnir sjóða voru kjörnar á aðalfundin- um. Þá var ennfremur lýst kjöri stjórnar og trúnaðarmannaráðs, sem fram fór fyrr í vetur. Aðeins einn listi barst, þegar auglýst var eftir framboðslistum, og varð hann því sjálfkjörinn. Aðalstjórn félags- ins er nú þannig skipuð: Formaður Jón Helgason, Akureyri. Vara- formaður Sævar Frímannsson, Ak- ureyri. Ritari Úlfhildur Rögnvalds- dóttir, Akureyri. Gjaldkeri Aðal- heiður Þorleifsdóttir, Akureyri. Meðstjórnendur Björn Snæbjörns- son, Akureyri, Guðrún Skarphéð- insdóttir, Dalvík, og Matthildur Sigurjónsdóttir, Hrísey. í trúnaðar- mannaráði sitja 35 manns, að stjómarmönnum meðtöldum. Á aðalfundinum gaf formaður lauslegt yfirlit um rekstur Lífeyris- sjóðsins Sameiningar, en sjóðsfé- lagar eru nær eingöngu Einingarfé- lagar eða aðrir, sem um lengri eða skemmri tíma hafa unnið á starfs- sviði félagsins. Iðgjaldatekjur sjóðsins námu á liðnu ári 33.3 millj- ónum króna og tek jur af vöxtum og verðbótum liðlega 24 milljónum. A árinu fengu alls 501 einhverjar líf- eyrisgreiðslur frá sjóðnum, samtals 16,5 milljónir króna. Þá fengu 242 sjóðfélagar lán á árinu, samtals að upphæð kr. 31.7 millj. 1. maí-merki 1. maí-merkjum erdreift til sölufólks á Hlemmi frá kl. 11 í dag. Góð sölulaun. 1. maí-nefndin. Ætlarþú tíl útíanda í sumar? Einn íslenskra banka býður Búnaðarbankinn Visa ferðatékka í portúgölskum escudos frá Banco Pinto & Sotto Mayor í Portúgal og ferðatékka í ítölskum lírum frá Banco di Roma. Við bjóðum einnig: Visa ferðatékka í Bandaríkjadollurum, sterlingspundum, frönskum frönkum og spönskum pesetum. Ferðatékka í vestur-þýskum mörkum frá Bank of America og ferðatékka í Bandaríkjadollurum frá American Express. VISA greiðslukort til afnota innanlands og utan. Verið velkomin í bankann. Starfsfólk gerir sitt ýtrasta til að veita skjóta og örugga þjónustu í öllum viðskiptum. BIJNAÐARBANKIÍSLANDS TRAUSTUR BANKI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.