Alþýðublaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 1. mai 1985 5 Launafólk snúi bökum saman 1. maí-ávarp Fulltrúaráðs verkalýðs- félaganna í Hafnarfirði og Starfs- mannafélags Hafnarfjarðar I baráttusögu verkafólks hefur eitt meginatriði ætíð staðið upp úr öðrum, en það er krafan um at- vinnuöryggi. Hörðustu átök í baráttusögu ís- lenskrar verkalýðshreyfingar hafa staðið um þetta grundvallaratriði og aldrei hefur verkafólk sýnt meiri samstöðu en þegar vegið hefur ver- ið að atvinnuöryggi þess. Nú er vegið að hafnfirsku verka- fólki í atvinnumálum á hrikalegri hátt en þekkst hefur um árabil. Atvinnuleysi síðustu árin hefur verið slæmt, en síðustu sjö mánuði hefur þó keyrt um þverbak og at- vinnuleysi í Hafnarfirði langt um- fram landsmeðaltal. Má benda á að atvinnuleysi í Hafnarfirði í mars er 40% af atvinnuleysi á höfuðborgar- svæðinu. Þó eru Hafnfirðingar að- eins 10% af fólksfjölda þessa svæð-- að koma heimilum launafólks á vonarvöl. Verkalýðshreyfingin er að búast til baráttu, sem hrinda á þessari stefnu og stefna í átt til bættra lífs- kjara. Verkalýðshreyfingin í Hafnar- firði tekur undir kröfu um verð- Hafnfirskt verkafólk krefst efna- hagsstefnu er leiðir til þess, að í landinu búi ein þjóð við eðlileg og mannsæmandi lífskjör. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði og Starfsmannafélag Hafnarfjarðar hvetja allt launafólk til að snúa bökum saman og berjast til sigurs í þeirri baráttu sem fram undan er fyrir atvinnuöryggi og bættum kjörum. Verkalýðshreyfingin í Hafnar- firði hvetur félagsmenn sína til að taka virkan þátt í baráttunni fyrir friði en gegn hungri í heiminum og stuðningi við þjóðir er líða vegna fátæktar og menntunarskorts. tryggingu launa er viðhaldi þeim kaupmætti er um verður samið. Við krefjumst einnig afnáms rangláts vaxtakerfis, sem komið hefur fjölda lántakenda í slík greiðsluþrot, að ekki blasir við ann- að en nauðungarsala á eignum við- komandi. Útboð Vegagerð rikisins óskar eftir tilboðum i styrkingu Vest- urlandsvegar i Mýrasýslu. (Magn ca. 19.000 m3, lengd 9,3 km). Verki skal lokiö 30. júní 1985. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins ( Reykjavík (aðalgjaldkera) og í Borgarnesi fráog með 2. maí nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 20. maí 1985. Vegamáistjóri. ISLENSKT SEMENT HÆFIR ÍSLENSKUM ADSTÆDUM Alltfrá upphafi hefur Sementsverksmiðja ríkisins kappkostað að íslenskt sement hæfi sem best íslenskum aðstæðum. Hafnfirsk verkalýðshreyfing lýsir fullri ábyrgð á þessu ástandi á hend- ur óábyrgri stefnu bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Þar ber hæst lokun Bæjarútgerð- ar Hafnarfjarðar, sem veitt hefur yfir 200 manns atvinnu í beinu og óbeinu formi. Einnig má benda á þá tilhneig- ingu bæjaryfirvalda, að leita til ut- anbæjarmanna með verklegar framkvæmdir á vegum bæjarins á meðan heimamenn eru atvinnu- lausir. Mótun framtíðaratvinnustefnu er engin og atvinnumálanefnd bæj- arins hefur gersamlega brugðist í samanburði við hliðstæðar nefndir i öðrum sveitarfélögum er margar hverjar starfa af stórhug og fram- sýni. Hafnfirsk verkalýðshreyfing mun ekki líða þetta ástand og krefst tafarlausra úrbóta, fyrst og fremst með því að hefja rekstur Útgerðar- félags Hafnfirðinga h/f og raun- hæfrar samvinnu bæjaryfirvalda og verkalýðsfélaganna um mótun atvinnustefnu. Meðan þessari kröfu er ekki sinnt, verður enginn friður í Hafn- arfirði. Á sama tíma og þetta ástand ríkir í atvinnumálum Hafnfirðinga, beita stjórnvöld landsins sífellt auk- inni hörku í kaupránsstefnu sinni. Sameinuð beita íhalds og aftur- haldsöflin í landinu öllu sínu afli í BSRB óskar breytingar Verulegt misrœmi hefur skapast í launakjörum starfsmanna hjá rík- inu eftir dóm Kjaradóms um röðun ríkisstarfsmanna innan BHM í þann launastiga, sem dómurinn hafði áður ákveðið þeim til handa. BSRB hefur af því tilefni, svo og vegna almennrar þróunar í launa- málum, óskað eftir viðrœðum strax um breytingar á launastiga banda- lagsins, sem samk væm t samningi er uppsegjanlegur frá 1. sept. n.k. Ósk þessi var sett fram af fulltrúum BSRB í sérstakri nefnd, sem fjalla skal um endurskoðun launakerfis fyrir nœstu samninga. Komi til þess, að launakjörum ríkisstarfsmanna innan BSRB yrði þannig breytt, þá vœri það verkefni aðalsamninganefndar bandalags- ins og einstakra bandalagsfélaga, sem hafa hvert um sig gert sérkjara- samninga við launadeild fjármála- ráðuneytisins. Um viðhorf stjórnvalda til þessa erindis verður vœntanlega nánar vitað um eða eftir helgina. FRAMLEIÐSLA SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS f ramleiðir: Portlandsement I venjulega steinsteypu. Hraðsement í steypu sem verður að harðna hratt. Pozzolansement I steypu sem má harðna hægt en verður að vera þétt og endingargóð. (Sérstaklega ætlað I stíflur, brýr og hafnarmannvirki). STYRKLEIKI Portlandsementið erframleitt I samræmi við íslenskan sementsstaðal IST 9. Styrkleiki sements er aðaleiginleiki þess. Styrkleiki íslensks Portlandsements: Styrkleiki kg/sm2eftir 3daga 7daga 28daga Portlandsement 250 350 500 Lágmarkskrafa IST 9 175 250 350 GAGNLEGAR UPPLÝSINGAR FYRIR HÚSBYGGJENDUR • Það er ekki alltaf hægt að treysta því að steinsteypa sé gallalaus. Látið því kunnáttumenn framleiða og með- höndlasteypuna. • íslenska sementið er blandað varnarefnum gegn alkalí- hvörfum, sölt steypuefni eða salt steypuvatn geturónýtt þessa vörn. Hvers konar önnur óhreinindi, svo sem sýrur og fínefni I steypuefnum, geta valdið skemmdum I steinsteypunni. • Sparið vatnið I steypuna. Hver lítri vatns fram yf ir það, sem nauðsynlegt er, rýrir endingu hennar. • Gerið steypuna þjála, þannig að hún þjappist vel I mótin. Varist þó að auka þjálina með íblöndun vatns fram yfir það sem steypuframleiðandinn gefur upp. • Hlífið nýrri steypu við örri kólnun. Einangrið lárétta fleti og og sláið ekki frá mótum of snemma. Annars getur steypan enst verr vegna sprungumyndana. • Leitið ávallt ráðgjafar hjá sérfræðingum ef þið ætlið að byggja hús eða önnur mannvirki úr steinsteypu. Betri ending bætir fljótt þann kostnað. SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.