Alþýðublaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 19

Alþýðublaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 1. maf 1985 19 Breytinga er þörf á húsnæðislöggj öf inni Framh. af bls. 7. skatti. En í stað þess, sem ég lýsti áðan, að kaupendur ættu að standa undir húsnæðismálastjórnarlánum sjálfir, tekur Byggingarsjóður verkamanna nú lán hjá lífeyrissjóð- um með 7% vöxtum og fullri verð- tryggingu og endurlánar með 0.5% vöxtum. í þessu felst borðleggjandi 6.5% vaxtatap, og auk þess hefir löggjafinn á seinni árum bætt ýmsu við verkefnj sjóðsins, sem gerir það að verkum, að fjármagn hans dreif- ist um of. Stjórn verkamannabú- staða hér í Reykjavík, sem skipuð var samkvæmt 1. nr. 30/1970, tók til starfa á miðju ári 1971. Átti hennar fyrsta verk samkvæmt lög- um að vera það, að rannsaka þörf- ina fyrir aukið húsnæði í borginni, en ekki var talin þörf á slíkri rann- sókn þar eð jafnan höfðu verið a.m.k. 2—3 umsækjendur um hverja íbúð á vegum Framkvæmda- nefndar byggingaráætlunar. Sneri stjórnin sér þess vegna strax að því, að semja fjögurra ára áætlun um byggingar verkamannabústaða í Reykjavík eins og mælt var fyrir í lögunum. Miðaði hún tillögur sínar og undirbúningsstarf við það að 1. áfangi bygginga verkamannabú- staða gæti hafist um það leyti sem byggingaframkvæmdum á vegum Framkvæmdanefndar byggingar- áætlunar lyki og eins og ég hefi áð- ur getið varð þetta þannig í fram- kvæmd, að Stjórn verkamannabú- staða yfirtók starfsfólk og tæki Framkvæmdanefndarinnar. Áætlun sú, sem samin var, fól í sér að á árunum 1974 og 1975 skyldu byggðar 308 íbúðir í Selja- hverfi í Breiðholti II og hafinn skyldi undirbúningur að byggingu 250 íbúða í Hólahverfi. Við undirbúning framkvæmda, útboð og samninga við verktaka var hafður á sami háttur og hjá Fram- kvæmdanefnd byggingaráætlunar, og kom reynslan af störfum hennar í góðar þarfir hjá Stjórn verka- mannabústaða. Sé ég ekki ástæðu til að rekja þetta nánar, en vil þó geta þess að þegar ég hætti störfum í Stjórn verkamannabústaða 1980 höfðum við skilað til kaupenda 524 íbúðum fullbúnum og frágengnum. Þegar við auglýstum 216 íbúðir í fjölbýlis- húsum í Hólahverfi, bárust 652 um- sóknir um þær, og þar af uppfylltu 483 skilyrði laganna um búsetu og tekjumörk eins og þau voru þá. Þörfin brýn Ég hygg, að ennþá sé það svo, að þörfin fyrir byggingu mannsæm- andi íbúða fyrir tekjulægsta fólkið í landinu sé mjög brýn. Það sýnir m.a. sá mikli fjöldi umsókna sem ætíð berst, þegar þess er kostur að sækja um íbúðir í verkamannabú- stöðum. Sá mikli umsóknarfjöldi er samt einnig vottur þess, að ekki er nægilega vel gert við þá hús- byggjendur, sem ekki teljast til tekjulægsta fólksins í landinu sam- kvæmt skilgreiningu laganna um verkamannabústaði. Um þessar mundir á það fólk í mestum erfiðleikum vegna verð- tryggingar lána, sem það ræður ekki við meðan tekjur þess hækka ekki að sama skapi. Ég vil þó engan veginn útiloka þann möguleika, að lágtekjufólkið í verkamannabústöðum geti ekki einnig lent í sömu erfiðleikum þrátt fyrir einstaklega hagstæð lánskjör. Þegar haft er í huga að eins stigs hækkun lánskjaravísitölu vegna hækkunar á söluverði áfengis og tó- baks getur hækkað skuldabyrði þess um sem svarar allt að tveggja mánaða launum. Átaks er þörf Hér að framan hef ég rakið að- dragandann að stofnun Fram- kvæmdanefndar byggingaráætlun- ar, og endurreisn verkamannabú- staða kerfisins og framkvæmdum á vegum þessara stofnana fram til ársins 1980. Þegar F.B. hóf störf var aðstaðan í húsnæðismálum allt önnur en í dag. Þá bjó fjöldi fólks í hermanna- bröggum frá stríðsárunum og i heilsuspillandi húsnæði. Þá var nauðsyn á stóru átaki við að útrýma slíku húsnæði og jafnhliða að auka íbúðaframboð. Þetta tókst. í dag er vandinn allt annar. Mikið framboð er á eldra húsnæði og þar á meðal eldri einbýlishúsum, sem hægt væri að breyta í fleiri íbúðir og tel ég nauðsynlegt að nú þegar verði stór- auknar lánveitingar til kaupa á eldra húsnæði og til breytinga, jafn- vel að slík lán fái forgang um tima fram yfir byggingar. Slíkt átak tii aukinnar nýtingar á eldra íbúðar- húsnæði er mjög hagstæð fram- kvæmd fyrir Borgaryfirvöld og slíkt húsnæði kæmist fyrr í gagnið en nýbyggingar. í dag er of mikill munur á lánskjörum á íbúðum verkamannabústaða og öðrum ný- byggingum. Þessum mismun þarf að breyta þannig að bilið verði ekki eins mikið og það er í dag. Ég tel að fjármögnun verkamannabústaða ætti að breyta á þennan hátt. 1. Framlag hjá væntanlegum kaup- anda verði 25—30% í stað 20% sem er í dag og var á árunum 1981—1984 10%, sem var óraun- hæft. Nefnd 30% greiðist á þremur árum með 10% á ári. Og þeir einir fái úthlutun sem hafi innt af hendi þessi 30%. Á þann hátt skapi væntanlegir kaupend- ur sér meiri rétt en núna. Á þennan hátt skapaðist meiri festa í úthlutun verkamannabú- staða íbúða. 2. Tekið verði lífeyrissjóðslán frá viðkomandi lífeyrissjóði, sem væntanlegur kaupandi er í 3. Veitt verði húsnæðismálastjórn- arlán á viðráðanlegum kjörum. 4. Það sem upp á vantar að fengnu framlagi og lánum samkvæmt 1—3 verði Iánað úr Byggingar- sjóði verkamanna á sambærileg- um kjörum og er í dag. 5. Teknir verði upp húsaleigustyrk- ir fyrir fólk, sem hefir þannig aðstæður að það hefir ekki bol- magn til að kaupa íbúðir. Til að örva framboð á leiguhúsnæði væri sjálfsagt að auka lánveit- ingu til þeirra sem vildu breyta eldra húsnæði til að gera það hæft til útleigu. Auk þess að slíkt húsnæði fengi fulla afskrift gagnvart skatti. Til að Húsnæðismálastjórn og Byggingarsjóður verkamanna geti staðið undir þeim skuldbindingum, sem lagðar eru á stofnanirnar legg ég til að allur launaskattur renni til Húsnæðismálastjórnar eins og gert var í upphafi þegar skatturinn var lagður á, en sem því miður var breytt á árinu 1980. Setja þarf það markmið, að Húsnæðismálastjórn verði breytt í áföngum í húsnæðis- banka, sem standi undir eigin rekstri. Mætti þá jafnframt minnka opinbera styrki til þessa mála- flokks. Mitt mat er að húsnæðis- vandamálið í dag leysist ekki með því að stofna fleiri kerfi eins og t. d. Búseta, sem dragi mátt úr öðrúm og verði það bara til þess að dreifa kröfturh ög skila lélegri árangri. Reykvísk alþýða Sýnum samstööu og tökum þátt í aðgerðum dagsins. Við söfnumst saman á Hlemmi kl. 13.30 og leggjum af stað kl. 14.00 og göngum niður á Lækjartorg, þar sem haldinn verður baráttufund- ur sem hefst kl. 14.30. Ræðumenn verða: Guðmundur Þ. Jónsson, for- maður Landssambands iðnverkafólks, Einar Ól- afsson, formaður Starfsmannafélags ríkisstofn- ana. Ávarp flytur Kristinn Einarsson, formaður INSÍ. Fundarstjóri verður Björk Jónsdóttir, verka- kvennafélaginu Framsókn. Á fundinum mun sönghópurinn „Hálft í Hvoru“ flytja nokkur lög. 1. maí-nefndin. KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS Sendir lélagsmönnum sínum og allri alþýðu til lands og sjávar bestu ámaðaróskir í tilefni dagsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.