Alþýðublaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 1. maf 1985 15 . Kosn apr.83 DV £ okt 83 DV í mars 84 HV í apr 84 DV í maí 84 HV £ jiSl84 DV £ sep84 DV £ bkt84 NT £ nóv84 NT £ jan85 HP £ Jan85 DV £ | jan85 iagv. feb85 NT £ feb85 f Mars85 D/ £ mars85 IIP £ apr.05 A 11.7 8.2% 9.4% 6.8% 8.4% 6.4% 9.8% 6 • 2°o 8.9% 15.4% 15.3% 20.1 20.5 23.6 22.5 19.9 22.3 B 19.0 14.8 17.o 17.1 18.4 14.7 13.6 15.8 23.6 17.7 17.8 13.2 9.9 15.0 13.5 16.2 10.8 C 7.3 3.7 2.7 3.7 3.7 6.2 5.4 8.4 7.0 6.6 5.4 6.0 6.0 | 5.4 4.5 5.6 5.6 D 39.2 47.9 51.1 52.1 48.1 48.8 44.6 40.4 37.8 35.4 39.7 37.3 40.4 1 33.2 34.0 36.1 41.0 G 17.3 18.o 14.9 9.3 15.6 14.9 20.3 19.9 13.0 14.6 14.9 13.5 10.8 14.7 13.0 15.1 13.2 —. V 5.5 7.2 4.9 9.2 5.8 8.1 6.3 9.o 9.4 7.7 6.5 10.0 H. 2 6.6 7.5 6.7 5.4 X 0.0 o.2 0.0 1.8 0.0 0.9 0.0 o.3 o.3 2.6 o.2 0-0 1.2 1.5 0.5 0.3 0.9 Skoðanakannanir á færibandi: Fylgisaukning Alþýðuflokksins stendur upp úr Stjórnarflokkarnir hafa, vegna ótta við stórfelldan atkvæðamissi, gert vopnahlé um sinn og bægt frá sér stjórnarslitatilefnunum. Virðist nokkuð ljóst að vopnahlé þetta muni vara út sumarið, en augu manna beinast nú sérstaklega að kjarabaráttunni í haust. Stjórnar- flokkarnir óttast „kollsteypu”, er ríða myndi stjórninni að fullu. Vopnahlé þetta kemur á mátulegum tíma fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem fór úr um 50% fylgi niður undir 35% og er nú farinn að auka við sig aftur. Framsóknarmenn hafa hins vegar tilefni til að óttast um hag sinn, þeir hafa á síðustu mánuðum glatað miklu fylgi. En hvernig hefur þróunin almennt verið eftir því sem fram kemur í skoðanakönnunum? Kannanir á færibandi Skoðanakannanir eru um þessar mundir gerðar allt að þrisvar sinn- um i mánuði, alls átta nú á þremur til fjórum mánuðum, eða fieiri en allt árið í fyrra. Sérstaklega eru NT og DV komnir í harða samkeppni um birtingu á niðurstöðum kann- ana sinna. Hagvangur og Helgar- póstur taka þátt. Frá því í október 1983 hafa birtst hjá þessum aðilum alls 16 skoðanakannanir, þar af 7 hjá DV, 4 hjá NT, 3 hjá Hagvangi og 2 hjá Helgarpósti. Alþýðublaðið hefur oft gagnrýnt þessar kannanir, hverjar fyrir sig. Sérstaklega þegar hlutfall þeirra sem eru óákveðnir eða neita að svara er hátt, ofan á fámennt úrtak, sem gjarnan miðast við símaskrá. Þegar svo úrtakið hefur verið sund- urliðað eftir kjördæmum eða ald- ursflokkum, með sárafáa einstakl- inga á bak við niðurstöðurnar. Hitt má vera ljóst, að þegar nið- urstöður allra þessara kannana eru skoðaðar saman koma fram sterkar vísbendingar og er fylgisaukning Alþýðuflokksins t.d. það greinileg og ítrekuð að á henni er enginn vafi. En jafnframt koma fram miklar sveiflur að öðru leyti sem eru ósennilegar. Þetta á t.d. sérlega við útkomu Kvennalistans og Alþýðu- flokksins í könnunum á árinu 1984. Kvennalistinn hefur þá einn mán- uðinn 5%, með 9% næsta mánuð- inn, fer niður í 6% næsta mánuð og hefur síðan hoppað og skoppað milli 6% og 11%. Þannig að t.d. í mars 1984 hafi stuðningsmenn Kvennalistans átt að vera um 7000, næsta mánuð komnir í 13000 og svo niður í 8000 í næsta mánuði. Vissu- lega má leiða líkum að því að þegar fylgismenn annarra flokka gerast óánægðir þá sé Kvennalistinn ákjósanlegt skjól fyrir konur. En slíkar sveiflur þúsunda kjósenda mánaða á milli verða að teljast ósennilegar og fremur um skekkju að ræða. í könnununum í fyrra sveiflaðist útkoma Alþýðuflokksins á svipað- an hátt milli mánaða milli 6% og 10%, upp og niður án sýnilegs sam- hengis yfir höfuð. Síðustu mánuði hefur hins vegar ríkt nokkur stöð- ugleiki milli 20% og 23%. Ofan á þessar sveiflur koma síð- an einstaka ótrúlegar tölur. T.d. þegar NT mælir Framsókn í tæp- lega 24% í nóvember 1984, þegar aðrir mæla flokkinn 16—18%. Þeg- ar Hagvangur mælir Sjálfstæðis- flokkinn 40% í febrúar 1985 en NT mælir hann í sama mánuði 33%. í janúar voru birtar niðurstöður þriggja kannana, þar sem Sjálf- stæðisflokkur var með frá 35% í 40%. Almennt hefur Sjálfstæðis- ílokkurinn komið sérlega vel út hjá Hagvangi, sem og Kvennalistinn, en Alþýðubandalagið veikt. Hjá NT- kemur Framsóknarflokkurinn yfir- leitt vel út. Miklar sveiflur í heild gefa kannanirnar sterka vísbendingu um verulega fylgis- aukningu Alþýðuflokksins frá síð- ustu kosningum, en þó einkum frá því í fyrra. Þrátt fyrir greinilega fylgisaukningu Sjálfstæðisflokks í kjölfar landsfundar er greinilegt að þúsundir kjósenda hafa snúið frá stuðningi sínum við flokkinn frá því fyrir ári síðan, þegar kannanir mældu hann í 50% rúmlega. í febrúar og mars má ætla að fylgi flokksins hafi verið komið niður í 34—35% en að líklega sé fylgjð nú svipað og í síðustu kosningum. í lok síðasta árs var talsverður hljóm- grunnur fyrir „litlu flokkunum” tveimur, Bandalagi jafnaðarmanna og Kvennalista. Kannanir bentu til þess að til samans væru þessir flokkar með 16—18% og það allt fram í febrúar, en siðan hefur sigið á ógæfuhliðina og þeir samtals með 11—12%, sem er minna en í síðustu kosningum. Fylgi Framsóknar- flokksins hefur í könnununum sveiflast talsvert, og oftar en ekki í öfugu samhengi við Sjálfstæðis- flokkinn, það er að segja sjaldnast fer það saman að stjórnarflokkarn- ir auki eða tapi fylgi samtímis. Vor- ið 1984 var Framsókn í 17—18%, fór niður í 14—15% um haustið, heldur upp á við í byrjun árs, en síð- an niður á við aftur í síðustu könn- unum og er sennilega í 12—14% um þessar mundir. Alþýðubandalagið virðist hafa verið sterkt í kjarabar- áttunni á síðasta hausti, en hefur á þessu ári átt erfitt uppdráttar og hefur í síðustu 6 könnunum verið með að meðaltali 13—14%. Fyrirvarar Hafa ber i huga, að tölur þessar eiga við um þá sem taka afstöðu og sú útkoma er síðan yfirfærð á þá sem í könnununum taka ekki af- stöðu (óákveðnir, neita að svara, ætla ekki að kjósa o.s.frv). Með öðrum orðum er gengið út frá þeirri forsendu, að hinir síðarnefndu skipi sér á svipaðan hátt á flokka og hinir fyrrnefndu. Þegar hópurinn sem gefur ekki upp ákveðna af- stöðu er stærri en afstöðuhópurinn — og það hefur skeð — þá er í raun verið að fullyrða um afstöðu meiri- hlutans út frá afstöðu minnihlut- ans. Óhætt er að fullyrða að hóp- arnir eru ekki eins. Þannig eru t.d. konur hlutfallslega fleiri í óákveðna hópnum og þær kjósa öðruvísi en karlarnir. Sama má segja urn ald- ursflokka og einnig er mismunandi afstaða eftir kjördæmum og mis- stórt hlutfall þeirra sem gefa ekki upp ákveðna afstöðu. Ljóst dæmi um þetta er síðasta könnun Helgar- póstsins. Þar gáfu hlutfallslega mun fleiri upp afstöðu í Reykjanes- kjördæmi en í Reykjavík og dreif- býliskjördæmunum. Þannig að óþarfi er að trúa þess- um tölum niður í einstakt brot úr prósentu. En þegar æ fleiri fram- kvæma skoðanakannanir og það með stuttu millibili má sjá sterkar vísbendingar um hvað sé að gerast hjá kjósendunum. Enginn efast um að Alþýðuflokkurinn hafi stórlega aukið fylgi sitt, að þúsundir hafi lýst yfir stuðningi við flokkinn. Hvort flokkurinn er i 20% eða 24% akkúrat núna skiptir ekki öllu. Það skiptir máli á kjördegi. Frá öllum flokkum Það hefur verið sagt um fylgis- aukningu Alþýðuflokksins, að helst hafi til hans leitað óánægðir sjálfstæðismenn. Og mikið rétt fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur undanfarna mánuði hrapað sam- hliða verulegri fylgisaukningu Al- þýðuflokksins. En þegar skoðana- kannanir eru athugaðar með þetta í huga kemur hins vegar í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að glata sínu 50% fylgi frá því fyrir ári síðan niður í 38—40% í haust, þeg- ar Alþýðuflokkurinn var enn ca. 8% flokkur. A því tímabili voru það einkum hinir stjórnarand- stöðuflokkarnir sem fengu fylgi til sín. Eftir hina miklu fylgisaukn- ingu Alþýðuflokksins blasir við að allir aðrir flokkar hafa verið að tapa. Með öðrum orðum má gera ráð fyrir því að hið nýja fylgi Al- þýðuflokksins komi frá öllum flokkum. Fylgisaukning Sjálf- stæðisflokksins í kjölfar lands- fundar hafði ekki áhrif á fylgi Al- þýðuflokksins, nema síður sé. Þessi fylgisaukning virðist fyrst og fremst hafa bitnað á samstarfsflokknum, sem bendir til þess að á landsfund- inum hafi Sjálfstæðisflokkurinn viðhaft meiri framsóknarmennsku en sjálfur Framsóknarflokkurinn. Að vísu var Framsóknarflokkurinn ekki búinn að halda miðstjórnar- fund sinn þegar könnun HP var gerð og því hefur framsóknar- mennskan sem þar var stunduð ekki kómist til skila enn (NT ætti að hafa könnun núna, meðan einhver áhrif kunna enn að vara!). „Litlu” flokkarnir „Litlu” flokkarnir nýju, Banda- lag jafnaðarmanna og Samtök um kvennalista hafa átt erfitt uppdrátt- ar og ekki tekist að tryggja sér traust og varanlegt fylgi. Fylgi Kvennalistans hefur sem áður segir ætt upp eða niður milli 5% og 10%, en virðist nú vera í 6—7%, sem ekki getur talist stórt stökk frá síðustu kosningum (5.5%). Bandalag jafn- aðarmanna átti verulega undir högg að sækja og var nálægt and- láti síðari hluta árs 1983 og fram á vor 1984. Eftir sæmilega skorpu síðasta haust virðist Bandalagið vera komið í 5—6% um þessar mundir, sem er nokkru minna en í síðustu kosningum (7.2%). Það má kannski segja um þessa flokka að þeir kastist fram og til baka í öldu- róti stjórnmálanna og komist lítt áleiðis. Velgengni Kvennalistans virðist fyrst og fremst bundin við óánægju kvenna úr öðrum flokk- um og Bandalagið byggir grundvöll sinn fyrst og fremst á Stór-Reykja- víkursvæðinu, einkum meðal ungs fólks.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.