Alþýðublaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 1. maí 1985 13 1. maí-ávarp Samtaka kvenna á vinnumarkaðinum: Gegn launastefnu ríkisstj ó rnarinnar Sú ríkisstjórn, sem nú situr við völd, hefur gert grimmari atlögu að íslensku launafólki en þekkst hefur um áratugaskeið. í valdatíð hennar hafa launin lækkað um 30%. Það samsvarar því að laun- þegi á lágmarkslaunum (14.075 kr.) afhenti stjórnvöldum og at- vinnurekendum 7 þúsund kr. á mánuði eða hátt í 100 þús. kr. á ári. Þeir, sem hafa hærri laun, greiða á sama hátt meira með sér. Kjararánið hefur bitnað harðast á láglaunastéttunum og þar eru konur fjölmennastar. Nú er þannig ástatt á heimilum láglaunafólks að ekki dugar að bæði karlar og konur vinni fullan vinnudag, heldur verður einnig að koma til aukavinna nótt sem nýt- an dag. Þó ná endar ekki saman. Láglaunakonur, sem vinna einar fyrir heimilinu, verða að taka hverju sem býðst og þrátt fyrir tvöfaldan vinnudag og þrælkun í erfiðustu störfunum Seta þær aldrei um frjálst höfuð strokið. Á þennan hátt hefur ríkis- stjórnin og gæðingar hennar lagt klafa þrældóms á almúga þessa lands. Sú frelsissvipting sem vinnuþrælkunin felur í sér sýnir best lítilsvirðingu og skilnings- leysi stjórnvalda á kjörum launa- fólks. Niðurlæging launafólks er al- gjör. Að nýju er fólk hneppt í fjötra fátæktar — þeirrar fátækt- ar sem kemur fram í ógreiddum reikningum, kreditkortum og matarúttektinni hjá Bogesen, og skuldabagginn stækkar um hver mánaðamót. Sagan segir okkur að fátækt og vinnuþrældómur fæðir oft af sér félagsleg og persónuleg vanda- mál, sérstaklega vegna þess að fólk reynir í lengstu lög að fela örðugleika sína. Aðgerðir stjórnvalda vegna þessa mannlega þáttar hafa falist í niðurskurði á allri opinberri þjónustu sem nú á að sinna í anda frjálshyggjunnar. Ef ríkisstjórnin fær óáreitt að framfylgja stefnu sinni verður uppbyggingarstarf síðustu kynslóða brotið niður. Þá fá þeir einir að ganga menntaveg- inn sem fjármagnið hafa og um- önnun ungra og aldraðra verður háð markaðslögmálunum. Þessu verður launafólk að neita og krefjast samneyslu í stað einka- neyslu. Stéttaskiptingin í landinu verð- ur skýrari. Þessi ríkisstjórn hefur að markmiði að efla eignasöfnun, einkaneyslu og valdastöðu fárra HVERT á að sækja peningana? 1. ÞURRKUM ÚT SÖLUSKATTSSVIKIN — með því að innheimta söluskatt strax í tolli og skera niður undan- þágur. 2. LEGGJUM EIGNARSKATTSAUKA á skattsvikinn verðbólgugróða stóreignafyrirtækja og stóreigna- manna STIGAHLÍÐARÞJÓÐARINNAR. 3. SKILUM LAUNASKATTINUM til húsnæðislánakerfisins. 4. HERÐUM SKATTLAGNINGU á banka, innlánsstofnanir og verðbréfamarkaðinn. 5. ÞJÓÐNÝTUM HAGNAÐ SEÐLABANKANS — og tökum seðlabankahöllina undir stjórnarráðið. 6. ÞJÓÐNÝTUM AÐALVERKTAKA — og leggjum hagnaðinn í ríkissjóð. 7. BJÓÐUM OLÍUVERZLUNINA ÚT — og lækkum þannig olíu- og benzínverð. 8. HERÐUM EFTIRLIT með INNKAUPSVERÐI HEILDSALANNA — og sviptum þá verzlunarleyfi sem svindla á löndum sínum. 9. HÆTTUM 600 MILLJÓNA MATARGJÖFUM til ríkra útlendinga. 10. SNEIÐUM FITULAGIÐ af RÍKISBÁKNINU — og afnemum VELFERÐARKERFI FYRIRTÆKJANNA. Þetta eru nokkrar af tillögum ALÞÝÐUFLOKKSINS til aö JAFNA EIGNA- OG TEKJUSKIPTINGUNA og TRYGGJA ÞJÓÐFÉLAGSLEGT RÉTTLÆTI. Vertu meö [ breytingunni Hafðu samband í síma (91)29244 ALÞYÐUFLOKKURINN — afl til umbóta útvalinna á kostnað almenns launafólks. Við verðum að snúa vörn í sókn. BSRB-verkfallið í haust var dæmi um samtakamátt og bar- áttuhug launafólks. Þar sást að fólk hafði bæði vilja og afl til að knýja á um bætt kjör. Þar sást einnig að barátta og samstaða er eina raunhæfa leiðin fyrir verkalýðshreyfinguna — verkfallsrétturinn er það vopn sem bítur. Kjaradómur eða samn- ingamakk fárra skilar litlum ár- angri. Samtök kvenpa á vinnumark- aði vara við lokuðum samningum og samráði verkalýðsforystunnar við vinnuveitendur og ríkisvald. Lýðræðisleg forsenda fjölda- virkni er sú að félagsmenn eigi að móta þá kröfugerð sem forystan síðan fer fram með. Launaliðir samninga verða aus- ir 1. september ef forystan semur ekki af sér. Því verður nú þegar að hefja undirbúning að aðgerðum í haust — annað er ekki hægt. Að mati Samtaka kvenna á vinnumarkaðinum eru eftirfar- andi kröfur mikilvægastar: — Gegn launastefnu ríkis- stjórnarinnar. — Gegn samningamakki og samráði VSÍ, ASÍ og ríkis- stjórnarinnar — uppsögn samninga. — Fullar vísitölubætur. — Gegn tvöfalda kerfinu. — Undirbúningur aðgerða í haust. r Avarp frá Sjálfsbjörg, félagi fatlaðra í Reykjavík og nágrenni Úr yfirlýsingu Sameinuðu þjóð- anna um réttindi fatlaðra: „Fatlaðir eiga rétt á fjárhagslegu og félagslegu öryggi og mannsœm- andi lífskjörum. Þeir eiga rétt á, eftir því sem hœfileikar þeirra leyfa, að fá atvinnu og halda henni eða taka þátt í nytsamlegu, frjóu og arðgefandi starfi og ganga í verka- lýðsfélag. Fatlaðir eiga kröfu á að tekið verði tillit til sérþarfa þeirra á öllum stigum fjárhagslegrar og fé- lagslegrar skipulagningar." Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra er okkar krafa. Á hátíðisdegi allra launþega fylkjum við liði og tökum þátt í kröfugöngu og útifundi með laun- þegum undir kröfum um vinnu- vernd, jafnrétti til náms og starfs. Við bendum á réttindamál sem við berjumst fyrir. Okkar kröfur eru: Við leggjum áherslu á að fatlaðir eigi kost á vinnu á almennum vinnumarkaði og/eða starfi á vernduðum vinnustað í sinni heimabyggð. Við krefjumst þess að allt fatlað fólk, sem vinnur á vernd- uðum vinnustöðum og á almennum vinnumarkaði njóti þess lagaréttar að eiga í raun aðild að verkalýðsfé- lögum með fullum félagsskyldum og réttindum. Við krefjumst þess að veitt verði lán og/eða styrkur til að breyta al- mennum vinnustöðum, sem jafni aðstöðu fatlaðra á vinnumarkaðin- Við leggjum áherslu á að aukin verði endurhæfing og vinnumiðl- un. Við krefjumst þess, að fatlaðir njóti mannsæmandi lífeyris. Við hvetjum samtök launþega til að vera vakandi fyrir rétti fatlaðra. Manngildi allra er jafnt. Jafnrétti er markmið okkar allra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.