Alþýðublaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 14
14 Miðvikudagur 1. maí 1985 Sumartími Frá 2. maí til 15. september veröa skrif- stofur Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur opnar frá kl. 8.30 til 16.00 alla virka daga. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Hlutafjárútboð Nýlegavarstofnað í Hafnarfirði almenningshlutafélag- ið Útgerðarfélag Hafnf irðinga hf. Tilgangur félagsins er að reka útgerð og fiskverkun í Hafnarfirði. Félagið áformar að kaupa frystihús B.Ú.H. og togarana Aprll og Maí, en hlutafélagið mun einungis yfirtaka hluta af skuldum B.Ú.H. Það er von þeirra, sem standa að stofnun Útgerðarfé- lags Hafnfirðinga hf., að félaginu takist að tryggja arð- bæran rekstur og atvinnuöryggi starfsmanna fyrirtæk- isins. Almenn hlutafjársöfnun er nú hafin og stendur þessi áfangi til 11. ma( 1985. Þeir sem gerast hluthafar fyrir 1. júlí nk., teljast stofnendur félagsins. Þeim, sem áhuga hafa á að gerast hluthafar I félaginu, er bent á að áskriftarlistar fyrir hlutafjárloforðum liggja frammi á eftirtöldum stöðum I Hafnarfiröi: Bæjarskrifstgfu Hafnarfjarðar, Strandgötu 6. Skrifstofu B.Ú.H., Vesturgötu 11—13. Sparisjóöi Hafnarfjarðar, Strandgötu 8—10. Iðnaðarbanka jslands hf., Strandgötu 1. Útvegsbanka íslands, Reykjavlkurvegi 60. Samvinnubankanum, Strandgötu 31. Nánari upplýsingar um hlutafjárútboð þetta veitir Ólaf- ur Örn Olafsson, bæjarskrifstofu, Strandgötu 4, sími 53444. Bráðabirgðastjórn Útgerðarfélags Hafnfirðinga hf. Hafnarfjörður — Matjurtagarðar Leigjendum matjurtagaröa í Hafnarfirði er bent á aö síðustu forvöö aö greiöa leig- una eru föstudaginn 10. maí nk. Eftir þann dag verða garðarnir leigöir öörum. Bæjarverkfræðingur. Tilkynning til skattgreiðenda Dráttarvextirvegnavangreiddraþinggjaldaverðareikn- aðir að kvöldi föstudagsins 3. maí n.k. Vinsamlegast gerið skil fyrir þann tíma. Fjármálaráðuneytið 29. apríl 1985. BSRB Bandalag starfs- manna ríkis og bæja sendir meðlimum sínum og öðrum laun- þegum árnaðaróskir í tilefni 1. maí og hvetur til þátttöku í kröfugöngu og úti- fundi launafólks. Samvinnufélögin árna vinnandi fólki til lands og sjávar allra heilla á baráttu- og hátíðisdegi alþjóðlegrar verhalýðshreyfingar. $ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA Reykjavík:_______________ Tveir fundir 1. maí í Reykjavík verða haldnir tveir útifundir á alþjóðlegum baráttu- degi verkafólks 1. maí. 1. maínefnd Fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB og INSI safnast saman á Hlemmi kl. 13:30. Kl. 14 verður gengið undir kröfum dagsins niður á Lækjar- torg, þar sem haldinn verður úti- fundur. Hefst útifundurinn kl. 14: 30. Ræðumenn eru þeir Guðmundur Þ. Jónsson, Landssambandi iðn- verkafólks, Einar Ólafsson, Starfs- mannafélagi ríkisstofnana. Krist- inn Einarsson, INSÍ, flytur ávarp. Söngflokkurinn Hálft í hvoru skemmtir með söng en fundarstjóri verður Björk Jónsdóttir, Verka- kvennafélaginu Framsókn. Samtök kvenna á vinnumarkað- inum efnir til sérstaks Útifundar á Hallærisplaninu strax að lokinni göngu. Samtökin segjast taka undir ákveðnar kröfur í ávarpi fulltrúa- ráðs verkalýðsfélaganna, s.s. varð- andi dagvistarmál, húsnæðismál, atvinnuöryggi fiskvinnslufólks, friðarmál og andófi gegn herstöðv- um og aðild íslands að NATO. Tvö mikilverð atriði réðu þó úrslitum um að Samtökin ákváðu að efna til sérstaks útifundar. Annars vegar sú stefna fulltrúaráðsins að hundsa konur við val á ræðumönnum og hins vegar segja konurnar að það vanti alla baráttuhvatningu og nauðsynlegar kröfur í ávarpið. Framkvœmdanefnd um launamál kvenna: Full kaup- máttar- trygging Framkvæmdanefnd um launa- mál kvenna hélt fundi víðsvegar um landið laugardaginn 27. apríl. Ályktanir sem samþykktar voru á fundinum á Patreksfirði: „Almennur fundur launafólks haldinn í Félagsheimili Patreks- fjarðar 27. apríl 1985, skorar á aðila vinnumarkaðarins að sjá tii þess, að í næstu kjarasamningum sé samið um að launafólk flytji starfsreynslu sína með sér, þó það skipti um stéttafélag eða vinnu- stað og beinir því til sömu aðila að hækka lægstu launin sem nú eru rúm 14.000r og sjá um að til komi full kaupmáttartrygging!’ „Ennfremur skorar fundurinn á Al- þingi og ríkisstjórn að gera nauð- synlegar breytingar á trygginga- löggjöfinni, miða sjúkradagpen- inga við atvinnuleysisbætur og ellilaun við almenna launataxta!’ „Fundurinn fordæmir að það skuli þekkjast að heimavistarskólar víðs vegar um landið skuli loka aðra hverja helgi og unglingarnir sendir burt án þess að hafa trygga aðhlynningu!’ „Skorað er á alþingismenn að sjá til þess að hugmyndin um sameigin- legan lífeyrissjóð allra lands- manna verði að veruleika og jafn réttur sé til hans!’

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.