Alþýðublaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 1. ma( 1985 Eyjólfur K. Sigurjónsson: Ég hefi lofað að skýra hér frá störfum Fram- kvæmdanefndar bygging- aráætlunar og Stjórnar verkamannabústaða í borginni, en ég var þátt- takandi í störfum þeirra frá árinu 1968 til ársins 1980, fyrst sem formaður framkvæmdanefndarinn- ar en í framhaldi af því sem formaður Stjórnar verkamannabústaða. í lok þessa spjalls mun ég leitast við að setja fram hugmyndir um þær breytingar á húsnæðislög- gjöfinni, sem ég tel, að nú þurfi að gera. Breytinga er þörf á húsnæðislöggjöfinni Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar: Það fer ekki á milli mála, að hús- næðiskostnaður hefir verið og er meðal mikilvægustu þátta í kjörum manna. Sjaldan eða aldrei hefir það komið skýrar í ljós hér á landi, hversu mikils launþegar meta þenn- an þátt, en árið 1965, þegar laun- þegasamtök í borginni sættust á lausn vinnudeilu gegn því að gert yrði stórt átak til lausnar húsnæðis- málum þeirra tekjulægstu í borg- inni. Að undangengnum viðræðum milli ríkisstjórnarinnar og fulltrúa Alþýðusambands íslands gaf ríkis- stjórnin út hinn 9. júlí 1965 yfirlýs- ingu um húsnæðismál með eftirfar- andi fyrirheitum: 1. Ríkisstjórnin láti reisa 1250 íbúðir í Reykjavík. íbúðirnar verði tveggja, þriggja og fjög- urra herbergja auk eldhúss. 2. Með byggingum þessum verði gerð tilraun til þess að sannreyna hve mikið megi lækka bygging- arkostnað með stöðlun, fjölda- framleiðslu aðferðum, góðri skipulagningu og fullkomnustu tækni, sem við verði komið. 3. Reykjavíkurborg verði aðili að þessum byggingarframkvæmd- um og fái í sinn hlut 250 íbúðir, sem borgin ráðstafi meðal ann- ars til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis. 4. Þær 1000 íbúðir, sem falla í hlut ríkisins skulu seldar láglauna- fólki í verkalýðshreyfingunni á kostnaðarverði. Lán út á þessar íbúðir skulu nema 80% af kostnaðarverði og vera til 33ja ára. Þessi yfirlýsing var staðfest með lögum nr. 97 frá Alþingi 22. desember 1965. Gert var ráð fyr- ir að framkvæmdanefndir bygg- ingaáætlana störfuðu víðar en í Reykjavík, en ekkert varð úr því. Höfundur erindisins, semhér erbirt, erEyjólfur Sigurjónsson, löggiltur endurskoðandi í Reykjavík. Eyjólfur var formaður Fram- kvœmdanefndar byggingaráœtlunar frá 1969 þar til nefndin var lögð niður 1983. Þá var hann formaður Stjórnar verkamannabústaða í Reykjavík frá stofnun, 1971, til ársloka 1980. Erindið var flutt 8. mars síðastliðinn á hús- nœðisdegi Verslunarráðs. Sérstakri fimm manna nefnd var falið að stjórna þessari bygginga- áætlun í Reykjavík. Tveir nefndar- manna voru valdir af Húsnæðis- málastjórn ríkisins, einn af Alþýðu- sambandi íslands, einn af Fulltrúa- ráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík og einn af Reykjavíkurborg. Fram- kvæmdanefndin tók til starfa í sept- embermánuði 1965, en fram- kvæmdir á vegum hennar hófust 1. apríl 1967. Þegar byrjað var á bygg- ingu 312 íbúða í fjölbýlishúsum og 23 innfluttra einbýlishúsa. Þetta voru fyrstu húsin sem risu í Breið- holti. Meðan á þessum fram- kvæmdum stóð, fékk nefndin leyfi til að skipuleggja nýtt svæði í Breið- holti III og voru 886 íbúðir byggðar þar á árunum 1969—1975. Þetta eru samtals 1221 íbúð í ein- býlishúsum og fjölbýlishúsum. Til viðbótar var síðan ákveðið að byggja 30 parhús m.a. til þess að sannreyna verðmismun á íbúðum í parhúsum og fjölbýlishúsum. Nokkur dráttur varð á úthlutun lóða fyrir þennan síðasta áfanga í verkefni Framkvæmdanefndar byggingaráætlunar, og af þeim sök- um hófust framkvæmdir við hann ekki fyrr en árið 1978 og lauk þeim árið 1980. Heildarsöluverð 1221 íbúðar á árunum 1967—1975 var gkr. 2.131.759.944. Mér reiknaðist svo til árið 1980, að miðað við verðlag þess árs hefði þurft 25 milljarða gkr. til að byggja þessar íbúðir. Sú tala jafngildir í dag 2.1 milljarði miðað við byggingavísitölu. Hvað sem þvi líður leyfi ég mér að fullyrða, að íbúðir Framkvæmdanefndar bygg- ingaráætlunar voru ódýrari en svar- aði til vísitölu byggingarkostnaðar á byggingatíma þeirra. Þær voru einnig ódýrari en samsvarandi íbúðir, sem á boðstólum voru á al- mennum markaði á þeim árum. Söluverð parhúsanna 30, sem áður var getið var gkr. 29.800.000 fyrir hvert hús, eða 894 milljónir gamalla króna samtals. Eins og fram kemur í 2. lið í yfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar, sem ég gat um hér að framan var nefndinni ætlað að sannreyna, hversu mikið mætti lækka byggingarkostnað með stöðlun, fjöldaframleiðsluað- ferðum, góðri ákipulagningu o.s.frv. Framkvæmdir Meðal þess sem reynt var í þessu skyni voru kaup á 23 einingahúsum frá Danmörku fyrir milligöngu Innkaupastofnunar ríkisins. Sú reynsla, sem Framkvæmdanefndin fékk af þessum húsum leiddi ekki til þess að lengra yrði haldið á þeirri braut, en á tímabili kom til athug- unar að kaupa 250 slík hús. Frá- gangur húsanna reyndist ekki eins góður og menn voru vanir hér á landi sérstaklega að því er varðaði innréttingar og einangrun. Grunn- ar og lokafrágangur urðu dýrir, en eins og nefndin skilaði þeim í hend- ur kaupanda eru þau snotur og þægileg einbýlishús. Þarna kom í ljós að íslenskir iðnaðarmenn eru best færir um að byggja íbúðarhús, sem henta íslenskum staðháttum og veðurfari og uppfylla kröfur okkar um gæði. Þegar keypt voru svokölluð við- lagasjóðshús vegna Vestmanna- eyjagossins kom þessi reynsla af innfluttum einingahúsum í góðar þarfir og nú orðið hefir þróast í landinu framleisla á einingahúsum, bæði úr tré og steinsteypu, sem full- nægir hinum ströngu kröfum okk- ar. Framkvæmdanefndin fékk sér til ráðgjafar þekktan danskan arki- tekt, Knud Hallberg, þegar um haustið 1965. Hann lagði á ráðin um skipulagningu á störfum nefnd- arinnar fyrstu árin og kom síðan nokkrum sinnum til landsins til að fylgjast með framvindu mála. Arkitektar, verkfræðingar og tæknifræðingar voru ráðnir til starfa, og komið á fót teiknistafu, samkv. tillögum Hallbergs. Samtals unnu 20 manns við hönnun og yfir- stjórn á vegum nefndarinnar til árs- ins 1969, en þá var starfsemin end- urskipulögð. Teiknistofa F.B. sá að mestu leyti um hönnun á þeim fjöl-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.