Alþýðublaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 20

Alþýðublaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 20
alþýöu- blaöió Miövikudagur 1. maí 1985 Útgefandi: Biað h.f. Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Guðmundur Árni Stefánsson. Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson. Skrifstofa: Heigi Gunnlaugsson og Haildóra Jónsdóttir. Augiýsingar: Eva Guðmundsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hæð. Simi:81866. Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. r Askriftarsíminn er 81866 í lausasölu 20 kr. Aðalfundur verkalýðsmálanefndar A Iþýðuflokksins Kaupmáttarleið eða kollsteypa Karl Steinar kjörinn formaður Á föstudagskvöldið var haldinn aðalfundur verkalýðsmálanefndar Alþýðuflokksins. A fundinum var kjörin ný stjórn. Karl Steinar Guðnason var kjörinn formaður en aðrir í stjórn eru þeir Ágúst Guð- mundsson og Árni Hjörleifsson. Til vara voru kjörnir þeir Þráinn Hallgrímsson og Birgir Dýrfjörð. Karl Steinar hafði framsögu um kjaramálin og komandi samninga. Ræddi hann einkum um tvær leiðir, sem kæmu til greina. Annarsvegar leið sem hann nefndi kollsteypu og hinsvegar kaupmáttarleið. Miklar umræður spunnust um málið og voru fundarmenn á einu máli um að farsælast væri að velja kaupmáttarleiðina. Hún felst í því að ná samningum um kjarabætur og félagslegar úrbætur á sviði líf- eyrismála, aimennra trygginga og húsnæðismála. Á fundinum kom fram mikill vilji fyrir því að verkalýðssamtökin gerðu strax bráðabirgðasamkomu- lag við vinnuveitendur, sem hamli Karl Steinar Guðnason. gegn því kaupmáttarhruni sem fyr- irsjáanlegt er fram á haust. Kjara- bæturnar frá því í haust eru þegar að engu orðnar og því nauðsynlegt að spyrna við fótunum strax. 1. maí-kaffi í Naustinu í dag, miðvikudaginn 1. maí, verður Alþýðu- flokkurinn í Reykjavík með 1. maí-kaffi í veit- ingahúsinu Naustinu við Vesturgötu, frá kl. 15 —18. Á boðstólum verður kaffi, vöfflur og fleira góðgæti. Allir eru velkomnir og er alþýðu- flokksfólk hvatt til að fjölmenna. Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar verður einnig með 1. maí-kaffi og er það í Alþýðuhús- inu í Hafnarfirði, kl. 16—18. BANKAR Á SAMA STAÐ BÚNAÐARBANKINN OG LANDSBANKINN KYNNA SAMSTARF UM REKSTUR HRAÐBANKA AfareiðslutækiumÍ n I 5fi* -fli w 1 kTIi lk tvl verður komið fyrir í áföngum á ýmsum stöðum á landinu í sumar og haust. Þau lengja afgreiðslutímann og verða viðskiptamönnum beggja bankanna til flýtis og hagræðis. I HRAÐBANKANUM munu viðskiptavinir Búnaðarbankans og Landsbankans hafa aðgang að sparisjóðs- og tékkareikningum sínum á sama afgreiðslustað, en í þessum tveimur stærstu bönkum landsins er um 65% af innlánsfé viöskiptabankanna varöveitt. Sjálfsafgreiðsla í eftirfarandi bankaþjónustu: HRAÐBANKANUM ná til ★ ★ ★ ★ ★ úttektar af bankareikningi innborgunar á bankareikning millifærslu milli bankareikninga greiðslu á reikningum með peningum eða ávísun greiðslu á reikningum með millifærslu af eigin bankareikningi upplýsinga um stöðu bankareiknings f BUIMAÐARBAIMKIIMIM LAIMDSBAIMKIIMIM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.