Alþýðublaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 10
10 Miðvikudagur 1. maí 1985; Samstaða í dag — Hver er staða Samstöðu í dag, þrem árum eftir að heriögin gengu í gildi? Ég vissi strax í byrjun, í ágúst 1980, að hreyfjngin myndi þróast í mismunandi þrepum. Engir stórir sigrar myndu vinnast í fyrsta þrep- inu. Þegar verkfallinu lauk, hélt ég því fram, að framundan væru erfið- ir tímar, sem mér stóð ógn af. Og stundum urðu þeir tímar erfiðari en ég bjóst við. En við gátum ekki brugðist öðruvísi við. Ég held að við höfum náð því fram, sem hægt var að ná fram. Seinna, sumarið 1981, tók annað þrepið við. Það var hættulegt fyrir okkur. Allt i einu stóðum við frammi fyrir því að þurfa að segja „já“, að taka á okkur ábyrgð á mál- um, sem ekki snertu starfsemi hreyfingarinnar beint. Þetta tak- markaði frelsi okkar og gat eyðilagt fyrir Samstöðu. Ég álít að Samstaða sé nú sterkari og rætur hennar nái dýpra en nokk- urn tíma áður. Okkur er legið á hálsi að efla ekki miðstýringu hreyfingarinnar, að engin ákveðin stjórn komi fram opinberlega. Ég get aðeins svarað því á þann hátt, að við erum í sömu aðstöðu og maður sem á 500 hesta. Hann setur þá ekki alla samtímis fyrir vagninn sinn, því það myndi bara eyðileggja vagninn. Það sama myndi gerast ef Samstaða kæmi fram með sterka stjórn núna. Þá kæmu fram kraftar, sem ekki er neinn möguleiki á að uppfylla eins- og ástandið er í dag. Það er ekki rétt að byggja upp sterka miðstýringu á starfsemi hreyfingarinnar núna, heldur eig- um við að einbeita okkur að því að starfa í smærri einingum. Við verð- um að vinna að ólíkum málefnum og lausnum á þeim og mennta með- limi hreyfingarinnar. Þá má búast við að þetta þrep, sem við erum • staddir í núna, skili okkur þeim ár- angri, sem við vonumst eftir. Bar- „Pólland er einsog skák- borð, þar sem við spilum skák en andstæðingurinn spilar refskák. Báðir tefla til sigurs, en á þessu skák- borði getur enginn unnið. Fyrst verður að komast að samkomulagi um hvers- lags skák skuli tefld.“ Það er Lech Walesa, for- maður Samstöðu í Pól- landi og friðarverðlauna- hafi Nóbels, sem mælir þessi orð í fyrsta viðtalinu sem neðanjarðarútgáfa Samstöðu í Póllandi hefur átt við hann. Það birtist upphaflega 13. desember 1984, á þriggja ára afmæli herlaganna í Póllandi. Það var Tygodnik Mazowsze, stærsta neðanjarðarblaðið í Póliandi, sem birti viðtal- ið. staða verði lögleg aftur? Hvernig náum við því takmarki? Við verðum að laga okkur að að- stæðum. Margar af velheppnuðum aðgerðum okkar eru ekki metnar í fjöldanum sem stóð að baki þeim. Ég er mjög stoltur af fólkinu. Mótmælin í ágúst voru mjög vel heppnuð og árangurinn af þeim var mikill en Lenin hélt velli. Enginn amaðist við honum og hann var ekkert að skipta sér af okkur. Þegar presturinn okkar var myrt- ur mættu um milljón manns við út- förina í Varsjá. Ég get ekki ímyndað mér að neinsstaðar annarsstaðar sýni fólk jafn mikla samstöðu og komi jafn vel fram og hér í Póllandi. Þetta fólk er skynsamt og það hefur full- an skilning á ástandinu. Þetta fólk má ekki tapa. Sigur án orðu Það sem er að gerast núna í Pól- landi er annars eitthvað alveg nýtt. Ef þetta gerðist í öðrum löndum yrðu flestir mjög ánægðir. En samt sem áður nægir þetta okkur ekki. Möguleikar okkar eru miklir og við setjum markið hærra. Starf okkar hefur í för með sér breytingar, vissulega smáar og langt því frá ánægjulegar, en samt sem áður. I versta falli munum við sigra án þess að fá orðu eða vera kallaðir sigurvegarar. En við getum líka sigrað og feng- ið orður og haft flugeldasýningu ef við sameinumst um baráttuaðferð- ina. Hin einfalda samstöðuaðferð, þar sem menn hjálpast að og hlaup- ast ekki burt frá vandanum eða svíkja samherja. Baráttuaðferð sem tekur tillit til þeirra möguleika, sem eru fyrir hendi, að því verðum við að vinna í dag án þess að það hafi í för með sér miðstýringu. — Hvernig starfar þú? Hvernig færðu allar upplýsingarnar? Hvernig tekurðu ákvarðanir? Ég leita mér upplýsinga hjá starfsfólki við skipasmíðastöðina Leikreglur Walesa áttan er erfið og löng. Hún skilar ekki árangri strax, en hún er mikil- væg og nauðsynleg. — Þú talar einsog allt sé undir okkur komið, einsog við getum val- ið um lausnir á málum okkar. En þannig er því ekki háttað. Við höf- um lent í vissri stöðu . . . Það er alveg rétt. En mjög mikið veltur á okkur — einkum og sér í lagi á hugmyndaauðgi okkar og skapstillingu. Við verðum að sætta okkur við, að einsog ástandið er í dag, munum við ekki uppskera mjög mikið, að í dag og í nánustu framtíð gerist ekkert afgerandi í málum okkar. Það eina sem við getum gert nú, er að styðja við bakið hver á öðrum. Það er erfitt að skera úr um hver er sterkastur. Ef við gerum okkur það ljóst og leitum að góðum lausnum og byggjum upp framtíðarstefnu, sem við gerum umheiminum ljósa á heppilegum tíma, þá vinnum við þetta þrep. — En þetta er ekkert svar við spurningunni, hver staða Samstöðu er í dag. Þú ert formaður verkalýðs- hreyfingarinnar. Ég hef einhverntíma sagt, að ég hafi fjórum störfum að gegna: skipasmíðastöðina, formaður verkalýðshreyfingar, sem ekki er starfandi, formaður starfandi verkalýðshreyfingar og fjölskyld-^ una. — Hvað þýðir þetta? Hvaða verkalýöshreyfing starfar og hver starfar ekki? Að sumum hlutum er hægt að vinna og ég vinn að þeim sem for- maður starfandi verkalýðshreyfing- ar. Síðan vinn ég að öðrum hlutum sem formaður verkalýðshreyfingar, sem ekki starfar. Ég skil þetta og ég býst við að þið skiljið þetta. Meira get ég ekki sagt. — Þú sagöir að við gætum ekki byggt upp hreyfingu. En hreyfingin finnst — neðanjarðar þar sem starfað er í leynilegum verkalýðsfé- lögum. Það er til fólk, sem segir: Við erum Samstaða. Hreyfingin er til — á vinnustöð- um, í borgunum, bæjunum, innan sóknanna o. s. frv. — en án mið- stjórnar og í sumum tilfellum án héraðsstjórna. Yfirvöldin eiga erf- itt með að hafa yfirsýn yfir þetta og eyðileggja starf okkar — enda virð- ast þeir ekki líta á þetta starf sem hættulegt núverandi ástandi. Þessvegna er okkur bannað að gera heyrum kunnugt hversu víð- tækt starf okkar er. Þá erum við orðnir hættulegir. Ef við myndum freistast til þess að byggja upp hreyfingu með t. d. 100.000 með- limum, sem væri mjög auðvelt fyrir okkur, væru yfirvöld tilneydd til að tala við okkur á annan hátt. Skapandi bið Því betur sem við erum skipu- lagðir þess meiri sjálfvirkni verður í ákvarðanatökum. Og einsog við vitum, þá verða vissir hlutir að fá að þróast. Ef við komum of snemma fram með þá, getur slíkt haft slæm áhrif. Við erum ekki miðpunktur heimsins og erum ekki svo gífurlega þýðingarmiklir. Við verðum einfaldlega að bíða, en það verður að vera skapandi bið. — Þú ert ásakaður um ýmislegt. M. a. fyrir að vera of eftirgefanleg- ur, of friðsamur, óákveðinn. Finnst þér þú sjálfur fara of varlega? Ég reyni fyrst og fremst að kom- ast hjá því að trufla fólk við vinnu sína, jafnvel þó ég geri mér grein fyrir því að ég sjálfur gæti gert mun betur en það. Ég skil mæta vel að mismunandi hópar hljóta að sjá hlutina í ólíku Ijósi. Sumum finnst ég hafa mikil áhrif og vinna vel. Öðrum finnst ég vera fyrir. Ég er sammála báðum. Vinna mín horfir mismunandi við ólíku fólki. — Þú hefur samt mikil áhrif. Þegar þú lýstir því yfir í kirkjunni í Gdansk, eftir ránið á föður Popi- eluszko, að fólk ætti ekki að halda mótmælafundi, þá hlýddi fólkið þér, þó það hefði fullan hug á því að safnast sarnan og mótmæla. Hér gat verið um tvennt að ræða. Annarsvegar gat ástæðan með rán- inu verið sú að skjóta fólkinu skelk í bringu og gera það framtakslaust, eða þá að skapa óróa og fá fólkið til að safnast saman á götunum. Fyrri ástæðan varð að engu. Eng- inn varð hræddur en fólk byrjaði að vinna mun betur en áður að mál- efnum sínum. Að hópa fólki á strigaskóm út á göturnar gegn skriðdrekum, það gat ég ekki látið gerast. Vinnusíaðirnir Auk þess verðum við að taka tillit til stöðunnar í alþjóða stjórnmál- um. Ef vonlaust er um sigur, þá á maður ekki að berjast. Ég er ekki andstæðingur mót- mælafunda, aftur á móti er ég and- vígur vonlausum slagsmálum. Möguleikar okkar á götunni eru sáralitlir. Möguleikar okkar eru á vinnustöðunum. í ágúst 1980 sönn- uðum við að þar er styrkur okkar og ef við stöndum vel að uppbygg- ingu okkar á þeim, þá eigum við mikla möguleika. — Hefurðu trú á öðru sam- komulagi? Bæði já og nei. Við höfum nú þegar samkomulag sem við verðum að standa við. Við ættum hinsvegar að reyna að komast að öðru sam- komulagi; viss atriði getum við leyst í sameiningu, þar sem þau eru sam- félaginu í heild til góðs, en ýmsum öðrum atriðum erum við mótfalln- ir, þar sem að þau eru andstæð skoðunum og hagsmunum okkar. Hér verða báðir aðilar að leita sam- komulags. — Þýðir það, að við veröum að afneita Samstöðu? Slíkt getum við aldrei samþykkt. Samstaða skapaðist af miklum lýð- ræðislegum meirihluta og það er bara sá meirihluti, sem getur lagt niður Samstöðu. — Við viljum koma aftur að því sem þú sagðir um samninga. Hvaða tryggingu höfum við fyrir því að yf- irvöld standi við samkomulagið, eftir það sem nú hefur gerst? Með valddreifingu, án hennar er ekki hægt að hefjast handa. — Valddreifingu innan verka- lýöshreyfingarinnar eöa í stjórnum og stofnunum rikisins? Lystin eykst því meir sem maður étur. Við verðum að muna að við er- um staddir í Póllandi en ekki í Bandaríkjunum. Ég myndi líka vilja gína yfir miklu, en samtíihis krefst skynsemin þess gagnvart sjálfum mér og þeim, sem treysta mér, að ég sýni raunsæi. Það er margt sem þarf að gera í landinu okkar. Það er svo margt sem við viljum, að tími er kominn að byrja að velja forgangsröð fyrir verkefnin. Ákveða hvað er raun- hæft. Hvað gæti orðið að raunveru- leika. Hvað myndi gerast ef . . . — Hefuröu trú á því aö Sam- og fólki, sem hefur sannað að það veit lengra nefi sínu. Ákvarðanirnar tek ég hinsvegar sjálfur. Ég reyni að hlusta mikið en tala minna. Ég er bandamaður lífsins og fólksins. Ég vinn erfiðisvinnu svo ég er sjónar- vottur að því sem á sér stað. Ég reyni alltaf að meta stöðuna og finna við- hlítandi lausnir. — Hefur kirkjan mikil áhrif á ákvarðanatökur þínar? Ég er trúaður maður og sæki guðsþjónustur. Ég þekki því hlut- verk kirkjunnar og er þeirrar skoð- unar að Glemp kardináli hafi rétta afstöðu til hlutanna, þó margir séu ekki sama sinnis og ég. Kirkjan er tvö þúsund ára gömul. Þúsund ára í Póllandi. Kirkjan mun standa áfram í margar aldir. Hlutverk kirkjunnar er frá- brugðið. Hún verður að lifa af ald- irnar. Við munum hverfa áður en langt um líður. Milli mín og þeirra, sem hafa mótaðar skoðanir innan kirkjunnar, ríkir fullur skilningur. — Undanfarið hefur verið talað um að mynda kristin verkalýðsfé- lög. Það gerist sennilega ekki í nán- ustu framtíð. En slíkur möguleiki er fyrir hendi þar sem útlitið er svart og Pólland á við að etja mikla efna- hagsörðugleika. Það er því skylda okkar að gera allt sem í okkar valdi stendur, jafnvel þó það nægi ekki til. Það er skömminni skárra en að gera ekki neitt. — Myndir þú gerast meðlimur í slíkri verkalýðshreyfingu? Þeir sem vilja mega gerast félagar í slíkum félögum. Sjálfur verð ég áfram meðlimur í verkalýðsfélag- inu sem ég er aðili að núna. Ég á engra annarra kosta völ. Ég hef heitið Samstöðu tryggð. — Tekur kirkjan tillit til þess að þú ert formaöur Samstöðu? Það er aldrei gengið framhjá mér

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.