Alþýðublaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 27. ágúst 1988 LITILRÆÐI Flosi Ólafsson skrifar AF GEGGJUDU ÞINGI Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að geðlæknar og sálfræðingar séu upp til hópa léttgeggjað fólk og margir í hópnum snartjúllaðir. Þetta er svo sannarlega ekki sagt til að varpa rýrð á þessa starfshópa, heldur hið gagnstæða. Eg er nefnilega staðfastlega þeirrar skoð- unar að menn sem geta litið í eigin barm og stuðst við eigin reynslu eigi auðveldara með að setja sig í spor þjáningarbræðra sinna en aðrir, ef vandinn kemur þeim kunnuglega fyrir sjónir. Maður sem aldrei hefur smakkað brenni- vín skilur illa áfengissýki, en gömul fylli- bytta veit uppá hár um hvað málið snýst. Það varfrænka mín ein sem um árið vakti athygli mína á sálarástandi geðlækna og sálfræðinga. Hún sagði við mig: — Hefurðu, elskan mín, tekið eftir því hvað geðlæknar og sálvíkingar eru skrítnir til augnanna? Ég játti því og hún spurði mig hvort ég vissi af hverju þetta stafaði. Það vissi ég ekki, hún sagði þá íbyggin: —• Það er æðisglampinn, elskan mín. Síðan hef ég notað hvert tækifæri sem hefur gefist til að horfast í augu við geð- lækna og sálfræðinga. Það er einsog æðisglampinn ylji mér um hjartarætur. Þetta er líka það fyrsta sem ég geri, þegar mér er sýndur hestur. Ég skoða í honum augun og eyrun. Já og tennurnar. Sálfræðingar bera aldurinn afturámóti oftast svo ótvírætt með sér að hægt er að sleþþa tönnunum. Mér er afskaplega hlýtt til geðlækna og sálfræðinga. Ekki vegna þess að ég hafi svo oft leitað ásjár hjá þeim, heldur öllu fremur vegna þess að þetta blessaða fólk hefur eig- inlega varpað Ijósi á þá staðreynd að gallar mínir, brestir og skafankar í gegnum tíðina stafa ekki af því hvað ég er illa lukkaður, heldur hef ég alla tíð átt við aðskiljanleg geðræn vandamál að stríða. I skóla var ég kallaður tossi. Nú hafa sálvísindin bent á það aó ég hafi ekki verið „tossi“, heldur einstaklingur með geðrænt vandamál. Haldinn „námsleiða“. Þegarég varað vinnaá Eyrinni varég ann- álaður húðarletingi. Nú hefur eftir sálfræðilegum leiðum verið á það bent, að leti hafi ekki verið til að dreifa, heldur hafi ég verið haldinn „verk- kvíða“. Og ólund stafar ekki lengur af því að maður er fýlupoki, heldur á maður við geð- rænan vanda að stríða, vanda sem kallaður er „þunglyndi“. Nýafstaðið er mikið þing geðlækna hér- lendis og ber að harma hvernig fjölmiðlar hafa látið undir höfuð leggjast að kynna þjóðinni það sem þar hefur farið fram. Geð- læknaþingið féll satt að segja í skuggann af kvennaráðstefnunni í Osló, sem er annar angi af víðtækri og gagnmerkri allsherjar- geggjun. Það var svo, að afstöðnu geðlæknaþing- inu fyrir skömmu, að þjóðinni var birt mark- tæk niðurstaða af störfum geðlæknaþings- ins í dagblaðinu Tímanum og þar greint frá árstíðabundnum sveiflum í líðan fólks. Þetta eintak af Tímanum (17. ágúst) virð- ist, að verulegu leyti, hafa verið helgað geð- rænum vandamálum, því þar er líka há- vísindaleg úttekt á því hvernig ærkjöt breyt- ist úr gómsætu góómeti í vondan mat, ef sauðféð er í uppnámi þegar verið er að slátra því, undir yfirskriftinni: Verður kjötiö verra af stressuðu fjalla- lambi? I þeirri grein er frá því skýrt að norðmenn geri allt sem þeir geta til að koma sláturfé í gott skap, þegar verið er að skjóta það, en fylgir ekki sögunni hvort það er gert með gamanvísum og léttu spaugi eða valíum. í greininni um geðlæknaþingið segirorð- rétt: — í löndum þar sem talsverður munur er á árstíðum virðist vera munur á líðan sums fólks. Þá veit maður þaó. Þá komst þingið að þeirri merku niður- stöðu einsog segir orðrétt: (að) Ýmsum hefur fundist þeir hressast við að fara suðurá bóginn til dæmis til Flórída. Þegar þessi hávísindalega rannsókn var farin að benda ótvírætt til þess að betur lægi áfólki þegarþað væri komiðtil Flórída helduren þegar það væri annarsstaðar, einkum norðar, var útbúinn spurningalisti á ensku og hann síðan þýddur á íslensku. Síðan var hann — einsog segir orðrétt: — ... þýddur aftur á ensku til að sjá hvort nokkur feill lægi í honum. Síðan, væntanlega þegar í Ijós var komið að enginn „fei11“ var í listanum, var hann sendur þúsund manns og óskað eftir svör- unum „já“ eða „nei“. Spurningin hljóðaði svona: Finnið þér mun áyður í svartastaskamm- deginu þegaraldrei sértil sólar;og ásumrin þegar sól er hæst á lofti? Milli 50 og 60% af þeim sem spurðirvoru svöruðu og flestir játandi. Það bendirað dómi geðlæknatil þess að ótvírætt samband sé milli þunglyndis og sólarhæðar. Segir fátt af hinum fjölmörgu íslend- ingum sem jafnan eru fluttir heim frá sólar- löndum í spennitreyju, sturlaðir af matar- eitrun, brennivínsdrykkju og sólsting. Fram kom á þinginu að hópurinn sem er léttari í skapi í sólskini en í myrkri hefurekki verið flokkaöur niður, en sums staðar munu það frekar vera konur en karlar, en hér á landi erekkert sem bendirtil þess að konur kunni betur við sig þar sem ratljóst er en karlar. Ég er nú bara að drepa lítillega á þetta nýafstaðna geðlæknaþing til þess að renna stoðum undir þá skoðun, sem ég varpaði fram i upphafi máls míns, nefnilega þá, að ég hef lengi álitið geðlæknaog sálfræðinga upp til hópa léttgeggjað fólk.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.