Alþýðublaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 27. ágúst 1988 SMÁVEGIS STRESSAÐUR Aðalbarkinn tekinn tali Amar Freyr Gunnarsson varð landsfrægur á einni kvöldstund. Því lá beinast við að spyrja hann hvort hann væri ennþá í skýjunum. „Ég er svona rétt að kom- ast niður úr þeim því þetta voru alveg rosaleg átök.“ — Hvernig finnst þér aö taka við titlinum af Bjarna Arasyni, góðvini þínum? „Það var alveg meiriháttar en við ætlum að vinna saman eins mikið og við getum og styðja við bakið hvor á öðr- um.“ — Finnst þér að þú sért kominn i samkeppni við hann? „Nei, nei, alls ekki, og mér finnst að þetta eigi eftir að gera hljómsveitinni mjög gott.“ — Hljómsveitin kemur semsagt til með að starfa óbreytt? „Já, það er alveg á hreinu, en það getur vel verið að vió skiptum um nafn á henni því gamla nafnið er eiginlega orðið ómögulegt núna.“ — En hvernig leið þér nú annars á sviðinu? „Ég var smávegis stressað- ur áður en ég steig á sviðið en um leið og ég upp þá hvarf það allt saman. Hins- vegar leið mér alveg hrika- lega eftir að ég hafði sungið lagiö i siðara skiptið, þegar allir blaðamennirnir ruddust að mér, kærastan, — ég meina það var eins og maður hefði skorað úrslitamarkið i heimsmeistarakeppninni." — Heldurðu að þessi keppni hafi mikla þýðingu fyrir þig sem tónlistarmann? „Ég ætla að vona það og mér finnst alveg æðislega sniðugt að halda þessa keppni til þess að leyfa ungu fólki aö spreyta sig og fyrir þá sem eiga erfitt með að koma sér á framtæri." — Og hvað gerir þú svo dags daglega? „Eg vinn í Kjöthöllinni, er .aðallega í kjötvinnslu, en svo er ég líka að afgreiða í búð- inni.“ — Eru síðan hljómsveitaræf- ingar á kvöldin? „Við æfum svona þrisvar í viku og svo reynir maöur að fara i billjard. Einnig fer ég á fótboltaæfingar á hverjum sunnudegi." — En ef við snúum okkur að laginu sjálfu. Þetta er nú svolitið erfitt lag, af hverju valdirðu þetta lag tii að flytja? „Það var nú bara þannig að kærastan mín var að spila plötuna með þessu lagi og ég var á sama augnablikinu að velta því fyrir mér hvort ég ætti að taka þátt í keppninni því það voru margir búnir að hvetja mig til þess,,fjölskyld- an og þess háttar. Ég var að pæla í því hvaða lag ég ætti að taka, svo kemur þetta lag á plötunni. Mér hefur alltaf fundist þetta lag mjög fal- legt, vel sungið og bara meiriháttar. Svo ákvað ég að taka lagið en það tók mig svolítinn tíma að ná því vegna þess að öndunin í þvi er talsvert erfið.“ — Komu engin önnur lög til greina? „Nei, nei, ég bara kýldi á þetta lag.“ — Nú ert þú gitarleikari i hljómsveitinni Búningunum, semurðu eitthvað sjálfur á gítarinn? „Ég geri nú ekkert rosa- lega mikið af því, en ég sem svona lag og lag.“ — En heldurðu að þetta ýti ekki við þér? „Jú, þetta gefur manni náttúrulega stórkostlegt tækifæri á þessu sviði.“ — Hvað tekur nú við hjá þér þegar titillinn er í höfn, kemur ekki út plata? „Jú, það kemur út Látúns- barkaplata eins og í fyrra, þar sem allir sem voru í úrslita- keppninni verða með lög. Ég verð sennilega með tvö lög og Stuðmenn verða með eitt nýtt lag á þessari plötu. Samt á þetta allt eftir að koma bet- ur í Ijós, ég meina maður er varla búinn að átta sig á þessu ennþá. Barkmn stend- ur þarna inni í stofu og mað- ur hugsar með sér hvað hann sé að gera þarna.“ — En aö lokum Arnar, var mikið sungið á þinu heimili? „Já, já alveg hellingur, pabbi var allur í sveitaballa- bransanum og hann hefur m.a. spilað einhver lög inn á plötur, ég man nú ekki alveg hvað þau heita. Almennt held ég að fjölskyldan sé mjög músíkölsk," sagði Arnar Freyr Gunnarsson, hinn ný- krýndi Látúnsbarki 1988. Barki um barka „Alein ég fer i álögum ég er uns barkann ég flnn úr brassi eins og minn“ Sannarlega viðeigandi byrjunarorð á úrslitakeppn- inni um Látúnsbarkann 1988 sem fram fór sl. sunnudags- kvöld í mekka íslensks skemmtanaiðnaðar, Hótel ís- landi, að viðstöddu fjöl- menni. Þar var samankominn fríöur og föngulegur flokkur pilta og stúlkna hvaðanæva af landinu ásamt Stuðmönn- um, s'em stóðu fyrir keppn- inni nú eins og í fyrra. Þá sigraði eins og kunnugt er 16 ára piltur úr Reykjavík, Bjarni Arason, Presley-drengur og nú landsþekkt poppstjarna. Það var mikið um dýrðir þetta kvöld; risastórar lit- fagrar myndir af allskonar kynjaverum skreyttu bak- grunn sviðsins og í miðið var risastór mynd af hljóðnema sem tákn fyrir keppnina. Að sið stærri tónlistarkeppna voru dómnefndir staðsettar víðsvegar um landið og gáfu þær flytjendum stig simleið- is um leið og síöasti kepp- andinn hafði lokið söng sín- um (í rauninni sungu kepp- endurekki mjög mikið þetta kvöld, hversvegna skal látið ósagt en ástæðurnar eru skiljanlegar). Sigurvegari að þessu sinni var valinn Arnar Freyr Gunn- arsson, 22 ára gamall Reyk- víkingur og félagi B. Ara- sonar í hljómsveitinni Bún- ingunum. Hann flutti lagið Reyndu aftur eftir Magnús Eiríksson. Þetta var í annað sinn sem Arnar tekur þátt í keppninni, en í fyrra beið hann lægri hlut fyrir áður- nefndum hljómsveitarfélaga sínum. Því má með nokkrum sanni segja að nú hafi Arnar náð hefndum og jafnað met- in. En snúum okkur að hinum keppendunum. Það kom í hlut hótelþernu úr Borgar- nesi, Erlu Friðgeirsdóttur að nafni, að rúlla keppninni af stað. Gerði hún það af miklu öryggi um leið og hún flutti Sveitaball, lag Ómars Ragn- arssonar. Fyrsti fulltrúi karl- þjóðarinnar kom svo alla leið frá Djúpavogi. Karl Elvarsson mætti íklæddur allvígalegum stuttbuxum og flutti lagiö Blindsker eftir Bubba Morth. Á meðan flutningi lagsins stóð voru sýndar af mynd- bandi æði skemmtilegar myndbandsklippur með Karli sem greinilega voru teknar í Sundhöll Reykjavíkur. Ollu þær mér mikilli kátínu. Næst- ar voru Nonna og Gunna Ella, systur frá Neskaupstað, en að þessu sinni var gerð sú undantekning á reglum keppninnar að Jónína (Nonna) fékk að hafa eldri systur sína með sér til þess að syngja bakrödd i lagi Jó- hanns Helgasonar, Litlu músinni. Þegar þessar skondnu systur höfðu flutt lag sitt steig sigurvegarinn á svið og þarf ekki að hafa fleiri orð um hans þátt í keppni þessari, a.m.k. ekki um sinn. Á eftir Arnari komu svo þrjár frískar og fagur- limaðar stúlkur; Anna Mjöll Ólafsdóttir með lagið Ég gef þér allt mitt lif eftir Jóhann Helgason, Sólný Pálsdóttir Gunnar H. Ársælsson skrifar frá Grindavík flutti lagið Allt sem ég vil og Ólöf Ágústs- dóttir, sem eins og Helga Möller hér á árum áður söng lagið Ég sakna þín. Olöf var næstsíöasti kepp- andinn þetta kvöld en Elvar Sigurðsson, Bakaralærlingur frá Egilsstöðum, sá um að Ijúka keppninni um Látúns- barkann 1988 með lagi Magnúsar Eiríkssonar, Komdu i partí. Á meðan á talningu at- kvæða stóð tróð Bjarni Ara- son upp og tók virkilega vel á í laginu Á hverjum degi af ný- útkominni plötu sinni. Þegar hann hafði svo lokið sér af og gat farið að slaka aðeins á var það eitt eftir að tilkynna verðlaunahafana þrjá, en það var nýbreytni að þessu sinni að hafa þrjú verð- launasæti. í þriðja sæti varð Anna Mjöll Ólafsdóttir úr Reykja- vík, í öðru sæti lenti Ólöf Ágústsdóttir, einnig úr Reykjavík, og sigurvegarann úr Reykjavík þarf tæplega að nefna. Þannig fór nú það og nú inniheldur hljómsveitin Búningarnir tvo látúnsbarka, Bjarna og Arnar Frey, sem er ryþmagítarleikari hljómsveit- arinnar. Mætti halda að þetta væri klíka en vonum að sjálf- sögðu að svo sé ekki heldur bíðum spennt eftir næstu látúnsbarkakeppni. Vonandi skapast hefð fyrir þessari keppni, því nún veitir ekki að- eins ungu fólki tækifæri á að „slá i gegn“ heldur er hún og krydd í tilveru okkar (slend- inga. Svo er hún líka ágætis- endapunktur á rigningar- og leiðindasumrum sem þessu. Undirritaður óskar sigur- vegaranum til hamingju og þakkar Stuðmönnum fyrir framtakið. Lifið heil. BIILL OG VITLEYSA Ég sagði frá því hér á poppsíðunni ekki alls fyrir löngu að breska hljómsveitin Echo and the Bunnymen væri hætt störfum. Nýjustu fréttir herma að þetta sé allt saman bölvuð vitleysa og er það vel, því veruleg eftirsjá væri í þessari merku sveit. Þess í stað ætla hljómsveitarfélagarnir að halda upp á 10 ára samstarfsafmæli sitt á veglegan hátt og þegar eru uppi áætlanir íim að hljóðrita nýtt efni á þessu ári. Það er því Ijóst að Echo and the Bunnymen er við hestaheilsu og engin ástæða til að óttast samstarfsslit á þeim bænum. BIG COUNTBY MEÐ NÝJA PLÖTU Eftir um tveggja ára hlé er von á nýrri plötu frá þessari skosku sveit sem nærri því kom hingað til lands um verslun- armannahelgina. Þvi miður varð ekki af því. Þegar hefur verið gefin út smáskifa með laginu King of Emotion. Upptökum á plötunni stjórnaði Peter Wolf, en hann hefur m.a. unnið með bandarísku hljómsveitinni Starship og kanadísku rokksveit- inni Heart. í september leggur Big Country síðan i tónleikafö t.il austantjaldslanda og þaðan liggur leiðin til Ameríku, Astrallu, Japans og Evrópu. BREIÐSKIFA FRA SHOCKEO Þjóðlagasöngkonan Michelle Shocked er að gefa frá sér nýja plötu þessa dagana. Hún ber heitið Short Sharp Shocked og kemur ( kjölfarið á fyrstu plötu söngkonunnar, The Texas Campfire Tapes, sem óvænt sló ( gegn á sínum tíma. Núna er Michelle stödd á Bretlandi og heldur þar tónleika. Ef einhver er á ferð til Bretlands væri ekki úr vegi að kíkja á þessa ágætu söngkonu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.