Alþýðublaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 18
18 Laugardagur 27. ágúst 1988 Á SVIÐI OG UTAN Eyvindur Erlendsson ■*skrifar ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ OG „Þjóðleikhúsiö er aö hrynja!" heyrir maöur og mér skilst aö menn séu aö reyna aö koma sér upp æsingi og titringi á loftið í tvennum skilningi. Annarsvegar sé sjálf byggingin aö gefa sig og hinsvegar séu innviðirnir, verkskipulagiö og hið list- ræna starf aö mork.na, maur- étast, skekkjast, snúa uppá sig, klofna, fúna og leggjast í rúst. Hér væri þá sem sagt að myndast næringarefni fyrir fjölmiðlaófreskjuna; helvíta mikiö stoff í frétt. Þar verða nú trúlega vonbrigöi samt. Þjóðleikhúsió mun standa. í vor héldu menn langa fundi um stööu leikhússins, aö mér skilst, opna hverjum þeim sem hag þess kynni aö bera fyrir brjósti og hafa eftt- hvaó til mála aó leggja. Sjálf- ur átti ég ekki kost á aö sækja þá. Á þeim tíma voru uppi sterkar raddir um þaö, jafnt innan leikhússins sem utan, aö rekstur þess væri gjörsamlega sigldur i strand. Sýningar féllu, ein eftir aöra, þær sem þó átti að veröa mikill veigur í: Rómúlus mikli, Lygarinn, og svo leikrit Sam Shepards undir stjórn leikhússtjórans sjálfs. Ein- hverjir sögðu að þaó gerói út- slagið um þaö aö Gísli Al- freðsson ætti að segja af sér — allar ákvaröanir hans reyndust rangar. Enn var því viö bætt að þetta sannaói þá skoóun sem töluvert hefur veriö uppi aö fyrirkomulagiö væri í grundvallaratriðum rangt: Það væri gjörsamlega óafsakanlegt aö einn maður, leikhússtjórinn, héldi öllu ákvarðanavaldi í hendi sér. Hvorki ættum við nokkurn þann mann sem svo mikils væri virtur aö honum yröi, án bardaga eóa allskyns hrossa- kaupa, hlýtt svo sem vera þyrfti, né heldur væri yfirleitt nokkur maður þeirrar stæróar aö hann gæti einn haft yfir- sýn yfir alla þá viðamiklu starfsemi sem stofnun á borð við Þjóðleikhúsið rúmar. Umsvifin eru orðin þaö mikil, segja menn, aö embætti þjóðleikhússtjóra hlýtur aö virka sem flöskuháls eða þröng í farvegi þeirra hrööu ákvarðana sem sifellt þarf aó vera að taka. Auk alls þessa: þaö eru komnir nýir tímar meó nýjum kröfum um lýö- ræði, hvaö rekstrarákvarðanir varðar, og kröfum um ábyrgð hvers og eins einstaklings. Það á sem sagt ekki að þurfa, sem áður, yfirmenn til þess að láta fólk fá verkefni og gera skyldu sína gagnvart fyrirtækinu, stofnuninni eða verkefninu; fólk mun sjá um það sjálft ef það fær að ráða sér sjálft, ef það fær að hafa eigið frumkvæði og að láta stjórnast af eigin vinnuvilja. Einkum og sér i lagi i listum vegna þess að það fer enginn aö starfa að listum nema vegna þess að hann hefur á því gífurlegan áhuga. Svo segja menn. Þessar kenningar eru örugglega réttar hvað varðar áhugamannafélög og þá hina litlu leikflokka sem fyrirfram er víst að gefa litlar tekjur og vinna við erfið skilyrði. Þar vinnur enginn nema af hrein- um og miklum áhuga á mál- efninu. En takið þó eftir: Sá áhugi getur verið af ýmsum toga og það er alls ekki sjálf- gefið að allir áhugamenn séu í þvílíku starfi af áhuga á list- inni. Áhugi þeirra, jafnvel brennandi áhugi, geturverið af mörgum toga. Til dæmis á einn að láta til sín taka í mannfélaginu, að ganga í augun á einhverjum, að ' standa sig, að koma einhverj- um öðrum á kné eða bara hreint og beint á ná sér í kvenmann — eða fóla, ad libidum. Ekkert er upplagðara en leiksviðið til þess að aug- lýsa langanir sínar og verð- leika á þessum sviðum, — í skikkanlegu og virðingar- verðu formi. Margvíslegt brenglað fólk sækist eftir leiksviðinu vegna þess að það dugir ekki á sjó eða í frystihús og vegna þess að meðal leikhúsfólksins ríkir gjarnan meira umburðarlyndi gagnvart skrýtilegheitum og brenglun en á öðrum vinnu- stöðum. Það er afar hætt við því að ef áhugi og frumkvæöi „hvers og eins“ ætti að ráða gerðum hvers og eins í stofn- un eins og Þjóðleikhúsinu þá yrði mest áberandi það fólk sem síst skyldi. Meir en þaó: hverskyns sýndarmenni og jarðvöðlar í listinni mundu hænast að leikhúsinu, meir en nú er, fylla það smátt og smátt og ryðja hinum fín- gerðari og trúrri listamönnum út, — þeim sem leikhúsið var I upphafi reist til að vernda. Sú breyting tæki ekki mörg ár. Menn skyldu, í umbóta- kappi sínu, vara sig á að ganga einvörðungu út frá þeim vanda sem er og hrapa í fljótfærni sinni i annan verri. Nú er það næst að segja að staða Þjóðleikhússins er allsekki nærri eins slæm og sumir, þar á meðal gagnrýn- endur blaða, vilja vera láta og enda þótt margt hafi mistek- ist á siðasta ári þá er langt frá þvf að það þurfi að vera eitthvert dauðamerki. Þetta er svipað og hjá handbolta- landsliðinu: Einmitt þegar mest stendur til og liðið þyk- ist I toppformi (búið að vinna Tékka) þá tekur það sig til og tapar leik eftir leik af ein- hverjum óskiljanlegum klaufaskap. Öll kunnáttan, .æfingin og hreystin fer í eina bandflækju og akkúrat þegar síst skyldi og minnst ástæða virðist til. Munurinn á því að leika fullkominn leik og algjörlega misheppnaðan er nefnilega alveg undarlega lítill. Þar virðist stundum vera ein- ungis gæfumunur og enginn KETILL BANG „Sýningar Þjóðleikhússins féllu, ein eftir aðra, þœr sem þó átti að vera mikill veigur í: Rómúlus mikli, Lygar- inn, og svo leikrit Sam Shepards undir stjórn leikhússtjórans sjálfs. Einhverjir sögðu að það gerði útslagið um það að Gísli A/freðsson œtti að segja af sér — allar hans ákvarðanir reyndust rangar, “ skrifar Eyvindur Erlendsson m.a. í grein sinni um leikritaval Þjóðleikhússins og önnur mál tengd leikhúsinu. annar. Þetta vita þeir einir sem komnireru til nokkurs þroska og hafa reynt það á sjálfum sér. Fyrir hinum er erfitt að skýra það. Það vantaði heldur ekki nema þennan örlitla gæfu- mun á hinar þrjár fyrr töldu sýningar að þær gengju upp. Núna, eftirá, gæti maður sagt til um það í hverju sá munur var fólginn. Fyrirfram var það ekki hægt. Sýning er sjaldn- ast fædd og sýnileg fyrr en búið er að leika frumsýn- inguna, ekki frekaren hand- boltaleikur. Hér verður ekki farið út i að skilgreina það, einungis leiddar að því þess- ar ofantaldar líkur að það kann að hafa munað litlu að í Þjóðleikhúsinu ræki hver trompsýningin aðra í vetur. Ákvarðanir Gísla Alfreðs- sonar (og þeirra sem meö honum fóru í flokki) þurfa því ekki að hafa verið rangar. Raunar þykir mér þetta leik- ritaval þrumugott. Hvað sem svo má segja um stjórn Gísla á leikhúsinu eða um þess innra skipulag og fundahöld þar að lútandi eða þær tiilögur sem komið hafa fram um að skipta starfi leikhússins upp í fleiri og léttari einingar, þá er þaó mín skoðun að vandi þess liggi í öðrum og sýnu alvarlegri hlutum. Víkjum ögn að manninum sem ég nefni í fyrirsögn hér að ofan, Katli Bang Hansen. Hann var til skamms tíma leikhússtjóri við norska þjóð- leikhúsið en yfirgaf stólinn með snörpum yfirlýsingum um það að þeirri stofnun yrði ekki stjórnað, — hún væri óstjórnhæf. Þar um kenndi hann fyrst og fremst alveldi verkalýðsfélaga, sem ekkert væri hægt að hreyfa sig fyrir því hvarvetna yrðu árekstrar við einhverskonar kjarasamn- inga og vinnulöggjöf ef eitt- hvað ætti að framkvæma. Þar næst talaði hann um lang- setur útbrunninna leikara verndaðra af þessum sömu kjarasamningum, alveldi þessara leikara einnegin yfir leikritavali og hlutverka- skipan. Hann taldi upp fleiri ástæður þess að norska Nationalteatren og stjórn- endur þess ættu enga mögu- leika á að koma fram fyrir al- meriningssjónir neinu nema náttúrulausum skylduleik- sýningum sem enginn hefði áhuga á að sjá. Af yfirlýsingum Ketils Bang Hansens (gaman reynd- ar að hann skuli heita Ketill Bang!) hafa ýmsir dregið ályktanir um hliðstæður varð- andi Þjóðleikhúsið okkar. Það er rangt. Miðað við sam- nefndar stórstofnanir á norð- urlöndum er Þjóðleikhúsið okkar eins og hvert annað ungmennafélag. Votta það þeir sem unnið hafa á báðum stöðum og finnst þeir hafa himin höndum tekið að kom- ast til íslands, þar sem ríkir' „skapandi og frjálst and- rúmsloft í leikhúsum". Nei, vandi Þjóðleikhússins felst ekki í einræði leikhús- stjórans (það er harla veikt hvort eð er), ekki í stofnana- mennsku ríkisfyrirtækja og kannski ekki heldur í valdi fagfélaga. í öllu þessu eru menn hér fremur llberal. Vandinn liggur í því að leik- húsið á fullt í fangi með að láta sig ekki týnast í hávaða og vitleysisgangi nútímans, í samkeppni við aðrar greinar (sjónvarp, kvikmyndir, popp, vaxtarrækt og önnur hávaöa- söm og örvæntingarkennd tískufyrirbrigði). Feill þess er sá að reyna að keppa við þessi fyrirbæri í stað þess að marka sér sitt eigið svið sem, þear betur er að gáð, enginn getur smyglað sér inná. Sér- svið leikhússins er í höndum leikarans sem stendur í lif- anda líki frammi fyrir öðru fólki, í heimi skáldskapar, og lætur, viðstaddur, heilan skara manna fylgja sér eftir um lendur þessa skáld- skapar, fet fyrir fet uns, þegar best lætur, allir eru farnir að anda i takt. Mannskapur Þjóðleikhúss- ins er, eins og annar mann- skapur í okkar listum, upp- tekinn við að „standa sig“,' hrópa sig inn í fjöldann, láta fyrir sér fara. Hann hefur ekki og gefur sér ekki næði eða auðmýkt til að snúa sér i al- vöru aö listinni sjálfri og gefa sig henni á vald. Það er þjóðfélagsmein.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.