Alþýðublaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 27. ágúst 1988 MDUBLMD Útgefandi: Blaó hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Umsjónarmaóur helgarblaös: Þorlákur Helgason Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttirog Ómar Friðriksson. Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síöumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 800 kr. á mánuöi. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 8Ö kr. um helgar. FORDÆMI JOHONNU Fram hefur komið í fréttum að ríkið greiðir allt að 750 milljónum króna árlega í ferðakostnað. í útreikningum Morgunblaðsins sem blaóið birti í gær er því haldið fram, að kostnaður ríkissjóðs í ár vegna ferða opinberra starfs- manna innanlands sem utan sé varlega áætlaður 600 milljónir króna. Fjármálaráðuneytið vinnur nú að úttekt á þessum kostnaði. Slík úttekt er fyllilega tímabær; ferða- kostnaður ríkisins erfarinn að nálgast einn milljarð króna á ári og engar nákvæmar tölur um kostnað ríkisins af ferðalögum opinberra starfsmanna er að finna á ársreikn- ingi síðustu ára. Fara þarf aftur í ríkisreikning fyrir árið 1985 til að fá nýjustu tölur um ferðakostnað ríkisins. Al- þýðublaðið vakti athygli á því á sínum tíma, eða haustið 1983, að á tímabilinu maí 1982 til ágúst 1983 hefðu að jafn- aði 20 manns verið í utanferðum á vegum stofnana ríkis- ins hvern dag. Þáverandi fjármálaráðherra, Albert Guð- mundsson, skipaði í framhaldi af frétt Alþýðublaðsins svonefnda utanfararnefnd, sem hafa átti hemil á útgjöld- um ríkisins til ferða opinberra starfsmanna. Sú nefnd klofnaði síðar og dagaði uppi. Það er því ánægjulegt að fjármálaráðuneytið hefur tekið upp þráðinn að nýju og hyggst gera úttekt á ferðakostnaði ríkisins. Það er enn- fremur ánægjulegt að Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra hefur sýnt gott fordæmi með því að skera mjög niðurferðakostnað ráðuneytisins og þeirrastofnana sem heyra undir það, eða alls um fjórðung. Hefur félags- málaráðherralýst því yfirað þeirri stefnu verði haldið með- an hún er 1 embætti. Samkvæmt útreikningum Morgun- blaðsins nemur niðurskurður Jóhönnu minnst 4.5 milljón- um króna á ári. Þetta fordæmi ættu aðrir ráðherrar og yfir- menn ríkisstofnana að taka sér til fyrirmyndar. Ekki síst nú, þegar mikilvægt er að ríkið og sveitarfélög vísi veginn í sparnaöi og hagkvæmni í rekstri. ERU RÖRNIN ÞARFARI FORELDRUM? Velflestir skólar landsins taka til starfa í næstu viku. Þá stígayngstu börnin fyrstu skref á langri braut, sem í aug- um allt of margra tengist of miklum leiða. Reyndar er „skólaleiði" á stundum hálfgert tískuorð, en vitað er að mörgum er skólaganga þyrnir í augum. Yfirgnæfandi líkur eru á því að börn, sem ekki spjara sig í skóla á allra fyrstu árum, eigi sérekki viðreisnar von í skólakerfinu. Fjölgun sálfræðinga, námsráðgjafa og hvers kyns yfirmanna í skólum hefurekki fært okkurhænufeti næreinhverju rétt- læti gagnvart þessum hópi skólabarna. Vandinn er heldur ekki nemaað hlutaí kerfinu sjálfu. Fjölskyldan erallt önn- uren fyrrum, t.d. fjölgareinstæðum foreldrum! Um daginn sagði strákhnokki við konuna: Hvað segirðu, býr þessi maður hjá þér? Ríkisskipuð nefnd, sem var falið „að gera úttekt á og til- lögur um skólamál, dagvistarmál, lífeyrismál, skattamál og sveigjanlegan vinnutíma", hefurskilað áliti. Leggur hún m.a. til að skólatími verði lengdur hjá yngstu börnunum, þar sem stuttur skólatími hafi „víða leitt til erfiðleika fyrir útivinnandi foreldra". Álitsgerðir eru góðra gjalda verðar, en viðfangsefnið er þess eðlis að inn í umræðuna um skólamál, vinnutíma o.fl. er rétt að spyrja sig spurninga eins og þeirrar: Eru börnin foreldrum byrði í dag og er lausnin sú að aðlaga starfstíma barna í skólum að foreldr- um eða ber að gera foreldrum kleift að eignast og ala upp börn? Hér er ekki verið að kasta rýrð á nefndarstörf fjöl- skyldunefndarinnar, aðeins minnt á að það er ekki sjálf- gefið að börnin séu þarfari foreldrum en foreldrar börnun- um. FRÉTTIR Hannes Hlífar Stefánsson er í þriðja sætí á Skákþingi íslands eftir ti- undu umferð. Hann náði lokaáfanga að alþjóðlegum meistaratitii eftir sigur sinn á fimmtudaginn. yngst til aö ná þessu. Þröstur Þórhallsson var t.d. átján ára þegar hann náði þessum titli. Eg held því aö ég sé yngsti íslenski skákmaðurinn til að ná þessu.“ — Hvad tekur viö hjá þér nú þegar þessum titli er náð, stefnir þú næst að stórmeist- aratitli? „Jaaa. En það er nú svo- lítið langt bil á milli alþjóð- lega meistarans og stór- meistarans, þannig að það er kannski að of miklu að stefna. Maður gerir það þá bara í nánustu framtíö, þaö er svo rosalegt bil þar á milli.“ — Nú er síðasta umferö Skákþingsins í dag. Hvernig leggst hún í þig? „Hún leggst bara vel í mig. Ég ætla að reyna að vinna hana. En ég vil þó ekki slá neinu föstu.“ Alþýðublaðið óskar þess- um unga skákmanni til ham- ingju með þennan glæsilega árangur og góðs gengis í dag og í framtíðinni. Hannes Hlífar náði síðasta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli „Ég held að ég sé yngstur" Tíunda umferð á Skákþingi íslands var tefld sl. fimmtu- dag. Heidur dró til tíðinda i þessari næstsíöustu umferð mótsins, þar sem Jón Loftur Árnason skaust upp fyrir Margeir Pétursson og er hann því með forystu á mót- inu. Margeir er í öðru sæti og i þriöja sæti er Hannes Hlífar Stefánsson, sem sigraði í skák sinni á fimmtudaginn og hefur þar með náð síðasta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Hannes verður væntanlega útnefndur alþjóð- legur meistari á næsta þingi FIDE. Alþýðublaðið hafði sam- band við Hannes Hlifar og var hann fyrst spurður hvern- ig honum liði eftir að þess- um mikla áfanga væri náð? „Ágæflega. Annars var ég með sex vinninga eftir sjö umferðir svo að ég vissi að þetta myndi takast. Þetta lá í loftinu, þannig að þetta kom mér ekki mjög á óvart.“ — Hvaða þýðingu hefur al- þjóðlegur meistaratitill fyrir Þig? „Titillinn hefur aðallega í för með sér meiri hlunnindi þegar maður fer á skákmót erlendis. Þeir vilja frekar fá alþjóðlega meistara á mót hjá sér, og þá þarf maður til dæmis ekki að borga gist- ingu eða uppihald. Það kemur sér því aðallega vel á þennan hátt, en hetur ekki í för með sér nein frekari rétt- indi til að taka þátt í mótum.“ — Ert þú ekki meðal þeirrayngstu sem hafa náð þessum titli hérlendis? „Ég er sextán ára, og ég held að áður hafi átján veriö Med sölu hlutabréfanna í Útvegsbankanum er ætlað aö stuðla aö sam- einingu bankastofnana. Nefn skipuð vegna sölu Útvegsbankans Jón Sigurðsson viðskipta- ráðherra hefur skipað starfs- hóp til að kanna möguleika á að hefja undirbúning á sölu hlutabréfa ríkisins í Útvegs- banka íslands hf. í starfshópnum eru Björn Friðfinnsson, aðstoðarmaður ráðherra, Jónas A. Aðal- steinsson hrl. og Árni Tómas- son, löggiltur endurskoðandi. Starfshópnum er ætlað að stuðla að eftirtöldum mark- miðum: 1) Að ríkissjóður fái rétt verð fyrir hlutabréfin. 2) Með sölu bréfanna verði stuðlað að sameiningu bankastofnana. 3) Eignar- haldi á bankanum verði dreift.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.