Alþýðublaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 27. ágúst 1988 Ég held aö aöalatriöið sé að veraopin og leitandi, vitandi það aö þessu er stjórnaö — og þó stjórnum viö okkar lífi, okkar örlögum. Þaö er eng- inn dómari, sem dæmir þér þetta og hinum hitt eöa sem mismunar fólki meö þvi aö skammta einum allt og öör- um ekki neitt. Mér dettur ekki í hug aö það sé til svo óréttlátur guö. Danskurinn segir: Mand ligger som mand reder. Maður býr sjálfur til sitt hreiður og skapar sjálfur sín örlög. Þaö er þetta al- gilda lögmál um rétt og rangt. „ — Haföiröu ekki hugað aö þessum hlutum á leiksvið- inu? „Jú og áreiöanlega í fyrra lífi,“ segir Herdís og hlær við. „Ég uppgötvaöi þetta mjög snemma, en þaö komu mörg ár sem ég hugsaði ekki út í þetta.“ — Heldurðu aö fólk sé meira aö hugsa i dag en áöur um lífið og tilgang þess? „Já, og það er miklu frekar unga fólkiö. Gamla fólkiö er frekar fast í gamla farinu." — Sumt fólk trúir á aö ör- lög þess séu ráöin fyrirfram, en þú segir okkur ganga af einu stigi á annað. Er þín trú rétt og annarra röng? „Ég held aö þaö sé ekki hægt aö tala um rétt og rangt. Guðspekin er fordóma- laus og telur margar leiöir aö sama marki. Þaö skiptir ekki máli, hvaöa leió er farin. Þær liggja allar aö sömu enda- stöð.“ ákveða það. Þaö er miklu meira en nóg gras í byggð fyrir þessar skepnur okkar, og hví er þá verið að reka þær upp um fjöll og firnindi, þar sem þær skaða — og eyða milljónatugum í þessa vitleysu? Og fyrir utan þessar endalausu smágirðingar utan um hvern einasta blett, sem er verió aó reyna að rækta. Þetta er tóm vitleysa. Það verður aö fara aö skipuleggja þennan landbúnað okkar og koma einhverju viti í hann.“ — Er von um aö þaö ger- ist á næstunni? „Ég veit ekki, en viö í Lífi og landi erum að ihuga alvar- lega að hefja söfnun undir- skrifta meö því aö fólk taki ekki þátt í næstu Alþingis- kosningum, nema þaö séu gefnar út yfirlýsingar um aö gróðurverndin verði sett á oddinn. Það gerist lítiö sem ekkert, þó að náttúrufræðingar hamri á hættunni. Því mióur fer alltof mikið í tóma vit- leysu. Sjáöu til dæmis þessa skýrslu hér um landgræðslu- áætlun 1974—1979. Þetta er sú fræga „þjóðargjöf" sem Islendingar gáfu sjálfum sér í tilefni aldar-afmælis íslands- byggðar. Þetta er vönduö skýrsla, en hún er öll í gegn skrifuð meö tilliti til nýtingar — og rollunnar. Það veröur aó snúa þessu við, giröa af kindurnar og leyfa landinu að gróa upp.“ — En veröur sauðkindinni einni kennt um? Fara feröa- menn ekki t.d. frjálslega um landið? Maggy i Fallinu eftir Arthur Miller. Þad var sýnt i Þjóðleikhúsinu 1964. Á opnunarári Þjóðleikhússins lék Herdis m.a. Snæfriði íslandssól i islandsklukkunni. Þorsteinn Ö. Stephensen er ekki óþekktur á sviði. „Jú, þaö treöst niður þar sem margir eru, en til hvers er landið, ef ekki fyrir manneskjuna? Ég vildi heldur hafa hana fyrir manneskjuna en sauðkindina — sérstak- lega þegar þaö er haft í huga aö þær eru helmingi of margar á beit — og síðan fleygjum viö þeim á haugana. Þaó er svolítiö broslegt að sjónvarpið skyldi segja frá aö ferðamenn væru aö troöa niður land í Þórsmörk, en á sama tima eru 600 rollur á beit í Mörkinni. Hvernig má annaö eins ske í friðlandi, og er þaö rétt aö bændur klippi af girðingum með reglulegu millibili til þess aö koma þeim inn fyrir á beitilandiö? Þetta er reisnin." — En hvar er andstaðan? Hvers vegna er ekkert gert? Eru menn svona kindarlegir? „Þaó er þrennt, sem virðist skipta máli: í fyrsta lagi taka bændur þetta oft sem árás á sig, og snúast öndverðir gegn mal- efninu. Annað er atkvæóajafn- vægiö í landinu. Þaó er 3—5-falt þyngra á fóörum at- kvæði sveitamannsins en borgarbúans, og þingmenn þora ekki aö taka á þessu máli. Þriöja atriðió er svo milli- liöirnir, sem nærast á geymslu kjöts. í staö þess aö uröa kjöt sem ekki selst aö hausti er þaö geymt til vors og þá er jóví fleygt eöa selt niöurgreitt ofan í útlendinga. Þá höfum viö greitt geymslu- gjald allan veturinn." — Eru menn ekki sam- mála þér, þegar þú imprar á málinu við stjórnmálamenn eöa aöra? „Jú, allir skilja þetta. Stjórnmálamennirnir segja bara að þetta sé svo erfitt mál. Þetta eru erfið mál og þetta eru stórmál. En þaö er eins og forseti Sameinaðs Al- þingis sagöi viö okkur: Þetta er eitt af stórmálunum, en þingmennirnir eru alltaf í smáu málunum. Þeir þora ekki aö taka á stóru málun- um. Þessu máli hafa stjórn- málamenn kastaö alltof lengi aftur fyrir sig. Þarna eru alvarlegir hlutir aö ske.“ — Og þiö viljið fara „maö- ur á mann“ og safna undir- skriftum. Heldurðu að það sé leiöin? „Þaö hefur ekkert gerst, og þaö eina sem dugir er aö skapa þrýsting. Stjórnmála- flokkarnir veröa að vita hvaö þjóöin vill. Fólk unir því ekki lengur aö landiö sé étiö frá okkur. Fjármálaráöherra hefur sagt aö þó að viö greiddum bændum ráöherralaun fyrir að hætta að búa, þá myndi þaö borga sig. Ég sagöi við hann: Því ekki aö fá hluta bænda til aö hætta aö búa og gerast skógræktarmenn eða landverðir í staðinn. Borga þeim gott kaup fyrir aö rækta upp landiö. Þaö er örugglega til fullt af góöu fólki sem heföi meiri ánægju af því en aö ala upp rollur i sláturhús. Vitleysureru alls staöar í kringum okkur. Þaö er aldeil- is dæmalaust aö menn skuli fá leyfi til þess aö hefja bú- skap aö nýju á ríkisjöröum og jafnvel á friölandi eftir aö riöuveiki hefur komið upp. Dæmi úr Vatnsfiröi fyrir vest- an, þar sem riða geröi vart viö sig, er furðulegt. Þar er skógivaxiö griðland, friðaö, en skepnan á að fá leyfi til að eyðileggja skóglendiö, sem alls staöar er í afturför. Þaö er afar skammarlegt aó mín kynslóö skuli skila landinu í hendur komandi kynslóóar, eins og ásigkomu- lagið er í dag. Viö hefðum átt aö taka á þessum málum fyrir löngu,“ segir Herdís Þorvaldsdóttir leikkona og formaöur Lífs og lands. KINDARLEG AFSTAÐA? „Þaö eru ýmsir hópar aö hugsa um lífið. Þetta er hug- rækt á þessari nýju öld. Ekk- ert breytist ef viö ræktum ekki garöinn," segir Herdís. — Þú lendir i guðspeki við kaflaskilin i lifi þinu, en þú lentir á fleiri stöðum? „Ef viö höldum okkur viö þaö jaröneska, þá er það landið og gróðureyöingin sem hefur veriö mér afskap- lega mikiö áhugamál. Mér finnst ástandið aldeilis óskaplegt, og því betur sem við kynnumst málefninu verð- ur maður slegnari. Við fórum í boðsferð um daginn á vegum landbúnaöar- ráöherra og okkur var sýnd uppgræösla lands. Miklar víöáttur af sandi spretta af grasi, en þaö er mikill mis- skilningur aö grasiö geti komið í staö þess sem hefur blásiö upp. Grassteppur koma aldrei i staö lyngmóa og kjarrs. Þaö er ekki íslensk náttúra. Aðalatriðið er aö stööva eyðilegginguna sem er svo agaleg. Það er friðun og aftur friðun, sem verður að koma.“ — En gerist þaö fyrr en við rekum sauökindina á haf út? „Viö þurfum ekki að fjar- lægja hana, en viö þurfum aö ákveða hvar hún á aó vera. Þaö er ekki hún sem á aö Eitt af síóari tima hlutverkum Herdísar. Fröken Margrét í samnefndu leikriti á Litla sviði Þjóðleikhússins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.