Alþýðublaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 17
Laugardagur 20. ágúst 1988 17 SUMARIГ illil FYRIR 50 ÁRIIM Þýzku hausthcræfingarnar: Herincnnirnir hvíla sig og fá scr að drckka við vatnspóstinn á leiðinni gegnum smábæ skamt frá landamærum Tckkóslóvakíu. Siorfuroar í Téfckóslóvakín fara isfcyggilega versnandi ■■ ■ -. ■»--. Henlemflokkurinn hvetur meðlimi sína til að „svara árásum með gagnárásumw! I vestur-þýska tíðaranda- tímaritinu „Tempe“, sem gefið er út í Hamborg, birtist um mitt sumar sú staðhæfing að þessi árstið sólar og hita hæföi þýsku þjóöinni engan veginn. Greinin um þessa athyglis- verðu athugasemd beryfir- skriftina „Burt með sumarið" og er eftir Maxim Biller, einn skemmtilegasta blekbera blaðsins. Hann rekur i þess- ari grein fjandsamleg viðhorf sín til sumarsins og sumar- stemmningarinnar, sem hann kveður einungis vera tilbúna og telur ekki falla að þýskum þankagangi. Maxim Biller: „Sumarið er bara fyrir fá- bjána, letingja og villimenn." Og heldur svo áfram: „Á veturna, á vorin, á haustin — þá erum við eins og við eigum að okkur að vera: Vel dúðaðir og alvarleg ir germanísk-slavneskir Mið- Evrópubúar, inn í okkur, önuglyndir, duglegir, þenkj- andi og á vissan hátt lokaðir. En verði hitastigið útifyrir hærra en 20 gráður á Celsius i skugga, 3 daga i röð, tekur einhverskonar léttlyndisandi sér bóifestu i fólki og gerir það að andlausum skepnum. ðpp rennur sá tími þegar siðprúðar raunsæishugsjónir draumalandsins eru sviknar. Konur og stúlkur gera sér vart far um að hylja brjóst sín og læri i sporvögnum og i matvöruverslunum. í görðum og sundlaugum eru þær alls- naktar og fá síðan liðsauka, þar sem eru karlkyns verur með sýningarþörf, er koma nekt sinni á framfæri á svo fjandi sjálfsagðan hátt, að maður gæti haldið að þeir ætluðu einungis að hræra i nokkrum kaffibollum með lauslátum limunum. En auð- vitað dettur manninum fátt annað i.hug alit sumarið en kynlif. Ógeðslegt kynlíf, vegna þess að í því felst sál- ariaus skrípamynd þess sem gengur á vit klámbúðanna — eða svo maður fái dagblaðið „Bild“ í lið með sér: „Helgi: Æðisgenginn hiti, allir hamingjusamir, margir berir.“ “ Það er ég viss um að Maxim Biller á ættir sínar að rekja til íslands. Að loknum lestri þessarar tilvitnunar ætti það að liggja Ijóst fyrir hversu þjáningar- fullt það er fyrir íslending að standa og sitja í 30 stiga hita. eftir Bjarna Jónsson Sé tillit til þess tekið að hann hefur varla gert annað um ævina en að standa bog- inn í baki og urra upp í skaf- renning og rigningu. Kvöld eftir kvöld fylgist ég með veðurfréttunum frá Frankfurt og bið þess heitt að á morgun breiðist dum- bungur yfir Suður-Þýskaland. Því miðureru sumrin í Mið- Evrópu yfirleitt „schön“, eins og brauðsölustúlkan segir, eða „echt super“, eins og vin- kona mín frá Frankfurt segir. Hún er lika í þeim andlits- lausa mannfjölda sem „elskar" sumarið og flat- magar við þessa polla sem Þjóðverjar nefna „vötn“, innan um hundaskít og Bæjara sem nálgast það að vera einn og áttatíu í þvermál. Sumar Hvernig er hægt að ætlast til þess að tápmikill íslend- ingur láti glepjast af gylli- boðum sólarinnarog leggist með tærnar upp í loft, olíu- borinn? Ég taldi það sannað að ís- lendingar þyldu hreinlega ekki meira en 20 stiga hita og líður best í 12—15 gráð- um. Eða hvers vegna halda þeir sig alltaf inni á svölum og þægilegum vínveitinga- húsum þegar þeir fara í menningarferðir til Ítalíu og Spánar? Og lítið á: Þessir íslensku landkönnuðir ná ekki að brjóta sér leið gegnum geislaregn sólarinnar öðru- visi en að vera vel rakir (til verndar húðinni) og þá ein- göngu í þeim tilgangi að komast yfir á næstu krá. Þeir sem halda út suð- rænan hitann í heilar þrjár vikur án þess að verða fyrir líkamlegum eða andlegum truflunum geta varla talist til hreinna aría. Að maður tali nú ekki um ef þeir eru ódrukknir allan tímann. Hins vegar þykir ekki leng- ur fint að íslenskir náms- menn séu fullir í útlöndum á kostnað skattborgaranna, þannig að þeir neyðast til þess að finna sér ýmiss kon- ar óáfeng meöul gegn evr- ópskum sumarhitum. Lengi vel reyndi ég að liggja í sólbaði á ullarteppi frá „Álafossi11 og lesa Carl Zuckmeyer. Við samruna svita og ullar upphefst hins vegar mun verri daunn en nokkru sinni væri hægt að höndla með í ilmsölubúð. Ég vona að með þessari at- hugasemd kalli ég ekki yfir mig heilaga reiði íslensku sauðkindarinnar, en áður en sjálfur sannleikurinn kom í Ijós og ég flúði upp í íbúð leitaði ég lengi að hundaskít í kringum mig. En bæði er íbúðin dýr og þar er ómögulegt að dvelja við 30 stiga hita. Handlegg- irnir límast við blöð og bæk- ur, í isskápnum er ekkert óáfengt að finna og áður en ég veit af (ég er í móki) er hugsunin strokin úr heila- búinu og sest inn á ísbar. Mér líður eins og síðustu mannvistarleifunum. Hryllilegast er þó að finna svitataumana streyma niður líkamann og vita það og þekkja að skyrtan drekkur þá í sig, að stuttermabolirnir verða gegnsósa á örfáum mínútum... vera rækilega minntur á það að kaupa nú skó úr ekta leðri í næsta sinn. Sumar. Og þetta viljið þið. Meiri hita, meiri sól, meira logn, sólarfrí úr vinnu til þess að geta setið inni í eldhúsi og látið ykkur leiðast. En þegar öllu er á botninn hvolft neyðumst við til þess að horfast i augu viö stað- reyndir heimsins, sem að sjálfsögöu er Ijótur og heimskur. Við erum, eins og Þjóðverjar, vetrarmanneskjur, og höfum sérstaka ást á rign- ingu og roki, þó við þorum ekki að viðurkenna það af ótta við að falla í áliti í út- löndum. Eins og sönnum jöfnuðarmanni sæmirviður- kenni ég auðvitað að eitt og eitt kvöld í maí má njóta klisjukenndrar fegurðar við það eitt að stara á Snæfells- jökul við sólarlag. Það er hins vegar hin mesta hneisa (og hér er um að kenna út- lendum áhrifum eina ferðina enn) að vera íslendingur og trúa á eilíft sumar. Um daginn fékk ég bréf frá vini mínum í Wiesbaden og hann átti varla til orð yfir hiö dásamlega veður á svölunum hans. Ég ætla að láta hann lesa qreinina eftir Maxim Biller. LONDON í morgun. FÚ. TJÓRN Henleinsflokksins í Tékkóslóvakíu hefir gef- ið út opinberan boðskap, þar sem öllum meðlimum flokksins er leyft að verja sig, ef „marx- istiskir óaldarmenn“, eins og komizt er að orði í boðskapnum, ráðist á þá. Hingað til hefir flokkurinn opinberlega bannað meðlimum sinum að svara árásum með gagnárásum, en nú hefir sú fyr- irskipan verið tekin aftur, og mega nú allir fylgismenn Hen- BARNAVINAFÉLLAGH) Sumargjöf hefir í sumar haft á barnaheimilum sínum Grænuborg og Vcsturborg, um 170 börn að staðaldri. Þegar starfsemi dagheimilanna byrj- aði í sumar, 1. júní, voru 110 börn skráð í Grænuborg óg 100 í Vesturborg, en sum áttu að- eins að vera stuttan tíma, og að meðaltali liafa um 90 verið í Grænuborg, en um 80 í Vestur- borg. Þessi börn eru öll eða lang- samlega flest frá fátækum heim ilum. Sótti gífurlegur fjöldi barna í vor um dvöl á heimil- unum, en stjórnarnefndin valdi úr þau, sem voru frá bezt stæðu heimilunum, og gátu því bezt borgað fyrir sig — og synjaði þeim um dvöl, en tók hin og skerti þar með tekjur sínar Gerir Biíler sér von ura hlntleysi af hálfu Riissa? Þá gengur sú fregn einnig og er sögð komin frá Moskva, að þýzka stjórnin hafi gefið út til- kýnningu, þar sem hún lýsir því yíir, að hún óski friðsamlegrar lausnar á málefnum Tékkósló- vakíu, en ef að þau verði dregin á langinn úr þessu, þá muni Þýzkaland nota allt það vald, sem það á yfir að ráða til þess að hjálpa Súdetum. mjög, því að fyrir mörg er ekk- ert greitt og fyrir fjölda mörg er aðeins greiddur lítill hluti af hinu tilsetta gjaldi, sem eru 30 krónur. Það varð að lækka ald- urstakmark barnanna að þessu sinni. Undanfarin ár hafa verið tekin börn á aldrinum 3—10 ára, en nú varð að taka börn á aldrinum 3—8 ára. „Hin hafa ef til vill tækifæri til að komast í sveit,“ sagði Steingrímur Ara- son við mig í gær. Annars hef- 1 ir starfi heimilanna verið hagað I mjög líkt því og undanfarin ‘ sumur. Börnin koma kl. 9 á j morgnana og fá þá morgunverð. Kl. 12.30 borða þau hádegis- verð og kl. 4 fá þau mjólk — eða kakó og brauð og kl. 6 er þeim þvegið og send heim. leins cialda árásir i sömu mynt. Starfsemi fyrir bðrnin: Boroin Mngjast á dagheimll nnnm að meðaltall um 1 hg. Um 170 börn hafa sótt helmllin að meðaltali síðan Vyrsta Júnf. í ráði er að starfrækja dag~ heimili fyrir 25 börn í vetur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.