Alþýðublaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 6
6 Herdís Þorvaldsdóttir SAMA ENDASTÖD Samtökin Líf og land voru stofnuö fyrir áratug. Þau berj- ast fyrir betra umhverfi í orðsins fyllstu merkingu. Nú- verandi formaður félagsins er Herdís Þorvaldsdóttir leik- kona. Herdís er þekktari sem leikari í Þjóðleikhúsinu, en virðist eiga auðvelt með að skipta um hlutverk. Lífið og landið eiga hug hennar allan, en lífshlaup Herdísar er um margt sérstakt. KAFLASKIL „Það breyttist óendanlega margt fyrir 10—12 árum, þeg- ar ég skildi og börnin voru uppkomin," segir Herdís. „Allt í einu var þetta stóra heimili tómt. Ég hafði ævin- lega mikið að gera, vegna þess að ég vann utan heimil- is, svo að þú getur ímyndaö þér hvort ekki byrjaði nýr kafli í mínu lífi. Til að byrja með var þetta dálítið erfitt og manni fannst einhvern veginn að maður stæðí einn í eyðimörk. En þá fóru öll viðhorf mín að breyt- ast. Ég fór að hugsa um hvað ég hafði verið að gera: Hvern- ig höfðu þessi þrjátíu ár farið? Ég áttaði mig á því að öll þessi ár hafði ég unniö eitt allsherjar skyldustarf frá morgni til kvölds, alltaf. Maður hafði aldrei tima til að spyrja sjálfan sig spurninga eða huga mikið að öðrum málum, því að það var tvöfalt starf og meira en það aó vera húsmóðir á stóru heimili. Börnin voru fjögur, ég hafði heilmikið að gera í leikhús- inu og svo var útvarpið að auki.“ — Þú segist hafa sinnt skyldustörfum i 30 ár. Varstu beisk, þegar þú horfðir um öxl? „Nei, árin höfðu verið afar fljót að liða. Þau voru horfin áður en maður vissi af. En þó að skyldustörfin væru erfið voru þau samt ánægjuleg. Það hófst nýtt tímabil. Ég fór að hugsa, hvert skyldi halda. Náttúrulega hélt ég áfram að starfa i leikhúsinu, en það er gefið mál að það minnkar með árunum. Það er ekki svo mikið af hlutverkum fyrir eldri leikkonur." — Þú fékkst ný hlutverk. Hafðirðu misst dampinn við þessi kaflaskil? „Nei, ég sá að það væri góður tími framundan og ýmislegt hægt að gera. Nú væri akkúrat kominn nýr tími, og ég tilbúin að byrja á öðru. Ég fór að fá alls konar áhugamál, til dæmis fór ég að spekúlera I sjálfri mér: Hver er ég, hvert fer ég og hvað er ég að gera? Fór að lesa dulspeki sem ég hafði haft áhuga á á yngri árum.“ HUGGULEGRA AÐ FARA NIÐUR Á RORG — Fannst þér það van- metið, sem þú haföir veriö að gera í þessi þrjátíu ár? „Þetta er erfið spurning. Mér fannst það ekki van- metið, en fannst að kannski hefði ekki alltaf verið tekið tillit til þess að þetta var I raun og veru of mikið. Ég var orðin óskaplega þreytt. A þessum tíma átti konan fyrst og fremst að vera húsmóðir og sjá um sín börn og upp- eldi þeirra. Allt annað væri aukastarf. Þvert á viðhorfið til karlanna, ef þeir vinna úti er það þeirra aðalstarf." — Var ekki minna um það á þesum tima að konur ynnu í fullu starfi utan heimilis og með stórt heimili? „Það var miklu minna um það þá en núna. Ég hitti kon- ur sem sögðu við mig: Af hverju I ósköpunum ertu að þessu. Að þú skulir nenna þessu, heldurðu að sé ekki huggulegra að vera-heima, fara kannski niður á Borg og fá sér kaffi. Ég hafði bara engan áhuga á því. Ég held að ég hefði orðið mjög óhamingjusöm, ef ég hefði ekki getað unnið að mínu starfi. Ég held að ég sé fædd með þessum ósköpum. Leikhúsið er mér enn mikils virði. Ég hef óskaplega gaman af aö fá góð hlutverk til að fást við, en það er ekki á sama hátt og áður. Ég er orðin óháðari og get horft meira á hluti utan frá eins og það sé gott leikrit eða kvik- mynd að gerast í kringum mig, og án þess að ég sé endilega bráðnauðsynlegur hlekkur ( stykkinu." — Er leikhúsið ekki líka allt annað í dag en þá? „Auðvitað er það tvennt ólíkt. Bæði er það að færri voru í byrjun, en nú er þetta griðarlega stór hópur, þannig að það er varla að maður þekki alla, sem koma við sögu. Mér finnst sjálfsagður hlutur að yngri kynslóðin taki meira við, bæði á sviðinu og i ábyrgð gagnvart húsinu.“ — Þú rótar í sálina. Upp- götvaðirðu nýjar hliðar hjá sjálfri þér? „Já, sannarlega. Ég fór að horfa á lífið á allt annan hátt en áður. Hlutirnir fóru ein- hvern veginn að ganga meira af sjálfu sér. Það er eins og manni sé stýrt áfram. Það var eins og eitt leysti annað af hólmi og áhugamálin virtust nóg. Ég hef t.d. ákaflega gaman af að lesa Ijóð, finnst það ekki síðra en aö leika á sviði, og hef gert töluvert af því undanfarin ár.“ — Hvaöa hliðar hjá sjálfri þér komu þér á óvart? „Þetta er flókið mál, en þetta er spurningin um til- gang lífsins. Er maður á hrað- ferð fram af ætternisstapa, eins og lífið byrjaði? Ég er komin á þá skoðun að vera okkar hér er til þess að læra. Þetta er eins og aö sitja á skólabekk, og að viö munum koma aftur og aftur þar til við erum útskrifuð úr skólanum, fullnuma. Eitt skref áfram í hverju lífi. Þetta er eins og i leikhúsinu. Við förum úr einni kápu i aðra.“ — Höfðuðu ekki sum hlut- verk i leikhúsinu meira til þín en önnur? Sögðu þau ekki einhvern bita af þeim sann- leik sem þú ert að upplifa núna? „Hlutverkin eltu mig ekki beinlínis. Þetta var eins og að taka ofan hattinn. Maður losnaði vissulega ekki undan hlutverkunum fyrr en búið var að leika, en þau breyttu ekki persónuleika minum. Auð- vitað hefur reynslan áhrif, allt sem við skynjum í lífinu hefur áhrif á okkur og breytir okkur.“ MAÐUR RÝR SJÁLFUR TIL SITT HREIÐUR — Þú ert ekki ósátt viö það sem er framundan, þar sem það hefur tilgang? „Ég er sannfærö um til- ganginn, en hvort maður fylgir honum er annað mál. Laugardagur 27. ógúst 198é

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.