Tíminn - 05.06.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.06.1968, Blaðsíða 3
MIÐVIKUÐAGUR 5. jtíní 1968 TIMINN Laxveiðar hafnar Laxveiði hófst í Norðurá i Borg arfirði fyrsta þessa mánaðar. Fyrstu tvo dagana komu sjö lax ar á land og var þyngdin að meðal | tali 10 pund. Stangaveiði hefst; svo í öðrum ám alveg á næstunni. Enn mun vera hægt að fá veiði leyfi i Norðurá. Erla Harðardóttir ein framreiðski slúlkan í búningi, sem hún teikn aði sjálf og saumaði. Bodan Wodiczko hljómsveitarstjóri er nú á förum til heimalands síns. Hann hefur stjórnað Sinfóníuhljómsveit íslands fjögur starfsár, og búið hér á landi í síðustu þrjú ár, Menntamálaráðherra hélt honum kveðjuhóf í Ráðherrabústaðnum í gær og við það tækifæri var Wodiczko sæmdur fálkaorðunni. Hann mun nú taka við stjórn útvarps- og sjónvarpshljóm- sveitinni í Varsjá. Myndin er tekin er menntamálaráðherra afhenti Wodiczko fálkaorðuna. (Tímamynd GE) Myndina tók GE í sýningardeild Hampiðjunnar á sýningunni íslendingar og hafið. HAMPIÐJAN BAUÐ 100 GESTUM AÐ SJÁ SÝN- INGARDEILD SÍNA Á laugardaginn bauð Hampiðjan um 100 úfgerðarmönnum, skip- stjórum, netagerðarmönnum, ásamt blaðamönnum að sjá sjávar útvegssýninguna „íslendingar og hafið“, en Hampiðjan hefur sýn- 'ingu á framleiðsluvörum sinum í samvinnu við efnaiðnaðanfyrir- tækið Hoecihst, sem bauð hópcium upp á veitingar eftir að sýningin hafði verið. skoðuð. Svo til öll gerviefnin, sem Ha-mp iðjan nptar til framleiðslu sinnar eru frá Hoechst, V-Þýzkalandi, en það er með stærstu fyrir tækjum í efnaiðnaði í Evrópu og heims þekkt. Árið 1064 varð almenn og skynd. leg breyting á efnisnotkun í botnvörpur og önnur veiðarfæri, sem gerðu vélar Hampiðjunnar 'úr eltar. Var þá um tvennt að velja, að hætta starfseminni, eða að kaupa vélar til fuillvinnslu á gervi efnum. Eftir ítarlegar rannsóknir og kostnaðaráætlanir var ráðizt í að endurnýja allan vélakost Hamp iðjunnar og voru nokkrar hinna nýju véla teknar i notkun í árs- lok 1966. j Við umrædda gjörbreytingu á I vélakosti Hampiðjunnar reyndist j Hoeöhst, öðrum fremur ráðgefandi | um tæknileg atriði og voru nokkr j ir starfsmenn Hampiðjunnar send ‘ ir til Frankfurt am Main til þjálí junar í meðferð slíkra véla. i Árið 1967 var framleiðsla Hamp j iðjunnar samtals 480 tonn, þar af '243 toun vörur úr gerviefnum. Mun framleiðsla úr gerviefnum f’ara vaxandi með vélum, sem nú er verið að taka í notkun. Til framleiðslu Hampiðjunnar eru aðeins notaðir beztu gæðafilokk ar hráefnis og hafa sjómenn tek ið hinni nýju framleiðslu vel. Til- raunir með fiskilínur ú rgerviefn um hafa staðið yfir s. L tvö ár og hefur Hampiðjan notið ieið- sagnar athugulla skipstjóra, sem þaulvanir eru línuveiðum. Árang j urinn er nú að koma fram í j „Trevira PP“ fiskilínunum, sem ! útlit er fyrir að flestir skipstjórar j taki upp notkun á í náinni fram tíð. Vð framleiðslu veiðarfæra er meirihluti kostnaðar innlend vinna, orka og lögboðin gjöld og þar af leiðandi mikill gjaldeyris sparnaður af starfsemi Hampiðj unnar, að sögn forsvarsmanna hennar. 800 METRA HLAUPI ÐKH-Reykjavík, þriðjudag. Hinar árlegu hvítasunnukapp- reiðar Fáks fóru fram á annan dag hvítasunnu á skeiðvelli fé- lagsins við Eiiiðaár. Áhorfendur voru með langflesta móti, enda var veður blýtt og úrkomulítið. Skei'ðvöllurinn sjiálfur var blaut- ur og þumgur af undanfarandi rigningum, svo að ekki náðust sérlega góðir tímar í hlaupunum. Veðbanki var starfandi á kapp- reiðunum og gengu veðmálin fjör ugt, þó ekki skiptu veðin þúsund u.m, þeir heppnustu fengu 150 kr. fyrir 25 kr. Þylur Sveins K. Sveinssonar lét ekki að sér hæða í 800 metra hlaupinu og vann hann það nú í þriðja skipti og fékk að launum Björnsbikarin.n til fullrar eignar auk 8 þús. kr. peningaverðlauna. Það vakti athygli á kappreiðun um, að Kolbrún Kristi'ánsdó.ttir. sú, sem veitir forstöðu reiðskóla Fáks, hleypti þrem gæðingum til sigurs að þe^su sinni og sést á því, að það er ekki sama, hver situr hestinn. Það þykir kostur hvcrjum hesti að vera vel ættaður og hestamönn um til gamans skal það tekið fram, að gæðingar þeir, sem sigr uðu i 250 m. fola'Maupi og 350 metrunum, þeir Kommi og Faxi, eru báðir undan Glettu Sigurðar Ólafssonar, sem allir hestamenn þekkja af orðspori. í sambandi við k'appreiðarnaf fór fram keppni um bezta alhliða gœðingin.n. góðhestakeppni. Titil- inn „Bezti gæðingurinn 1968“ hlaut Grani Leifs Jóhannessonar og fékk hann auk þess að launum Viceroy-bikarinn svokallaða, en það er fairandibikar. Nr. 2 var Óðinn Gunnars Tryggvasonar og þriðji bezti gæðingurinn var út- Framhald a bls 14 Fyrsta diskotekið opnaö GÞ'E-Reýkjavík, þriðjudag. Fyrir helgina var fréttamönn um boðið að sjá hinn nýja diskótek skemmtistað Las Vegas að Grens ásvegi 12, sem tók til starfa í gær. Þgð er sameignarfélagið Rjá, sem á og rekur þetta diskotek, það fyrsta hér á landi, en slíkir skemmtistaðir hafa þrifizt mjög vel erlendis. Staðurinn er opinn öllum, sem náð hafa 18 ára aldri,- svo fremi að þeir séu „í takt við 20. öldina“, að því er eigendur stað arins tjáðu blaðamönnum. Þetta er mjög nýtízkulegur stað ur og glæsilegur og tekur hann 200 manns. Salurinn er allur klæddiur með rauðu skilkifóðri, og ljósin mjög dempuð. Lýsingu og skreytingu annaðist Lovísa Ohristiansen innanihússarkitekt, og hefur henni farizt það verk ágæt lega úr hendi. Til að byrja með verður Las Vegas opið flest kvöld frá kl. 20.30 til 1 og 2 eftir miðnætti. Engar vínveitingar verða á boðstólum heldur einvörðungu gosdrykkir og léttir réttir, sem bornir verða gestum af ungum stúlkum, sem ekki eru einkennisklæddar eins og flestar aðrar gengilbeim,ir, hcldur klæddar samkvæmt eigin smckk og nýjustu tízku. Þetta eru allt bráðfallegar stúlkur, enda voru þær valdar úr stórum hóp um- sækjenda. Þær mega fá sér snún ing á dansgólfinu öðru hverju. Tveir stórir plötuspilarar leika viðstöðulaust nýjustu dægurlögin, og er þeim stjórnað af ungri stúlku, sem starfað hefur við disko tek í London. Eigendur Las Veg as hafa gert sérstaika samninga við plötufyrirt'æki í London og New York um að senda flugleiðis nýj ustu plöturnar jafnsikjótt sem þær koma á markaðinn, þannig að hinn nýi staður mun geta boðdð upp á „topp" lögin hverju sinni. Olympíufarar fóru í gær til Frakklands Hsím.-þriðjudag. Olympíumótið í bridge, sem hefjast á 5. júni, verður eftir allt háð í frönsku hafnarborginni Deau ville eins og upphaflega var ákveð ið. Vegna hins ótrygga ástands í Frakklandi var um tíma ákveðið að mótið skyldi háð í Sviss, og ætlaði bandarískur auðj'öfur að greiða allan kostnað, sem sú breyt ing kynni að hafa í för með sér. Frakkar brugðust hins vegar reið ir við og niðurstaðan varð, að mótið verður í DeauvMle. íslaud tekur þátt í mótinu og hinir _ís- lienzku þátttakenidur í því Ás- mundur Pálsson, Eggert Benónýs; i son, Hjalti Elíasson, Símon SiWín; % arson, Stefián Guðj'Ohnsen, Þorgeir | ;ysi Sigurðsson og fararstjórinn Þórð- ur Jónsson flugu utan í morgun, en muau ekki koma við í París eins og upphaflega var ákveðið, heldur í Briissel og þaðan með langferðabíl til hinnar frönsku borgar. Um 40 þjóðir höfðu til- kynnt þátttöku á mútið. en ekki er vitað á þessu stigi rhálsins, hvort einhverjar þeirra kunna að hafa dregið sig til baka stundu. síðustu Sigurvegarinn i 300 metra hlaupinu, (Tímamynd GE) ÞYTUR SIGRAR ENNI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.